Tíminn - 14.03.1982, Page 30

Tíminn - 14.03.1982, Page 30
 ryi l'* 30 Sunnudagur 14. mars 1982 ■ Slöla dags lta júni 1938 gekk rithöfundurinn ödön von Horváth út af hóteli sinu i Paris. Hann ætlaöi aö ræöa viö kvik- myndafrömuöinn Robert Sidio- mak um möguleikana á aö gera kvikmynd eftir skáldsögu Hor- váths Æska án Guös.Taliö er aö eftir fund þeirra hafi Horváth fariö I kvikmyndahús viö Champs Elysées og séö Mjallhviti og dvergana .sjö eftir Walt Disney. Siöar um kvöldiö átti hann stefnu- mót á kaffihúsi viö vini sina, leikarana Herthu Pauli og Carl Frucht. Hann komst aldrei svo langt. Um hálf átta var hann á gangi niöur Champs Elysées þeg- ar allt i einu skall á stormur. Hor- váth gekk yfir götuna og leitaði ásamt fleira fólki skjóls undir stóru tré. Stormurinn geisaöi af mikilli grimmd, álmtré viö hlið- ina á lét undan og féll á tréð þar sem fólkiö stóö. Ein greinin brotnaði af. Hún lenti á hnakkan- um á Horváth og hann lést sam- stundis. Enginn annar meiddist. betta var bráður endir á stuttum ferli Horváths sem rithöfundar, hann varð ekki nema 37 ára gam- all, en þó náöi hann aö skrifa 17 ■ Horváth-fjölskyldan. „Annars er ég dæmigert austurrisk-ungverskt tilfelli: Ungverji, Króati, Tékki og Þjóöverji.” „Af hverju er fólk ekki hra leikrit um dagana, þar eru fræg- astar Sögur úr Vinarskógisem nú eru á fjölum Þjóðleikhússins, og þrjár skáldsögur, en ein þeirra Barn okkar timahefur veriö þýdd á islensku og lesin i útvarp. Fræg setning er höfð eftir þýska rithöfundinum Peter Handke: að Horváth sé betri en Brecht. Aö sönnu heyra svona yfirlýsingar betur til I fótboltan- um en bókmenntunum og rétt að taka fullyröinguna mátulega hátiölega, Handke var aö vekja athygli á Horváth sem þá var flestum gleymdur. Vitnum þó áfram i Handke þar sem hann vegur saman þá samtimamenn- ina Brecht og Horváth: ,,Ér kýs Odön von Horváth með óstilfæröa viökvæmni sina og ringulreiö. Þær ruglingslegu setningar sem hann leggur i munn persónum sinum skjóta mér skelk i bringu.holdgervingar fúlmennskunnar, bjargarleysis- ins og glundroöans i þjóöfélaginu eru mun skýrarihjá Horváth. Og ég kann vel við þessar ruglings- legu setningar hans sem leiða i ljós hvikulleik og ósamkvæmni vitundarlífsins, slikt finnur mað- ur annars bara hjá Chekov og Shakespeare. Einhvern dreymir að hann hafi verið myrtur: ,,Ég var vaknaöur fyrir löngu, en hélt ennaðég væri dauöur”. Deyjandi kona baöar út hendinni og segir: „Nú. Þarna fljúga svartir ormar um...” Eftir sviplegan dauða sinn var Horváth flestum gleymdur i nær tuttugu ár, á veldisárum nasista var hvergi hægt að leika verk hans og þegar striðinu lauk var hann ekki sjálfur til staðar til aö minna á tilvist sina eins og Brecht. Eftir þögn og ritskoðun tólf ára uröu Þjóöverjar aö rifja upp menningu sina á nýjanleik og reyndar hafa margir oröiö til að spyrja hvort þeim hafi nokkurn tima tekist það. Leikrit Horváths fenguað rykfalla alltfram á upp- haf 7da áratugsins þegar þau fóru smátt og smátt aö hasla sér völl á þýsku leiksviöi á nýjan leik. Inn- an áratugs var hægt að tala um sannkallaöa Horváth-vakningu eöa — endurreisn. Leikárið 1970-71 voru 25 stórar sýningar á verkum hans i þýskumælandi leikhúsum. Um- heimurinn lagöi viö hlustir, hann var færður upp um alla Evrópu og sýningin á Sögum úr Vinarskógii