Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 16. febrúar 1982 útgefandi: FramsóKnarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ölafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifslofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aualýsinaasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð -J lausasölu ■6.00. Askriftarqjald 4 niánuði: kr. 100.00—Prentun: Biaöaprent hf. Virk yfirráð yf ir auðlindunum er meginmál Ræða Guðmundar G. Þórarinssonar um iðnaðarstefnu Fíkniefnabölið ■ Á Alþingi hefur nýlega verið vakin athygli á nauðsyn þess að snúast af enn meiri krafti en hingað til gegn þeim vágesti, sem fikniefnabölið er. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins hafa flutt þingsályktunartillögu þar að lútandi, þar sem lagt er til, að ,,gerð verði heildarendur- skoðun á þvi, hvernig leitast er við að verjast inn- flutningi, tilbúningi, útbreiðslu og neyslu ávana- og fikniefna með árangursrikari varnaraðgerðir að markmiði. Tillögur þar að lútandi liggi fyrir i árslok 1982”. Þetta er svo sannarlega timabær tillaga. Davið Aðalsteinsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, gerði itarlega grein fyrir vandamálinu i fram- söguræðu á dögunum, og sagði þá m.a.: ,,Frá 1974 til ársloka 1978 var lokið að meðaltali um það bil 160-170 málum við sakadóm vegna ávana- og fikniefna. Árið 1979 var lokið 200 mál- um og þar af 19 aðilar dæmdir samkvæmt 16 ákærum, og flestir siðastnefndu til refsivistar auk íésektar. Árið 1980 var lokið 285 málum og þar af 49 aðilar dæmdir samkvæmt 38 ákærum. Það mun vera svipaður f jöldi mála á nýliðnu ári. Samkvæmt samantekt lögreglumanna voru lög- regluyfirheyrslur i þessum málaflokki 852 árið 1979, yfir 381 aðila. Þar af höfðu 226 komið við sögu áður. Árið 1980 voru lögregluyfirheyrslur 810, samtals yfir 451 aðila, og höfðu 266 þar af komið við sögu áður. Likur eru á að málafjöldinn verði svipaður á þessu ári. Enda þótt þessar tölur segi e.t.v. litið, gefa þær þó til kynna, að hér er um allverulegt umfang að ræða og ef þess er gætt að uppvis brot og afgreidd eru i rauninni mun fleiri i ljósi þess, að iðulega er lögð á aðila refsing fyrir mörg brot. Málafjöldi, svo og magn fikniefna sem fundist hefur, gefur til kynna þá miklu hættu, sem vofir yfir. Siðustu misseri hefur mikið magn ávana- og fikniefna verið tekið úr umferð,er að einhverju leyti má vafalaust rekja til árangursriks starfs þeirra, sem að þessum málum vinna. Þrátt fyrir að mikið magn fikniefna er tekið úr umferð þykir fullvist að neytendum ávana- og fikniefna hér- lendis fari fjölgandi. Varla liður sá dagur að ekki sé getið um misferli á þessu sviði, sumpart neyslu, sumpart innflutning eða hvoru tveggja. Það er mjög brýnt að staldra við og gaumgæfa frekar en nokkru sinni, hvort barátta okkar i viðureigninni við þennan vágest, fikniefnin, og skaðvænleg áhrif þeirra á islenskt þjóðfélag, er á réttum brautum”. Til viðbótar við þann vágest, sem núverandi fikniefnaneysla hér á landi er, bætist enn alvar- legri ógnun við heilbrigt þjóðlif: neysla sterkari eiturlyfja, svo sem ópiums, morfins og heróins. í löndunum i kringum okkur er neysla þeirra lyfja alvarlegt þjóðfélagsvandamál, sem íslendingar hafa sem betur fer sloppið við að mestu. En hversu lengi? Vonandi verður þingsályktunartillagan sam- þykkt hið fyrsta svo að sú heildarathugun, sem hún gerir ráð