Tíminn - 12.03.1982, Síða 12
20
Föstudagur 12. mars 1982
Umboðsmenn Tímans Suðurnes
Staður: Nafn og heimili: Slmi:
Grindavlk: Ólina Ragnarsdóttir, 92-8207
Sandgerði: Asabraut 7
Kristján Kristmannsson, 92-7455
Keflavik: Suðurgötu 18
Eygló Kristjánsdóttir, 92-1458
Dvergasteini Erla Guðmundsdóttir,
Greniteig 45 92-1165
Ytri-Njarövlk: Steinunn Snjólfsdóttir /
Ingimundur Jónsson Hafnarbyggð 27 92-3826
Hafnarfjörður: Hilmar Kristinsson heima 91-53703
Nönnustlg 6, Hafnarf. vinnu 91-71655
Garðabær: Sigrún Friðgeirsdóttir
Heiðarlundi 18 91-44876
Hveragerði
Eftirtalin störf hjá Hveragerðishreppi eru
laus til umsóknar:
Starfsmaður á skrifstofu hreppsins.
Fóstra á leikskóla. Laun skv. launakerfi
opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur
er til 22-mars. Nánar upplýsingar hjá
undirrituðum i sima 99-4150
Sveitarstjóri Hveragerðishrepps.
Úrval af
Úrum
Magnús Ásmundsson
(Jra- og skartgripaverslun
Ingólfsstræti 3
Úraviðgerðir. — Póstsendum
Simi 17884.
Þjálfaranámskeið
C stig
Þjálfaranámskeið C stig verður haldið 26r
28. mars, fyrri hluti og 16.-18. april seinni
hluti. Þátttökutilkynningar berist skrif-
stofu K.S.Í. fyrir 19. mars n.k. sem veitir
nánari upplýsingar.
Simi 84444 frá kl. 2-5.
Tækninefnd K.S.t.
Arkitekt eða verkfræðingur
með sérmenntun eða starfsþjálfun á sviði
skipuiagsmála óskast til starfa hjá Skipu-
lagi rikisins frá og með 1. april n.k.
Laun skv. launakerfi opinberra starfs-
manna.
Umsóknir er greini frá menntun og starfs-
reynslu, skulu sendast skipulagsstjóra
rikisins fyrir 27. mars n.k.
Skipulag rikisins
Borgartúni 7,
105 R.
Leikfanga
húsið Sími 14806
SkólavörðustígK)
Snjóþotur m/stýri
Snjóþotur m/bremsum
Einnig BOB-BORÐ
o.m.fl.
Enginn póstkröfu-
kostnaður
Póstkröfusími
14806
I
I
fþróttir
Sá pólski setti
Viðari stólinn
ffyrir dyrnar
Viðar Þorkelsson landsliðsmaður í körfuknattleik
hefur tilkynnt Einari Bollasyni að hann geti ekki
tekið þátt í undirbuningi landsliðsins fyrir Evrópu-
keppnina
Valur^
gegn IS
■ Tveir leikir verða i úrvals-
deildinni i körfuknattleik um
komandi helgi. Leikir þessir
skiptu litlu máli þar sem úrslitin
á botni og toppi deildarinnar eru
nú þegar ráðin.
Fyrri leikurinn verður á morg-
un og er hann á milli Vals og
Stúdenta og hefst sá leikur i
Hagaskóla kl. 14. A sunnudags-
kvöldið leika siðan á sama stað
KR og Fram og hefst sá leikur kl.
20. röp—.
I ,,Mig langar til þess að vera
með I knattspyrnunni frá byrjun
og pólski þjálfarinn hjá Fram
hefur sagt mér að fari ég með
landsliðið I körfu á Evrópumótið
þá muni ganga erfiðlega fyrir
mig að vinna mér sæti í Fram-lið-
inu”, sagði Viðar Þorkelsson
landsliðsmaður I körfuknattleik i
samtali við Timann i gær.
Viöar hefur nú tilkynnt Einari
Bollasyni landsiiðsþjálfara i
körfuknattleik að hann geti ekki
tekið þátt i undirbúningi iiðsins
fyrir Evrópukeppnina sem verð-
ur i Skotlandi i næsta mánuði.
