Tíminn - 12.03.1982, Síða 20

Tíminn - 12.03.1982, Síða 20
VARA HL.UTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (91) 7-75-51, (91) 7-80-30. TT|VT)~n TTT? Skemmuvegi 20 ttHiUXT nr . Kiipavogi Mikið úrval Opid virka daga 919 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR (iJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 Föstudagur 12. mars 1982 ■ Helgi Tómasson i hlutverki Albreghts i „Gieselle” á æfingu i fyrrakvöld. Meö honum dansar Asdis Magnúsdóttir, sem leikur titilhlut- verkið. (Timamynd Róbert). „SIÍK TÆKIFÆRI MIRFA ÍS- LENSKIR DANSARAR AB FA” segir Helgi Tómasson um „Gieselle” sem frumsýnd verður íkvöld ■ „Ég hef ekki dansað i Gieselle i New York, en iðulega i gesta- ferðum viða um Bandarikin, i Parisaróperunni og á Konunglega i Kaupmannahöfn,” segir Helgi Tómasson, ballettdansari, sem fer með hlutverk Albrecht her- toga i Gieselle, sem Þjóöleikhúsið frumsýnir nú i kvöld. Helgi hefur frá 1970 dansað hjá Ballanchine sem sólódansari i Lincoln Center i New York, en þá hætti hann hjá hinum viðfræga Harkness ballett. Við spyrjum hann um verkefni hans ytra að undanförnu. „Við erum með um 40 ballett- sýningar á vetrarsýningaskránni og eg hef dansað árlega i um 15 þeirra. Þá tekur sumarönnin viö. Ég mun fara að búa mig undir sumarsýningarnar þegar ég kenr út aö nýju, en þær standa frá þvi mai og fram i júli. 1 júli eru úti- sýningar, sem hefð er fyrir að halda. Vetrarsýningartiminn er hins vegar frá þvi i nóvember og fram til loka febrúar.” Nú hefur þú nýlokiö viö aö semja ballett sjálfur? ,,Já, ég hef þegar lokið þvi og þann ballett á að frumsýna nú i mai. Það eru nemendur i ballett- skóla okkar sem munu dansa þennan ballett og auðvitað mun nokkur timi fara i að undirbúa þær sýning ar nú á næstunni”. Hvenig hafa æfingar meö islenskum dönsurum gengiö? „Ég álit að þetta hafi gengið vel. Þetta er stórt verkefni i að ráöast, en þar á móti kemur hve mikils virði það er fyrir dansar- ana að fá slikt tækifæri. Arangur- inn fæst ekki með þvi einu að æfa sig inni i sal, fólk verður lika að fá raunveruleg verkefni að glima viö og þvi vona ég að þessi upp- færsla verði dönsurunum að miklu gagni,. Slikt tækifæri eru forsenda fyrir árangri.” Helgi Tómasson kom hingað til lands þann 7. sl. og mun verða hér fram til hins 20. nk. Nú er nokkuð um liðið frá þvi að islenskir leik- húsgestir hafa fengið að njóta listar hans hér heima og er koma hans hingað þvi ánægjulegri. Þess má geta að meðan hann dvelst hér verður haldið áfram gerð kvikmyndar, sem Valdimar Leifsson er að gera um Helga og listferil hans, en kvikmyndunin hófst vestur i New York i desem- ber. Gieselle Helgi mun aðeins dansa i „Gieselle” fyrstu sýningarnar, en siðar mun gamall kunningi okkar, Per Artyhur Segerström, taka við hlutverkinu. Það er hins vegar Asdis Magnúsdóttir, sem dansar hlutverk Gieselle, en Ólafia Bjarnleifsdóttir hefur einnig lært hlutverkið og enn fremui' er ætlunin að Maria Gisladóttir komi siðar og dansi Gieselle sem gestur. „Gieselle” er byggð á gamalli þýskri þjóðsögu, sem Heine skráði á sinum tima og er verkið afar rómatiskt og ástin skipar öndvegi. Verkið var frumsýnt við