Tíminn - 12.03.1982, Side 8

Tíminn - 12.03.1982, Side 8
8 Föstudagur 12. mars 1982 SIiwiíh Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjbri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elías Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjbri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, ‘ Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. 'tðtstjórE, skrifstofur og augtýsingar: Sióumuta 15, Reykjavfk. Sifti: 8Ó3Ó0. Auqlýsingasimir 18300. Kvöldsímar: 88387, 8Ó392. — Verð i lausasölú 6.00. Áskriftargjaldá mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf., Nýtt viðmidunarkerfi ■ I skýrslu rikisstjórnarinnar um aðgerðir i efna- hagsmálum, sem hún lagði fyrir Alþingi skömmu eftir áramótin, segir m.a. á þessa leið: „Rikisstjórnin mun nú þegar stofna til við- ræðna við samtök launafólks og aðra hagsmuna- aðila atvinnulifsins um viðmiðunarkerfi, sem gæti komið i stað núverandi visitölukerfis og tryggt kaupmátt og jöfnun lifskjara, en væri laust við höfuðókosti þess kerfis, sem nú gildir. M.a. verði reynt að finna leið til þess, að ráðstafanir til að jafna orkukostnað landsmanna valdi ekki auk- inni verðbólgu. Þá mun rikisstjórnin hefja viðræður við aðila að verðmyndunarkerfi sjávarútvegs og land- búnaðar um breytingar á skipan þeirra mála, sem stuðlað gætu að hjöðnun verðbólgu, en tryggt um leið afkomu i greinum þessum.” í samræmi við þessa yfirlýsingu i umræddri skýrslu rikisstjórnarinnar hófst hún handa um þær viðræður, sem þar er gert ráð fyrir. Það er strax mikilvægur áfangi, að um það hef- ur náðst fullt samkomulag milli þeirra aðila, sem standa að rikisstjórninni, að brýn þörf sé fyrir nýtt viðmiðunarkerfi I stað þess visitölukerfis, sem nú rikir. Það sýnir bezt i hvilikar ógöngur það er komið, að um siðastliðin mánaðamót hækkuðu laun, afurðaverð og ýmis þjónusta sam- timis og i kjölfarið kemur gengissig. Enginn græðir á þessu kerfi. Það eykur aðeins verðbólgu og alla þá erfiðleika, sem henni fylgja. Eigi að takast að ná fullum tökum á verðbólg- unni, verður ásamt niðurtalningarleiðinni, að koma nýtt viðmiðunarkerfi, sem sé miklu minna verðbólguaukandi en núgildandi visitölukerfi. Framsóknarfiokkurinn hefur um langt skeið haldið þvi fram, að núgildandi visitölukerfi væri orðið úrelt og beinlinis skaðlegt fyrir láglauna- stéttirnar. Á þessu er nú bersýnilega vaxandi skilningur. 28 sinnum minnmg Baldur Kristinsson Fæddur 22. desember 1932 Dáinn 4. mars 1982 Baldur var Vestfirðingur a.ð uppruna og sleit barnsskónum i Haukadal i Dýrafiröi. Foreldrar voru Daðina Guðjónsdóttir og Kristinn Elias- son trésmiður. Baldur var næst yngstur fimm systkina, en faðir þeirra lést áriö 1945 og fluttist þá fjölskyldan til Reykjavikur. Baldur hóf nám i vélvirkjun hér i Reykjavik og lauk sveinsprófi 1955. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Viktoriu Hólm Gunnarsd. 9. júni 1957 og eru börn þeirra 6. Gunnar fæddur 1957 kvæntur Ingigerði Gunnarsdóttur, íris fædd 1958 gift Erni Hafsteinssyni, Erna fædd 1960 gift Smára Baldurssyni, Birna fædd 1961 og tviburasysturnar Rut og Eva fæddar 1964, en þrjár yngstu dæt- urnar eru enn á heimili foreldra. Fyrstu kynni okkar Baldurs eru tengd okkar unga Iþróttafélagi hér i hverfinu. Það var I svartasta skammdeginu nokkrum dögum fyrir jól að Fylkir var með jóla- tréssölu hér i hverfinu en söluað- staöan var ekki glæsilég, óupp- hitaður skúrgarmur og ljós af skornum skammti, en úti nepju- kaldi og frost. Synir okkar Bald- urs þá báöir innan viö fermingu önnuðust söluna, og að sjálfsögðu voru þeir ekki sáttir við þessa vinnuaðstööu og settu fram kvörtun við formann félagsins. Ég varð að sjálfsögðu