Tíminn - 14.03.1982, Page 8
8
Sunnudagur 14. mars 1982
W1MW
Utgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifslofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiflslustjóri: Sigurður Brynjólfs-
son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulttrúi:
Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim-
ans: lllugi Jökulsson. Blaflamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild-
ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas
Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson
(iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti
Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin
Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson,
Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttír.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug-
lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um
helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf.
Framtíðarstef na
■ í vönduðu afmælishefti Samvinnunnar, tima-
riti-samvinnuhreyfingarinnar, er athyglisverð
grein eftir Val Arnþórsson, stjórnarformann
Sambandsins, þar sem hann gerir grein fyrir
nokkrum höfuðdráttum þess ramma, sem fyrir-
liggjandi frumvarp að stefnuskrá samvinnu-
hreyfingarinnar býr samvinnustarfinu i næstu
framtið. Þessir höfuðþættir fela i sér m.a.-.
■ Starfsemi samvinnuhreyfingarinnar er
byggð á samvinnuhugsjóninni, sem er það lifsvið-
horf að menn leysi saman þau verkefni, sem
sameiginlegt átak þarf til að leysa, og styðji með
þvi eigin velferð og hag annarra um leið. Þetta er
hugsjón félagshyggju, mannúðar og réttlætis.
Samvinnuhugsjónin byggir á þvi, að samstarf
frjálsra einstaklinga i samvinnufélögum sé öðru
fremur vænlegt til að tryggja almenningi réttláta
viðskiptahætti og bætt lifskjör.
■ í samræmi við framangreint grundvallar-
sjónarmið hefur samvinnuhreyfingin með
höndum starfsemi á sviði verslunar, þjónustu og
framleiðslu. Samvinnuhreyfingin telur sér ekkert
samfélagsverkefni óviðkomandi ef leysa má það
með lýðræðislegum hætti i anda grundvallar-
reglna samvinnumanna og hún velur sér verkefni
miðað við þarfir þjóðfélagsins á hverjum tima i
breytilegum heimi. Hún vill vera öflugur þátttak-
andi i framfarasókn islensku þjóðarinnar og
vinna með öðrum þjóðhollum öflum við að byggja
upp traust efnahagslif og heilbrigt mannlif i land-
inu.
■ Rekstur samvinnuhreyfingarinnar skal
byggjast á traustum fjárhagslegum forsendum,
þar sem örugg f járhagsafkoma er undirstaða allr
ar starfsemi hennar, bæði viðskiptalegrar og
'félagslegrar. i þvi sambandi er lögð áhersla á
nauðsyn þess að efla fjármálastofnanir hreyf-
ingarinnar, svo sem banka, innlánsdeildir og
tryggingaíélög.
■ Samvinnufélögin eru öllum opin og þeim er
stjórnað eftir lýðræðislegum leiðum. Hver ein-
staklingur i samvinnufélögunum skal hafa eitt
atkvæði, en samvinnusamböndum og öðrum
óbeinum samvinnufélögum skal stjórna með lýð-
ræðislegu fyrirkomulagi.
p Samvinnuhreyfingin skal annast öfluga
fræðslustarfsemi fyrir félagsmenn sina, kjörna
trúnaðarmenn, starfsmenn og allan almenning,
minnug þess, að hin hugsjónalega og félagslega
hlið má aldrei falla i skuggann af umfangs-
miklum rekstri daglegra viðskipta og fram-
kvæmda.
■ Samvinnuhreyfingin leggur áherslu á góð
tengsl og gott samstarf við starfsfólk hreyfingar-
innar og við samtök launafólks i landinu.
■ Samvinnuhreyfingin leggur áherslu á að hafa
áfram i öndvegi það tviþætta verkefni, sem verið
hefur séreinkenni hins islenska samvinnustarfs,
að þjóna verslun og viðskiptum bæði framleið-
enda og neytenda.
b Samvinnuhreyfingin vill beita fyrirsjáan-
legum tækniframförum, sem sumir kalla ör-
tölvubyltingu, til þess að efla almenna farsæld og
velmegun, þannig að slikar tækniframfarir leiði
ekki til aukinnar misskiptingar lifsgæða eða til
atvinnuleysis. — E.S.J.
skuggsjá
Élias Canetti.
Paui Theroux.
isaac Bashevis
Stnger.
JoHh Gardner.
íJaUdór 1.
John Ctieevkr.
ATOHSTÖBIN f
VORBÓKAFLÓÐI
I AMERÍKUNNI FER SVONEFNT VORBÓKA-
FLÓÐ AF STAÐ í LOK JANOAR OG STENDUR
FRAM AÐ SUMARSÓLSTÖDUM.A þessu timabili
er gefinn út fjöldinn allur af nýjum bandariskum
bókum, og þýðingum á erlendum verkum, yfirleitt I
samræmi við ákvarðanir, sem stjórnendur bókaút-
gáfanna hafa tekið allnokkrum árum áður.