feikivinsældir árið 1841. Það var mikið sýnt lengi fram eftir siðustu öld, en lá i þagnargildi víða um árabil siðar. Nú hefur vegur þess vaxið til verðugrar virðingar að nýju og er það nú á verkefnaskrá flestra ballett- flokka heims. — AM fréttir Umbótasinnar tapa manni ■ Félag umbóta- sinnaðra stúdenta tapaði einum manni yfir til Félags vinstri manna i kosningum sem fram fóru til Stúdentaráös i gær- dag. Vaka félag lýö- ræðissinnaðra stúdenta hélt hins veg- ar sinum hlut, miðað við úrslit kosninganna i fyrra. ' tJrslitin i kosningu til Stúdentaráðs urðu þessi: A-listi Vöku fékk 534 atkvæði eða 31.9% atkvæða og fjóra menn kjörna. B-listi vinstri manna fékk 688 atkvæði eða 41.2% atkvæða og sex menn kjörna. C-listi umbótasinna fékk 449 atkvæði eða 26.9% at- kvæða og þrjá menn kjörna. Vaka og vinstri- menn fengu sinn hvorn manninn kjör- inn sem fulltrúa stúdenta i Háskólaráði. Valdimar K„ Jónsson for- maður Fram- sóknarfélags Reykjavíkur ■ Valdimar K. Jóns- son prófessor var kjörinn formaður Framsóknarfélags Reykjavikur á aðal- fundi i gærkvöldi. Fráfarandi form. Haraldur ólafsson baðst undan endur- kjöri. tfa' íi dropar Landkrabbar í brimgard- inum úti á rúmsjó ■ Menn rak i rogastans þegar þeir lásu I Mogganum I gær aö Skaftafellið hafi „rekiö undan vestanbrimi” úti á rúmsjó. Nú er þaö svo aö meö orðinu brim er átt viö sjávargang upp viö land, þannig aö frétt Moggans veröur tæpast skilin öröuvlsi en svo aö Skaftafelliö hafi strandaö útiá rúmsjó og hafi verið á hraöri leiö upp fjöruna! Góðir pabbar ■ t einu kvikmyndahúsa borgarinnar er þessa dagana veriö aö sýna mynd um frumskógar- manninn Tarzan, en raunar má segja aö sá góöi maður gegni ekki lykiihlutverkinu í mynd- inni heldur forkunnar- fagur kvenmaöur sem hlýðir nafninu Jane. Kvikmyndin mun aöal- lega veriö ætluö börnum, en viö höfum spurnir af þvi frá starfsmanni í miöasöiu biósins, aö feöurnir hafi aldrei virst jafn viljugir til aö fara meö krakkana sina i bió, og dragi þá jafnvel nauð- uga á Tarzan-myndina. Kveöur svo rammt aö þessu, aö jafnvel um þaö leyti sem Stundin okkar cr f sjónvarpinu á sunnu- dögum, þegar engir karl- menn eru venjulega á ferli á götum úti, þyrpast þeir i umrætt kvik- myndahús. Ræðuhöld og rólur | Sauösvörtum al- múganum hefur oft blöskraö sá kjaftavaðall sem viögengst á Alþingi og oft þjónar litlum til- gangi aö þvi er viröist. Þaö telst þó til tiöinda þegar sjálfir þingmenn- irnir uppgötva bjálkann I auga sér, en bragö er aö þá barnið finnur. Þetta kom fram f þingræöu Geir Gunnarssonar um dag- innV „Ég held aö þegar met- inn er árangur og gagn af verulegum hluta þeirra ræöuhalda, sem fram fara hér á Alþingi, þá komist maður aö raun um aö i ótrúlega mörgum tilvikum, væri eins væn- iegt aö hengja upp rólu hér upp i loftið og lofa mönnum aö róla sér þar f staðinn. Þaö væri meira aö segja hægt aö spara tfma meö þvi aö hafa t.d. tvær i hvorri deild, þvf aö aðeins einn kemst fyrir f ræöustólnum.” Krummi ... er á þvi aö allar ungar stúlkur ættu aö læra heimilisstörf og heimilis- hald. Annars standa þær uppi ráðaiausar ef þær gifta sig ekki....

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.