Tíminn - 14.03.1982, Page 17
Sunnudagur 14. mars 1982
Sunnudagur 14. mars 1982
Skyldi bærinn umluktur Hringbraut...
■ Hér I eina tlö þótti fullgott að
vitna í Tómas Guðmundsson þeg-
ar Reykjavík bar á gdma, ntl er
gjarnan sungið eftir Spilverki
þjóðanna: „Reykjavik, hvaö ætl-
ar þú að verða, Reykjavik, hvað
ætlar þil aö verða, þegar þd ert
oröinstó-ó-ó-ór!”. 1 þessum hend-
ingum er fólgin hugsanavilla ein
slæm, Reykjavik hefur nefnin-
lega slitiö barnsskónum fyrir all-
löngu og má vel teljast orðin full-
orðin þótt eflaust stækki hún eitt-
hvaö Ur þessu — raunar hefur
vöxtur Reykavikur á þessari öld
verið ævintýralega hraður. Það
er ekki svo ýkja langt siöan að
menn töldu Hringbrautina mundu
marka hin endanlegu borgar-
mörk Reykjavikur, útfyrir hana
væri þarflaustaö leita. Nú er tal-
að um aö byggja i' landi Korpúlfs-
staöa, óralangt uppi i sveit að
hyggju aldamótamanna. Og átta-
tiu ár eru ekki langur timi i sögu
borgar,en hafa dugaö Reykjavik
til að þenjast út á alla kanta á
ótrúlegum hraöa. Liklega þykir
flestum heldur erfitt til þess að
hugsa að Reykjavik gæti verið
arinaö en höfuðstaöur landsins og
tugþúsunda borg en sannleikur-
inn er þó sá, eins og menn vita
náttúrlega, aö hinar fyrstu aldir
íslandsbyggðar var Reykjavik,
þrátt fyrir landnám Ingólfs,
býsna li'tilfjörlegur sveitabær og
tíl að mynda er fátt eitt vitað um
ibúa eða sögu staðarins fyrr en
kemur fram á tima Skúla
Magnússonar. Hins vegar var á
Seltjarnarnesi rausnarbýli mikið
og ööruvisi mér áður brá. Hér á
eftir verða rifjaðir upp nokkrir
kaflar úr sögu Reykjavikur, ánk-
um eftir að byggð fór aö færast i
aukana, og sagt frá örnefnum og
götuheitum iborginni. Eða hvers
vegna heitir Hverfisgata Hverfis-
gata, ogKalkofnsvegur Kalkofns-
vegur?
Fram á tima Skúla Magnús-
sonar, já. Skúli Magnússon getur
talist faöir Reykjavikur, ef svo
má segja, en upphaf bæjarins má
rekja til þess er hann setti hér
niður Innréttingar sínar. Og
hvers vegna i Reykjavik? Það
komu aörir staðir til greina og
var reynt aö vanda valið eftir
megni, þar eö menn geröu sér
grein fyrir þvi aö kringum Inn-
réttingarnar myndi meö tiö og
tíma vaxa upp byggð sem ætti til-
kall til að vera höfuðstaður lands-
ins. Það var talaö um Eskifjörð —
sjá menn fyrir sér höfuöstað
landsins þar? — það var
talaö um
Eyrarbakka, og það var talaö um
Hafnarfjörö. Hafnarfjörður þótti
um tima koma mjög sterklega til
greina en sjálfur réði Skúli
Magnússon þvi að Innréttingarn-
ar voru að lyktum settar niöur i
Reykjavik. Og er ekki annað að
sjá en valiö hafi tekist vel. í bók
Páls Lindal, Hin fornu tún, segir:
,,Vitur maður hefur sagt” — en
sá vitri maður mun hafa verið
Sigurður Nordal — ,,að ætti aö
velja landinu nú stað undir höfuð-
borg og beita viö það val öllum
þeim ráðum, tækni og þekkingu,
sem nútiminn hefur vaid á, þá
hlyti niðurstaðan að verða sú, að
höfuöborginni yröi einmitt valinn
staður þar sem Reykjavik er.”
Páll Lindal rekur siöan ástæður
þessa:
„Óviða eru hafnarskilyröi betri
en i Reykjavik, og héðan er ekki
langt á hin beztu fiskimiö. Ekki
er vitaö til þess, að hafis hafi
nokkru sinni hamlað siglingu til
Reykjavikur, enda er veöurfar
óviða mildara en hér. Skammt
frá Reykjavik eru hin blómlegu
landbúnaöarhéruö, Suöurlands-
undirlendiö og Borgarfjöröur.
