Tíminn - 14.03.1982, Qupperneq 18
Sunnudagur 14. mars 1982
18
Grönduðu Englendingar
byggð norrænna
manna á Grænlandi?
Munnmæii segja frá bardögum Grænlendinga og vopnaðra skipshafna
■ // Dag nokkurn komu þrir smábátar að landi. Þeir
sem um borð voru stukku upp í f jöruna og heim að
bæjarhúsunum. Þar rændu þeir öllu sem hönd á
festi og drápu fjölda hinna norrænu manna. Um
siðir tókst mönnum þó að reka árásarmennina á
braut og sigldu þeir burtu á tveimur smábátanna,
en hinn þriðji varð eftir á valdi norrænna manna.
Árið eftir birtust enn fleiri skip. Áhafnir þeirra
þustu um byggðina og drápu marga menn/ en
rændu eignum og fénaði. Var siglt á brott við svo
búið. Brugðu þá margir hinna norrænu manna á það
ráð að fylla þau smáu og fáu skip sem þeir áttu yf ir
aö ráða og sigla til staða sunnar i landinu. Eski-
móarnir í grenndinni lofuðu að sjá til með þeim sem
eftur urðu. Þegar ránsmennirnir birtust enn aftur
að ári liðnu/ f lýðu Eskimóarnir eins og fætur toguðu
og höfðu með sér konur og börn hinna norrænu
manna. Aðra skildu þeir eftir og fólu þá örlögum
sínum á vald."
Hinstu fréttir
Ariö 1406 hrakti hóp íslend-
inga, sem voru aö koma frá
Noregi, til Grænlands. Þar
uröu þeir aö dvelja i fjóra vetur,
áöur en þeir sigldu aftur til
Noregs og þá til tslands. Þeir
komu meö siöustu áreiöanlegu
fréttirnar frá Eystribyggö til um-
heimsins. Af þeim má það glöggt
verða að lög og réttur var enn i
heiðri haföur i Grænlandi, þvi
meöan þeir dvöldu þar, árið 1407,
var Kolgrimur nokkur fundinn
sekur um aö hafa unnið ástir
ekkju einnar meö svarta galdri og
veriö brenndur á báli fyrir vikið.
Þá hefur varðveist einstakt plagg
úr þessari för, giftingarvottorö,
gefið út i Göröum þann 19. april
1409. Það er eina skjalið út gefið i
Grænlandi, sem til er. 1 vottorö-
inu segir aö tveir prestar, þeir
Eindriöi Andrésson og Páll Hall-
varðsson, sem gegndi skyldum
biskups aö nokkru, hafi gefiö
saman þau Þorstein Ólafsson og
Sigriði Bjarnadóttur, föstudaginn
eftir dag heilags Magnúsar i
Hvalseyjarkirkju. Var lýst með
brúöhjónunum þrjá sunnudaga i
röö og var margt manna, bæöi
Grænlendingar og Islendingar,
viöstaddir athöfnina. Is-
lendingarnir, Þorsteinn Helm-
ingsson, Þorgrimur Sölvason og
Snorri Torfason, sigldu til Noregs
áriö 1410 og þar sem farið var til
Noregs má ætla að þeir hafi ekki
komist burt á eigin skipi, heldur
hafi það farist viö komu þeirra og
norskt skipt flutt þá utan. Bendir
þaö, ef rétt er, til þess aö enn hafi
verið siglt til landsins.
■ Þetta er frásögn töframanns
nokkurs úr hópi Eskimóa,
sem Niels Egede, sonur Hans
Egede, hitti á Grænlandi. Sagan
var munnmælasögn, sem geymst
haföi meö Eskimóum kynslóð
fram af kynslóð og rennir stoöum
undir þá tilgátu aö þaö kunni aö
hafa verið aðrar þjóðir auk Eski-
móa og þá liklega Englendingar,
sem áttu þátt i þvi að byggð nor-
rænna manna i Grænlandi lagðist
af. I nýlegri bók, „The Conquest
of the North Atlantic,” eftir G.J.
Marcus er margt rætt um nor-
ræna byggö i Grænlandi og sagt
frá ýmsum nýlegum rannsóknum
sem varpa mega ljósi á þá gátu
hvaö varð um þetta fólk.
Þegar kemur fram yfir 1400
gerist saga Grænlands æ myrkari
og torráðnari. Sumt má þó geta i
af þeim heimildum sem fyrir
hendi eru um efniö, en meira er
þó byggjandi á gögnum sem
danskir fornleifafræðingar hafa
safnaö.
Af þeim verður þaö ráöiö aö sú
staöhæfing aö allt samband
Grænlands viö umheiminn hafi
veriö rofiö, þegar kemur fram
undir 1400 á ekki viö rök aö styðj
ast. I aö minnsta kosti hundrað ár
á efir hafa a.m.k. einhverjar
siglingar verið til hins afskekkta
lands. Vitnisburöur fornleifa-
rannsókna sýnir aö nokkru fyrir
1500 hafa Grænlendingar enn ver-
ið i nánu sambandi viö Evrópu.
