Tíminn - 13.03.1982, Síða 4

Tíminn - 13.03.1982, Síða 4
mmm Laugardagur 13. mars 1982 stuttar fréttir Hér að Flúðum ætla framsóknarmenn í Arnessýslu að efna til aftnælisfagnaðar sfðasta vetrardag i tiiefni af 50 ára afmæli Framsóknarfélags Arnessýslu. Framsóknarfélag Arnessýslu heldur upp á 50 ára afmæli ARNESSÝSLA: Framsóknar- félag Árnessýslu varð 50 ára i gær, 12.mars. Að sögn for- mannsins Guðmars Guðjóns- sonar er þó ætlunin að geyma afmælisfagnaðinn til siðasta vetrardags, en efna þá til veg- legrar samkomu að Flúðum, sem hefjast á með sameigin- legu borðhaldi. Þangað verður boðið m.a. gömlum þing- mönnum Arnesinga og fleir- um og stefnt að þvi að Ágúst Þorvaldsson flytji hátiðaræð- una. Siðar um kvöldið verður svo slegið á léttari strengi. Guðmar sagði þetta félag sem mörg önnur á þeim tima hafa vérið stofnað að tilstuðl- an Jónasar Jónssonar þáver- andi ráðherra. t fyrstu stjórn þess voru: Formaður Gisli Jónsson Stóru-Reykjum, Sigurgrimur Jónsson i Holti, Björn Sigurbjarnarson á Sel- fossi og til vara Bjarni Bjarnason á Laugarvatni, Guðmundur Guðmundsson Efri-Brú og Skúli Gunnlaugs- son i Bræðratungu. Spurður um starfsemi félagsins sagði Guðmar það t.d. hafa efnt til almenns bændafundar nú 5. mars s.l. sem sóttur var af um 80 manns. Þar var rædd staða landbúnaðarins og markaðs- málin eins og þau lita nú út. Stofna áhuga- mannafélag BORGÁRNES: t Borgarnesi var nú nýlega stofnað Félag áhugamanna um tölvutækni og voru stofnfélagar 27. Sam- hiiða stofnfundinum fór fram sýning á 8 heimilistölvum af fimm tegundum. Um 70 manns sóttu sýninguna. Tiigangur þessa félags er að auðvelda félagsmönnum að auka þekkingu sina á tölvum og tölvuforritum jafnframt þvi að útbreiða þekkingu á þessu sviði meðal almennings. t frétt frá stjórn félagsins segir að eftir þvi sem best er vitað sé þetta fyrsta almenna félagið sinnar tegundar hér á landi, en þeim eigi án efa eftir að fjölga. t stjórn félagsins voru kosnir: Björgvin Óskar Bjarnason formaður, Sæ- mundur Bjarnason, Reynir Asberg, Ragnar Torfi Geirs- son og Sólrún Anna Rafnsdótt- ir._______________—HEI Reka á eftir nýjum bónus- samningum VESTMANNAEYJAR: Aðal- fundur Verkakvennafélagsins Snótar i Vestmannaeyjum sem haldinn var nýlega krafð- ist þess að i alvöru verði farið aö semja um bónusinn. En bónussamningar hafa nú verið lausir i rúmt ár. Lögð er áhersla á að i nýjum samning- um verði fólk ekki metið i 1., 2. og 3. flokk, þ.e.a.s. að fólk sem vinnur i kringum bónushópa fái fullan meðalbónus viðkom- andi hóps, en fólk sem enga forsendu hefur fyrir launa- uppbót fái aðeins 25% á sin laun. Litlar breytingar uröu á stjórn félagsins, en hana skipa nú: Jóhanna Friðriksdóttir formaöur, Sigriður S. óskars- dóttir, Kristin Helgadóttir, Guðlaug Einarsdóttir og Stella Hauksdóttir. t varastjórn eru: Asa Friðriksdóttir, Þuriður Bernódusdóttir og Júlia Tryggvadóttir. 1 trúnaöarráöi eru: Ester óskarsdóttir, Anna Sigmarsdóttir, Aöalbjörg Jónsdóttir og Sjöfn Guðjóns- Sagði Guðmar verulega skipt- ar skoðanir um „Pálmastefn- una”, þ.e. að láta sem ekkert sé og draga ekkert úr fram- leiðslu, en slikt þýði stórtjón fyrir bændur. Eigi t.d. að flytja kindakjöt til Danmerkur núna, þá verði bændur að borga á 5. krónu með hverju kilói. Þá sagði Guðmar Fram- sóknarfélagið árlega gangast fyrir vorfagnaði sem venju- lega sé fjölsótt og góð skemmtun. Einnig hafi það staðið fyrir spilakvöldum þar sem spiluð sé þriggja kvölda framsóknarvist og veitt bæði kvöldverðlaun og heildarverð- laun sem undanfarin ár hafi verið utanlandsferð fyrir tvo. Þetta hafi verið mjög vinsælt og verði haldið áfram. Einnig sagði Guðmar félagið skipu- ieggja fundi með þingmönn- unum i flestum sveitum sýsl- unnar. Núverandi stjórn Fram- sóknarfélags Arnessýslu er þannig skipuö: Formaður Guðmar Guðjónsson Stóra-Hofi, gjaldkeri Karl Gunnlaugsson á