Tíminn - 14.03.1982, Qupperneq 4

Tíminn - 14.03.1982, Qupperneq 4
4 Sunnudagur 14. mars 1982 lögreglunnar: ÆSKI- LEGUR - HÆTTU- LEGUR? 1-4-3-7-7 Bíp, bíp. Kvenmannsrödd: „Þetta er sjálfvirk hljóðritun upp- lýsinga um fíkniefnamál í næstu sjö minútur og hefst með hljóðmerki. Ef óskað er að tala lengur en í sjö minútur þarf að hringja aftur". Bííip... Upptaka hefst Siöustu dagana hefur birst i dagblöðum svohljóöandi smáaug- lýsing: „FtKNIEFNI — lögregl- an i Reykjavík móttaka upp- lýsinga, simi 14377”. Al- menningur sem lumar á upp- lýsingum um sölu og misnotkun fikniefna er sumsé hvattur til að hringja i ofanskráð simanúmer og tala þar inn á segulband. Við- komandi þarf ekki aö láta nafns sins getið og lögreglan fullyrðir að ekkert veröi gert til að reyna að komast að þvi hverjir þaö eru sem hringja inn upplýsingar. Nú má kannski segja sem svo að réttlætanleg i baráttunni við fikniefnadrauginn en þó fer ekki hjá þvi að nafnleyndin veki spurningar og efasemdir. Býður þetta ekki upp á misnotkun er ekki hætta á þvi aö menn noti simsvarann til aö ná sér niðri á nágranna sinum? Gæti ekki hugs- ast að saklausir borgarar yröu fyrir óþægindum, þyrftu jafnvel að sæta gæsluvarðhaldi? Einhver minnti á að eitt sinn heföi veriö kassi I Markúsarkirkjunni i Fen- eyjum þar sem menn gátu kært nágranna sinn undir nafnleynd fyrir rannsóknarréttinum ill- ræmda. Og siðferðilega hliöin — er ekki alltaf óskemmtilegt að hvetja fólk til klögumála? Helgar-Timinn leitaði svara við þessum spurningum og öðrum um fikniefnasimsvarann hjá mönnum innan dóms- og lög- gæslukerfisins, lögfróðum mönn- um og svo auðvitaö hjá fulltrúa óbreyttra fikniefnaneytenda. Ótti við að ljóstra upp um þessi mál Eölilegast var auðvitað að leita fyrst svara hjá fikniefnadeild lög- reglunnar. Þar fundum við að máliBjarnþór Aðalsteinsson full- trúa. Við spurðum hann hvernig lögreglan myndi fara með þær ábendingar sem berast i gegnum simsvarann? „Við verðum náttúrulega aö hafa trú á þvi að þæf upplýsingar sem berast meö þessum hætti séu á einhverjum rökum reistar. En við munum náttúrulega ekki láta til skarar skriöa fyrr en eftir ná- kvæma athugun á þvi hvort þarna sé eitthvað raunverulegt á ferð- inni.” — Munið þiö þá kalla menn til yfirheyrslu eftir þessum ábendingum? „bað verður alls ekki i öllum tilvikum og náttúrulega algjört matsatriði hvernig við störfum eftir þessum upplýsingum. Það verður án efa ýmislegt sem þarna kemur upp og ekki gott að svara þessu fyrirfram. Enn eru ekki komnar inn neinar upplýsing- ar eftir þessari leið sem hefur verið unnið eftir, þannig að ég get ekki sagt um hvernig þetta veröur i framtiðinni. En ég á von á þvi aö flestir sem hringja geri það án þess að láta nafns getið og þannig munum viö ekki hafa á ööru að byggja en þessum um- mælum. Og auðvitað verður ekki hægtað hlaupa i fólk og yfirheyra það nema eitthvaö bitastæðara liggi fyrir”. — Hver er ástæðan fyrir þvi að þið setjið upp þennan simsvara? „1 þessum málaflokki rikir ákveðinn ótti við að ljóstra upp um menn og málefni.hann hefur alltaf verið til staðar og fólk forðast heldur að blanda sér i þessi mál. Stundum vilja til dæmis sekir aöilar gefa upp- lýsingar um aðra seka aðila sem þeir telja kannski aö séu með hættulegri efni en þeir meðhöndla sjálfir. Það er ein forsendan aö þessir inenn geti komið upp- lýsingum til okkar. Nú, annað markmið er aö fólk geti komiö upplýsingum á framfæri, nafn- lausum upplýsingum, án þess að eiga á hættu að vera spurt i þaula eins og yrði ef það hringdi beint til okkar, en þá reynum við auðvitað að knýja á um frekari upplýsing- ar”. — Hvað hefur helst komið ykk- ur á sporið hingað til? „Mál byrja