Tíminn - 12.03.1982, Page 18
Föstudagur 12. mars 1982
26
meðalannarra orða
■ Um þaö leyti sem búnaöarþing var aö hefja störf sin hófust
umræöur um stööu landbúnaöar. Kveikjan var sú aö fram kom
aö erlendir markaöir fyrir dilkakjöt heföu þrengst. Var þvf
slegið upp I hálfgerðum æsifregnastíl aö þaö þyrfti aö fækka
sauðfé veruiega þannig aö kjötframleiösian væri nákvæmlega i
samræmi viö innlenda neyslu
Mörgum er i fersku minni sú
tiö þegar ákveðnir fjölmiðlar
hömröuðu á þvi vikum og
mánuðum saman að islenskur
landbúnaður væri arölaust
basl sem hagkvæmast væri að
leggja niður og kaupa land-
búnaðarafurðir erlendis frá.
Var ekki laust við að þessi
tónn kæmi nú fram að nýju.
t þessu sambandi er rétt að
gera sér grein fyrir þvi að
landbúnaður er ein
traustasta undirstaða þjóð-
félagsins. í fyrsta lagi er það
mikilvægt öryggisatriöi fyrir
eyþjóð langt norður i hafi að
vera sem mest sjálfri sér nóg
um matföng þannig að hún
svelti ekki þótt stirt verði með
flutninga.
1 öðru lagi er það óhemju
gjaldeyrissparandi að fram-
leiða matvæli innanlands.
1 þriöja lagi er land-
búnaöurinn gjaldeyrisaflandi
þvi mikill og vaxandi iðnaður
byggir á hráefnum úr land-
búnaði.
1 fjórða lagi á stór hópur
þéttbýlisbúa atvinnu sina og
lifsöryggi undir þvi að hér sé
blómlegur landbúnaður. Þetta
er hópur sem vinnur við úr-
vinnslu dreifingu og sölu land-
búnaðarafurða fólk sem
annast þjónustu við land-
búnaðinn og fólk sem vinnur
við iðnað úr landbúnaðarhrá-
efnum.
1 fimmta lagi er engum til
hagsbóta að taka stórar
kúvendingar i landbúnaðar-
stefnunni. Það mundi ekki
kosta neitt smávægilegt þjóð-
félagslegt brambolt ef flytja
ætti eigendur þótt ekki væri
nema 150.000 sauðkinda i þétt-
býlið. Hvað yrði um eignir
þessa fólks og hvar ætti það að
fá atvinnu?
1 sjötta lagi er landbúnaður
styrk stoð við að halda byggð
um landið og stuðlar að þvi að
fólk vilji setjast að úti á landi
og stunda þar ýmsa aðra
vinnu. Ætli margir útgerðar-
staðirnir yrðu ekki heldur
fátæklegir ef sveitinni sem þar
stendur venjulega á bak við
væri allt i einu kippt burt.
Sú stefna hefur verið rekin
um langt skeið i islenskum
landbúnaði að framleiða þvi
sem mest fyrir innanlands-
markað.
Það er að visu markmið sem
ómögulegteraðná vegna þess
að neysla t.d. á dilkakjöti er
siður en svo einhver óbreytan-
leg stærð. Hún fer eftir
auglýsingum, kaupgetu fólks,
framboði og auglýsingum á
annarri vöru, tiskustefnum i
matargerð og mörgu fleiru.
Og þó neyslan væri þekkt
stærð væri ekki mögulegt að
framleiöa nákvæmlega fyrir
hana. Framleiðslumagn
landbúnaðarafurða getur
verið verulega mismunandi
frá ári til árs t.d. vegna
verðurfars, fóðurgæða o.fl.