Varmalandi, ritari Leifur Eiriksson Hlemmiskeiði og meðstjórn- endur Garðar Hannesson i Hveragerði og Vernharður Sigurgrimsson i Holti. — HEI dóttir og til vara: Hulda Sigurðardóttir, Anna Erlends- dóttir, Birna ólafsdóttir og Sjöfn ólafsdóttir. Á fundinum var ákveðið að Snót gangist fyrir ferð til Dan- merkur hinn 13. ágúst i sumar, þar sem dvalið verður i sumarhúsum dönsku verka- lýðsfélaganna i Karlslunde. En ferðin fæst á mjög hag- stæðu verði fyrir aðildarfélög Samvinnuferða-Landsýnar. Verkakvennafélagið Snót veröur 50 ára hinn 6. nóvem- ber næsta haust og var ákveð- iðað minnastþeirra timamóta á viðeigandi hátt þann dag. — HEI Vonir Vest- firðinga brugðist ÍSAFJÖRÐUR: t ályktun sem bæjarstjórn tsafjarðar sam- þykkti fyrir skömmu bendir hún hæstvirtri rikisstjórn á að skipuleg nýting innlendra orkugjafa á hóflegu verði sé forsenda fyrir bættum lifs- kjörum i landinu. Skorar bæjarstjórnin þvi á rikis- stjórnina að hrinda i fram- kvæmd áætlun um uppbygg- ingu innlendra orkugjafa þannig að allir landsmenn geti átt kost á nýtingu þeirra. Jafnframt skorar bæjar- stjórnin á núverandi stjórn- völd að hrinda i framkvæmd samþykktum áformum sinum um jöfnun orkuverðs um land allt. En jöfnun orkuverðs álit- ur bæjarstjórn tsafjarðar for- sendu fyrir jafnri búsetu i landinu. Það verði að teljast réttlætismál að jöfnun orku- verðs nái fram að ganga sem fyrst. Astæðu þessarar ályktunar segir bæjarstjórnin vera það uggvænlega ástand sem nú riki i orkumálum þessa lands- hluta. Fyrirheit núverandi stjórn- valda i stjórnarsáttmála hafi vakið vonir manna um að tek- ið yrði skelegglega á þessu mikilvæga máli. „Þær vonir hafa brugöist verulega til þessa”, segir bæjarstjórn tsa- fjarðar. — HEI fréttir Nýju spariskírteinin: FYRIR RÚM- MILUÓNIR ■ Hin nýju verðtryggðu spari- skirteini rikissjóðs er sala hófst á hinn 22. febrúar s.l. höfðu i gær verið seld fyrir 31 milljón króna auk bréfa fyrir um 8—10 milljónir sem voru þá útistandandi hjá umboðssöluaðilum sem ekki var vitað hve mikið var selt af. Til samanburðar má geta þess að allt árið 1981 nam sala spariskirtein- anna aðeins 45 milljónum króna, sem var einungis rúmur helming- ur af þeirri upphæð sem ætlað var að selja. Salan nú — á þeim 14 dögum sem bankar hafa verið opnir frá 22. febr. — nemur þvi rúmlega 2/3 af sölu alls siðasta árs, að visu i nokkru verðminni krónum. „Það segir sig sjálft að salan eykst þegar boðin eru betri kjör og hún hefur nú verið nokkuð i samræmi við það sem við bjugg- umst við”, sagði Jón Friðsteins- son hjá Seðlabankanum. Hann sagði að kjörin á spari- skirteinunum á undanförnum ár- um hafa farið versnandi á sama tima og bankarnir hafi aukið við og bætt sina þjónustu og ávöxtun- arkjör. Það hafi þvi verið farið að halla á Seðlabankann og þá ljóst að hefja varð sókn og bæta kjörin ef takast á að selja allt það sem rikið ætlist til, þ.e. fyrir allt aö 150 milljónir kr. á árinu. Spurður hvort hagstæöara sé að innleysa bréf sem komin eru yfir hinn ákveðna binditíma hjá Seðlabankanum eða selja þau á verðbréfamarkaði sagöi Jón það geta verið m.a. eftir gjalddögum. Seðlabankinn vaxta- og verðbóta- færir bréfin aðeins einu sinni á ári, þannig að óhagkvæmt sé að leysa þau út sé langt liðið frá síð- asta vaxtareikningi. A öðrum timum sé hagstæðara að leysa þau inn i bankanum þvi þar þurfi menn þó ekki að borga sölulaun. Hann kvað Seðlabankann þó hafa ■ „Vist gæti þetta verið til i dæminu en ég held þó að það mundi ekki svara kostnaði. Fyrir utan hlaupin þá er lika ýmis kost- aður við töku lifeyrisjóðslána, og langur biðtimi. Ég býst þvi ekki við að þetta eigi sér stað að nokkru ráði, né að menn vilji eyða sinum lánamöguleikum i svona lagað”, svaraði Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Lifeyrissjóðs verslunarmanna spurningu Tim- ans hvort liklegt sé að fólk taki lifeyrissjóðslán með 2—2.5% vöxtum til að kaupa fyrir þau spariskirteini rikissjóðs, sem nú innleyst frekar litið af bréfum öðrum en þeim sem koma til lokainnlausnar. 