með ýmsum hætti. Kannski er maður tekinn með efni og gefur svo skýringu á hvar hann keypti það og svo koll af kolli þar til viö klófestum dreifingaraðilann. Nú, í annan gang koma til dæmis upplýsingar frá mönnum sem hafa verið sviknir i viðskiptum, þær hafa oft komið okkur á sporiö. En oft er mestur fengur i upplýsingum sem koma frá hinum almenna borg- ara. Þar má til dæmis nefna for- eldra unglinga sem neyta fikni- efna, nágranna og svo fólk sem verður vart við þetta með ýmsum hætti”. — Þekkirðu einhverjar hliðstæður við þennan simsvara erlendis? „Ég treysti mér ekki til aö segja um það. En ég veit að er- lendis hefur oft verið opnuð svona simsvörun i alvarlegum málum, þegar verið er að reyna að afla sem viötækrasta upplýsinga”. — Nú er það stóra spurningin um misnotkunina, fólk sem hringir inn vafasamar og jafnvel lognar upplýsingar? „1 sambandi við það verðum við að benda á aö það er hringt i alla sima lögreglunnar mörgum sinnum á dag og gefnar upp- lýsingar sem eiga sér enga stoð i raunveruleikanum. Náttúrulega er það lögreglunnar að vega þaö og meta og þessi simi breytir þvi engan veginn aðlögreglan hileypur auðvitað ekki á eftir hverju sem i hana er hent”. — En hver yrði þá ábyrgur fyrir þvi ónæði sem einstaklingur yrði fyrir að tilhæfulausu? „Það mundi aldrei koma til að einstaklingur yrði fyrir ónæði af hendi lögreglunnar af þeirri ástæðu einni að einhver tilkynnti eitthvað um hann hér, það mundi aldrei verða nema ásakanirnar ættu við einhver rök að styðjast. Það verður ekki hlaupið eftir þessum upplýsingum einum saman. Ég held að menn verði að staldra við og treysta lögreglunni fyrir þvi að meta þær upplýsingar sem berast á þennan hátt, rétt eins og aðrar upplýsingar sem henni berast. Við getum náttúru- lega átt von á þvi að þarna ægi öllu saman alls konar bulli og vit- leysu og svo upplýsingum sem einhver fengur yrði i”. — Hverjir tóku ákvörðun um að simsvarinn yröi settur upp? „Þessi simsvari er náttúrplega hjá embætti I ögreglustjórans i Reykjavik. Og það er lögreglu- stjórinn i Reykjavik sem tekur endanlegar ákvaröanir um allt sem hér er gert. Þaö er svarið, það er lögreglustjórinn i Reykja- vik sem ákveöur þetta. En þess verður að gæta að þetta er bara gert i tilraunaskyni til aö byrja með, ef þetta gefur ekki góða raun verður þvi einfaldlega hætt. Framtiðin verður að skera úr um það”. — Áttu von á þvi aö þessi við- leitni beri einhvern ávöxt? „Ég treysti mér alls ekki til að fullyrða neitt um þaö. Það byggir auðvitað mikið á þvi hvað þetta vprður vpl anolvst ” „Hlynntur þessari tilraun” Asgeir Friðjónsson.dómari viö fikniefnadómstólinn hafði þetta um málið að segja: „Ég fer ekki dult með það aö ég var hlynntur þessari tilraun áöur en til hennar kom og það er ekki hægt að segja að hér hafi verið flanað að neinu. Hins vegar veit ég ekki hver reynslan af þessu hefur verið hingað til, mér sýnist að þið á Timanum hafið einir blaða sett þetta upp og kynnt þannig að til fyrirmyndar sé, svo það er náttúrulega ekki vel aö marka árangurinn á meðan aðrir nefna þetta ekki”. — Þú segir að aðdragandinn hafi verið langur? „Já, þetta hefur veriö rætt öðru hverju siðustu árin og verið lengi i bigerð eins og þar stendur. Mönnum hafa alltaf verið ljósir vissir angúar á þessu eins og til dæmis að þarna er ekki um jafn traustar heimildir að ræða og væri ef fólk þyrfti aö koma i eigin persónu. En fyrst og fremst er þetta viðleitni til aö ná til sem flestra aðila og auðvitað verður aldrei byggt á þessu á sama hátt og á staðfestum skýrslum.” — Gæti hugsast aö það væri ein- hverjar lagalegar veilur i fram- kvæmdinni? „Simsvarinn er auðvitað ekki annað en hjálpargagn fyrir