Náttúruhamfarir hafa ekki, svo
að vitaö sé, valdið teljandi tjóni i
Reykjavik, þótt reynslan sýni, aö
sliku getur veriö valt að treysta.
Hérer gnægð neyzluvatns, sem á
sér varla lika aö gæðum. Innan
borgarmarkanna og i næsta ná-
grenni er lítt takmarkað magn af
heitu vatni. Þeim, sem hafa fleira
i huga en veraldleg gæði, má
benda á óvenjulega náttúrufeg-
urð, f jallahringinn friöa og sundin
blá.”
Hér má einnig bæta þvi við, að
það mun áslnum tima hafa vegiö
þungt aö héðan var stutttil Þing-
valla,þarsem Alþingi Islendinga
var ennþá haldið, enda þótt það
hafi að visu ekki verjð merkilegt
á þeim tima.
En sem sagt. Innréttingum var
komið fyrir I Reykjavik og fór að
vænkasthagur staðarins. Verslun
var I örfirisey og hafði sitt að
segja, i Viðey sátu embættis-
menn konungsvaldsins. Við vikj-
um okkurnú margar aldir fram
i tímann, það er komiö undir
alda mótin 1900. Kaupstaö-
urinn var þegar oröinn
sá fjölmennastí á
landinu, áriö 1901
voru hér 6682
ibúar.en i öðru sætivar Akureyri
með 1370 ibúa. Siðan eru liðin
áttatiu ár og má heita að ibúum
hafi fjölgað um áttatiu þúsund
svo fjölgun hefur orðið gifurleg.
En þegar fyrir hundraö árum var
Reykjavik orðinn sá staður á
landinu „sem þenkir og a'lykt-
ar”, eins og sagt var, en hætt viö
að mörgum þyki sá bær sem þá
var risinn á eiðinu milli T^arnar
ogsjávareiga Iltið skylt við borg-
ina sem nú er risin. A meðfylgj-
andi korti sjáum við byggðina í
Reykjavík fyrir réttum áttatiu
árum, árið 1902. Þaö er þétt
byggö þar sem nú heitir „gamli”
miöbærinn, það er byggö i vestur-
átt meðfram sjónum og þaö er
byggö upp með Laugavegi sem lá
að Laugunum. Melarnir eru
ennþá melar, Skólavörðuholtið
holt. Tjörnin er i einu lagi og tölu-
vert stærri en nú er þvi er dálitið
hlálegt þegar menn tala nú orðiö
um aö varðveita verði Tjömina i
„upprunalegri” mynd. Vilja þeir
láta rifa niður Iönó, brjóta Tjarn-
argötuna og höggva kringluna af
Aiþingishúsinu? Þvi Tjörnin náði
nálega upp að Alþingishúsi, og
engin kringla á þvi fyrst i staö.
Um þetta leyti var götuskipan á
margan hátt öðruvisi en nú er.
Austurstrætið sem nú er aöalgata
miöbæjarins, var þá til dæmis
varla nema bakstrætí frá Hafnar-
stræti sem var aðalverslunargata
bæjarins. Laugavegur var þá
fjölmennasta gata Reykjavikur,
ólikt þvi' sem nú er þegar heita
má að aöeins séu verslanir viö
Laugaveginn. Einnig má sjá á
kortinu Vallarstrætiðóskert. Hins
vegar þekkjast þarna margar af
þeim götum sem enn idag eru við
lýði og þykja góðar til sins brúks.
Það var annars misjafnt hvernig
götur urðu til á þessum árum
þegar skipulagsmál bæjarins
voru öll I frumstæðasta lagi.
Þó mun hafa verið til stéHÁ
byggingar-
— Um byggðaþróun og götuheiti í Reykjavík
nefnd Reykjavikur sem annaðist
skipulagsmál i bænum, að þvi
leyti sem yfirleitt var fylgt fyrir-
fram ákveðnu skipulagi. Ýmsar
götur urðu til án þess að vera
nokkru sinni teiknaðar. Þannig er
til dæmisum götur i Vesturbæn-
um sem hafði um langt skeiö
einkum verið byggður tómthús-
mönnum og öörum af þvi sauða-
húsi. Og sumar götur urðu til nán-
ast af tilviljun.