Samkvæmt greinum i bandariskum bókmennta-
timaritum eru útgefendur þar tiltölulega bjartsýnir
um framtiðina, þrátt fyrir efnahagslega erfiðleika
undir Reagan-stjórninni. Þeir búast við svipaðri
sölu og áður, og telja jafnvel sennilegt að þrenging-
arnar verði til þess að auka sölu á tveimur tegund-
um bóka: annars vegar alls konar gerðu-það-sjálf-
ur-bókum, sem fólkthyggist nýta lil þess að læra að
gera fleira sjálft en hingað til og þar af leiðandi
þurfa að kaupa minna, og hins vegar afþreyingar-
skáldsögum fyrir þá, sem vilja flýja erfiðleikana
inn i draumalönd um stund. Og bjartsýnustu bóka-
útgefendurnir hafa látiö i ljós þá trú, að einnig muni
aukast áhugi á bókum um stjórnmál og hagfræði,
þ.e. bókum sem fræði bandariskra borgara um,
hvað hafi mistekist við stjórn efnahagsmálanna.
JLVAeðal ÞEIRRA BÓKA, SEM koma OT 1
BANDARIKJUNUM I ÞESSA ARS VORBÓKA-
FLÓÐI, ER EÍN ISLENSK BÓK AÐ MINNSTA
KOSTI. Það er skáldsaga Halldórs Laxness
„Atómstöðin”. Samkvæmt áðurnefndum heimild-
um verður „Atómstöðin” gefin ut i júni á vegum
fyrirtækis, sem nefnist „Second Chance Press”.
Þetta mun i fyrsta sinn, sem skáldsagan kemur út
þar vestra. Hún hefur hins vegar áður verið gefin út
á ensku, þ.e. á vegum Methuen i Bretlandi.
Halldór Laxness er i hópi sjö Nóbelsverðlauna-
hafa, hverrra bækur eru i áðurnefndu og rang-
nefndu vorbókaflóði vestra, en hinir hafa reyndar
allir fengið verðlaunin allra siðustu árin. Þar skal
fyrstan nefna bandariska rithöfundinn Saul
Bellow,. Skáldsaga hans, „The Dean’s December”
kom út fyrir nokkru og hlaut ágætar viðtökur. Sögu-
svið bókarinnar er að mestu leyti Búkarest i
Rúmeniu, en helsta sögupersónan er háskólaborg-
ari frá Chicago.
Aðrar bækur Nóbelsverðlaunahafa eru „The
Safety Net” eftir þjóðverjann Heinrich Böll, sem
þar fjallar m.a. um hryðjuverkastarfsemi i Vestur-
Þýskalandi. Tvær bækur eftir Elias Canetti, sem
hefur öðlast viðari lesendahóp eftir verð-
launin i Stokkhólmi. önnur bókin, „The Torch in the
Ear” segir frá æskuárum höfundarins, en hin —
„Kafka’s Other Trial: The Letters to Felice” —
fjallar um ást Frans Kafka og Felice Bauer. Fyrsta
skáldsaga Czeslaw Milosz — „The Seizure of
Power”, — sem gerist i Póllandi á síðari heims-
styrjaldarárunum, kemur nú út i fyrsta sinn á
ensku, og sömuleiðis safn ritgerða hans. Það ber
nafnið „Visions From San Francisco Bay”. Endur-
minningar ástralska Nóbelsverðlaunahafans Pat-
rick White, „Flaws in the Glass” eru einnig komnar
á markað i Bandarikjunum, og sömuleiðis safn
sagna eftir Isaac Bashevis Singer.
Rív verk eftir vmsa aðra þekkta HÖF-
UNDA ERU EINNIG VÆNTANLEG. Þar má með-
al annars nefna John Cheever, sem kemur meö
skáldsöguna „Oh What a Paradise It Seems”, John
Gardner og John Barth, sem báöir skrifa skáldsög-
ur um prófessora, Jerzy Kosinski, sem fengið hefur
eina bók gefna út eftir sig hér á landi, „Fram i
sviðsljósið”, sem samnefnd kvikmynd er byggð á,
Paul Theroux og Louis Auchincloss, svo nokkur
nöfn séu nefnd.
