Tíminn - 24.02.1982, Page 18

Tíminn - 24.02.1982, Page 18
22 a'iijji'ií'ii Miðvikudagur 24. febrúar 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ■ Fjölskyldan I eldhúsinu: Margrét Guðmundsdóttir, Baldvin Haildórsson og Edda Björgvinsdóttir. Tækjaástríðan í Norðurbænum LtKAMLEGT SAMBAND í NORÐURBÆNUM. Höfundur handrits: Steinunn Sigurðardóttir. Leikstjóri: Sigurður Pálsson. Stjórn upptöku: Viðar VÍkingsson. Myndataka: Vilmar Petersen. Leikmynd: Baldvin Björnsson. Framleiðandi: Sjónvarpið 1982. Aðalhlutverk: Margrét Guðmundsdóttir (Guðrún), Baldvin Halldórsson (Finnur), Edda Björgvinsdóttir (Birna), Margrét Helga Jóhannsdóttir (Gugga) og Pétur Einarsson (Július). ■ tslensk sjónvarpsleikrit hafa oft verið umdeild, og gjarnan hlotið harða gagnrýni manna á meðal og i fjöl- miðlum. Það er kannski ekki undarlegt þegar til þess er litið, hversu skamman tima islenskir rithöfundar hafa haft til að læra á þennan tiltölulega nýja miðil, sjónvarpið, og hversu fáir sérmenntaðir menn i leikstjórn fyrir kvik- myndir og sjónvarp eru til i landinu. A þvi er hægt en sigandi að verða breyting, eins og vöxtur islenskrar kvik- myndagerðar sýnir glögglega. Leikrit Steinunnar Siguröardóttir fjallar með ýktum hætti um fjárfestingar- ástriðu landans i verðbólgu- þjóðfélaginu, og jafnframt um tilraun miðaldra húsfreyju til að bæta sér upp tómleika hversdagsins með kaupum á nýjum heimilistækjum, sem hún bar mun sterkari til- finningar til en til að mynda fjölskyldu sinnar. Frá myndrænu sjónarmiði er margt i sjónvarpsleikritinu mjög vel gert og það stundum bráðfyndið. Hins vegar er stór galli á gjöf Steinunnar, að farið er út i allt of mörg auka- atriði, sem draga úr þeirri frásögn og boðskap, sem höfundur vill koma á fram- færi. Jafnvel hin ágætustu at- riöi verða þannig stundum hálf endaslepp. Verkið byggir á raunsæis- legum grunni, og leikmyndir eru mjög trúverðugar. Hins vegar eru sumar senur leik- ritsins allt að þvi súrrelalistiskar, og mikil áhersla er lögö á algjört sam- bandsleysi milli fólks, sem þó er að tala saman, og tekst það stundum mjög vel, t.d. i sumum samskiptum aðal- persónanna við læknastéttina. Öneitanlega hefði verið ástæða til að gefa nánari lýs- ingu á samskiptum húsmóður- innar við yndislegu heimilis- tækin sin. Nokkur góð tilþrif eru i þá áttina, t.d. þegar hún talar um ryksuguna sina eins og um barn eða ástvin væri að ræða, en vissulega hefði verið ástæða til að rekja enn frekar tengsl húsmóðurinnar og tækjanna þótt ekki væri nema til þess að leikritið stæði undir nafni sinu. En þó að ljósir séu mögu- leikar áhrifameira verks i sjónvarpsleikritinu, þá er það engu að siður i hópi betri inn- lendra verka, sem sjónvarpið hefur sýnt siðustu árin, bæði vegna grunnhugmyndar verksins og ekki siður fag- mannlegrar myndrænnar úr- vinnslu þeirra Sigurðar Páls- sonar og Viðars Vikingssonar. Margrét Guðmundsdóttir og Baldvin Halldórsson fóru með aðalhlutverkin i leikritinu og gerðu persónur sinar trúverð- ugar. Vonandi fer nú að fjölga inn- lendum sjónvarpsmyndum eða leikritum i sjónvarpinu, en þau hafa verið ósköp fá að undanförnu vegna peninga- leysis að þvi er manni skilst, þvi vart er von til þess að um- talsverður árangur náist á þessu sviði ef aðeins er hægt að gera 1-2 slikar myndir á hverju ári. —ESJ. Elias Snæland Jónsson skrifar ★ ★ Tæling Joe Tynan ★ ★ Fljótt, fljótt ★ Hver kálar kokkunum? ★ ★ Private Benjamin Stjörnugjöf Tímans ★ ★ ★ ★ frábær • ★ ★ ★ mjög góð • ★ ★ gód • ★ sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.