fyrir, geti hafist sem allra fyrst. —ESJ ■ St jórna rfru m va rp um iðnaðarstefnu var nýlega til um- ræöu á Alþingi og þá flutti Guð- mundur G. Þórarinsson eftirfar- andi ræðu sem hér birtist nokkuð stytt: Iðnaðarstefna Það er auðvitað nauösynlegt, að Alþingi samþykki stefnuyfir- lýsingu þess efnis aö það ætli að efla iönað i þessu landi, aö hinar almennu leikregluri þjóðfélaginu séu þess eðlis aö innlendur iðnaöur geti dafnaö sem fullgild atvinnugrein, aö grundvöllurinn sé slikur aö hann hvetji menn til iðnrekstrar og efli fyrirtækin. Það er ekki nóg að halda hátiðar- ræður um þessi efni og tala þar um nauðsyn þess að efla iðnað og iönaðurinn eigi og muni taka við því starfsliði, sem á vinnumark- aði komi á næstu árum. Það þarf meira, þaö þarf aögerðir. Það - þarf aö gripa inn i’ þann grunn at- vinnulifsins, sem nú er. Það er meginmál, að grunnurinn sé með þeim hætti, að frumkvæði landsmanna nýtist sem allra best.Siðasturmanna skal ég gera litið úr þvi að reynt sé að skipu- leggja þessi mál á besta veg. En við- megum ekki gleyma okkur um þessi mál, þarna eru ákveðin atriði, sem þarf að gripa inn i og verður að gera. Það er auðvitað öllum ljóst, að baráttan við verð- bólguna að undanförnu og aðhald i gengismálum, hefur haft haml- andi áhrif á innlendan iðnað og minnkað markaðshlutdeild hans. Ef menn lita yfir siðasta ára- tug, þá kemur i ljós, að hagvöxtur á siðasta áratug hefur verið um 2,5% að meðaltali. Verðbólgan hefur sjálfsagt verið um 40—50%. Flestir erlendir hagfræðingar hafa undrast það, hvernig islenska þjóöfélagið hafi staðið af sér þessa miklu veröbólgu i heilan áratug, hvernig hafi verið unnt að auka framleiðni, að auka hagvöxt i þessu þjóöfélagi þrátt fyrir þessa gifurlegu verðbólgu, sem samkv. lögmálum hagfræö- innar mundi og ætti eðlilega að mola atvinnuli'fið niöur. Skýringin er einfaldlega sú, aö við höfum fengið aukinn sjávar- afla. Viö höfum veitt meira. Okkur er ljóst aö fiskistofnarnir eru takmarkaðir og næsta ára- tuginn getum við ekki treyst á að atvinnumálin leysistá sama hátt og við höfum leyst þann siðasta. Þess vegna verður efling iðnaðar- ins að vera grundvöllurinn, sem viö byggjum á á þeim áratug, til þess að komast framhjá fri- verslunarákvæöum hafa mörg þessara landa gripið til mjög verulegra styrktaraögeröa. Vilji menn halda áfram á braut fri- verslunar eins og þeir vonandi fiestir vilja, þá verða menn að spyrna við fótum og bregðast við þessum styrktaraögeröum á réttan hátt. Við vitum, að þessar þjóðir fela þessar styrktaraðgerðir ýmist undir alls konar aðgeröum til þessað draga úr atvinnuleysi eða aögeröum til þess að jafna byggðaþróun. Þaö kann að valda einhverjum frekari erfiðleikum að gri'pa inn i, en þaö er alveg ljóst að ég hef oft gert það að umræöuefni hér á Alþingi og ætla ekki aö gera það enn á ný, að þessar þjóðir beita ýmiss konar fjárhagsaögerðum, bæði lána- greiöslu og lágum vöxtum ásamt niöurgreiðslu á launum til þess að auðvelda sfnum iðnaði aö flytja sinar vix-ur ódýrar út undir yfir- skyni friverslunar og þá kannske einmitt til okkar lands, þar sem veikur iðnaður þarf að keppa við þessar aögerðir. Menn hafa sér- staklega nefnt i þessu sambandi húsgagnaiðnað, vefja-, fata- og saumaiðnað. Skipaiðnaðinn má telja með og sjálfsagt fleiri iðn- þannig, að eingöngu verði um að ræða freöið skipulagstal eða ein- hvers konar uppbyggingu, sem byggð