Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 26
26 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ Reiði almennings vegna kreppunn- ar er skiljanleg. En því má ekki gleyma, að hún er alþjóðleg lánsfjárkreppa, sem bitnar ekki aðeins á Íslendingum. Víða annars staðar riða bankar til falls, fyrirtæki komast í þrot, fólk missir vinnuna. Við urðum harðar úti en aðrir af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi kom í ljós kerfisgalli á EES-samningnum. Samkvæmt honum var allt EES-svæðið eitt markaðssvæði, svo að ekki átti að skipta máli, hvar fyrirtæki hefði bækistöð. Þetta nýttu íslensku bankarnir sér, störfuðu víða og stækkuðu ört. En ekki voru gerðar fullnægjandi ráðstafanir á svæðinu til að tryggja þeim lausafé. Þegar á reyndi, neituðu seðlabankar á EES- svæðinu að hlaupa undir bagga. Bankarnir voru of stórir fyrir Ísland, þótt þeir væru það ekki fyrir EES-svæðið. Í öðru lagi kom Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, tveimur íslensku bankanna á kné, þegar hann stöðvaði starfsemi þeirra í Bretlandi og setti fjármálaráðu- neytið íslenska og seðlabankann á opinberan lista um hryðjuverka- samtök. Hann neytti síðan með aðstoð ESB aflsmunar í því skyni að flytja stórkostlegar skuldir einkaaðila yfir á herðar íslensks almennings. Þegar bandarísk fjármálafyrirtæki gerðu hið sama og hann sakaði íslensku bankana um, höfðust bresk stjórnvöld hins vegar ekki að. Með því að gagnrýna Davíð Oddsson seðlabankastjóra er verið að hengja bakara fyrir smið. Hann hefur síðan 2006 varað við vexti bankanna án þess að gerðar væru fullnægjandi ráðstafanir til að tryggja þeim lausafé. Til eru næg gögn um þetta, þótt eðli málsins samkvæmt gæti Davíð ekki rætt málið opinberlega. Eflaust fóru bankarnir líka stundum að með kappi fremur en forsjá. Deila má um, hvort það skipulag peningamála, verðbólgumarkmið og sveigjanlegt gengi, sem staðið hefur frá 2000, hafi verið heppi- legt. En hvers vegna hafa aðrar þjóðir, sem bjuggu við sama skipulag, ekki orðið eins hart úti? Og hefði útlánaþensla bankanna orðið minni, hefðum við notað evru og nýtt okkur lága vexti á evru- svæðinu? Hvað sem því líður, hefur verðfall krónunnar komið þeim skilaboðum til okkar, að við verðum að spara og kaupa frekar innlenda vöru en innflutta. Hefðum við notað evru nú, hefðu þessi skilaboð ekki borist. Ég hafna þeirri nauðhyggju, að nú sé aðeins tveggja kosta völ, að halda í krónuna og standa utan ESB eða taka upp evru og ganga í ESB. Til eru að minnsta kosti fjórir aðrir kostir í peningamálum. Einn er danska leiðin, að festa krónuna við evru. Önnur er leið Svartfjalla- lands, að nota evru án þess að spyrja kóng né prest. Þriðja leiðin er myntslátturáð, eins og notað er í Hong Kong. Þá myndi íslenski seðlabankinn gefa út krónur í hlutfalli við forða sinn af þeim gjaldmiðli, sem miðað er við (til dæmis evru eða dal). Fjórði kosturinn er að leyfa fólki að velja um þann gjaldmiðil, sem mikilvægir samningar eru gerðir í. Raunar hafa Íslendingar lengi búið við slíkt kerfi, því að þeir hafa gert alla mikilvæga samninga sína í öðrum gjaldmiðli, verðtryggðri krónu, en notað venjulega krónu til að greiða í stöðumæla. Þessi kosti þarf alla að skoða með hagsmuni íslensku þjóðarinnar fyrir augum. Úrræði í peningamálum HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Efnahagsmál Sótt að dómsmálaráðherra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur síður en svo farið varhluta af reiðinni í samfélaginu síðustu daga, það má glögglega sjá á bloggsíðu hans. Fyrst segir hann frá framíkalli Steingríms J. Sigfússonar áður en hann stóð ögrandi andspænis Birni en fór svo að forsætisráðherra og klappaði karlmennskulega á öxl hans. Aðförin er öllu verri á vefn- um aftaka.org en þar er Birni lýst svo „... rasista og valdníð- ings, auk sérsveitarhvolpana hans, sem hlakkar í þegar þeim leyfist að leika sér með piparúða og önnur vopn.“ Að sjálf- sögðu gera höfundar ekki grein fyrir sér svo hægt sé að sjá hverjir standi fyrir svo ómálefnalegri umræðu. Ljótar konur og orðljótir karlar Fyrrverandi þingmaður varð hneyksl- aður á framgöngu Steingríms og skrifaði til Björns: „Maður horfði orðlaus á framkomu SJS í þinginu í fréttatíma sjónvarps í kvöld. Held að annað eins hafi aldrei gerst í sölum Alþingis. Hvernig skyldi standa á því að til forystu í flokkunum lengst til vinstri, Alþýðubandalagi og svo VG veljast ævinlega orðljótustu menn sem náð hafa kosningu á Alþingi. Skrítið.