Það er rétt að um stund er
dilkakjötsframleiðslan meiri
en við neytum sjálfir. Það er
hins vegar engin ástæða til
þess að gripa til róttækra
aðgerða til þess að fækka
sauðfé. Slika fækkun er mun
betra að framkvæma smám
saman á lengri tima t.d. með
tilkomu nýrra búgreina. Það
má lika taka upp virkari aug-
lýsinga- og pökkunarpólitik á
kjöti, þvi það verður að
segjast eins og er að margar
landbúnaðarafurðir eru fram-
leiddar i skemmtilegri pakkn-
ingum en dilkakjöt og auglýs-
tar á virkari hátt. Það er þvi
ekki fráleitt að ætla að bæta
megi upp missi norska
markaðiarins fyrir dilkakjöt
með þvi að minnka fram-
leiðsluna hægt og rólega og
stækka jafnframt innlenda
markaðinn með endurbótum á
pakkningum, söluaðferðum,
og enn virari auglýsingastarf-
semi en til þessa hefur verið
rekin fyrir þetta ágæta hráefni
til matargerðar sem dilka-
kjötið er.
Haukur Ingibergsson
skrifar
T raustur
landbúnadur
— traust
þjóðfélag
flokksstarfid
Grindavík Listi framsóknarfélags Grindavikur til prófkjörs sunnu- daginn 14. mars. er sem hér segir: Bjarni Andrésson Staðarhrauni 11 Guðmundur Karl Tómasson Efstahrauni 5 Gunnlaugur Hreinsson Selsvöllum 21, Gunnar Vilbergs- j son Heiðarhrauni 10, Gylfi Hallórsson Borgarhrauni 14 Halldór Ingvarsson Asabraut 2, Helga Jóhannsdóttir Suðurvör 4 Kristinn Gamaliasson Borgarhrauni 18 Kristján Finnbogason Staðarhrauni 9 Ragnheiður Bergmundsdóttir Mánasundi 4, Salbjörg Jónsdóttir Mána- gerði 5 og Þórarinn Guðlaugsson Staðarhrauni 21 1 '
Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnu- dag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18. FUF Reykjavik.
Bolvikingar Takið þátt i prófkjörinu um helgina 13.-14. mars Framsóknarfélag Bolungarvíkur
k
i Skagfirðingar — Sauðárkróksbúar Almennur stjórnmálafundur verður i framsóknarhúsinu Sauðárkróki laugardaginn 13. mars kl. 13.30. Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokks- ins og alþingismennirnir Páll Pétursson, Stefán Guð- mundsson og Ingólfur Guðnason. Framsóknarfélag Skagafjarðar.
Borgarnes nærsveitir Næstkomandi föstudagskvöld hefst 3ja kvölda keppni I félagsvist. Spilað verður föstudagaan 12. mars, 25. mars og 16. april. Hefst kl. 20.30 öll kvöldin. Framsóknarfélag Borgarness.
Fundur verður i Fulltrúaráði framsóknar- félaganna i Reykjavik mánudaginn 15. mars 1982, að Hótel Heklu Rauðarárstig 18 og hefst hann kl. 20.30 Dagskrá: Lagður verður fram listi frambjóðenda vegna kosninga til borgarstjórnar Reykjavikur 1982. Fulltrúaráðsskirteini eða nafnskirteini sýnist við inn- ganginn. Stjórnin
Viðtaistimi borgarfulltrúa Páll R. Magnússon fulltrúi i stjórn Verkamannabústaða og atvinnumálanefnd Reykjavikur og Valdemar Kr. Jóns- son formaður veitustofnana verða til viðtals að Rauðarár- stig 18 laugardaginn 13. mars milli kl. 10 og 12. FuIItrúaráð
Grindvikingar Sameiginlegt prófkjör allra flokka fer fram i Grindavik sunnu- daginn 14. mars. Kosið verður i Félagsheimilinu Festi. Utankjörstaðakosning verður frá 10.-13. mars hjá kjörstjórn. Upplýsingar i sima 8211.
Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavik verður haldinn fimmtudaginn 18. mars að Hótel Heklu Rauðarár- stig 18. Hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
Húnvetningar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Blönduósi föstudaginn 12. mars 1982 kl. 21.00 Á fundinn mæta: Steingrimur Hermannsson samgöngu og sjávarútvegs- ráðherra og alþingismennirnir: Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur Guðnason. Allir velkomnir Framsóknarfélögin Austur-Húnavatnssýslu
fréttir I
Steingrímur
Framhald af 5. siðu.
