Tíminn - 13.02.1982, Side 3

Tíminn - 13.02.1982, Side 3
Laugardagur 13. febrúar 1982. fréttir HEIMILA EKKI FLEIRI SKEMMTANIR A BROADWAY TT V — eða öðrum skemmtistöðum sem Ólafur Laufdal á eða rekur segir Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans ■ ,,Mér fannst bara takast svo illa til með þetta og Ólafur Laufdal taka það illa i að koma þessu til betri vegar, þegar ég talaði við hann, að ég sá ekki annað fært en hafa þetta svona,” sagði Þorvarður Elias- son, skólastjóri Verzlunarskóla íslands, þegar blaðamaður Timans spurði hann út i bréf það sem hann ritaði í siðasta fréttabréfi Nemendafélags Verzlunarskólans, 1 áðurnefndu bréfi segir Þor- varður m.a. „Vegna þessarar slæmu reynslu tilkynnir skóla- stjóri hér með að hann fyrir sitt leyti mun ekki heimila fleiri skólaskemmtanir á Broadway eða á öðrum skemmtistöðum sem Ólafur Laufdal á eða rekur, nema fyrir liggi skriflegur samningur, milli nemenda og áður nefnds Ólafs.” Þorvarður sagði að upplausn hefði rikt fyrir utan skemmti- staðinn Broadway, 4. febrúar sl. en það kvöld var Verzlunar- skólinn með hóf þar. Hefðu bæði nemendurog kennarar oröið fyrir meiðslum og skemmdum á fatn- aði i þrengslunum fyrir utan skemmtistaðinn, og heföi öng- þveiti þetta myndast, vegna þess að fjöldi fólks streymdi að, á sama tima, um kl. 23.30, en dyra- verðirnir hefðu leitað svo vand- lega á nemendum, i vinleit sinni, að það hefði litið gengiö við að hleypa fólkinu inn. Þorvarður sagði að þá hefði ekki bætt Ur skák, að þetta kvöld var slagviðri og rigning, þannig að þeir sem entust i biðröðinni, voru niðurrigndir þegar inn var komið, en aðrir gáfust upp á bið- inni og fóru heim, þrátt íyrir að þeir væru búnir að kaupa rándýra inngangsmiða. Sagði hann aö þeir sem lengst helðu beðið lyrir utan Broadway hefðu staöið þar i 1 1/2 tima. Þorvarður sagði að þegar honum hefði tekist að ryöja sér leið gegnum þvöguna og inn i húsið, hefði hann íariö þess á leit við dyraverði hússins, að þeir hröðuðú eítir löngúm þvi að hleypa fólkinu inn, en þeir hefðu alfarið neilað þvi og visað honum á Ólaf Lauldal. Hefði hann þá farið á fund Ólafs, og beðið um það sama, en svörin sem hann hefði fengiðhefðu verið á þá lund, aðekki kæmi til greina að hleypa fólkinu inn án vinleitar. „Ég l'ékk hins vegar ekki annað séð, en að hann myndi allt græða á þvi að hleypa íólkinu inn. Nem- endurnir voru sjálíir með yfir 40 manns viö gæslustörf i húsinu, þannig að það var hægt á stund- inni að hleypa fólki þvi út, sem hefði gert sig liklegt til þess að vera með læti, eða draga upp vin. Mér þykja það nú öllu skynsam- legri aðfarir að hleypa lólki inn, og týna það svo heldur út, ef það gerir eitthvað al' sér, heldur en að taka svona á móti þvi, æsa það upp og eyðileggja fyrir þvi skemmtunina,” sagði Þorvarður. „Hvaö eru'ði að glápa inn í annarra manna bíla", gæti snáðinn verið að hugsa þar sem hann gjóar aug- unum illilega i átt til Ijósmyndarans. — Timamynd: Ella. „Skólastjórinn ekki alsgáður” — segir Ólafur Laufdal, eigandi Broadway ■ „Skólastjóra Verzlunarskólans er á engan hátt heimilt að stöðva vinleit á nemendum, þegar nem- endaféiagið sjálft var búið að gera samkomulag um að vinleit yrði framkvæmd. Auk þess vil ég taka það fram að umræddur skólastjóri var ekki alsgáður þegar hann kom á minn fund hér i Broadway, og fór þess á leit við mig að ég léti flýta vinleitinni, eða stöðva hana algjörlega. Slika framkomu tel ég engan veginn til fyrirmyndar fyrir skólastjóra skóla, sem er að halda vinlausa skemmtun,” sagði Ólafur Lauf- dal, eigandi Broadway, þegar blaðamaður Timans spurði hann i hverju ósamkomulag hans og skólastjóra Verzlunarskólans hefði vcrið fólgið 4. fcb. sl. Ólafur sagði að nemendaráð Verzlunarskólans helöi ekki viljað eiga þaö á hæltu aö ia á sig háa bakreikninga, vegna skemmda sem hugsanlega yrðu unnar á húsakynnum. ,,Að öðru leyti visa ég til Bjarka Eliassonar, yfirlögregluþjóns, og til skýrslna þeirra fjögurra eftir- litsmanna með vinveitinga- húsum, sem hér voru v ið eftirlits- störf þetta kvöld. Einn eftirlits- maðurinn var m.a.s. vitni að samræðum þeim sem fóru fram á milliminogskólastjórans,” sagði Ólaíur. Ólafur sagðist vilja taka það skýrt fram að hann væri mjög ánægður með framkvæmd dans- leiks þess sem Nemendafélag Verzlunarskólans heföi staðiö fyrir þetta kvöld, og sagöi hann að hann hefði verið til mesta sóma sér fyrir þá sem stóðu íyrir skemmtuninni, þá Guðbjörn Guð- björnssonog Jón Axel Pétursson. Timin haföi samband við Bjarka Eliasson, yfiriögreglu- þjón, en hann sagöi aö hann fengi ekki skýrslu eftirlitsmannanna sem voru að störlum i Broadway 4. febrúar fyrr en nk. mánudag. —AB BMW518 BMW315 BMW mest seldi bíllinn hér á landi 1981 frá Vestur-Þýskalandi. Á síðasta ári hafa verið seldar meir en 400 BMW bifreiðar og sýnir það best hinar miklu vinsaeldir BMW. Þar sem BMW verksmiðjurnar hafa ekki getað annað eftirspurn höfum við átt í erfiðleikum með að fullnægja þeim pöntunum sem okkur hafa borist að undanförnu. Tekist hefurað fá viðbótarsendingu BMW bifreiðaog getum við því afgreitt flestar gerðir BMW nú þegar. Grípið tækifærið og festið kaup á BMW á föstu verði með því að gera pöntun strax. Vandið valið, BMW gæðingurinn er varanleg eign, sem alltaf stendur fyrir sínu. Komið og reynsluakið BMW 315 og 518. BMW 518 Verð kr. 186.000 BMW-ánægja í akstri. BMW 315 Verð kr. 142.700 Gengi 8. fefa. DM: 4.0721 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.