Tíminn - 13.03.1982, Síða 5

Tíminn - 13.03.1982, Síða 5
Laugardagur 13. mars 1982 erlent yfirlit ■ HINN 20. febrúar siðastliðinn voru rétt 20 ár liðin siðan banda- riskt geimfar fór i kringum hnött- inn i fyrsta sinn. Þessa atburðar var talsvert minnzt i Banda- rikjunum á tuttugu ára afmælinu, en þó aðallega vegna þess, að verulega er nú um það rætt, að hæglega geti svo farið að fyrsti bandariski geimfarinn verði næsti forseti Bandarikjanna. Fyrsti ameriski geimfarinn, John Herschell Glenn, hefur átt sæti i öldungadeildinni siðan i ársbyrjun 1975, en hann náði kosningu til hennar 5. nóvember 1974 og var endurkosinn 3. nóvember 1980. Um nokkurt árabil hefur Glenn verið talinn ihópi þeirra leiðtoga demókrata, sem væru vænleg for- seta ef ni. Sjálfur hefur hann aldrei léð formlega máls á þvi, en hann hefur ekki heldur tekið fyrir það. Þó er hann talinn hafa meiri áhuga á framboði nú en áður. Af ýmsum ástæðum getur verið heppilegt fyrir hann að draga það á langinn að lýsa þvi yfir. Eins og nú stendur, eru tveir menn oftast nefndir i sambandi við framboð af hálfu demókrata i næstu forsetakosningum. Það eru þeir Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður og Mondale, fyrrv. varaforseti. Kennedy virðist hafa meira persónulegt fylgi, einkum hjá minnihlutahópum. Þó er hann ekki talinn sigurvænlegur, nema efnahagsstefna Reagans mistak- ist algerlega og menn kjósi þvi aftur róttæka félagsmálastefnu i anda Franklins D. Roosevelt. ■ John Glenn Verður geimfari næsti forseti? Álit Glenns fer sívaxandi Kennedy er nú þekktasti merkis- beri hennar. Mondale hefur minna persónu- legt fylgi en Kennedy en er þó af mörgum talinn sigurvænlegri. Hann hefur minni andspyrnu. Svo getur hæglega farið að báð- ir verði þeir Kennedy og Mondale komnir i skuggann, þegar demó- kratar velja frambjóðanda sinn i næstu forsetakosningum. Þá verðurað leita til þriðja manns og sá, sem nú er oftast nefndur i þessu sambandi er John Glenn öldungadeildarmaður. JOHN Herschell Glenn verður 61 árs á þessu ári fæddur 18. júli 1921. Hann er fæddur og alinn upp i Ohioriki, gekk ungur i herfor- ingjaskóla og var flugmaður i sjó- hernum 1942-1965. Hann tók þátt bæði i siðari heimsstyrjöldinni og Koreustyrjöldinni. Hann gat sér slikt orð sem snjall og hygginn flugmaður að 1959 var hann einn hinna útvöldu sem farið var að þjálfa til geimferða. Or þessum hópi var hanh svo vahnn til að fara fyrstu geimferöina á vegum Bandarikjanna 20. febrúar 1962, eins og áður segir. Eftir geimferðina stóðu Glenn opnir margir möguleikar i fjár- málaheiminum, þvi að það þótti fyrirtækjum góð auglýsing að hafa hann i stjórn. Glenn varðþvi efnaðurmaður á tiltölulega stutt- um tima. Hugur hans hneigðist hinsvegarmeira að stjórnmálum en fjármálabraski. Arið 1964 gaf hann kost á sér til framboðs fyrir demókrata við kosningu annars öldungadeildar- mannsins frá Ohio. Hann þótti liklegur til að sigra i prófkjörinu en þá kom óvænt slys fyrir geimfarann. Hann hrasaði i baðkerinu heima hjá sér og meiddist svo mikið að hann varð að hætta við framboð. Glenn var samt ekki af baki dottinn. Hann gaf aftur kost á sér til framboðs til öldungadeildar- innar 1970, en beið ósigur i próf- ■ Edward Kennedy kjörinu fyrir auðugum Gyðingi Metzenbaum. Glenn gafst samt ekki upp og reyndi i þriðja sinn. Arið 197,4 náði hann kosningu til öldungadeildarinnar og var svo endurkosinn 1980 eins og áður er rakið. GLENN hefur getið sér orð sem starfsamur og athugull þing- maður. Hann kemur trúverðug- lega fyrir I sjónvarpi og hefur bersýnilega kynntsér vel þau mál sem hann fjallar um. Alit hans hefur þvi sifellt verið að aukast. Þetta kom glöggt i ljós i kosningunum 1980. Það ár var yfirleitt óhagstætt demókrötum sökum vinsælda Reagans. Glenn hélt hins vegar velli i Ohio og vel það. Reagan fékk þá 52% greiddra atkvæða þar i forseta- kosningunum en Glenn fékk 69% atkvæða í þingkosningunum. Það hefur verið sagt um skoðanir Glenns að þær hafi verið að mótast á stjórnarárum Roose- velts og Trumans og siðar i stjórnartið Kennedys og John- sons. Þær einkennast af svipmót- inu frá þessum forsetum. Glenn er þó ekki talinn eins róttækur og Kennedy. Frekar mætti segja að litill skoðanamunur væri hjá hon- um og Mondale. Báðir myndu þeir Mondale betur séðir af hægri armi demókrata en Kennedy. Glenn er talinn hafa það um- fram þá báða að hann hafi meiri þekkingu og reynslu á sviði her- mála og geimvisinda. A því sviði þykir hann i hópi færustu þing- manna. Það getur haft ekki litið að segja i forsetakosningum, eins og nú er málum komið i heimin- um. Margt þykir benda til þess, að Glenn gæti orðið sterkur fram- bjóðandi i forsetakosningum. Hann hefur ekkiglæsileika þeirra Kennedys og Reagans. Eftir fjögur stjórnarár Reagans getur það verið orðin reynsla Banda- rikjamanna að traustleikinn sé meira virði en glæsileikinn. