Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 18
18 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hún hefur æft og keppt í fótbolta frá átta ára aldri, fyrst með Haukum og síðar með Þrótti. Nú er hún komin til Frakklands og farin að keppa með frönsku úrvalsdeildarliði. Hulda Jónsdóttir er 22ja ára fótboltakona sem flutti til Frakklands fyrir einu og hálfu ári til að læra arki- tektúr og stunda boltann í leiðinni. „Ég fór út fyrir rúmu ári síðan til að læra arkitektúr. Ég er búin að æfa fótbolta síðan ég var átta ára og var að vonast til að ég myndi finna lið hér til að æfa með en þar sem fótbolti er ekki mjög áberandi hér í Frakklandi tók það mig smá tíma að finna lið. Í janúar í fyrra fann ég loksins gott fótboltalið sem er í frönsku úrvaldsdeildinni og ég er búin að æfa með þeim síðan í janúar á þessu ári,“ segir Hulda Jónsdóttir, 22 ára varnarleikmaður hjá Vendenheim í Strassborg. Hulda lét félagaskipti ekki fara fram strax því að hún var búin að lofa sjálfri sér að klára leiktímabil- ið á Íslandi í sumar. Félagaskiptin fóru fram í haust og nú er hún búin að spila tvo leiki með franska lið- inu og strax komin í byrjunarliðið. Hulda segir að hópurinn sé þéttur og skemmtilegur og stelpurnar hafi tekið sér mjög vel strax frá upphafi. „Liðinu er ekki búið að ganga neitt alltof vel. Liðið skipa sömu stelpur og í fyrra og við lentum í fimmta sæti í fyrra en nú erum við í neðsta sæti. Það er óróleiki í lið- inu og vantar einbeitingu í hópinn. Það er búið að skipta tvisvar um þjálfara frá því í sumar og nú er verið að leita að þeim þriðja. Þetta hefur áhrif á andlegu hliðina og við erum að vinna í því núna,“ segir hún. „Það vantar í leikinn að við trúum því nógu mikið að þetta eigi eftir að ganga upp. Hulda segir að franski fótboltinn sé öðruvísi en sá íslenski og það hafi tekið sig smá tíma að komast inn í hann. Mikill munur sé á því hvernig íslenskir og franskir leik- menn spila. „Þær eru miklu „tekn- ískari“ en íslenskir leikmenn,“ segir hún. „Þjálfaranum finnst æðislegt að fá mig í liðið því að ég er frekar grófur leikmaður, alveg réttu megin við línuna samt, og það vantar í fótboltann hérna úti og kannski alveg sérstaklega í okkar lið,“ segir hún. Frá því að Hulda byrjaði að leika með Vendenheim hefur hún þó áttað sig á að hún þarf að draga úr hörkunni. „Ég hef orðið að breyta aðeins um leikstíl,“ útskýrir hún í viðtali við franska dagblaðið DNA. „Á Íslandi er miklu meira um stympingar. Í Frakklandi hrópa allir aðvörunarorð ef leikmaður tæklar.“ Hulda er á öðru ári í arki- tektúr og klárar námið eftir eitt og hálft ár. Hún ætlar að halda nám- inu áfram og vonast til að geta tekið meistarapróf frá New York. Og svo ætlar hún auðvitað að halda áfram í fótboltanum. ghs@frettabladid.is Í vörn fyrir franskt úrvalsdeildarlið HRÓPA AÐVÖRUNARORÐ „Á Íslandi er miklu meira um stympingar. Í Frakklandi hrópa allir aðvörunarorð ef leikmaður tæklar,“ segir Hulda Jónsdóttir um muninn á franskri og íslenskri knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI EINU ÚTLENDINGARNIR Hulda með félaga sínum, Kadidiu Diawara frá Malí, en þær tvær eru einu útlendingarnir í liðinu. Túlkur óskast „Ritstjórn Pésans hefur borist myndir og greinin sem er á frönsku og fjallar að því er okkur skilst um mannlíf hér um slóðir.“ ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON SVEIT- ARSTJÓRI Pésinn, fréttabréf Hrunamannahrepps. Varúð Grænlendingar! „Ísland verður að taka upp nána samvinnu við Grænland og stuðla þannig að hagsæld beggja vinaþjóða.“ REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI DV, miðvikudagur 27. nóvember. VIKA 41 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA ■ Ólíkt því sem flestir halda er flatbakan ekki upprunnin á Ítalíu. Heimildir eru til um einhvers konar pítsu, þ.e. bakað brauð með áleggi, frá Forngrikkjum. Talið er að pítsan hafi borist til Ítalíu á 18. öld og þar náði hún svo sannarlega að festa sig í sessi. Árið 1889 ferðaðist Margherita, drottning Ítala, vítt og breitt um landið og kynntist þar þessu bragð- góða flatbrauði hjá bændum. Henni þótti maturinn ákaflega bragðgóður sem ýmsum þótti hneykslanlegt enda ekki drottningarmatur. Pítsan Margaríta, sem enn í dag er ein vin- sælasta pítsuuppskrift veraldar, varð til á þessum tíma, drottningunni til heiðurs. FLATBAKAN UPPRUNNIN Í GRIKKLANDI TIL FORNA „Ég segi nei við þessu,“ svarar Þórður Bragason atvinnurekandi. „Ég vil fá þessa ríkisstjórn í burtu en ég lít svo á að ég hafi enga betri kosti, það kæmi ekkert betra í staðinn. Ætti ég að kjósa hina stjórnmálaflokkana; stjórnarandstöðuna með Framsóknarflokkn- um? Nei, takk. Ég treysti þeim ekkert betur. Það er þá alveg eins gott að hafa þessa bjöllusauði eins og hina bjöllusauð- ina,“ segir hann. Þórður leggur til að laun alþingismanna verði hækkuð „um svona 300 prósent. Það mætti til dæmis gera með því að fækka alþing- ismönnum úr 63 í 21 til að vega upp á móti auknum kostnaði. Með þessu móti ættum við kost á því að fá hæf- ara fólk inn á þing því að ég veit að úti á atvinnumarkaðinum er fullt af hæfara fólki en er inni á þingi. Alþing- ismennirnir eru nú að vinna meira af hugsjón en hæfileikum þó að ég geri ekki lítið úr hugsjóninni,“ segir hann og kveðst sannfærður um að ný andlit komi fram með tímanum. „Ef það væri fullt af hæfileikaríku fólki á þingi og maður hefði raunveru- lega valkosti þá myndi ég segja: Já, kjósum strax!“ SJÓNARHÓLL EIGA ÍSLENDINGAR AÐ GANGA TIL KOSNINGA Á NÆSTUNNI? Vill þrefalda laun þingmanna ÞÓRÐUR BRAGASON ATVINNU- REKANDI. „Ég hef nokkrar áhyggjur af ástandinu, það virðist vera að myndast nokkuð herskár hópur þarna og alls óvíst hvort þetta endi ekki með borgara styrjöld,“ segir Junphen. Í heimalandi hennar, Taílandi, hafa verið sett neyðarlög en stjórnarandstæðingar hafa hertekið tvo flugvelli og talið er að valdarán hersins sé í uppsiglingu. „Reyndar þekki ég ekki marga í Bangkok, móðir mín býr í sveitarþorpi úti á landi en vissulega hefur það áhrif á allt landið ef ástandið versnar enn. Kannski skellur á mikill fólksflótti.“ En svo virðist sem Junphen sé komin í jólaskap jafnvel þó hún sé Búddatrúar. „Ég er farin að kaupa nokkrar jólagjafir, mér finnst alltaf voðalega gaman á jólunum og margir Tælendingar halda þau heilög enda eru margir giftir inn í íslenskar fjölskyldur. Ég fer þó líka í hof um jólin og biðst fyrir. Ég verð hins vegar ekki hér á landi um jólin þar sem ég ætla að bregða mér til Póllands ásamt kærasta mínum en hann er frá Póllandi. Þar ætla ég að vera í þrjár vikur og hafa það gott.