Tíminn - 12.03.1982, Side 10
10
Föstudagur 12. mars 1982
heimilistYminn
Umsjón A.K.B.
EPLAKÖKUR
Fln eplakaka
Sætt eplamauk úr 1 kg. af eplum,
100 gr. smjör
100 gr. sykur
2 egg
Eplamaukið (má bragðbæta
meö vanillusykri) er sett i eldfast
fat og yfir það deigið: Smjör og
sykur er hrært vel, eggjarauð-
urnar hrærðar saman við og
siðast stifþeyttar eggjahviturnar.
Eplakakan er bökuð á rist i
neðstu brún i ofninum við 225
gráðu hita i 35 minútur. Gott er að
bera þeyttan rjóma með.
Eplaformkaka
125 gr. smjör,
125 gr. sykur,
2 egg,
200 gr. hveiti,
tvær sléttfullar teskeiðar lyfti-
duft,
3 epli (skræld og skorin niður)
grófur sykur og hakkaðar
möndlur.
Smjör sykur og egg eru þeytt
saman. Hveitið ásamt lyftiduft-
inu er hrært varlega saman við
með skeiö og deigið er sett i eld-
fast mót. Yfir deigið eru eplin
siðan sett, og yfir þau er siðan
dreift grófum sykri og möndlum.
Kakan er bökuð á neðstu hillu i
ofni við 200 gráðu hita i 35-40 min.
Siðan má vera aðeins meiri hiti
allt að 225 gráðum. bessa köku
má frysta og hún geymist allt að
vikuilokuðum kökukassa. 1 frysti
geymist hún i 4 mánuði.
Hafraeplakökur
1 kg. epli, 75 gr. sykur
Haframassi úr: 100 gr. smjör,
100 gr. sykur, 100 gr. haframjöl.
Tvöálform eru smurð vel og eplin
skræld og skorin i báta.eru sett
þar i. Sykurinn er svo settur yfir
eplin. Smjöri, sykri og haframjöli
er blandað saman i skál og mulið
saman (ekki hnoðað), massanum
er siöan dreift yfir eplin.
Eplakökurnar eru bakaðar á
rist neöst i ofninum viö 225 gráðu
hita i 25-30 minútur. Ef að hafra-
massinn verður of dökkur má
leggja álpappir laust yfir. Is eða
þeyttur rjómi er svo borinn með
kökunum. Þessar kökur má
frysta.
Óréttmætir viðskiptahættir
og neytendavernd
■ I nýjasta tölublaði „Verðkynn-
ingarfrá Verðlagsstofnun” (3.tbl.
1982) er greint frá einstökum
málum, sem neytendamáladeild
stofnunarinnar hafði afskipti af á
s.l. ári, svo og afskiptum Verö-
lagsstofnunar af kærum frá gos-
drykkjaframleiðendum.
Neytendamáladeild Verölags-
stofnunar, sem tók til starfa fyrri
hluta árs 1980, haföi á s.l. ári af-
skipti af samtals 46 málum. Þar
af bárust tilvisanir til deildar-
innar i 31 tilviki frá ýmsum
aöilum, en 15sinnum hafði deildin
sjálf frumkvæði. Efnislega
skiptust þessi mál einkum i þrjá
flokka, i fyrsta lagi kaupbæti, i
öðru lagi getraunir og happdrætti
og i þriðja lagi rangar upplýs-
ingar um vöru og þjónustu.
Lögin um verðlag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskipta-
hætti eiga að tryggja aö fólk sé
ekki ginnt til að kaupa vöru eða
þjónustu á röngum forsendum, en
neytendur fá oft fremur
ónákvæmar og skrumkenndar
upplýsingar i auglýsingum og er i
blaðinu sagt frá nokkrum slfkum
dæmum. Enn fremur er grein frá
dæmum um ólöglegan kaupbæti,
ólöglega getraun og ólögleg
happdrætti. Þá er birt i blaðinu
greinargerð vegna hins svo-
kallaða gosdrykkjamáls, er upp
kom siöla sumars 1981. ölgerð
Egils Skallagrimssonar og Verk-
smiðjan Vifilfell kærðu þá
Sanitasverksmiðjuna til sam-
keppnisnefndar fyrir brot á sam-
keppnisákvæðum verölagslag-
anna og Sanitasverksmiðjan
kærði hina fyrrnefndu fyrir brot á
27. gr. verðlagslaganna.
„Verðkynning frá Verðlags-
stofnun” liggur frammi endur-
gjaldslaust I skrifstofu Verölags-
stofnunar, Borgartúni 7, og hjá
fulltrúum Verðlagsstofnunar úti á
landi, fyrir þá, sem áhuga hafa á
aö kynna sér niðurstöðurnar.
(Fréttatilkynning).
Hvaða fylgihlutir eru
innifaldir í verði
dráttarvélarinnar?
■ 1 verðkynningu frá Verölags-
stofnun, sem sagt er frá hér
annars staðar á siðunni er m.a.
eftirfarandi: 1 desember 1980
festi maöur nokkur kaup á
dráttarvél, sem kostaði 12.000.000
gkr. Samið var um að hann
greiddi 7.000.000 gkr. þegar
kaupin voru ákveöin og afganginn
við afhendingu dráttarvélar-
innar, sem átti aö verða i mars
1981.
Var honum tjáð, aö verð
dráttarvélarhússins mundi
bætast við verð dráttarvélar-
innar.