Menn hafa bent á að
Bankastrætiö er i' rauninni ákaf-
lega ópraktisk gata vegna þess
hversu brött hún er — sem auövit-
aö skipti öllu meira máli fyrrum
ennú — ogþviheföi verið rökrétt-
ara að til aö munda Lindargata
yrði aöalgatan upp úr bænum. En
þá kom til kasta amtmanns og
siðar landshöfðingja, en þessir
embættismenn höfliu aðsetur I
gamla tukthúsinu þar sem nú er
stjómarráð og þeir vörðu Arnar-
hólinn með kjafti og klóm og
leyfðu þar hvorki byggingar né
götulagnir. Að siðustu urðu þeir
auövitað að láta undan þróuninni
en þá höfðu Bankastræti og
Laugavegur fest sig svo i sessi að
ekki varð aftur snúið.
En hvernig fengu götur
M. .ái.
Reykjavikur nöfn sin? Við
völdum nokkur götunöfn, meira
eða minna af handahófi, og leit-
uðum upplýsinga um uppruna
þeirra. Segir sig sjálft að er kom
fram á þessa öld var farið aö taka
þessi mál föstum tökum, samfara
aukinni skipulagningu, og það eru
þvi fyrst og fremst hinar eldri
götur sem eiga sér nöfn sem ein-
hver saga er á bak viö. Nú er sem
kunnugt er starfandi sérstök
nefnd sem gerir tillögur um nöfn
á n ýjar g ötur og hve rfi, en þv i v ar
lengi vel ekki að heilsa. Götur
voru nefndar eftir gömlum
bændabýlum sem staöið höfðu
þar áður fyrr, eftir sérkennum i
landslagi eða jafnvel mannvirkj-
um. Allur gangur á þvi. Hins veg-
ar hefur ekki verið farið út i það
að skira götur eftir mönnum,
nema þá löngu dauðum, það eru
Snorrabraut, Njálsgata, Grettis-
gata, Gunnarsbraut og þær götur
allar. Væri nú ekki athugandi að
marka nýjá stefnu og nefna götur
eftir valinkunnum stórmennum
islenskum, jafnvel skira upp göt-
ur, annaö eins þekkist i útlönd-
um. Eöa væri það ekki ólikt til-
komumeira að gatan meðfram
Tjörninni héti Ólafs Thorsvegur
heldur en Frikirkjuvegur? Ein-
hvers staðar mætti lika setja nið-
ur Jóns Sigurössonarstig, er ekki
nafnið Laugavegurúrsérgengið?
Og Bjarni Ben. Hermann Jónas-
son hvers eiga þeir að gjalda? Og
hvers vegna ekki að uppnefna
Vonarstrætið og kalla Brynjólfs
Jóhannessonartröð? Og svo
framvegis og svo framvegis.
Möguleikarnir eru ótæmandi. 1
Frakklandi tiðkast þetta mjög
mikið og meö skemmtilegum
hætti. Götunöfn þar i landi spegla
tíl dæmis ágæta vel stjórnmála-
ástandiö á hverjum tima, i bæjum
þar sem kommúnistar hafa farið
með völd eru stræti og torg ski'rð
eftir Kalla Marx og nóta hans
Engels, annars staðar heita búlu-
varðar eftir Franklin Delano
Roosewelt. Þessu er hér með
komið á framfæri.
Enþaö voru götunöfnin. Tökum
til við þau.
HVERFISGATA var fyrr
nefnd. Þannig er mál með vexti
aö bak við Arnarhólinn tók aö
myndast byggð og þótti mörgum
hún vera heldur af verri endan-
um. Þar bjuggu sem sé helstþeir
sem ekki höfðu mikil auraráð,
þetta var fátækrahverfi Reykja-
vikur þess tima, og var i sam-
ræmi við það nefnt Skuggahverfi.
I bókum sinum um Gvend Jóns
hefur Hendrik Ottósson lýst óvild
Vesturbæjarpjakka i garö strák-
anna iSkuggahverfinu og voru oft
háðir miklir bardagar þeirra i
milli. En altént, gatan sem lá
meðfram og i gegnum þetta
hverfi var nefnd Skuggahverfis-
gata, sem siöar styttist I Hverfis-
gata. I Skuggahverfinu, en það er
nú illu heillu aö gleymast, eru
nokkrir stigar sem bera nöfn er
ekki liggur snimmendis i' augum
uppi hvernig hafa myndast.
FRAKKASTtGUR er einn
þeirra, en skýringin er auö-
fundin. Franskir sjómenn voru
tiðir gestir i Reykjavik bæði fyrir
og eftir aldamótenda f iskuöu þeir
mikið við landið. Hér var reistur
sérstakur spitalifyrir þá, Franski
spitalinn svokallaði. Þar sem
hann stóð er nú Frakkastigur.