Mikið var úr þvi.gert að Stein-
grimur hafi kallað flugráðsmenn
og fleiri sem að flugrekstri vinna
um það leyti sem verið var að
semja um kaupin og svaraði hann
þvi að þeir sem starfa að flug-
málum komi dögum oftar til sin
með erindi og ef hann þyrfti að
ráðfæra sig við einhverja um
flugmál, hverja ætti hann fremur
að kalla til sin en flugráðsmenn?
Albert Guðmundsson form.
bankaráös Útvegsbankans sagði
að stjórnendur bankans hefðu
einungis gætt hagsmuna bankans
i sambandi við kaupin og væri
þeim nú betur borgið en áður.
Hann furðaði sig á að Árni
Gunnarsson skyldi hafa undir
höndum samninga og önnur plögg
sem bankaráðsmönnum væri
sagt að væru trúnaðarmál, en
hinn siðarnefndi las upp úr
pappirum þessum á Alþingi.
Tómas Arnason viðskipta-
ráðherra sagði að ásökunin um
sölu ráðherra á flugrekstrarleyf-
um væri svo alvarleg, að þeir
menn sem héldu henni fram yrðu
að finna orðum sinum stað og að
eftir þessa umræðu hlyti að vera
komið að Arnarflugsmönnum að
gera grein fyrir hvers vegna þeir
telja sér hag i að kaupa Iscargo.
Oó
Kvikmyndir
Sími78900
Fram i sviðsljósið
(Being There)
_ _____
Grinmynd i aígjörum sérflokki.
Myndin er talin vera sú albesta
sem Peter Sellers lék i, enda fékk
hún tvenn óskarsverölaun og var
útnefnd fyrir 6 Golden Globe
Awards. Sellers fer á kostum.
Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley
MacLaine, Melvin Douglas, Jack
Warden.
íslenskur texti.
Leikstjóri: Hal Ashby.
Sýnd kl. 3, 5,30. 9 og 11.30.
Dauöaskipið
(Deathship)
súUkl
Þeir sem lifa þaö af aö bjargast
úr draugaskipinu, eru betur I
staddir aö vera dauöir. Frábær |
hrollvekja.
Aöalhlutv.: George Kennedy, |
Richard Crenna, Sally Ann How-
es. Leikstj. Alvin Rafott.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
lslenskur texti.
Sýnd ki. 3, 5. 7. 9 og 11
A föstu
(Going Steady)
Frábær mynd umkringd Ijóman-
um af rokkinu sem geisaöi um
1950. Party grin og gieöi ásamt
öllum gömlu góöu rokkiögunum.
Bönnuö börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 3.10, 5.10 og 7.10.
ísíenskur textí.
Halloween
Halloween ruddi brautina i gerö
hrollvekjumynda, enda leikstýrir
hinn dáöi leikstjóri John Carpen-
ter (Þokan). Þessi er frábær.
AÖalhlutv.: Donald Pleasence,
Jamie Lee Curtis, Nancy Lomis.
Bönnuö bömum innan 16 ára.
lslenskur texti.
Sýnd kl. 9.10 og 11.10.
Trukkastriðið
(Breaker Breaker)
Heljarmikil hasarmynd þar sem
trukkar og slagsmál eru höfö i
fyrirrúmi. Fyrsta myndin sem
karate-meistarinn Chuck Norris
leikur i.
Aöalhlutv.: ChuckNorris, George
Murdoch, Terry O’Connor.
Bönnuö innan 14 ára.
lslenskur texti.
Sýnd kl. 3.15, 5.15 og 7.15.
Ath. sæti ónúmeruö
Endless Love
Enginn vafi er á þvi aö Brooke
Shields er táningastjarna ungl-
inganna i dag. Þiö muniö eftir
henni úr Biáa lóninu.' Hreint frá-
bær mynd. Lagiö Endless Love ér
til útnefningar fyrir besta lag I
kvikmynd i mars nk.
Aöalhlutverk: Brooke Shields,
Martin Hewitt, Shirley Knight.
Leikstj.: Franco Zeffirelli.
| Islenskur texti.
Sýnd kl. 7.15 og 9.20