Tíminn - 12.03.1982, Qupperneq 7
Föstudagur 12. mars 1982
7
erlent yfirlit
■ Rússneska flugvélamóðurskipið Kiev
Hernaðarstyrk-
ur risaveldanna
— Ritdeila um óhugnanlegan eyðileggingarmátt
■ Á SÍÐASTLIÐNU ári gaf
varnarmálaráðuneyti Bandarikj-
anna út bók, sem nefndist:
Hernaðarmáttur Sovétrikjanna.
Tilgangur hennar var að sýna
hernaðarmátt Sovétrikjanna og
rökstyðja þannig nauðsyn þess,
að Bandarflún auki varnir sinar.
Margar tölur voru tilgreindar i
ritinu.
Varnarmálaráðuneyti Sovét-
rikjanna hefur nú svarað þessu
bandariska riti með þvi að gefa út
álika rit, sem nefnist: Hvaðan
stafar ógnunin við friðinn? At-
hyglisvert er, að i þessu riti er
yfirleitt ekki andmælt þeim töl-
um, sem bandariska ritið greinir
frá varðandi hernaðarstyrk
Sovétríkjanna. Nær öll rök-
semdafærslan beinist að þvi að
sanna, að þótt hernaðarstyrkur
Sovétrikjanna kunni að vera
svona mikill, sé hernaðarstyrkur
Bandarikjanna enn meiri.
A þessum ,niðurstöðum er svo
byggð sú fullyrðing, að þar sem
hernaðarstyrkur Bandarikjanna
sé enn meiri, stafi friðnum meiri
hætta úr þeirri átt.
ÞAÐ ÞYKIR ekki úr vegi að
benda hér á nokkur dæmi, þar
sem rússneska ritið viðurkennir
óbeint tölur bandariska ritsins, en
heldur þvi siðan fram, að tilsvar-
andi styrkur Bandarikjanna sé
enn meiri.
1 bandariska ritinu er þvi t.d.
haldið fram, að Sovétrikin eigi
1398 ICBM-skeyti, 950 SLBM-
skeytiog 156 stórar sprengjuflug-
vélar, er geti borið alls nálega
7000 kjarnavopn. Þessum tölum
er ekki mótmælt, en þvi hins veg-
ar haldið fram, að Bandarikin
ráði yfir 10.000 tilsvarandi
kjarnavopnum, en þau eigi 1053
ICBM-skeyti, 648 SLBM-skeyti og
meira en 570 stórar sprengjuflug-
vélar að við bættum 65 meðalstór-
um. Auk þess hafi Bandarikin
þúsundir flugvéla, er geta borið
kjarnavopn, i framvarðastöðvum
sinum i grennd við Sovétrikin i
Evrópu, við austurströndina og á
Indlandshafi.
Auk þess ráði svo tvö önnur
Natoriki, Bretland og Frakkland,
yfir kjarnorkuvopnum. Eins og
sakir standi, stafi Sovétrikjunum
einnig meiri ógn en Bandarikjun-
um af kjarnorkuvopnum Kin-
verja.
Þá er sagt, að bandariska rikið
geri mikið úr flotastyrk Sovét-
rikjanna. Tölum bandariska rits-
ins um þau efni er ekki mótmælt,
en hins vegar sagt að styrkur
bandariska flotans sé enn meiri.
Það er nefnt sem dæmi, að þeg-
ar rússneska flotanum bættust
flugvélamóðurskipin Kiev og
Minsk og kjarnorkueldflauga-
skipið Kirov, hafi þvi verið lýst
sem ógnun við vestrænar þjóðir.
Samt áttu Bandarikin tuttugu
skip til mótvægis við þau tvö
fyrsttöldu og niu á móti hinu eina.
A sjöunda og áttunda áratugnum
hafi Bandarikin byggt sjö af
stærstu flugvélamóðurskipum
heims, hvert á eftir öðru, þar á
meðal þrjú kjarnorkuknúin, 80-90
þúsund tonna, er hvert ber 90
flugvélar. Smiði fjórða kjarn-
orku-flugvélamóðurskipsins sé að
ljúka. Það kosti 4 billjónir doll-
ara.