VATNSSTtGUR er á svipuöum
slóöum, hann dregur einfaldlega
nafn af vatnsbóli. Knud Zimsen
segir frá þvi' i endurminningum
sinum, Úr bæ i borg, aö Vatns-
stigur hafi af gárungum lengi
verið kallaður Þrasi eða
Gerræðisstigur, vegna þess að
mörgum hafi þótt Tryggvi
Gunnarsson, landsbankastjóri,
full afskiptasamur um lagningu
hansog reyndar fleiri gatna. Eru
bæði nöfnin ólikt tilkomumeiri en
Vatnsstigur, eða hver vildi ekki
búa á Þrasa númer f imm eða sjö?
Sama vatnsból og Vatnsstigurinn
er kenndur við gaf LINDAR-
GÖTU sömuleiðis nafn, þar
stendur nú eins og menn vita
önnur og öðruvi'si lind...
VITASTÍGUR. Þar var viti!
BARÓNSSTtGUR, þar er
nokkur saga á bak við það nafn.
Þannig var að áriö 1898 kom
hingað til lands franskur barón,
C. Gauldréc Boilleau að nafni.
Faðir hans haföi um skeið verið
sendiherra Frakklands til Lima I
Perú, móðir hans var dóttir
amerisks öldungadeildarþing-
manns. Ekki er vitað nákvæm-
lega hvað dró barón þennan til
tslands.enúr þvlhannvar hingaö
kominn einsetti hann sér að verða
rikur. Hann keypti jörðina^
Hvitárvelli i
Borgarfirði ( /
hugðist hafa þar stórbú en gekk
ekki sem skyldi. Þó þóttu ýmsar
hugmyndir barónsins nýstárlegar
og nytsamlegar svo að íslend-
ingartóku þærupp siðar meir. En
baróninn hafði fleiri járn i
eldinum. Hann fékk þá flugu i
höfuðið að setja á kúabú i' Reykja-
vik hið fyrsta og reisti hér i
bænum mikið fjós fyrir 40 kýr.
Þótti byggingin hin merkasta en
eins og með önnur barónsins
ætlunarverk fór alltút um þúfur,
hann hrökklaöist úr landi og
skaut sigskömmusiðar.skuldum
vafinn. Fjós hans stendur enn,
það var gert að áhaldahúsi
borgarinnar og stendur við
Barónsstig, sem fékk nafn sitt af
Barónsfjósinu.
KALKOFNSVEGUR. Fleiri en
baróninn vildu verða rikir.
Nokkrir Islendingar settu upp
kalkofn undir Arnarhóli en fyrir-
tækiö fór fljótlega á hausinn. Þá
stóð eftir vegurinn við ofninn og
fékk nafn af honum. En flytjum
okkur nú vestur i bæ.
FRAMNESVEGUR — þaö er
simphelthen vegurinn fram á
Nes. 1 þá daga var farið eftir
fjörunni noröan megin er Reyk-
vikingar vildu komast út á Nes,
eða öfugt þar sem annars var yfir
vondar mýrar að fara.
BRÆDRABORGARSTIGUR
dregur nafn sitt af steinhúsi einu
sem bræður tveir byggðu og fer
ekki frekari sögum af þeim.
Húsið þótti þeim mun merkilegra
enda ku það hafa verið eitt af
fyrstu steinsteypuhúsum bæjar-
ins. Við þessa borg t*-æðranna er
gatan kennd,
NÝLENDUGATA. Þar var
sömuleiöis hús eitt mikið og hét
Nýlenda. Astæður fyrir þvi eru
okkur hins vegar ekki kunnugar.
GARÐASTRÆTI mun vera
ski'rt eftir göröum sem
bændur
og/eða landeigendur á Landa-
kotstúni reistu fyrir ofan Grjóta-
þorpiö — sem er kennt við bæinn
Grjóta — til þess aö verja túnið
ágangi ibúa þar en þeir þóttu á
sinni tið ekki finustu menn i
bænum...
VELTUSUND er skirt eftir
verslunarféiaginu Veltu, eða
Veltufélaginu sem var umsvifa-
mikið i eina tið en siöar selt á
uppboöi. Mektarmaður utan af
Seltjarnarnesi sem sat aö
drykkju á Hótel Islandi sendi þá
þjón út að bjóöa i hús félagsins —
og fékk þaö!
VONARSTRÆTI. Það var
sumariö 1906semlokiö varvið að
leggja Vonarstrætiö milli Suður-
götu og Lækjarins. Sú gata hafði
verið ákveðin tæpum tuttugu
árum fyrr, en stæöi hennar var þá
alit I Tjörninni. Af þvi kemur
nafnið: i tæp tuttugu ár höföu
bæjarbúar einungis von um að
þarna kæmi gata!