“ Junphen Sriyoha: Áhyggjur af heimalandinu „Síðustu helgi eyddi ég að mestu í að búa til heimagerð jóla- kort handa vinum og ættingjum. Nokkrir vinir mínir komu í heimsókn og við unnum að þessum kortum fram á nótt. Þetta var í fyrsta skipti sem við búum til heimagerð jóla- kort en héðan í frá ætlum við að geta þetta saman fyrir hver jól. Á laugardaginn kíkti ég í bæinn og var hissa að sjá hvað það var mikið af fólki að mótmæla á Austurvelli. Ég veit að Íslendingar eru ekki mikið fyrir að mótmæla en þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég býst við að fara aftur næsta laugardag. Svo horfði ég á borgarafundinn í sjón- varpinu. Ég þurfti að biðja kærasta minn um að þýða það sem fram fór en mér þótti fundurinn mjög áhugaverður enda efast ég um að ráðherrar í Bretlandi myndu mæta á svona opna fundi. Í þessari viku ætla ég svo að halda þakkargjörðar- hátíð með nokkrum vinum mínum. Veislan verður líka kveðjupartý fyrir enska vinkonu mína sem er að flytja frá Íslandi.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier: Mótmælin áhugaverð „Það er nóg að gera hjá okkur í Félagi Litháa og Íslendinga, við erum nú í óða önn að vinna að heimasíðu,“ segir Algirdas. „En svo vorum við í boði hjá Bryndísi Schram sem hún hélt á heimili sínum í tilefni af útgáfu bókar sinnar. Það voru um hundrað manns þarna og verulega gaman. Ég notaði náttúrulega tækifærið og spjallaði aðeins við Jón Baldvin; við ræddum aðallega um ástandið í þjóðfélaginu.“ Spurður hvort Jón Baldvin sé þekktur í Litháen segir hann: „Auð- vitað, hann var fyrstur manna til að viðurkenna sjálfstæði okkar á sínum tíma. Við Litháar gleymum ekki slíkum höfðingjum svo glatt.“ Algirdas Slapikas: Í boði hjá Jóni og Bryndísi Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Við hjá Ásatrúarfélaginu ætlum að vera með vættablót á fullveldisdaginn, 1. desember. Við ætlum að blóta landvætt- unum, landi og þjóð til heilla. Það verður blótað á Reykjanesi, í Borgarfirði, Eyja- firði og Vopnafirði og á Þingvöllum – í hjarta landsins – á sama tíma klukkan 17.30. Svo ætlum við að biðja þá örfáu landsmenn sem ekki mæta að kveikja á kertum á sama tíma,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Hann segir nauð- synlegt að verjast öflum sem eru tilbúin að fórna sjálfstæði landsins. „Þetta eru þeir fjórir staðir sem Heimskringla segir að landvættirnir hafi verið á og gættu landsins okkar. Á þessum tímum, þegar fólk virðist tilbúið til að ganga undir næsta kóng, er kominn tími til að minna á að við fengum fullveldi árið 1918. Við eigum ekki að ganga aftur á bak heldur finna okkar styrk sem Íslendingar og sýna bara hvað í okkur býr. Núna er ekki tími fyrir uppgjafartón. Það er akkúrat sá tónn sem ekki má heyrast. Með þessu erum við bæði að magna upp ákveðna krafta og fá fólk til að koma saman og stappa í hvað annað stálinu. Táknræn sam- staða um góð mál og stærri hugsun er dýrmæt á þessum tímum.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HILMAR ÖRN HILMARSSON ALLSHERJARGOÐI Blótað um allt land á fullveldisdaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.