„Pólski þjálfarinn er mjög
hissa á þvi að ég skuli stunda tvær
iþróttagreinar. Annað hvort er
þvi fyrirmig að velja körfuknatt-
leikinn og geta þá gleymt þvi að
leika með Fram liðinu i sumar,
eða sleppa landsliðssætinu. Það
er mikil samkeppni að komast i
lið hjá Fram i sumar og pólski
þjálfarinn hefur nokkurn veginn
sett manni stólinn fyrir dyrnar.
Til þess að komast i lið verði
maður að mæta vel. Þá spilar
einnig inn i að ef ég hefði farið
utan með landsliðinu i körfu þá
hefði maður misst mikið úr skól-
anum. Þess vegna valdi ég frekar
að leika knattspyrnuna hér
heima.
En þetta gengur ekki svona
lengur, maður verður að fara að
gera upp við sig i hvorri iþrótta-
greininni maður ætli að vera, það
þýðir ekki lengur að vera i hvoru
tveggja”.
röp—.
Rádast úrslit
um helgina?
næst slðasta umferðin í 1. deild karla um helgina
■ Nú eru aðeins tvær umferðir leik og baráttan á botni og toppi
eftir á islandsmótinu I handknatt- deildarinnar er i hámarki.
■ Vlkingar og Þróttarar verða i baráttunni i 1. deild tslandsmótsins I
handknattleik um helgina. Hér er Ólafur Jónsson landsliðsfyrirliði f
kröppum dansi gegn Þrótti i leik liðanna fyrir skömmu.
Tlmamynd Róbert.
13. og næstsiðasta umferðin
verður leikin nú um helgina, en
ekki er vfst að baráttunni Ijúki að
þeirri umferð lokinni.
Það eru Vikingar og FH-ingar
sem berjast um tslandsmeistara-
titilinn og hvert stig er dýrmætt
og trúlega ráðast úrslit ekki fyrr
en i siðustu umferðinni er þessi
félög mætast innbyrðis i Hafnar-
firði. FH heldur norður til Akur-
eyrar og leikcþþar við KA á
morgun kl. 15.30. Vikingur leikur
við Val I Laugardalshöll á sunnu-
dagskvöldið kl. 20 og verður þar
örugglega um spennandi leik að
ræða.
Eins og fyrr var sagt þá er
botnbaráttan einnig i algleymingi
og þar berjast þrjú félög um fall
tveggja liða, KA, HK og Fram.
HK leikur við KR að Varmá á
morgunoghefstsá leikurkl. 13.20
— eða fyrr en áætlað var vegna
úrslitaleiksins i sjónvarpinu. HK
hefur ávallt verið erfitt heim að
sækja og það verður enginn leikur
frir KR-inga að fara með sigur af
hólmi, þeir þurfa örugglega að
hafa fyrir honum.
Siðasti leikurinn verður siðan
viðureign Fram og Þróttar, sem
verður i Laugardalshöll á morgun
og hefst hann kl. 14. Sama er upp
á teningnum á þeim vigstöðum
eins og að Varmá, botnbaráttan i
algleymingi.
— röp.
Erlendu leikmennirnir í körfuknattleiknum:
„Skiptar skodanir”
— „innan KR um þessi mál” segir Björgvin
Schram formaður körfuknattleiksdeildar KR
■ ,,Það eru skiptar skoðanir um
þetta innan KR og það er enginn
einhugur um þessi mál. Það eru
raddir uppi um að þetta gangi
ekki lengur og aðrir sem segja að
körfuknattleikurinn hafi betrum-
bæst með veru þessara manna”,
sagði Björgvin Schram formaður
körfuknattleiksdeildar KR er
Timinn innti hann eftir þvl hvort
honum fyndist ab útiloka ætti
erlendu leikmennina frá keppni
með islenskum liðum.
„Mér finnst árangurinn af veru
þessara manna hérna ekki hafa
tekist sem skyldi og reynslan hjá
okkur undanfarin ár af þessum
mönnum hefur verið léleg. Þó vil
ég segja að Stew Johnson er þar
undantekning. Með komu hans
fengum við mann sem er góður
þjálfari fýrir alla flokka og einnig
góður leikmaður. Mér hefur fund-
ist aö oft reyna félögin að ná i
mann sem getur skorað körfur
heldur en góðan þjálfara”.
röp—.