breska þjóöleikhúsinu meira aö segja kvikmynduö. Ung skáld og rithöfundar lýstu yfir þakkar- skuld sinni viö Horváth — téður Handke, Franz Xavier Krötz, Martin Sperr og Wolfgang Bauer svo aöeins fáeinir séu nefndir. Meistari Brecht varö aö láta i minni pokann um hriö i vestur-þýsku leikhúsllfi. Dónárríkið Saga Horváths hefst i hinu viö- lenda riki Habsborgaranna, Dónárrikinu eða Hinu keisara- lega og konunglega tviriki Austurríki-Ungverjalandi um siöustu aldamót. Þetta horfna veldi spannaöi mestalia Mið- og Suöur-Evrópu, allt frá Tiról i vestri og austur til Póllands og Rúmeniu. Innifalin voru Tékkó- slóvakia og Júgóslavia eins og þau heita nú, og svo auðvitað Austurriki og Ungverjaland. Inn- an vébanda rikisins voru meira en tuttugu þjóðirog þjóðabrot. En innviöir heimsveldisins voru fún- ir, þaö var þurrafúi eins og vinur minn Shelley mundi segja. Eftir ósigurinn i strlðinu viö Prússland 1866 hékk rikiö saman meira af vilja en mætti og eftir fyrri heimsstyrjöldina gekk sól þess endanlega til viðar i tregaljóma en syrgð af fæstum eins og oftast þegar heimsveldi liöa undir lok. Fjöllum eilitiö nánar um þetta undarlega málamyndastórveldi, eitthvaö þversagnakenndasta riki allra tima. Sjálfsblekkingin hélt i þvi lifinu, dáðleysiö gerði það þolanlegt fyrir þegnana. 0ll byggingin var reist á sandi at- vinnuvegirnir voru vanþróaöir, en yfirbyggingin óhófleg. Þaö eina sem hélt rikinu i raun og veru saman var risavaxiö og þunglamalegt skriffinnskubákn og aöalsmenn sem áttu allt sitt undir stöönuninni. Frægir rithöf- undar kváöu yfir þvi áfellisdóma — Jaroslav Hasek, Franz Kafka, Robert Musil, Karl Kraus. Ein- hver lýsti stjórnarfarinu meö orðunum „Despotismus, gemil- dert durch Schlamperei” — harö- stjórn sem sóöaskapurinn mildar. Þaö vantaöi ekki viljann til al- ræöis og kúgunar, en dáð- og ráö- leysi rikisvaldsins var slikt aö lif- iö varö bærilegt. Og einn daginn var þetta allt komið aö fótum fram — Austurriki-Ungverjaland sem var eins og gamall draugur frá miðöldum megnaöi ekki aö sporna gegn þjóöernishreyfing- um I9du og 20tu aldarinnar. Maður án þjóðlands ödön von Horváth er réttnefnt afkvæmi þjóöablöndunnar i Dónárrikinu. Þegar rikið leystist upp átti hann sér i raun ekkert þjóðerni. Hann fæddist 9da desember 1901 I Susak úthverfi borgarinnar Fiume sem þá hét á strönd Adriahafsins. Faöir hans, dr. Edmund Josef von Horváth, var af ungverskum og króatisk- um ættum og starfaöi i utanrikis- þjónustu keisaraveldisins. Eilifur flækingur fjölskyldunnar i æsku Horváths átti slðar eftir aö veröa honum eiginlegur lifsstfll og þeg- ar dró nærri lokum lifsnauösyn. Móöirin átti til Tékka og Þjóö- verja aö telja og mál heimilisins var fyrst og fremst þýska. Hor- váth sagöi alltaf aö hann væri þýskur höfundur, enda þótt hann heföi ungverskt vegabréf. „Ég er dæmigert austurrisk-ungverskt tilfelli”, voru hans eigin orö. Þó skrifaöi hann að eigin sögn ekki stakt orö á þýsku fyrr en hann var fjórtán ára. En hann var heldur ekki neitt sérstaklega bók- hneigður unglingur og meira fyrir leiki, fjölleikahús og iöandi götu- lif. Hann var heimsborgari i húö og hár, átti ekki annarra kosta völ, þjóðernisrembingur var alla tiö eitur i hans beinum og þvi ekki að undra að hann yröi ákafur fjandmaöur þjóöernisstefnu I öfgafyllstu mynd — nasismans. Þurr upptalningin sýnir vel rót- leysi æskuáranna: 1902: Fjölskyldan flytur til Bel- grad. 1908: Búdapest. 