Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.02.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. febrúar 1982 11 á vettvangi dagsins Yfirlýsing frá skóla- stjóra Verslunar- skólans ■ Blaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Þorvarði Elíassyni, skólastjóra Verslunar- skóla íslands, vegna viðtals, sem birt var i Timanum á laugardag- inn, við Ólaf Laufdal, veitinga- mann: 14. febrúar 1982. Vegna viðtals Tímans laugar- daginn 13. febrúar við Ólaf Lauf- dal þar sem Ólafur heldur þvi fram að skólastjóri Verslunar- skóla Islands hafi ekki verið als- gáður á skóladansleik 4. febrúar sl. er óhjákvæmilegt að eftirfar- andi komi fram : 1 stað þess að svara málefna- lega þeim aðfinnslum sem skóla- stjóri bar fram umrætt kvöld við Ólaf Laufdal, kaus ólafur að svara þvi til að skólastjóri væri drukkinn. Á sama hátt svaraði hann blaðamanni Timans, þegar spurt var i hverju ósamkomulag hans og skólastjóra hefði verið fólgið. Þessi viðbrögð veitinga- hússeigandans bera vott um raunalegt úrræöaleysi auk þess sem ásökun hans er ósönn. Að sjálfsögðu var skólastjóri ó- drukkinn, sem hann jafnan er bæði innan skóla og utan, en reiður var hann, það skal viður- kennt. Varðandi frekari skýringar á þvisemfram fórumrætt kviSd og þá afstöðu skólastjóra að skemmtanir á vegum skólans ■ Vegna fréttar i Timanum 13. febr. 1982 varðandi Nemenda- mótsdansleik á Broadway 3. febr., viljum við að eftirfarandi komi fram: Að okkar áliti var skilgreining blaðamanns á aðal- og aukaat- riðum alröng. verði ekki eftirleiðis á skemmti- stöðum sem Ólafur Laufdal rek- ur, nema áður hafi verið gengið frá öllum hnútum, vi'sast til um- fjöllunar Timans um þetta mál 13. febrúar sl. Sé hún vandlega lesin ir.á ljóst vera hvað þarna gerðist og að framangreind á- kvörðun er rökrétt framhald af þvi. Mál þetta er svo útrætt af hálfu skólastjóra, á opinberum vett- vangi. Aðalatriðiðer að dyragæslu við staðinn var mjög ábótavant um- rætt kvöld. Þvi teljum við kröfu þá sem Þorvarður Eliasson skólastjóri bar fram um að stað- urinn yrði opnaður og tilslakanir gerðar á vinleit, fullkomlega rétt- mæta. Það kom siðan á daginn að vandamálið var leyst með sömu aðgerðum og skólastjóri fór fram á. Þar sem skemmtunin er haldin iy umsjá skolanefndar og skóla- stjóri er framkvæmdastjóri skól- ans og á sæti i skólanefnd, teljum við engan veginn óeðlilegt að hann hafi reynt að leysa þetta vandræðaástand sem skapaðist fyrir utan staðinn. Forseti Nemendafélagsins, for- maður Nemendamótsnefndar og formaður Iþróttafélags Verslunarskólans hittu allir skólastjóra umrætt kvöld og eru reiðubúnir að bera vitni um að hann hafi verið ódrukkinn. 1 áðurnefndri grein er Nemenda félagi skólans óbeint stillt upp gegn skólastjóra. Viljum við þvi að skýrt komi fram að Nemenda- félagið stendur einhuga að baki honum í máli þessu. F.h. Nemendafélags V.l Jón Ólafsson, forseti H Cr skemmtistaönum Broadway. Þorvarður Elfasson. Frá Nemendafélagi Verslunarskólans ATHUGASEMD UM LIST AM AN NALAUN I Sem fulltrúi i úthlutunamefnd listamannalauna vil ég þakka IDuga Jökulssyni það ómak sem hann hefur gert sér með þvi að rita heilsiðugrein um úthlutunina i Timanum 14. febrúar. Greinin ber þess að visu nokkur merki að höfundur hefur ekki hirt um að kynna sér málið nógu vel áður en hann ritaði hana. Einkum er bagalegt að þar kemur fram sú þráláta missögn að i nefndinni sitji sex menn, og nafngreinir Illugi sex karlmenn sem þar eiga sæti. En sjöundi nefndarmaður- inn er Bessi Jóhannsdóttir sagn- fræðingur eins og fram kemur i úrklippu þeirri úr Morgunblaðinu sem greininni fylgir. Þá vil ég einnig leiðretta, þótt litlu skipti, upphæð heiðurslauna. Hún er 33.750 krónur á mann. Þetta mis- ritaðist i fréttatilkynningu nefndarinnar en var rækilega leiðrétt á blaðamannafundi og kom rétt i flestum blöðum. Um hugleiðingar greinarhöf- undar mætti margt segja, þótt hérsé ekki tóm til þess. Á það vil ég þó benda að nefndin starfar samkvæmtlögum sem sett voru i samráði við samtök listamanna á sirum tima. Þrýstingur af þeirra hálfu í þá átt að breyta lögunum hefur lftill verið hin siðustu ár, þótt annað mætti ætla af orðum IUuga. Af þvi að hann lætur i ljós mikla