Þá sé lagt einhliða mat á
vopnabúnað landherja Sovétrikj-
anna. T.d. sé sagt, að Sovétrikin
hafi breytt sumum af 203 mm og
240 mm fallbyssum sinum þann-
ig, að þær geti notað kjarnorku-
sprengikúlur. En þar er ekki
minnst á sjálfvirkar 203 mm
Howitzerfallbyssur fyrir kjarn-
orkusprengikúlur, sem herir
Bandarikjanna, Vestur-Þýzka-
lands, Bretlands, Italiu, Belgiu,
Danmerkur og Hollands hafa haft
til umráða i tugi ára. 155 mm
Howitzerfallbyssurnar, sem herir
allra Natórikjanna hafa i vopna-
búrum sinum, geta einnig skotið
kjarnorkusprengikúlum. Rétt sé
einnig að nefna það, að um 600
bandariskar breskar og
kanadiskar fallbyssur, sem geta
skotið kjarnorkusprengikúlum,
eru staðsettar i Vestur-Þýzka-
landi.
Þá er vikið að hergagnafram-
leiðslunni. Bandariska ritið segi
t.d. að 135 skotfæraverksmiðjur
séu i Sovétrikjunum. Þess sé hins
vegar ekki getið, að i Bandarikj-
unum sé 146 vopna- og skotfæra-
verksmiðjur á vegum rikisins og
nálega 4000 á vegum einstakl-
inga.
Vikið er að herstöðvum risa-
sem er stærsti kafbátur i heimi,
19 þús. smál. Hann er búinn 24
eldfiaugum, sem draga 10 km
vegalengd.
veldanna erlendis. Sagt er, að
Sovétrikin hafi aðeins herstöðvar
i nokkrum rikjum i Austur-
Evrópu, Mongoliu og Afganistan.
Hins vegar hafi Bandarikin 1500
herstöðvar og herbækistöövar ut-
an landamæra sinna, l'lestar i
grennd við landamæri Sovétrikj-
anna.
Bandarisk flugvélamóðurskip
fyrir flugvélar búnar kjarna-
vopnum, kjarnorkueldflaugakaf-
bátar og flotadeildir séu þess al-
búnar að vera fluttar þúsundir
kilómetra út fyrir landamæri
Bandarikjanna.
Matið á sovéskum vopna-
sendingum til þróunarlandanna
sé ekki siður einhliða. Sovétrikj-
unum sé lýst sem stærsta útflytj-
anda hergagna, þótt Bandarikin
hafi með höndum nálega 45%
allrar vopnasölu i heiminum.
önnur Natolönd hafi um 20%
vopnasölunnar.
EINN aðalkafli rússneska rits-
ins fjallar um hernaðarjafnvægi
milli austurs og vesturs eða milli
Atlantshafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins. Þar er m.a.
borin saman kjarnavopnajafn-
vægi milli Bandarikjanna og
Sovétrikjanna, jafnvægið á sviði
meðaldrægra kjarnavopna og
jafnvægið milli almennra herja
Varsjárbandalagsins og Atlants-
hafsbandalagsins. Viðurkennd er
efling rússneska flotans á
Norðurhöfum og að hann hafi
breytzt úr strandvarnarflota i út-
hafsflota. Samt fari fjarri þvi, að
hann hafi yfirburði, þvi að
Bandarikin hafi einnig aukið
flotastyrk sinn, en að visu lagt
áherzlu á öðru visi samsetningu
flotans, t.d. eflingu og aukningu
flugvélamóðurskipa.
Niðurstaðan er i stuttu máli sú,
að nú riki nokkurn veginn
hernaðarlegt jafnvægi bæði á
sviði kjarnavopna og hefðbund-
inna vopna. Viðurkennt er, að
Sovétrikin og Varsjárbandalagið
hafi ekki „dregizt aftur úr”, en
það hafi Bandarikin og Nato held-
ur ekki gert.
Það er sameiginlegt með báð-
um þessum skýrslum risaveld-
anna, að erfitt er að átta sig á
talnagildi þeirra og þótt tölurnar
kunni að vera réttar, segir það
ekki allt, þvi að vopn eru af mis-
munandi gerðum. Af skýrslum
beggja virðist þó ljóst, að bæði
risaveldin virðast nógu öflug til
að geta valdið hinu óbætanlegu
tjóni og þvi sé ekki þörf aukins
vigbúnaðar af hálfu þeirra til að
geta ógnað hinu.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
erlendar fréttir
Studnings-
menn Nkomo
handteknir í
Zimbabwe
I öryggislögregla Zimbabwe
handtók i fyrradag tvo hátt-
setta herforingja sem voru
bandamenn Nkomo i fram-
haldi af rannsóknum þeim
sem fram hafa farið eftir að
vopnabirgðir fundust á bónda-
bæjum i eigu flokks Nkomos.