lög- regluna og hennar er að sann- reyna upplýsingarnar nánar áður en hugsað er um að halda lengra. En hvað lagalegan status varöar, þá held ég að sé alls ekki á dag- skrá að þetta sé ólöglegt. Þarna er jú bara veriö að leita eftir sjálfviljugri samvinnu borgar- anna.” — En hver er ástæðan fyrir þvi að talin er þörf á nafnleynd? „Þar getur ýmislegt komið til, reynslan i gegnum árin sýnir að margir setja verulega fyrir sig að þurfa að koma hingað i eigin per- sónu og skrifa undir einhverja hluti og láta spyrja sig út úr. Það virðist býsna algeng skoðun að menn geti komið sér i óþægindi og klándur með þvi að gefa upp- lýsingar um fikniefnamál, þeir eigi jafnvel á hættu að fá yfir sig einhvers konar refsi- eða hefndaraðgerðir. betta er megin- ástæðan fyrir þvi að loks var ákveðið að láta til skarar skriða og prófa þennan simsvara”. — Nú hafa heynt raddir um að þetta fyrirkomulag bjóði upp á misnotkun? „Við reiknum auðvitað með þvi að það verði i einhverjum mæli, en þá verða menn bara að hafa hugfast að þetta eru ekki stað- festar upplýsingar.” — En gæti hugsast að saklausir borgarar yröu fyrir ónæði? „Þaö á ekki að vera ef rétt er að staðið og þessu er tekið með hæfi- legri gát, en ekki sem heilögum sannleika. Hin hættan er kannski nærtækari aö einhverjir af þeim sem hafa lent hér i meðhöndlun hjá okkur noti þetta tækifæri og skjóti visvitandi að okkur ein- hverjum hæpnum ábendingum”. — Má ekki búast við þvi að fikniefnaneytendur notfæri sér þetta i öðrum tilgangi? „Það er vel hugsanlegt, neyt- endur eiga auðvitað erfitt með að koma sjálfir og klaga náungann og skrifa undir skýrslur, oft eru þeir lika ekki einu sinni i aðstöðu til þess, til dæmis þegar þeir eru sjálfir viðriðnir málið”. — Áttu von á þvi að fikniefna- simsvarinn skili einhverjum ár- angri? „Ég vona það besta, við rædd- um þetta mikið áður en til kast- anna kom, en nú er bara að biða og sjá hver reynslan verður.” Fíkniefnamálin ■ lítið kærð Hjalti Sophoníasson, fulltrúi i dómsmálaráðuneytinu, hefur haft talsverð afskipti af fikniefna- málum og meðal annars setið ráðstefnur og þing erlendis þar sem þau hafa verið rædd. Við báðum hann aö segja okkur hvort simsvarar af þessu tagi ættu sér einhverja hliöstæöur erlendis. „Ég veit til þess að þetta hefur verið sett upp þó nokkuð viða i Evrópu, meðal annars i Dan- mörku og Sviþjóð fyrir mörgum árum og mér hefur skilist á þeim mönnum sem starfa að fikniefna- málum þar að með þessu móti hafi komiö inn mikilsverðar upp- lýsingar. Þar var tilgangurinn einkum að auðvelda foreldrum og öðrum, sem annars hefðu kinokað sér við að láta bendla sig við svona mál, að koma upplýsingum á framfæri. Og þá ekki sist for- eldrum barna sem eru á kafi i þessu og vilja hafa samband við lögregluna án þess að koma sin- um eigin börnum i klandur. Þannig geta þeir hringt og þurfa ekki að segja til nanfs fremur en þeir vilja, en þó eru alltaf ein- hverjir sem láta nafns sins getið og það er auðvitað betra i öllum tilvikum. Jú, vitaskuld getur alltaf verið að einhverjir hringi inn upp- lýsingar af bjánaskap eöa hefni- girni. Það krefst vinnu að fara i gegnum þær ábendingar sem koma inn á þennan hátt, en það er hald manna hér að ef siminn verður nógu vel auglýstur muni koma inn ómetanlegarupplýsing- ar. Eitt af sérkennum ffkniefna- mála ereinmitt hvað þau eru litið kærð, það erekki beint eins og um umferðarslys væri að ræða, yfir- leitt byrjar lögreglan með tvær hendur tómar og þarf að leita upplýsingarnar uppi.” Ekki æskilegt, en kannski nauðsynlegt Jónatan Þórmundsson, prófessor i lögfræði, kom nánast af fjöllum þegar Timamaður

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.