Tíminn - 24.02.1982, Blaðsíða 13
Miövikudagur 24. febrúar 1982
T;i »m. n '■
17
Iþróttir
Valsmenn
slegnir úr
bikarnum
— töpuðu 70:72 fyrir Keflvíkingum
■ Keflvikingar gerðu sér litið
fyrir og slógu bikarmeistara Vals
úr bikarkeppni KKÍ er félögin
mættust i iþróttahúsi Hagaskóla i
gærkvöldi. Keflavik sigraði 70-72
eftir að staðan i hálfleik hafði
verið 42-44 fyrir Keflavik.
Leikurinn var allan timann i
járnum og úrslitin réðust ekki
fyrr en á siðustu sekúndunum.
Valsmenn eru eftir þetta án
möguleika i báðum stórmótum
körfuknattleiksins. Islandsmóts-
ins og bikarkeppninnar.
„Mesta trú
á Júgóslövum”
— segir Björgvin Björgvinsson
um HM-keppnina í handknattleik
■ „Ég held að baráttan um
heimsmeistaratitilinn muni
standa á milli Rússa, A-Þjóðverja
og Júgóslava og ég hef einna
mesta trú á að Júgóslavar komi á
óvart og vinni mótið”, sagði
Björgvin Björgvinsson þjálfari 1.
deildarliðs Fram i handknattleik i
spjalli við Timann.
„Annars verður allt önnur
stemmning þegar þessi austan-
tjaldslönd mætast innbyrðis
heldur en þegar þau leika við aðr-
ar þjóðir. En það sem ég tók eftir
hjá Rússum þegar þeir léku
hérna á dögunum, er hvað mark-
varslan hjá þeim er slök og ég
held að hún eigi eftir að koma
þeim i koll i keppninni.
Hvorki Danir né Sviar gera
nokkrar rósir i þessari keppni ég
spái Dönum 8.-12. sætiSviar gætu
slysast i eitthvað sæti þar fyrir
neðan 7.-8. en ég hef ekki trú á
þvi”.
röp-.
Allt aetladi
vitlaust
að verða
þegar Normadurinn Oddvar Brá sigraði
115 km göngunni og hafði sett heimsmet
ad auki á HM í Holmenkollen í gær
■ Björgvin Björgvinsson.
Þór í
úrslit
■ Körfuknattleikslið Þórs er nú
komið i úrslit i 2. deildarkeppni i
körfuknattleik. t siðustu viku léku
Þórsarar tvo siöustu leiki sina i
riðlinum og sigruðu i þeim
báðum. Þór sigraði Tindastól
88-43 og ísfirðingar voru einnig
lagðir að velli 94-69 og vann Þór
alla sina leiki i norðurlandsriðlin-
um.
í 2. deildinni er keppt i fjórum
riðlum og auk Þórs hafa Mennta-
skólinn á Egilsstöðum og Breiða-
blik tryggt sér sæti i úrslitum en
fjórða sætið skipar annað hvort
FH eða Vestmannaeyingar en
þau eiga eftir aö leika einn inn-
byrðisleik og sker sá leikur úr um
hvort félagið hlýtur þetta sæti.
Úrslitakeppnin mun siðan fara
fram á Akureyri um aðra helgi og
verður þá keppt um lausa sætið i
1. deild.
GK-AK/röp-.
Frá fréttaritara Timans í
Osló— Eiríki S. Eirikssyni
■ Líkt og í fyrri greinum
Heimsmeistaramótsins í
norrænum greinum á skíð-
um, sem fram fer i
Holmenkollen var keppni í
15 kílómetra göngu karla
ótrúlega spennandi.
Lengi vel leit út fyrir að
Harry Kirvesnieni bæri
sigur úr býtum, en ótrú-
lega sterkur endasprettur
Oddvar Braá frá Noregi
gerði sigurvonir Finnans
að engu. Fjórðu gullverð-
laun Norðmanna á þessu
móti voru þar með stað-
reynd, og hafa Norðmenn
því fengið verðlaun í öllum
þeim greinum sem keppt
hefur verið í á mótinu.
Það var glfurleg stemmning i
Holmenkollen þegarOddvarBraa
nálgaðist rnarkið I 15 kilómetra
göngunni og er ljóst varð að hann
haföi sigrað Kirvesnieni og Sovét-
manninn Zavialov og sett nýtt
heimsmet á þessari vegalengd,
ætlaöi allt vitlaust að veröa af
fögnuði.