Mennirnir tveir eru hers-
höfðinginn Lukatma Suku,
sem verið hefur næstæðsti
maður hersins i Zimbabwe að
undanförnu og Domiso
Debengva sem var yfirmaður
ley niþjónustu Nkomos, á
meðan á sjálfstæðisbaráttu
landsins stóð. Þeir voru hand-
teknir á heimilum sinum i
fyrradag, eftir ab öryggislög-
reglan hafði ráðist til inn-
göngu. Ættingjar Debengva
sögðu að hann hefði verið
handtekinn af tveimur hvitum
yfirmönnum leyniþjónustunn-
ar i Zimbabwe, sem sögðust
starfa samkvæmt neyðar-
ástandsreglum landsins.
Utvarpið i Salisbury greindi
frá þvi i gær að þriðji maður-
inn, Zwashini Englobo hefði
einnig verið handtekinn.
Nkomo var eins og kunnugt
er rekinn úr rikisstjórn
Mugabe i siðasta mánuði,
ásakaður um að ráðgera upp-
reisn i landinu.
Mannréttindanefnd
S.Þ. ályktar um
málefni El Salvador
Mannréttindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna hefur lýst
yfir miklum áhyggjum sinum
vegna þess sem nefndin nefnir
stöðugt versnandi ástand i E1
Salvador.
Hefur nefndin skorað á
deiluaðila að reyna að ná sam-
komulagi með samningavið-
ræðum. Jafnframt skoraði
nefndin á þá aðila sem hafa
sent hergögn til E1 Salvador,
að hætta þvi nú þegar. Fór at-
kvæðagreiðsla fram i nefnd-
inni um þessa ákvörðun og
voru 25 henni hlynntir en 5 á
móti. 1 þessari áskorun fólst
áskorun þess efnis að aðilar
sem verið hefðu með ihlutun i
innanrikismál E1 Salvador,
hættu henni nú þegar. Lýsti
nefndin þvi yfir að þeir sem
byggðu landið E1 Salvador,
ættu að fá að ráða sinni eigin
framtið sjálfir án ihlutunar
annarra.
Bandarikin, Argentina,
Brasilia og Filipseyjar höfn-
uðu yfirlýsingu nefndarinnar,
með þeim röksemdum að hún
væri jafnvægislaus.
Evrópuþingið for-
dæmir stefnu
USA f El Salvador
I Evrópuþingið hefur for-
dæmt stefnu Bandarikja-
stjórnar i E1 Salvador. Lýsti
þingiö yfir stuðningi sinum um
friðarviðræður þær sem for-
seti Mexico hefur lagt til að
yröi komið á fót.
Evrópuþingið lýsti einnig
yfir áhyggjum sinum vegna
kosninga þeirra sem fara eiga
fram i E1 Salvador siðar i
þessum mánuöi. I ályktun
þingsins segir að ekki verði
hægt að lita á kosningar þess-
ar sem frjálsar kosningar, þar
sem ekkert stjórnmálalegt
frelsi hafi verið tryggt i land-
inu og að frambjóðendur
stjórnarandstööunnar eigi
morðtilræði yfir höfði sér, hafi
þeir sig á annað borð i
frammi.
Bretar kaupa
Triton II
I Ríkisstjórn Bretlands
hefur ákveðið að festa kaup á
bandariska eldflaugakerfinu
Triton II, sem eru kjarnorku-
eldflaugar og verða þær
keyptar handa konunglega
breska sjóhernum. Reiknað er
með þvi að kaup þessi muni
kosta Breta um 7500 milljónir
punda.
Varnarmálaráðherra Breta,
John Knot greindi frá þessari
ákvörðun i breska þinginu i
gær og sagði hann að eldflaug-
unum yröi komið fyrir i fjór-
um nýjum kafbátum, sem
smiða á i Bretlandi en þeir
eiga að leysa af hólmi Polaris-
kafbáta breska flotans, ein-
hvern tima á næsta áratugi.
Fulltrúar stjórnarand-
stöðunnar, Verkamanna-
flokksins sögðu á þingi i gær,
að þeir myndu stöðva þetta
prógramm ef þeir kæmust til
valda.
Bylting í Surinam
I Byltingartilraun var gerð i
Suður-Ameriku lýðveldinu
Surinam i gær. Hermdu fregn-
ir þaðan áð skipulagður hópur
lögreglu ög hermanna i land-
inu heföi hrifsað völdin úr
höndum hersins og yfirmanna
hans og var einnig frá þvi
greint að yfirmanni hersins
hefði veriö varpað i fangelsi.
Leiötogar byltingarmann-
anna lýstu þvi yfir i gær að
lýðræðislegri þjóðarnefnd yrði
komið á fót og að ný rikis-
stjórn með fulltrúum allra
stjórnmálaflokka landsins
yrði mynduö innan sólar-
hrings. Rikisstjórnin myndi
siðan undirbúa kosningar sem
ættu að fara fram innan
þriggja mánaða.