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar bridge Bridge- hátíd hafin Dregið í riðla Islandsmótsins ■ Siðdegis i gær hófst af- mælismót BR á Hótel Loftleið- um og verður mótinu fram- haldið i dag, en áætlað er að þvi ljúki skömmu íyrir kvöld- mat. Þátturinn hvetur áhuga- menn að íjölmenna, enda bjóða mótshaldarar upp á mjöggóða aðstöðu fyrir áhori'- endur. 1 kvöld verður svo af- mælishóf BR, en á morgun hefst stórmót Flugleiöa með þátttöku sex sveita, þar af þriggja erlendra. Riölar á íslandsmótinu A-riðill l.Sævar Þorbjörnsson, Reykjavik 2. Sigfús Þórðarson, Suður- land 3. Bragi Björnsson, Reykjavik 4. Ester J a ko bsdó t tir , Reykjanes 5. Armann J. Lárusson, Reykjanes 6. Eirikur Jónsson, Vestur- land. B-riðill 1. Norðurland vestra 2. Sigurður B. Þorsteinsson, Reykjavik 3. Aðalsteinn Jörgensen, Reykjanes 4. Þórarinn Sigþórsson, Reykjavik 5.Stefán Ragnarsson, Norðurland eystra 6. Sigfús Orn Árnason, Reykjavik verið nærri titlinum á undan- förnum árum og eru þvi vel að sigrinum komnir nú. Röð efstu para á mótinu varð þessi: Jón Ásbjörnsson — Simon Simonarson 504 Guðmundur Hermannsson — Jakob R. Möller 477 Sigurður Sverrisson — ÞorgeirEyjólfsson 461 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 438 Guðmundur Pétursson — Hörður Biöndal 396 Jón Baldursson — ValurSigurðsson 334 Björn Eysteinsson — Guðbrandur Sigurbergs. 324 Vigfús Pálsson — Karl Logason 255 Jón Hjaltason — Hörður Arnþórsson 225 Sævar Þorbjörnsson — Þorlákur Jónsson 205 Næstkomandi miövikudag hefst sveitakeppni með stutt- um leikjum og stendur sú keppni i þrjú kvöld. Þátttöku- tilkynningar þuría að berast einhverjum stjórnarmanni i siðasta lagi á mánudag. BK Staða efstu sveita i keppni félagsins er eítirfarandi að loknum 6 umlerðum af 11: 1. Ármann J. Lárusson 90 2. ÞórirSigursteinsson 82 3. Aðalsteinn Jörgensen 74 4. Sævin Bjarnason 66 5. Jón Andrésson 63 C-riðill 1. Gestur Jónsson, Reykjavik TBK 2. Vestfirðir Þegar 11 umferöum er lokiö 3. Aðalsteinn Jónsson, Austur- i Butler keppni félagsins er land staða efstu para þannig: 4. Jón Ágúst Guðmundsson, 1. Þórhallur Þorsteinsson — Vesturland Bragi Björnsson 62 5. Kristján Kristjánsson, 2. Sigurjón Helgason — Austurland Gunnlaugur Karlsson 52 6. Karl Sigurhjartarson, 3. Geirarður Geirarðsson — Reykjavik Sigi'ús Sigurhjartarson 50 I)-riðill 4. Ingólíur Böðvarsson — 1. örn Arnþórsson, Reykjavik 2. Guðni Þorsteinsson, Bragi Jónsson 30 Reykjanes Erlend mót 3. Sigurður Steingrimsson, Reykjavik 4. Egili Guðjohnsen, Reykja- vik 5. Jón Þorvarðarson, Reykja- vik 6. Steinberg Rikarðsson, Reykjavik. Undankeppnin verður spiluð dagana 26.-28. mars. A, C og D riðlar verða spilaðir i Kristalssal Hótel Loltleiða en B-riðill verður spilaður i Iön- skólanum á Akureyri á sama tima. Svæðasambönd eru minnt á að standa skil á keppnisgjöldum þeirra sveita, sem spila á tslandsmóti á þeirra vegum, sem fyrst. Jón og Simon tvimenningsmeistar- ar B.R. Aðaltvimenningskeppni Bridgefélags Reykjavikur lauk s.l. þriðjudag. Sigur- vegarar urðu þeir Jón Ás- björnsson og Simon Simonar- son, en þeir tóku forustu strax i upphafi mótsins og héldu henni til loka. Þeir hafa oft Blaðið vill benda bridgeíólki á, að BSI heíur upplýsingar um tugi móta, sem veröa haldin i Evrópu á næstu mánuðum jafnt austan tjalds sem vestan og i suðlægum sem norðlægum löndum. Þeir sem áhuga hafa ættu aö snúa sér til skrifstofu Bridgesambandsins (s. 18350). Skagfirðingar Þegar eftir er að spila tvær umferðir i Barometerkeppni eru eftirtalin pör hæst: 1. Garðar Þóröarson — Guðmundur Ó. Þórðar- son 127 2. Óli Andreasson — Sigrún Pétursdóttir 121 3. Andrés Þórarinsson — Hafsteinn Pétursson 104 4. Arnar Ingólfsson — Sigmar Jónsson 89 5. Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 85 6. Pála Jakobsdóttir — Valdimar Þórðarson 73 7. Gisli R. Stefánsson — SigurlaugSigurðardóttir 67 Ennþá er hægt aö skrá sig til þátttöku i keppnisferð til Sauðárkróks dagana 26.-28. mars. Magnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.