Það eru jafnvel nokkrir evrópskir höfundar, sem
fá bækur sinar útgefnar vestra á þessu „vori”, þótt
mun meira sé um útgáfu á bandariskum bókum i
Evrópu en evrópskum fyrir vestan. 1 þessum hópi
er Milan Kundera, landflótta Tékki, Doris Lessing,
R.K. Narayan og sovésku bræðurnir Boris og
Arkady Strugatsky, sem flestir hérlendis hafa
sennilega aðeins heyrt nefnda, sem höfunda hand-
rits kvikmyndarinnar „Stalker”, sem sýnd var á
kvikmyndahátið fyrir skömmu. Þeir bræður skrifa
eingöngu visindaskáldsögur, en út úr þeim má hins
vegar lesa ýmislegt um afstöðu þeirra til samtima-
mála i heimalandi þeirra.
Það vekur óneitanlega nokkra athygli, hversu fátt
er um evrópska höfunda i hinni viðamiklu bókaút-
gáfu bandarisku fyrirtækjanna. Það virðist erfitt
jafnvel fyrir nokkuð þekkta höfunda stærri þjóða
Evrópu að komast inn á bandariska markaðinn.
IlLi VISÖGUR VIRÐAST EIGA MIKLU FYLGI AÐ
FAGNA í BANDARÍKJUNUM SEM REYNDAR
ViÐA ANNARSSTADAR.Þar er ýmist um að ræða
sjálfsævisögur og endurminningar eða þá úttekt á
lifi þekktra manna eftir aðra höfunda en þá sjálfa.
Og jafnvel nokkrar lykilskáldsögur.
Sú ævisaga, sem vekur hvað mest umtal um þess-
ar mundir, er annað bindið af endurminningum
Henry A. Kissingers, fyrrum utanríkisráðherra
Bandarikjanna. Það bindi nefnist „Years of Up-
heaval” og fjallar m.a. um Watergate-málið og af-
sögn Nixons forseta. Tvær aðrar bækur um banda-
riskstjórnmál: Annars vegar „Haig: The General’s
Progress” eftir Roger Morris, en Haig starfaði bæði
fyrir Nixon og Kissinger á sinum tíma, og hins veg-
ar „ThePast Has Another Pattern” eftir George W.
Ball, fyrrum aöstoðarutanrikisráðherra i stjórnar-
tið Johnsons. Ball var einn þeirra, sem baröist gegn
rikjandi stefnu Johnson-stjórnarinnar i Vietnam-
málinu á sínum tima, en fékk engu breytt.
Og fyrst minnst er á Johnson þá er bók um hann
að koma út: „The Politician: The Live and Times of
Lyndon Johnson” eftir Ronnie Dugger. Og umdeild-
ur fyrrverandi utanrikisráðherra kemst sömuleið-
is I sviösljósið i bókinni „John Foster Dulles: The
Road to Power” eftir Ronald W. Pruessen. Nokkrar
ævisögur fjalla um þekkta bandaríska
blökkumannaleiötoga, m.a. ein um Martin Luther
King jr. og önnur um Roy Wilkins, sem um langt
árabil var einn af áhrifamestu forystumönnum svo-
nefndra hægfara blökkumanna. Liðnir evrópskir
leiðtogar fá einnig sinn skammt, m.a. Mussolini,
Churchill og de Gaulle.
Ein bók, sem hlotið hefur misjafnar móttökur, er
gagnrýniö verk um Kennedy-fjölskylduna eftir
Garry Wills. Sú nefnist „The Kennedy Imprison-
ment” og fjallar um þrjár kynslóðir Kennedyætt-
arinnar og þá einkum gallana i fari Kennedy-
manna.
+
A ÐAN VORU NEFNDAR BÆKUR EFTIR
NÓBELSVERÐLAUNAHAFA. Þess vegna er
kannski til gamans rétt að minna á eina bók, sem
flýtur með bandariska vorbókaflóðinu að þessu
sir.ni. Sú nefnist „Poets in Their Youth” og hefur að
geyma endurminningar Eileen Simpson. Þar segir
hún frá mörgum skáldum, sem hún komst i kynni
við um dagana, en hún var gift þekktum bandarisk-
um útgefanda, John Berryman.
Simpson lýsir m.a. orðaskiptum eiginmanns síns
við T.S. Eliot, er þau hjónin buðu honum heim til
sini New York skömmu eftir að Eliot hafði fengið
Nóbelsverðlaunin i bókmenntum. John Berryman
óskaði Eliot til hamingju meö verðlaunin og sagði:
„Það var timi til kominn”.
„Segðu frekar alltof snemmt” svaraði Eliot.
„Nóbelsverðlaunin eru aðgöngumiði að eigin útför.
Það hefur enginn gert neitt eftir að hann hefur feng-
ið þau”. —ESJ.
Elías Snæland ÍS <4' W'
Jónsson
skrifar l||Éyg^3 . m v