Tíminn - 14.03.1982, Síða 6
6
■ Febrúardagur á miöri Man-
hattan. Vor I lofti og af og til
fundu sölargeislarnir leiðina milli
skýjakljúfanna. Mannhafinu sem
flaut um breiðgötur og stræti,
virtist þó standa á sama um vor-
komuna mina, og engan sá ég
hafa tima til að baða sig i sólinni.
Hraði og vinnusemi eru nefnilega
dyggðir i mauraþúfum. Engum
tima er eytt til ónýtis i borginni
þar sem leigubilstjórarnir eru
lögfræöingar og hagfræðingar á
siöasta ári, reiðubúnir aö verða
rikir á morgun.
Þarna stóö ég svo i islensku
sumarveðri i leit að islenskum
lækni, Dr. Birni Þorbjarnarsyni,
yfirlækni við New York Hospital
(Nýju Jórvikur spitala) og
prófessor i skurölækningum við
Cornell háskóla. Björn haföi ég
rætt við 1 sima deginum áður og
höföum viö orðið ásáttir um aö ég
ætti við hann viötal á tilteknum
tima. Fyrir atbeina veröandi
fjármálaspekúlants á einum af
hinum viðfrægu gulu leigubilum,
komst ég klakklaust að spitalan-
um og seint um siðir tókst mér að
hafa upp á réttri skrifstofu i réttri
byggingu og það sem mest var
um vert, réttum manni og á rétt-
um tima. Stundvisi er nefnilega
lika dyggð, hvort sem þaö er á ts-
landi eða i Ameriku.
Dr. Björn Þorbjarnarson er
Arnfiröingur, fæddur á Bildudal
áriö 1921 og þvi ekki óliklegt að
hann eigi ættir sinar að rekja til
einhvers af hinum viöfrægu arn-
firsku galdramönnum.
A Bildudal var Björn fram til 13
ára aldurs, en þá fór hann i skóla
á Akureyri. Hann lauk siöan
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri árið 1940, en það
sama ár fluttist hann til Reykja-
vikur og hóf nám við læknadeild
Háskóla tslands. Læknaprófi lauk
hann 1947, enári seinna fór hann
til framhaldsnáms i skurð-
lækningum i' Bandarikjunum.
,,Það voru mikil viðbrigði að
koma hingaö út i f jölmenniö og ég
■ Aöalinngangurinn á sjúkrahúsið, en hér náðu mótmælaaögeröirnar
hámarki.
Sunnudagur
— Égvinná meöan mér endist aldur og heilsa til_
„Það er löng leið frá
afdölum Arnarfjarðar
til hjarta heimsins á
Manhattan"
segir Björn Þorbjamarson,
Islendingurinn sem varð
yfirlæknir og prófessor
við eitt elsta og virtasta
sjúkrahús Bandaríkjanna
hef oft hugsaö til þess, hvaö það
er löng leið frá afdölum Amar-
fjarðar tilhjarta heimsins á Man-
hattan,” segir Dr. Björn.
,,En þetta var annasamur og
skemmtilegur timi, þannig aö ég
haföialdrei tima til að hafa heim-
þrá. Skurölæknisnáminu lauk ég
svo 1955, en tvö næstu ár á eftir
vann ég hjá bandariska sjóhern-
um. Sú vinna fór aðöllu leytifram
i Bandarikjunum og þvi losnaöi
ég við að þurfa að vinna i fjarlæg-
um flotastöövum, sem var
kannskieins gott, enda ástandið i
heimsmálunum ekkert alltof gott
á þessum árum.”
Eftir aö Björn hætti hjá sjó-
hernum, réðist hann til New York
Hospital, þar sem hann hefur
starfaö siðan sem skurðlæknir og
yfirlæknir. Jafnframt skurð-
læknisstörfunum hefur Björn
veriö prófessor i skurðlækningum
við Cornell-háskóla en læknadeild
háskólans er rekin i tengslum við
New York Hospital. En hvernig
sjúkrahús er svo þetta?
,,New York Hospital er eitt full-
komnasta sjúkrahús Bandarikj-
anna og jafnframt eitt hið elsta,
stofnaö árið 1770,” segir Björn. A
sjúkrahúsinu eru um 1200 sjúkra-
rúm og aö sögn Björns eru
sjúklingarnir yfirleitt milli-
stéttarfólk, eða þaðan af
efnaðara, enda þykir hverfið i
kringum sjúkrahúsiö frekar fint.
Þaö er þvi ekki mikið um að
komiö sé meö fátæklingana á
New York Hospital.