“ Ef heimsmynd þessa þingmanns og síðan Berlusconis væri skeytt saman væri útlitið ekki gott á vinstri væng stjórnmálanna; ljótar konur og orðljótir karlar. Þúfa að velta ráðherra Menn velta því fyrir sér hvers vegna Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, leggur svo mikið upp úr því að Björgvin G. Sigurðsson fylgi með í þeirri tiltekt sem hann hvetur ríkisstjórnina í. Einir segja eðlilegt að ráðherra bankamála fái að fjúka en aðrir telja að þarna sé þúfa innan úr Samfylkingunni að reyna að velta þungu hlassi. jse@frettabladid.is Rauðarárstígur 6 Sími: 567-7888 www.art2b.is Nýtt sölugallerý Vönduð olíumálverk á ótrúlegu verði. Verið velkomin F ormenn stjórnarflokkanna hafa kallað til formlegra sam- tala við stærstu samtök launþega og atvinnufyrirtækja í landinu. Líta verður svo á að í þessu nýja skrefi felist ákvörðun um að leita eftir víðtækri samstöðu um stærstu viðfangsefni næstu missera. Í eldfimri stöðu var það tímabært. Forysta Alþýðusambandsins hóf leikinn af sinni hálfu með kröf- um um afsögn tiltekinna ráðherra. Með sanni verður ekki sagt að upphafsleikurinn sé hefðbundinn. Ríkisstjórnin má hins vegar ekki láta það setja sig út af laginu. Flestir skilja að forystumenn hennar láta ekki viðmælendur sína ákveða ráðherraskipan. Hitt er annað mál að óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar ákvarðanir. Í því ljósi gæti á næstu vikum verið hyggilegt af ríkis- stjórnarforystunni að stokka upp og kalla nýja menn til að takast á við ný viðfangsefni. Það gæti verið til marks um staðfestu að baki áformum um að ná breiðri samstöðu um þau tröllauknu viðfangs- efni sem glíma þarf við á næstunni. Traust á því sem koma skal skiptir einfaldlega meira máli en dómar um ábyrgð á því liðna. Umfram allt annað er ljóst að endurreisa þarf traust á yfirstjórn peningamálanna. Að formi til er að vísu nóg að það traust byggist á afstöðu veitingavaldsins eins og sér. Í raunveruleikanum þarf sú afstaða hins vegar að njóta trausts í samfélaginu og á erlendum mörkuðum. Það verkefni verður ríkisstjórnin að leysa hratt. Nái aðilar vinnumarkaðarins saman sín á milli um tillögugerð gagnvart stjórnvöldum eru meiri líkur á að leitin að samstöðu beri árangur. Engin umræðuefni má útiloka fyrirfram. Á endanum þurfa þó allir að vera fúsir að gefa eftir. Hins vegar má samstarfið ekki lenda í útideyfu málamiðlana. Það kemur fljótt í ljós hvort samtölin byggja á slíkri hugsun eða ekki. Kjarni málsins er sá að ekki má dragast í margar vikur fram á næsta ár að varða þær leiðir sem ganga á eftir. Þróun kjaramál- anna er eitt af lykilatriðunum. Þegar af þeirri ástæðu er samráðið brýnt. En það eru önnur stór viðfangsefni sem rétt er að leita eftir víðtækri samstöðu um. Menn vitna gjarnan til þess að þjóðarbúskapurinn standi á traustum undirstöðum. Þær verða hins vegar ekki hagnýttar til viðspyrnu og nýrrar verðmætasköpunar meðan viðskiptabankar ríkisins og atvinnufyrirtækin njóta einskis lánstrausts erlendis. Jafnvel orkufyrirtækin eru lömuð til nýrrar sóknar. Þetta er veru- leiki. Honum þarf að breyta. Það er viðfangsefni næstu vikna. Það kallar á samstöðu. Sama má segja um ríkisfjármálapólitíkina fyrir næstu ár. Vandi þeirra sem lenda í mestum þrengingum með húsnæðislán getur trúlega orðið heitasta viðfangsefni þess samráðs sem nú er leit- að. Evrópumálin eru á hinn veginn stærsta og hugsanlega um leið umræðufrekasta málið sem endurreisnin snýst um. Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, hefur hvatt stjórnarflokkana til að lýsa því yfir að þeir hyggist starfa saman uns spurningin um Evrópusambandsaðildina er til lykta leidd. Það ákall fær örugglega góðan hljómgrunn. Trúin á framtíðina gæti styrkst í réttu hlutfalli við skjót viðbrögð við því. Það er því eðlilegt að sú spurning verði á dagskrá þess mikilvæga samráðs sem ríkisstjórnin gengur nú til við forystumenn launafólks og atvinnulífs. Tímabært samráð í eldfimri stöðu: Nýtt skref ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.