vanþróun á að stjórnmála- flokkarnir (þ.e. Alþingi) tilnefni menn i úthlutunarnefnd, skal tek- ið fram að sá háttur hefur verið á um langt skeið og ekki veriö bent á annan betri. Reynslan fyrr og siöar sýnir að ófriður um slíka Ut- hlutun verður enn meiri ef aðilar sem listamenn sjálfir tilnefna standa að henni. Núverandi skipan listamanna- launa er vissulega meingölluð. Það mun fáum ljósara en þeim sem setið hafa i úthlutunarnefnd. En æskilegt væri að menn reyndu að móta með sér skýrari hug- myndir um breytingar en fram ganga af grein Uluga, áður en opinberar umræður hefjast um málið. Ekki mun standa á nefndarmönnum að taka þátt i umræðu sem stuðlaði að þvi að launinkæmuaö betrinotum en nú er. Hætt er þó við að seint verði menn á eit t sáttir i þessum efnum fremur en hingaðtU hefurreynst. Og alveg vist að listamannalaun- in verða ekki endurskoðuð að gagni nema til komi vilji og frum- kvæði listamanna sjálfra. Með þökk fyrir birtinguna. Gunnar Stefánsson. Athugasemdir vid H. Kr. B Herra ritstjóri. Halldór Kristjánsson skrifar grein um sögu Ólafs Thors i Tim- ann sl. laugardag, 13. febr. Ég nenni ekki að elta ólar við póli- tiskar skoðanir hans, þær eru eitt en sögulegar staðreyndir annað. Halldór hefur fullt leyfi til að lita ýmis atriði öðrum augum en ég og ástæðulaust að skattyrðast við hann út af þvi. En rangt erþað, að égeigni ,,þeim Kvöldúlfsmönnum mikinn hlut i stofnun Bæjarút- gerðar Reykjavikur.” Forystu- menn Sjálfstæðisflokksins áttu þar aftur á móti mikinn hlut að máli. Og það eru t.a.m. ekki ,,frá- leit ummæli” að minu mati, að Kveldúlfsmálið 1937 hafi valdið tortryggni i' röðum stjórnarsinna og verið upphafið að falh rikis- stjórnarinnar siðar. Aðeins eitt atriði þarf ég að minnast á nánar. 1 lok greinar- innar gefur H.Kr. i skyn, að ég haldi þvifram i sögu ÓlafsThors, að hann hafi verið kosinn á þing 1920. Þetta er Ut i hött, eins og ýmislegt annað i grein Halldórs. I sögu ólafs Thors segir, að hann hafi farið i framboð i auka- kosningum 1921 (64. bls.) — og ennfremur: „Þegar stjórn Jóns MagnUssonarféll 1920, var efnt til nýrra kosninga, 1921, og þá er Ólafur Thors i fyrsta skipti i framboði til Alþingis (65. bls.).” Þremur blaðsiðum siðar segir ennfremur : „Magnús Jónsson komst á þing i kosningunum 1921 ásamt Jóni Þorlákssyni, en Einar Kvaran og Ólafur Thors náðu ekki kosningu.” Enn er á þessar kosningar minnst á 80. bls. i sögu Ólafs og nákvæmlega getið um úrslit. Þó að ég telji ekki ástæðu til að ræða um skoöanir Halldórs Kristjánssonar i fyrrnefndri Tima-grein, vildi ég ekki láta undir höfuð leggjast að benda á þessi atriði. Ég læt skoðanir Halldórs að öðru leyti liggja milli hluta. Reykjavik 15. febrúar 1982. Virðingarfyllst, Matthias Johannessen. VETRARVERÐ á fáeinum ÚRSUS 40 ha. er létt og lipur dráttarvél, sem hentar sérstaklega vel i öll léttari verk. ÚRSUS 40 ha. er mjög eyðslugrannur á oliu, (sem fer stöðugt hækkandi. Eyðir ca. 2 1. á vinnustund.) Verð aðeins 49.000,00. Útborgun 15-20.000,00 - Eftirstöðvar samkomuiag. Verð á ámoksturstækjum kr. 17.000,00. Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80 §§ Perkins engtines Massey-Ferguson — Class — Perkins Starfskraftur Óskum að ráða glöggan og áhugasaman mann með þekkingu á vélum og vélbúnaði til sölu og afgreiðslu á varahlutum i versl- un vorri. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra og verslunarstjóra. O/utééaAvéfai kf. SUÐURLANDSBRAUT 32 REYKJAVÍK Simi: 8 65 00. Umboðsmenn Tímans Norðurland Staður: Nafn og heimili: Simi: Hvammstangi: Eyjólfpr Eyjóifsson 95—1384 Blönduós: Olga óla Bjarnadóttir, Arbraut 10 95—4178 Skagaströnd: Arnar Arnarson, Sunnuvegi 8 95—4646 Sauðárkrókur: Guttormur óskarsson. 95—5200 Skagfirðingabr. 25 95—5144 Siglufjöröur: Friöfinna Simonardóttir, • Aðalgötu 21 95—71208 Ólafsfjöröur: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggö 8 96—62308 Dalvik: Brynjar Friðleifsson, Asvegi9 96—61214 Akureyri: Viöar Garðarsson, Kambagerði 2 96—24393 Húsavik: Hafliöi Jósteinsson, Garðarsbraut 53 96—41444 Raufarhöfn: Arni Heiöar Gylfason, Sólvöllum 96—51258 Þórshöfn: Kristinn Jóhannsson, Austurvegi 1 96—81157

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.