Heimildir frá þvi i byrjun fimm-
tándu aldar viröast sýna aö þá
benti ekkert I þá átt að byggðin á
Grænlandi væri aö nálgast enda-
lok sin.
Siglingabann
I einu þessara gagna er fjallaö
um kærumál á hendur hópi Is-
lendinga sem þá fyrir skömmu
áttu aö hafa siglt til Grænlands,
þótt enginn mætti þá án heimildar
sigla til skattlanda konungs. Attu
Islendingarnir að hafa verslaö viö
heimamenn. Þeir vöröu sig hins
vegar meö þvi aö þá heföi rekiö
upp aö landinu vegna illviöris og
neituöu um leiö aö þeir heföu
nokkurn kaupskap átt viö heima-
menn. Þaö kemur og fram i þessu
skjali, sem er frá þvi skömmu
fyrir 1400, aö i þann tíma var þing
Grænlendinga enn viö lýöi og ár-
maöur konungs vakti enn yfir
skyldum sinum.
■ Norrænir menn gera árás á búöir eskimóa i fyrsta sinn.
■ Hetjan Kasapé hleypur uppi svokallaöan Ungortok, foringja norrænu mannanna.
Þögnin langa
Nú veröur löng þögn um Græn-
land og atburði þar. Þó er að sjá
sem nokkurt samband hafi verið
viö umheiminn. Til þess benda
tvö bréf frá páfagarði til erki-
biskupsins i Niðarósi. Fyrra bréf-
ið sem er frá 1448 og er frá Niku-
lási V. ræðir um ógurlegar árásir
sem Eskimóar geri á kristna
menn og séu bæöi karlar og konur
hneppt i þrældóm. Margt sýnist á
óöruggum fregnum byggt i þessu
bréfi, en hið siðara er öllu trú-
verðugra. Þaö er frá Alexander
páfa VI. og er ritaö 1492. Þar seg-
ir að i áttatiu ár hafi hvorki
biskup né prestur verið i Græn-
landi og hafi það orðiö til þess að
margir hafi fallið frá trú sinni. Sé
nú ekki annað helgra muna fyrir
hendi i landinu en messuklæöi,
sem siöasti presturinn i landinu á
að hafa boriö. Er þvi haldið fram i
bréfinu aö vegna hafiss hafi
siglingar til landsins lagst niður
öll þessi ár, enda ætti enginn að
reyna Grænlandssiglingu nema i
ágúst, þegar is væri minnstur.
Svo er lika aö sjá sem harðn-
andi verörátta og æ öröugari skil-
yrði til siglinga hafi átt sinn þátt i
að takmarka Grænlandsferðir.
Firðir munu hafa verið meira og
minna fullir af isum mestan part
sumars. Stundum rak is ekki frá
landi allt áriö og þetta hlýtur að
hafa gert kjör ibúanna nær óþol-
andi og hafa stefnt sambandi viö
Evrópu i mikla hættu. Kirkjan
hafði misst allt samband viö
biskupsdæmiö á hjara veraldar
og þótt biskupar væru vigðir til
Garöa allt fram á daga Endur-
reisnarinnar, kom enginn þeirra
til biskupdæmis sins.
Tolldu enn i tískunni
Sitthvaö er þaö i bréfi Alexand-
ers VI, sem bendir til þess að ekki
hafi alveg veriö hætt aö sigla til
Grænlands á þessum árum. Þaö
er kynlegt aö sérstaklega er
minnst á messuklæöin og má ætla
aö hér sé visaö til frásagnar
sjónarvotta. Fornleifarannsóknir
styöja þetta.
Meöal hluta sem fundist hafa i
kirkjugaröinum i Herjólfsnesi eru
klæðisbútar, sem benda til aö
Grænlendingar hafi haft kynni af
Evrópumönnum, löngu eftir að
tengsl þeirra viö Noreg slitnuöu.
Hægt er aö ákvaröa aldur margra
þessarra búta meö nokkurri
vissu. Sanna þeir aö fram undir
1500 voru Grænlendingar vel meö
á nótunum hvaö tfsku suöur i
Evrópu varðaði.
Hlýindaskeið
En hvernig haföi þessi þjóö þá
þrifist þær aldir sem á undan
voru liönar. Greinilegt er að þá
höföu aðstæður verið mjög miklu
öðru visi. 1 Eystri og Vestri byggö
hafa fundist ummerki eftir um
þaö bil 300 mannabústaöi. Fjöl-
mennast var i hinum frjósama
dal þar sem Garðar eru, en hann
liggur i milli tveggja stórra
fjarða og nýtur þar skjóls fyrir
veörum af háum fjöllum og einnig
frá grösugum hæðum Vatna-
hverfis. Þar eru ummerki eftir
um 40 býli. A miðlungsbýli i
Eystribyggö mun hafa veriö hægt
aö halda milli tiu og tuttugu naut-
gripi. Fjáreign var veruleg og
Grænlendingar ófu mikib efni til