1909: Faðirinn er kallaður til Miinchen. Odön verður eftir i ströngum kaþólskum heima- vistarskóla. Allt frá þvi er hann frábitinn kristindómnum sem hann gagnrýnir hatrammlega i verkum sinum. 1913: Odön kemur á eftir til ■ tJtför ödöns var afkára- leg blanda af harmleik og farsa. Eftir sálumessuna i ka- þólskri kirkju i miðborg Parfsar keyrðum viö i langri lest af leigubilum út i kirkju- garöinnsem var langtíburtu i nánd viö Norðurjárnbrautar- stööina — þar voru allir flótta- mennirnir sem bjuggu i París, flestir af þeim sundraöir i fánýtar innbyröis deilur og óvináttu. Þegar athöfnin hófst höföu strax upphafist ákafar samræður um röö ræöumann- anna viö gröfina, ættingjarnir höföu fariö þess á leit aö við héldum ræður, Franz Werfel, Walther Menring og ég, en allir þeir sem fannst aö rödd þeirrayröi að heyrast við slikt tækifæri vildu lika taka til máls. Þetta var umtalsveröur hópur og nú var stóra spurn- ingin hver skyldihafa forgang eöa hver myndi móöga hvem meö þvi að tala fyrstur. Ég stakk upp á stafrófsröö — þaö var mér i' hag þar sem ég var aftastur úr þvi enginn Zweig var nálægur, hvorki Stefán eöa Arnold. Þaö haföi ekki veriö hægtaö fá betrilegstaö en viö fjarlæg- asta enda kirkjugarösins og eftir aö hafa skilið bilana eftir varölikfylgdinaöganga langa leið, allt þangaö til aö trjá- gróörinum sleppti og Ut á ber- angur. Foreldrarnir gengu al- varlegir og virðulegir fyrir aftan kistuna, faöirinn og bróðir ödöns, sem var mjög nákominn honum, studdu niöurbrotna móðurina. Siöan komu hliö viö hliö franski presturinn og ungverskur prestur, persónulegur vinur fjölskyldunnar sem haföi komiö meö flugifrá Búdapest. Eftir þeim gengu tvær ungar konur sem bdöar töldu sig hafa verið siöustu ástina i lifi Odöns. Og þarnæst komum viö Munchen og hefur menntaskóla- nám. 1914: Striö. Faöirinn er kallað- ur til þjónustu. 1918: Búdapest aftur. Horváth kemst i tæri viö unga áhugamenn um bókmenntir og byltingu. 1919: Fyrst Vinarborg, þar lýk- ur ödön stúdentsprófi, siöar Miin- chen þar sem hann sest i háskóla og nemur heimspeki og leikhús- fræði með hálfun huga. Fyrstu skrif Það var á stúdentsárunum i MÍinchen aö hann einsetti sér að gerast rithöfundur. Árið 1922 gaf hann út fyrstu bók sina, ljóðabók- ina Dansabókina (Buch der Tanze). Ekki hefur honum þótt mikið til þessarar frumraunar sinnar koma þvi fjórum árum siö- —vesæll, lufsulegur og veður- barinn skari, þó enn gætum viö klæðst i skikkanleg föt og sæmilega skó. Þarna haltraði Rudolf Leonhard við staf, rit- höfundur frá upphafsárum expressinónismans sem nú er flestum gleymdur. Margir voru meö ullarsjöl um hálsinn, sem voru slitin d þennan sér- staka háttsemermerkiumað nú sé örbirgðin á næsta leiti. Þarna slagaöi ljóöskáldiö Joseph Roth, dauðadrukkinn eins og venjulega um þessar mundir, i skitugum fötum og studdur af tveimur ungum aö- dáendum. Og á alla féll án af- láts Parisarregniö, sem svo oft er kallaö silfurgiitrandí. En nú var það bara blautt og skitagrátt. Rétt handan viö gröfina lágu teinar upp aö járnbrautar- vörugeymslu. A meðan á ræöuhöldunum stóö heyröist án afláts skarkali og ýlfur i vögnum sem voru færöir til og frá og hávær