er á þungum ákvarðana- ferli hins opinbera kerfis. Það verður og er útilokað að virkja uppbyggingu hins islenska iðnaðar miöstýrt frá einhverju skrifborði embættismanns eða stjómmálamanns. Þarna riður fyrst og fremst á i allri umræðu um eflingu iönaðar aö grunnur at- vinnuli'fsins sé réttur, að skatta- málum sé hagað þannig, að álögur séu ekki meiri á okkar inn- lenda iönaö, sem i mörgum til- vikum er veikburða, en i þeim löndum þar sem okkar iðnaður á að keppa. Aö skattamál séu með þeimhætti að munur á starfsskil- yrðum hinna ýmsu atvinnuvega séu ekki þannig, að iðnaðinum sé beinli'nis haldiö niöri, aö framlög og fyrirgreiösla til hinna ýmsu at- vinnugreina séu ekki beinlinis mismunun þannig að allt þetta hafi þau áhrif, að gengisskrán- ingin beinlinis haldi iðnaöinum niðri. Auðvitað er það nauðsyn- legt að gengið sé skráö þannig að okkar útflutnings- og sam- keppnisiðnaður eigi möguleika i þeirri hörðu samkeppni, sem hann tekur þátt í. Hér skiptir fyrst og fremst máli að gera hlutina. Það duga ekki endalausar ræður eða ályktanir sem nú fer i'hönd. Og þá á ég ekki bara við að efla hinn almenna út- flutnings- og samkeppnisiðnað i þessu landi, heldur ekki hvað sist og kannske öllu fremur orku- iðnað. Ég bind vonir við það að nú þegareins og fram kom reyndar i ræðu iðnaöarráðherra, er fyrir- hugaö aö stiga nokkur skref til þess aö jafna starfsaðstöðu hins innlenda ifmaðar, að lækka launa- skatt á iönaði og fiskvinnslu og samræma aðstöðugjald iðnaðar viö fiskvinnslu. Ég bind miklar vonir við þessar aðgerðir, því að i sannleika sagt hefur á undan- fórnum árum miöaö raunalega litiö í að jafna þessi starfsskil- yröi. Það er lika ljóst, að samkv. þeim álagningarreglum, sem hjá okkur hafa gilt, þá á innlendur iðnaöur i mjög örðugri sam- keppni viö innfluttan. Jafnhliöa þvi sem rætt er um eflingu inn- lends iönaðar, þá tala menn gjarnan um friverslun og nauö- syn þess aö okkar iönaöur dafni i alþjóðlegri friverslun. Ekki skal ég draga úr þvi og sjálfsagt erum viö öll hlynnt friverslun, en þá veröa menn jafnframt að huga að þeim styrktaraögerðum, sem þegar er gripið til i okkar helstu viðskipta- og samkeppnislöndum. Þaö er engin spurning um það, að greinar. Hérer um atriðiað ræða, sem bregöast verður við og það er alveg útilokað að halda ræður um það eöa semja ályktanir um það, aö okkar innlendi iðnaður skuli vaxa og dafna og þróast i umhverfi friverslunar, ef menn standa svo starblindir frammi fyrir þeim aðgerðum, sem beitt er af okkar viðskiptalöndum i þessu sambandi. Hér hvilir mikil ábyrgð á Alþingi og islensku rikisstjórn- inni. Við höfum gengið meðokkar iönað tiltölulega veikan inn i fri- verslun og þess vegna hvilir sú ábyrgö á okkur, að hann sé ekki hlunnfarinn með aðgeröum þess- ara viðskipta þjóða okkar, þar sem þær f hálfgerðum feluleik, þó opinberum, séu að styrkja iðnað- inn til þess að keppa við okkar iönað. Annaö atriði sem er mikilvægt er gæðamat hinnar innlendu iðnaðarvöru. Við sjáum það meöal iðnrikjanna, aö þar er gæöamat yfirleitt mjög sterkt. Þarer erfitt að flytja inn iðnaöar- vöru nema hún hafi farið i gegnum strangt gæðamat. Hér á tslandi eru nokkur brögð að þvi og veruleg hætta á að fhittar séu inn iðnaöarvörur, sem aðrar þjóöir mundu jafnvel díki vilja vegna þess að gæðamat okkar er ekki til staöar. 1 þessu sambandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.