að bregðast við þessum sanngjörnu kröfum á jákvæðan hátt, en hver var lausn- in. Mitt i þegsum raunum birtist maöur og býður aðstoð sina, sem vel var þegin, og innan stundar var jólatrésskógurinn oröinn upp- ljómaður og nú dreif kaupendur aö úr öllum áttum. Þetta atvik hefur oft komiö upp i hugann þegar viö Baldur höfum oröiðaö vinna saman á félags- sviöinu, og raunar finnst mér þaö dæmigert um viðbrögð og starfs- hætti Baldurs. Hann gekk að hverju verki með þeim ásetningi að ljúka þvi hafandi að leiðar- ljósi, að erfiðleikar og mótlæti væri eðlilegur fylgifiskur, sem þyrfti að sigrast á, en ekki að mikla fyrir sér. Það stafar jafnan birta frá vel unnu verki sem lýsir þeim sem á eftir fara. í viötali viö Baldur sem birtist i siðustu leikskrá Handknattleiks- deildar segir hann aö fyrstu kynni sin af Fylki hafi verið gegnum krakkana sina við æfingar og keppni. En Baldur var ekki lengi aðeins áhorfandi, hann gerðist fljótt liðtækur starfsmaður og leiðbeinandi, sem tók frumkvæðið i sinar hendur. Handknattleiksdeild Fylkis, - sem átti 10 ára afmæli nýlega, var ekki nema tveggja ára þegar Baldur gerðist formaður hennar og siðan hefur hann lagt sig allan fram til aö stuðla aö framgangi hennar og öll starfsemi Fylkis hefur átt hug hans. Ég mun ekki hér tiunda frekar störf Baldurs fyrir Fylki, um þau vita allir sem áhuga hafa á félaginu og með honum hafa unnið og nafn hans mun tengjast Fylki um langa framtið. En hvernig var svo maðurinn fyrir utan þann félagslega ramma sem hér hefur verið af- markaður, um það tel ég mig einnig geta dæmt. Hann var traustur vinur i raun, tillitssamur og tilbúinn að leysa hvers manns vanda, ef svo bar undir. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á þeim málum, sem hann hafði afskipti af og lét ekki af sannfæringu sinni, ef I odda skarst, en þó jafnframt fús til málamiðlunar, ef það gat leitt til lausnar. Hann var glaðsinna og hrókur alls fagnaðar i vinahópi og þrátt fyrir, að hann eyddi miklu af sinum fritima til félagsstarfa þá bar hann mikla virðingu fyrir fjölskyldulifi og lagði jafnan áherslu á að tengja fjölskyldu og félagslif saman. Þaö er mikill missir að slikum athafnamanni sem Baldur var, en að sjálfsögðu er það þó fjölskyldan, sem missir mest, þegar eiginmaður og faðir hverfur af sjónarsviðinu á miðjum aldri. Baldur átti þvi láni að fagna, að eiga mikilhæfa konu og mannvænleg börn, og þá má ekki undanskilja barnabörnin, sem hann hafði mikið dálæti á, enda veittu þau honum margar ánægjustundir siðastliðið ár. Þessi fjölskylda hefur öll lagt sitt af mörkum fyrir starfsemi Fylkis og haldið merki félagsins á lofti með sæmd. Ef einhverjum bæri sæmdar- heitið Fylkisfjölskyldan þá ætti hún heima i Glæsibæ 3. Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum nánum ættingjum samúð mina og minnar fjölskyldu og óska þeim alls góðs i framtlðinni. Hjálmar Jónsson í dag er útfarardagur Baldurs Kristinssonar. Þaö er mikið áfall fyrir alla sem þekktu hann að sjá á eftir honum á besta aldri. Engum átti þó að koma lát Bald- urs á óvart vegna þeirrar van- heilsu sem hann átti við að striöa að undanförnu. Okkar leiðir lágu saman þegar íþróttafélagið Fylkir var i mótun i Arbæjarhverfinu. Baldur vann ómetanleg störf i þágu félagsins bæði sem formaður Handknatt- leiksdeildar og liösstjóri meist- araflokks karla i mörg ár. Það var ekki að ástæðulausu að leik- menn kölluðu hann „pabba” og sýndi það vel hvern hug þeir báru til hans. Baldur átti fimm dætur sem allar kepptu með meistaraflokki kvenna og einn son sem keppir meö meistaraflokki karla i hand- knattleik. Baldur hafði óbilandi áhuga á handknattleik og mætti ávallt á leiki fram á siðasta dag. Oft þyngdist brúnin á honum þegar illa gekk en gleðin leyndi sér ekki i andliti hans þegar Fylki tókst vel upp. Mér veröur alltaf minnisstæður sá atburður þegar við tókum á móti Baldri og meist- araflokki karla á Reykjavikur- flugvelli sem sigurvegurum i II. deild. Sá sigur ásamt mörgum öðrum voru ekki hvað sist Baldri að þakka. Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum dýpstu samúð og þakka vini minum Baldri Jón Þorvardsson ■ Morgunblaðið hefur enn ekki látizt veita þvi at- hygli, að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði ekki sjaldnar en 28 sinnum i borgarráði Reykjavikur á siðastl. ári. í stað þess gerir það mikið veður út af þvi, að Eirikur Tómasson áleit rétt að telja nefnd, sem átti að fjalla um stjórnkerfi borgarinnar, hætta störfum, þegar ekki tókst að ná henni saman og ganga frá áliti. Þessi rösklegu vinnubrögð Eiriks Tómassonar virðast nú hafa leitt til þess, að málið verður tekið upp aftur, og ber þá að vænta betri árangurs. Meira að segja gæti Sjálfstæðisflokkurinn þá orð- ið fylgjandi umbótum á stjórnkerfinu. Honum nægir bersýnilega ekki að tapa kosningum einu sinni til að átta sig á nauðsyn endurbóta i þessum efnum. Þ.Þ. Fæddur 3. ágúst 1891 Dáinn 28. febrúar 1982. Hinn 3. ágúst 1891 fæddust i Mið-Meðalholtum i Flóa tvibur- ar: Jón og Ingvar. Foreldrar þeirra voru hjónin Vigdis Magnúsdóttir og Þorvarður Jóns- son, er þar bjuggu. Bræöur þessir munu hafa verið þaö.sem kallað er ,,eineggja”-tviburar enda voru þeir svo likir að móðir þeirra varð að merkja þá til að þekkja þá að. Ganga þessara tveggja bræðra i gegnum lifið varð talsvert frá- brugðin þótt báðir eignuðust 7 börn og báðir yrðu 90 ára, létust báðir á sama aldursári, Ingvar 5. ágúst 1981 og Jón 28. febr. 1982. Ingvar lifði i þéttbýli og varð múrari að atvinnu en Jón i dreif- býli og varð sveitabóndi. Jón var, eins og áður segir, fæddur að Mið-Meðalholtum i Flóa. Þegar hann var 9 vikna gamall sótti móðurafi hans, Magnús Magnússon bóndi að Laugarvatni, drenginn og hjá honum ólst Jón svo upp. Þar var hann heimilisfastur allt til ársins 1918 að hann fluttist með unnustu sinni, Vigdisi Helgadóttur frá Miðdal i sömu sveit, inn á Laug- ardalsvelli til þess að setjast að i helli i svoúefndum Reyðarmúla um 5—7 km vestur frá Laugar- vatni. Þar hafði verið búið fyrir nokkrum árum. Sá hafði gert þil framan við hellinn en rifið það burt en hann flutti þaðan og nú varð Jón að byrja á að byggja það upp að nýju. Þau giftu sig 19. jan- úar 1919. Erfitt mun hafa verið um alla aðdrætti þarna og t.d. mun hafa þurft að sækja vatn um tveggja km. veg. Talsvert af skepnum höfðu þau, t.a.m. tvær kýr. Voru sum dýrin i afhýsi til hliðar við verustaö fólksins en önnur hafði hann i fjárhúsi, er hann reisti 15—20 minútna gang út meö fjallinu. Þarna voru þau hjónin I 4 ár en sá timi er þau bjuggu þarna var alveg sérlega erfiður, bæði hvað veðurfar og af- komu snerti. Saga Jóns Þorvarðssonar er frábrugðin sögu annarra lands- manna þar eð hann er siðasti Is- lendingurinn, sem búið hefur i helliog hefir þeim þætti i lifi hans verið gerð allgóð skil i útvarps- þætti, er hinn kunni útvarpsmað- ur Baldur Pálmason flutti 1963 svo og I blaðaviðtölum. En sú ákvörðun hans að setjast að i helli ásamt unnustu sinni — fjarri mannabyggðum — ber vott um þá karlmennsku og skapfestu, sem einkenndi margan aldamóta- manninn og virðist hafa þroskast með ungmennafélágshugsjón- inni, en flest ungmenni i svéitum landsins hrifust af henni og mót- uðust af viljanum til að rækta landið og fólkið, sem það byggir til stórra og djarfmannlegra verka.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.