hróp og blótsyröi járnbrautarverkamanna sem skipuöu hvor öörum fyrir, sögöu brandara og létu sig hlakka til kvöldsins: „Oú vas- tu, Gaston? Au bistro! Viens pour un verre!” Og svo fram- vegis. Raddir þeirra endur- ómuðu i kirkjugaröinum og yfirgnæföu kraftminni raddir ræöumannanna. Odön heföi hlegiö sig máttlausan hugsaöi ég meö mér. Að lokum gekk Ktli og horaði ungverski presturinn að gröf- inni, tók litinn pappirspoka úr vasanum, dreiföi innihaldinu varlega yfir kistuna og' sagbi lágum rómi: „Jörö frá Ung- verjalandi." En hver og einn heyrði orð hans. Þaö var einsog allt i einu rikti grafar- þögn á járnbrautarstööinni. Or aidurminningabök Carls Zuckmayers frá 1966 „Als war’s ein Stiick von mir”. Útför Ödftns von Horváth ar keypti Horváth eldri og yngri allt sem var fáanlegt af bókinni og eyðilögðu það. Ennfremur lét hann ekki framar til sin taka á sviöi ljóölistarinnar. Hann skrif- aði af miklu kappi, en eyðilagði næstum öll handritin jafnóðum. Hann skrifaöi stutta prósaþætti undir nafninu íþróttasögur og birti þá i háðtimaritinu Simplissi- mus. 1924 flytur hann til Berlinar og tveimur árum siðar er Dansa- bókinsviðsett þar við tónlist eftir vin Horváths Sigfried Kallen- berg. Viðtökurnar voru fremur kuldalegar. Ekki voru þær skárri þegar hann vogaði sér á fjalirnar með fyrsta leikrit sitt „Revolte auf Coté’30l8” sem hann samdi nókkru siðar upp og nefndi Fjaiiajárnbrautina (Die Bergbahn). Þetta voru harðir timar verðbólgu og atvinnuleysis, en gróskan i listum og bókmennt- um keyrði næstum fram úr hófi, efnisrithöfundar voru á hverju v strái og vart von að hann næöi eyrum og augum áhorfenda fremur en aörir. Þó sagði einn gagnrýnandinn: „Ég þekki höfundinn af ágætum smásögum, en hann hefur ekki enn sýnt að hann geti skrifað fyrir leikhús. Og þó. Hann mun geta þaö.” Þó ung- ur væri sannaöi Horváth þaö á næstu árum svo ekki fór á milli mála. Ungverjinn ungi Hann sprakk óvænt og skyndi- lega út sem höfundur um 1930. Þaö ár lagöi hann drög aö tveim- ur af frægustu leikritum sinum ttölskum nóttum (Italianische Nacht) og Sögum úr Vinarskógi (Geschichten aus dem Wiener- wald). Þaö fyrra var frumsýnt I Berlin i mars 1931 og það siðara i nóvember. Sama ár hlaut hann Kleist-bókmenntaverölaunin eftir tilnefningu eldri og virtari leik- ritahöfundar, Carl Zuckmayers. Það var áhrifamesta viöurkenn- ing sem rithöfundi gat hlotnast i Þýskalandi, en áður höföu þeir til dæmis fengiö verölaunin Bert Brecht og Robert Musil. Þetta mæltist ekki alls staöar vel fyrir. Tveimur árum áöur höföu nasist- ar ráöist hatrammlega á leikrit hans Sladek svarti þjóövaröliðinn (Sladek der schwarze Reichs- wehrmann) og ekki höföu þeir orðið bliöari á manninn þegar hann bar vitni gegn sveitum hægri öfgamanna fyrir dómstóli. Nú gáfu blöö þeirra meö „Völk- ischer Beobachter” i fararbroddi engin grið, þeim þótti ekki mikiö variö i að sjá „hálf-gyöinginn” Zuckmayer veita „Ungverjanum unga” Horváth þýsk bókmennta- verðlaun. Verölaunin hlaut Horváth fyrst og fremst fyrir Sögur úr Vinar- skógi. Mottó leikritsins var: „Ekkert minnir jafnmikiö á óendanleikann og heimskan.” Þaö var frumsýnt i þýska leik- húsinu i Berlin undir leikstjórn hollvinar Horváths, Heinz Hil- perts, en i aðalhlutverkum voru

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.