1 siðasta mánuði kom þannig til innlausnar 1. flokkur spariskirteina 1969 að fjárhæð 71 millj.kr. og megnið af honum hafi nú verið greitt út. —HEI bera orðið 3.53% vexti. A hinn bóginn kvaðstPétur telja þetta yfrboð rikisins á ávöxtun sparifjár mjög alvarlegt og dæmigert um það hvernig rikis- valdið sé i samkeppni við at- vinnuvegina um fjármagnið og svifist einskis i þvi sambandi, þvi enginn atvinnurekstur geti staðið undir þessum vöxtum. Enginn beri t.d. ábyrgð á þeim 6% raun- vöxtum sem eru á bréfunum er gefin voru út árið 1969, sem skatt- greiöendur séu nú að borga þessa dagana. —HEI Tekur fólk lífeyrissjóðslán til að kaupa spariskírteini: „Gæti verið til í dæminu” — segir Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ■ „Búnaðarþing telur ekki fært að mæla með þvi við þær aðstæö- ur, sem nú rikja i framleiðslu- og markaðsmálum landbúnaðarins, að lögfest verði ákvæöi þess efnis að fullt verð skuli greitt á afurðir eftir 300 ærgilda bú til þeirra, er hafa meirihluta tekna sinna af landbúnaði”, segir m.a. i ályktun Búnaðarþings. Alyktun þessi var vegna erindis Búnaðarsambands Stranda- manna um breytingu á lögum um Framleiðsluráð landbúnaöarins gagnvart búum meö innan viö 300 ærgildisafuröir, erindi Búnaðar- sambands Austurlands um svæð- isbundna skipulagningu land- búnaðarframleiðslu og erindi for- mannanefndar búnaöarsamtak- anna um skipulag búvörufram- leiðslu. A ályktuninni segir: „Búnaðar- þingi er ljós sá mikli vandi, sem Búnaðarþingi lauk í vikunni: ■ I gær var langt komiö að hreinsa burtu brunarústirnar af Egils Vilhjálmssonar húsunum við Rauðarárstíg og-verið var að brjóta upp gömiu botnpiötuna. 1 nýjasta hefti Ásgarðs segir að tryggingafé hússins sem stóð við Rauðarárstig verði ekki greitt út fyrr en hafist verður handa um nýja byggingu, samkvæmt teikningum sem fyrir iiggja. En þar sem tryggingaféð er ekki verðtryggt geti veriö þörf á aö hraða fram- kvæmdum svo fj ármagnið rýrni sem minnst I verðbóigunni sem viö búum við. Timamynd G.E. Þarf að stórauka markaðsleit nú hefur skapast vegna breyttra viðhorfa varðandi útflutning á dilkakjöti. Þvi leggur þingið enn áherslu á að allra leiða sé leitað til þess að auka hagkvæmni i bú- vöruframleiðslu, byggja upp og efla nýjar búgreinar og fjölga at- vinnutækifærum i sveitum. Þá telur Búnaðarþing aö stór- auka þurfi markaðsleit fyrir bú- vöru, auka fjölbreytni i vinnslu búvara og efla sölustarfsemi. Búnaðarþing beinir þvi þeirri ein- dregnu o'sk til landbúnaðarráö- herra, aö hlutast til um það að út- flutningur búvara verði tekinn inn i viðskiptakjarasamninga við erlend riki. Jafnframt beiti hann sér fyrir auknu fjármagni til markaösleitar og sölustarfsemi. Takist hins vegar ekki aö afla við- unandi markaða i tæka tiö verður vart undan þvi vikist aö draga saman sauðfjárframleiðsluna”. Þingiö telur þvi áriðandi að út- tekt á stöðu landbúnaöarins i ein- stökum héruðum veröi lokiö hið allra fyrsta, þannig að glöggt komi fram hver áhrif samdráttur búvöruframleiöslu hefur i viö- komandi byggöarlagi, sem kynni að leiöa til fækkunar setinna bú- jarða. Telur þingiö þessa könnun nauösynlega forsendu þess, að nýjar búgreinar og önnur at- vinnutækifæri verði staösett þannig, að þau komi að notum til að draga úr áhrifum af minnkun búvöruframleiðslu af nautgripum og sauðfé, og styrki byggðina þar sem hún er veikust fyrir. Er þvi beint til landbúnaðarráðherra að hafa forgöngu um að fyrrgreindri úttekt verði lokið hið fyrsta. I framhaldi af úttektinni verði unnið skipulega að uppbyggingu nýrra atvinnugreina i sveitum og stefnan i lána- og fjárfestingar- málum landbúnaðarins við það miðuð. —HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.