Anægðastur allra var þó Odd-
varBraa sjálfur, en þessi snjall-
asti skíöagöngumaður Norð-
manna, margfaldur Noregs-
meistari, hefur aldrei slegið I
gegn á Ólympluleikum eöa I
heimsmeistarakeppni, þó hann
hafi margsinnis borið sigur úr
býtum á alþjóðlegum mótum.
Sovétmanninum Zavialov gekk
einnig mjög vel I 15 kilómetra
göngunni og náði að lokum öðru
sætinu. Þriðji varö Kirvesnieni en
siðan komu Juri Burlakov og
Alexander Babiuk.
Hinn geysivinsæli og margfaldi
Holmenkolíen sigurvegari Jo-
hann Nieto frá Finnlandi varð I 6.
sæti en þetta var hans slöasta 15
kllómetra ganga I Holmenkollen.
Af öðrum keppendum má nefna
að Paul Gunnar Mittelsplatt,
Noregi varö I 10, sæti, Uve Omli I
11. sæti og bronsverölaunahafinn
úr 30 kilómetra göngunni Bill
Kuch, frá Bandarikjunum náði
ekki einu sinni 20. sætinu. Sigur-
vegarinn úr 30 kllómetra göng-
unni Tomas Erikson Svíþjóö hætti
keppni, og nafni hans Wartberg
náði ekki að blanda sér I toppbar-
áttuna.
1 gær var einnig keppt I keppni
landsliða I tvlkeppni og eftir
stökkkeppnina var staðan þannig
aö Austur-Þjóöverjar hafa náð
það góöu forskoti aö þaö ætti aö
duga þeim til sigurs. Eftir svo-
nefndri Gunderaöferð þá hafa
A- Þjóöverjar rúmlega tveggja
minútna forskot á Norðmennina
sem eru I öðru sæti fyrir göngu-
keppnina I dag. Þetta þýðir að
A-Þjóðverjarnir leggja af staö
tveimur minútum á undan Norð-
mönnum, en keppt er I þrisvar
sinnum 10 kílómetra göngu. Það
lið vinnur svo sem kemur fyrst I
mark. Baráttan um silfurverö-
launin kemur til með að standa á
milli Norömanna, Finna og
Sovétmanna, en sem fyrr segir,
þá verða Austur-Þjóöverjar að
teljast nær öruggir um sigur.
Frá fréttaritara Tímans
í Osló— Eiríki S. Eiriks-
syni
■ „Þetta hefur allt
gengið mjög vel, og
reyndar framar öllum
vonum", sagði Haukur
Sigurðsson skiðagöngu-
maður frá óiafsfirði er
Tíminn náði tali af hon-
um eftir 15 kílómetra
gönguna á HM i
Holmenkollen.
Allir Islendingarnir tóku
þátt i keppninni I gær, og af
þeim náði Einar Ólafsson Isa-
firði bestum tlma — hann gekk
15 kllómetrana á 43.52 mlnút-
um og hafnaöi Einar 157. sæti.
Haukur Sigurðsson fékk tim-
ann 44.06 minútur og varð I 58.
sæti og Magnús Eirlksson
hafnaði I 61. sæti.
Jón Konráösson varö fyrir
þvi óhappi að falla i brautinni
og tapaði við það mörgum
dýrmætum sekúndum, en
hafnaði þó I 70. sæti. Alls tóku
89 keppendur þátt I göngunni.
„Ég held að við megum
vera ánægðir með þennan
árangur og það er aö minnsta
kosti greinilegt aö viö erum I
mikilli framför, t.a.m. ef
miöað er við ólympluleikana I
Lake Placid” sagði Haukur
„en þá varð ég rúmum 7
mlnútum á eftir fyrsta manni
en munurinn i göngunni I dag
var aöeins um 5 mlnútur.
Samt hafa þeir bestu bætt
mjög við sig sl. tvö ár”.
Haukur kvaö alla fram-
kvæmd mótsins frábæra og
aldrei fyrr heföi hann orðið
vitni aö jafn góðri skipulagn-
ingu. Þaö væri hugsaö fyrir
öllum smáatriöum og alltaf
væri eitthvaö um aö vera.
A morgun taka Islending-
arnir þátt I 4 sinnum 10 klló-
metra boðgöngu, og sagöi
Haukur að þeir væru stað-
ráðnir I að skjóta a.m.k. Dön-
um og Klnverjum og vonandi
fleiri þjóðum aftur fyrir sig.
„Við verðum alla vega ekki
siöastir”, sagði Haukur.