ÞINGIIOLTer eins og allir vita
nafn á hverfinu fyrir austan Miö-
bæinn og Tjörnina, kringum
Þingholtsstræti. Og þarna var
vissulega þing. Þaö var um það
bil áriö 1750 sem þingstaður sá
sem verið haföi i Kópavogi var
fluttur inn til Reykjavikur og
settur niöur á að giska þar sem nú
er Þingholtsstræti númer sex. Þó
þingþetta legðist af áðuren varði
stóö eftir kotið Þingholt og hélst
nafnið þannig.
HRINGBRAUT. Það var
nokkru upp úr aldamótum sem
Reykvikingum þótti ekki annað
hæfa en kringum bæinn lægi
braut, eins og sumir þeirra
þekktu úr erlendum stórborgum,
svo sem Kaupmannahöfn eöa
Vin, þar sem brautirnar eru aö
visu leifar gamalla virkisgarða.
Reykvikingar létu sér i léttu rúmi
liggja þó bærinn hefði aldrei veriö
viggirtur, þeir ákváðu að
Reykjavik skyldi umlukt hring-
braut og var það gert. Eins og
nefnt var I upphafi munu ýmsir
hafa veriöþeirrar skoðunar að út
fyrir þann hring þyrfti borgin
aldrei að teygja sig, en þó var
þegar farin að myndast byggð
i Laugarnesinu og viðar.
Alla vega
var lögð hringbraut og skirð
Hringbraut, þótti hún mikil gata
og fin og húsnúmer á tfmabili
kominupp i rúmlega 200. Nokkru
fyrir 1950 var Hringbrautinni svo
skipt upp, hluti hennar tengdur
Miklubraut og legu götunnar
breytt nokkuö. Vestasti hluti
Hringbrautar gömlu heitir nú
Ananaust en hinn austasti
Snorrabraut. Og draumurinn um
hringinn fyrir bi.
Eins og fyrr var drepið á réðu
margvislegar ástæður þvi hvar
urðu til götur.Knud Zimsen nefnir
i bók sinni dæmi af Lokastig.
Matthias nokkur Matthiasson i
Holti hafði ræktaö allstórt tún um
bæ sinn, og er byggðin tók að
nálgast þaö vildi hann eðlilega fá
sem allra mest fyrir snúð sinn.
Einsetti hann sér aö fá þama
samþykkta götu þvi þannig gæti
hann selt fleiri lóðir en ella.Knud
Zimsen og fleiri voru mjög and-
vigir þessuen fengu ekki að gert,
þar eð Matthias hafði mikil itök i
byggingarnefnd og bæjarstjórn.
Og þvi reis Lokastigur.
Skúlagatan var á hinn bóginn
reist sérstaklega fyrir járnbraut.
Hafnaraðstaöa I Reykjavik var
orðin mjög léleg og fór versnandi
eftir þvi sem skip stækkuðu: á
árunum 1911—17 var þvi ráöist i
mjög umfangsmiklar hafnar-
framkvæmdir, grjót tekiö úr
Oskjuhliö og ekki annar vænlegri
kosturiaugsýnen aö flytja þaö til
hafnar meö járnbrautum. Var ein
járnbraut lögö vestur fyrir bæinn
og byggöi Grandann út i örfiris-
ey, hin fór austur og noröur fyrir
bæinn aö þeim staö sem nú er
Ingólfsgaröur. Var lagöur vegur
meðfram ströndinni til að bera
járnbrautina, sá vegur er auö-
vitað skiröur eftir Skúla Magnús-
syni. A þessu svæöi höföu áöur
verið ýmis atvinnufyrirtæki sem
ekki þótti fint að hafa inni bæ,
sláturhús, timburverkstæöi og
svo framvegis.
Og það var nú þaö. Páli Liijfial
skal þökkuð ómetanleg ,
aöstoöviö samsetningu
þessa greinarkoms.
— ij tók saman.
r.-
"lí*
Uy » f v ’ * i '•••■
's\. * , \Y*
r' > N • ’ * X
y y > VI' *
> . ». y
t t i
«V:, •V'i: \ y « y ' , x * y '; , » ► VX y >x
- >x> r;"- y j \/ y j fn x yx ‘
> * ,■> y \ . j\\ y y x r % X y /
•_ xi' ■ « x/\; \x \ \/ x\\ • .
y; v; XxU
V..’ r.-ýy > ; ■!'
-... z. _ — X-_
vX X X
. t
JSrú /