,,Þaö er þó engum úthýst hér,”
seir Björn og bætir þvi viö aö öll-
um sé hjálpaö i neyðartilvikum.
Annars er heilbrigöiskerfiö i
Bandarikjunum nokkuö frá-
brugöiö þvi sem Norðurlandabú-
ar eiga aö venjast og t.a.m.
þekkjast þar ekki sjúkrasamlög
að islenskum hætti.
Þess i stað veröur fólk að kaupa
sér sjúkratryggingu i þar til gerð-
um tryggingarfélögum og þaö eru
svo tryggingarfélögin sem borga
lækniskostnað og sjúkrahúsgjöld
ef viökomandi veikist og þarf á
læknishjálp að halda. Oft eru
þetta umtalsveröar upphæöir, þvi
að læknaþjónustan er dýr og
reyndar er læknum gefiö sjálf-
dæmi hvaö þóknun varöar. Engir
taxtar þekkjast og verölagseftir-
lit af hálfu heilbrigöisyfirvalda
eöa verðlagsyfirvalda er ekkert.
„Þaö getur hvaöa sjúklingur
sem er komiö hingaö til min, en
hann verður lika aö geta borgað
fyrir sig,” segir Björn.
„Topplæknar hér, eru hæst-
launaða stétt Bandarikjanna, en
lakari læknar eru hins vegar ekki
svo tekjuháir og slaga kannski
rétt upp i meðallaun.”
Nokkur breyting hefur orðið á
vinnutilhögun Björns hin siðari ár
og vinnur hann nú mikið meira
sjálfstætt. Hann hefur sina eigin
aðstööu þar sem hann getur tekiö
á móti sjúklingum, en aögerö-
irnar framkvæmir hann svo á
sjálfu sjúkrahúsinu. En hvernig
er svo heföbundinn vinnudagur?
„Þar sem ég bý I New Jersey,
sem er næsta fylki viö New York,
fer ég yfirleitt á fætur svona um
sex-leytið til að vera kominn á
sjúkrahúsiö i tæka tiö. Ég legg af
stað að heiman um hálf sjö og ef
umferöin er ekki mikil, þá er ég
byrjaður að vinna klukkan hálf
átta. Dagurinn fer svo i að sinna
minum sjálfstæða rekstri,
kennslu og þeim störfum sem ég
inni af hendi á sjúkrahúsinu, en
vinnudeginum lýkur venjulega
um fimm-leytið.”
Björn Þorbjörnsson er giftur
kanadiskri konu, Margaret
Stewart Brown eöa Margaret
Thorbjarnarsoneins og hún heitir
i dag og eiga þau fjögur börn.
Þrjú þeirra eru uppkomin en það
yngsta er enn I föðurhúsum. 011
hafa börnin komið til Islands en
ekkert þeirra talar þó islensku.
Björn reynir þóað komast eins oft
til gamla landsins og framast er
kostur og venjulega er það einu,
til tvisvar sinnum á ári.
„Ég var siðast á tslandi i fyrra
sumar og þá notaði ég tækifærið
m.a. til að heimsækja æskuslóö-
irnar viö Arnarfjörö. Þaö var
gaman aö koma aftur til Bildu-
dals og hitta ættingjana og gömlu
félagana. Heimþrá hef ég annars
ekki, enda væri ég ekki i Banda-
rikjunum ef ég kynni ekki vel viö
mig,” segir Björn.
— Hvað um heilbrigðismál á
Islandi. Fylgist þú meö þróun
þeirra mála?
„Ég held að heilbrigðismál á
Islandi séu i mjög góöu lagi og ég
veit að islenskir læknar eru vel
menntaðir og færir i sinu fagi, þó
þeir uppskeri kannski ekki laun i
samræmi við það. Það er annars
alltaf nokkuö um aö islenskir
læknar liti hérna inn hjá
mér þegar þeir eru i New York.
Þá er einnig nokkuö um aö
Islendingar leiti sér lækninga hér
og ég gæti trúað aö þeir væru
tveir til þrir, sem þannig hafna á
minni deild á ári hverju. Aö öðru
leyti hef ég orðið litil samskipti
viö Islendinga, en þó held ég aö
Islendingafélag sé enn starfrækt
hér i borginni.”
Dr. Björn Þorbjarnarson, er
liklega frægastur fyrir þaö aö
hann stjórnaði aögerðinni á
Iranskeisaranum fyrrverandi
árið 1979, en þá dvaldist keisar-
inn i útlegð i Bandarikjunum,
áður en hann hélt til Panama. 1
einni andrá komst Björn þannig I
heimsfréttimar enda fréttin um