1 desember var kaupandanum
sýnd dráttarvél meö þyngdar-
klossum aö framanveröu og hann
taldi þvi að þeir fylgdu meö i
kaupunum. Þegar afhendingin
fór fram var honum sagt að
greiöa 556.200 gkr. fyrir dráttar-
vélarhúsiö. Einnig fór seljandinn
fram á að greiddar yröu 400.000
gkr. fyrir klossana. Hann hélt þvi
fram, að það væri ekki venja að
klossar fylgdu með i dráttarvéla-
kaupum. Seljandinn bauð þó af-
slátt af klossunum, sem nam
50.000 gkr. en kaupandanum
fannst hann eiga aö fá meiri af-
slátt. Hjá ráðunaut Búnaðar-
félags Islands fengust þær upp-
lýsingar að þyngdarklossar,
dráttarkrókar og ljósabúnaður
fylgja yfirleitt ekki meö I dráttar-
vélakaupum. Hins vegar mætti
ekki selja dráttarvélar nema með
veltuboga eða veltutryggðu húsi.
Það er eðlilegt aö sá, sem er að
kynna sér þá vöru, sem hann
hefur i hyggju að festa kaup á
telji að þau fyrirtæki, sem sýnd
eru með vörunni eöa fest eru við
hana fylgi meö i kaupunum. Selj-
andanum var bent á að ekki
mætti veita rangar eða villandi
upplýsingar. Kaupandinn vildi þó
ekki rifta kaupunum og var samið
við seljandann um það að hann
fengi klossana fyrir 200.000 gkr.
Seljandinn hét þvi, að i fram-
tiðinni yrði viðskiptavinum gerö
grein fyrir hvaða hlutir fylgdu
meö I kaupunum.
■ Þarna heldur Martl Michell á ákaflega skrautlegu teppi I mörgum litum. Tlmamynd.: Anna.
Elstu teppin
erufrál850
■ t dag verður opnuð á Kjar-
valsstöðum bútasaumssýning á
vegum verslunarinnar Virku
s.f. Verzlunin hefur fengið
bandariskt safn antik búta-
saumsteppa, sem er eitt það
besta, sem til er i einkaeign.
Teppin á sýningunni eru um 40
talsins og það elsta frá árinu
1854. Flest teppin eru langt yfir
eitt hundrað ára gömul og frá
ýmsum rikjum Bandarikjanna.
Þau eru mjög fjölbreytileg,
enda unnin úr baðmullarefnum,
sem tiltæk voru á hverju svæði
eða þeim bútum, sem til féllu á
hverju heimili.
A sýningunni verða einnig
sýnd bútasaumsverk nokkurra
nemenda Virku. Litið vinnuhorn
verður á staðnum, þar sem
gestir geta tekið þátt i gerð
baðmullar myndaramma undir
leiðsögn frú Marti Michell, en
hún er eigandi bútasaums-
safnsins. Einnig leiðbeinir
kennari frá Virku, en efni
verður hægt að fá á staðnum.
Skuggamyndavél verður i
gangi á sýningunni með
myndum af gömlum búta-
saumsteppum, sem ekki rúmast
á sýningunni.
Við opnun sýningarinnar mun
frú Marti Michell segja frá
bútasaumi i Bandarikjunum
fyrrog nú. Hún er eigandi fyrir-
tækisins Yours Truly Inc., sem
hún á ásamt manni sinum, en
þar starfa um 150 manns. Það
fyrirtæki mun nú vera hið
stærsta sinnar tegundar i heim-
inum, en það framleiðir efni og
áhöld fyrir bútasaum. Virka er
með einkaumboð hér á landi
fyrir það fyrirtæki.
Bútasaumur hefur undanfarið
náð miklum vinsældum. Fólk er
fariö að leita til gamla timans.
Bútasaumurinn bandariski
hefur verið við lýði lengi og
byrjaði vist þannig, að barnaföt
voru oft saumuð upp úr fötum
fullorðinna i gamla daga og
þegar börnin voru búin að slita
sinum fötum, þá voru heil-
legustu fletirnir klipptir út i
búta,sem siðan var safnað til að
búa til úr teppi, púða og ýmsa
aðra hluti. Einnig voru allir
bútar, sem gengu af við sauma-
skap notaðir. Siðar þegar auð-
veldara var að fá baðmull varð
þetta meira tómstundagaman
eða list og þá gjarnan notað til
gjafa, þannig að oft urðu þetta
eins konar erfðagripir.
Vinsældir bútasaums stafa
m.a. af þvi að fólki likar hand-
verk, og hlutir verða persónu-
legri heldur en verksmiðju-
framleiddir. I bútasaum hefur
fólk viljað vönduð og meðfæri-
leg efni frá viðurkenndum
framleiðendum vegna þeirrar
miklu vinnu, sem fólk leggur oft
i bútasauminn.
Bútasaumssýningin á Kjar-
valsstöðum verður opin daglega
frá 14-22 til 21. mars.
A næstunni munu væntanlega
verða stofnaðir bútasauma-
klúbbar hér á landi og mun
Marti Michell skýra frá starf-
semi slikra klúbba i Bandarikj-
unum, en þar munu haldnar
samkeppnir i bútasaumi.
Listi fyrir áhugafólk um
klúbbana liggur frammi i
versluninni Virku og á Kjar-
valsstöðum til 15. mars, en þá er
fundurinn með Marti Michell
fyrirhugaður.
Guðfinna Helgadóttir meö teppi frá 1854. í ljósa fleti á teppinu
eru skráð nöfn þeirra, sem unnu teppið og er þarna um dýrmætan
minjagrip aö ræða. Timamynd: Anna