Fréttablaðið - 02.12.2008, Page 42

Fréttablaðið - 02.12.2008, Page 42
26 2. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Iceland Express-deild karla Grindavík-Snæfell 93-81 (53-42) Stig Grindavíkur: Arnar Freyr Jónsson 22, Páll Axel Vilbergsson 18, Brenton Birmingham 18, Helgi Jónas Guðfinnsson 13, Þorleifur Ólafsson 9, Páll Kristinsson 6, Davíð Hermannsson 4, Björn Brynjólfsson 3. Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 26, Jón Jónsson 17, Hlynur Bæringsson 15 (21 frákast, 9 stoðsendingar), Slobodan Subasic 8, Egill Egilsson 6, Atli Hreinsson 4, Arnór Hermansson 3, Gunnlaugur Smárason 2. Stjarnan-Breiðablik 87-91 (45-35) Stig Stjörnunnar: Fannar Helgason 21, Jovan Zdravevski 16, Kjartan Kjartansson 15, Justin Shouse 15, Birkir Guðlaugsson 8, Ólafur Sigurðsson 6, Hilmar Geirsson 4, Hjörleifur Sumarliðason 2. Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 41 (17 fráköst), Kristján Sigurðsson 15, Halldór Halldórsson 14, Rúnar Pálmarsson 7, Rúnar Erlingsson 6, Loftur Einarsson 2. FSu-ÍR 71-75 (43-42) Stig FSu: Thomas Viglianco 22, Árni Ragnarsson 13, Sævar Sigmundsson 10, Vésteinn Sveinsson 10, Tyler Dunaway 9, Nicholas Mabbutt 4, Daði Grétarsson 3. Stig ÍR: Sveinbjörn Claessen 21, Steinar Arason 16, Hreggviður Magnússon 13, Eiríkur Önundarson 10, Ómar Sævarsson 6, Ólafur Ingvarsson 3, Ólafur Þórisson 2, Davíð Fritzson 2, Þorsteinn Húnfjörð 2. Enska úrvalsdeildin Liverpool-West Ham 0-0 Coca-Cola Championship Reading-Coventry 3-1 0-1 Daniel Fox (26.), 1-1 Noel Hunt (32.), 2-1 Kalifa Cisse (37.), 3-1 Noel Hunt (62.). ÚRSLIT > Dagur tekur við Füchse Berlin Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis í hand- bolta, mun að öllu óbreyttu skrifa undir samning við þýska efstudeildarfélagið Füchse Berlin í næstu viku. Þetta staðfesti Bob Hanning, framkvæmdastjóri þýska félagsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég fór til Íslands á dögunum og fundaði með Degi og varð strax mjög hrifinn af honum. Við vildum fá þjálfara frá Norðurlöndunum sem hefur jafnframt reynslu af þýska handboltanum og talar þýsku og Dagur er rétti maðurinn fyrir okkur. Við erum búnir að ná munn- legu samkomulagi við hann og tveggja ára samningur verður undirritaður í næstu viku. Hann mun svo áfram stýra Austur- ríki samhliða þjálfun hjá okkur,“ segir Hanning. FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í átta liða úrslitum enska deildar- bikarsins í kvöld þar sem mætast annars vegar Stoke og Derby og hins vegar Burnley og Arsenal. Jóhannes Karl Guðjónsson hefur átt fast sæti í byrjunarliði Burnley upp á síðkastið en missti sæti sitt í hendur Kevins McDon- ald um helgina í 3-0 sigrinum á Derby. Óvíst er því hvort Jóhannes Karl verður í byrjunar- liðinu þegar Arsenal kemur í heimsókn á Turf Moor-leikvang- inn í kvöld. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, mun sem fyrr leyfa yngri leikmönnum liðsins að spreyta sig. - óþ Enski deildarbikarinn: Jóhannes Karl í byrjunarliðinu? JÓHANNES KARL Er í harðri baráttu um sæti í byrjunarliðinu hjá Burnley. NORDIC PHOTOS/GETTY Mývetningurinn Baldur Sigurðsson er í sérstakri stöðu hjá 1. deild- arfélaginu Bryne í Noregi en forráðamenn félagsins hafa tilkynnt leikmönnum sínum um mikil fjárhagsvandræði sem kalli á endurskipulagningu reksturs félagsins og gæti meðal annars falið í sér að einhverjir leikmenn verði seldir. Baldur er á meðal þeirra leikmanna sem félagið neyðist til þess að setja á sölulista. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins náttúrulega að fara upp í úrvalsdeildina og þar með öll fjárhagsáætlun sam- kvæmt því en við enduðum hins vegar í ellefta sæti og þar af leiðandi var innkoman mun minni en forráðamenn félagsins áætluðu. Þeir héldu svo fund með leikmönnunum á dög- unum og tilkynntu okkur um bága fjárhagsstöðu og að það þyrfti að láta einhverja leikmenn fara. Þeir sögðu við mig að þeir væru mjög ánægðir með mig og vildu alls ekki missa mig en staðan væri bara þannig að ef eitthvert félag sýndi mér áhuga þá yrði litið á það með jákvæðum augum með sölu í huga,“ segir Baldur. Baldur gekk til liðs við Bryne í lok sumars í fyrra eftir frábært tímabil með Keflavík og skrifaði þá undir þriggja ára samning við norska félagið. Baldur lék hins vegar aðeins í fimmt- án af þrjátíu leikjum Bryne í norsku 1. deildinni á nýafstöðnu keppnistímabili og viðurkennir að staða mála sé fremur óljós hvað framhaldið varðar en hann ætli bara að halda sínu striki. „Nýr þjálfari tók við Bryne fyrir síðasta tímabil og hann kom með sína eigin leikmenn með sér eins og gengur og gerist og hann var greinilega ekkert að fíla mig alltof mikið. Ég spilaði einhverja fimmtán leiki, þar af átta í byrjunarliðinu, sem er náttúrulega ekki eitthvað sem maður var að vonast eftir. Ég á samt enn tvö ár eftir af samningi mínum og eins og staðan er í dag þá mæti ég bara aftur til æfinga hjá Bryne í byrjun janúar. Það er náttúrulega aldrei að vita hvað gerist. Ef eitthvert félag kemur inn og vill kaupa mig þá skoða ég það auðvitað en ef ekkert verður af sölunni þá er lítið annað sem ég get gert en að halda áfram mínu striki með Bryne og bíða eftir tækifærinu,“ segir Baldur ákveðinn. BALDUR SIGURÐSSON: MEÐAL ÞEIRRA LEIKMANNA SEM NORSKA FÉLAGIÐ BRYNE NEYÐIST TIL AÐ SETJA Á SÖLULISTA Lítið sem ég get gert annað en haldið mínu striki FÓTBOLTI Kvennalandslið Íslands í fótbolta leikur vináttulandsleik gegn Hollandi 23. apríl næstkom- andi og mun leikurinn fara fram í Kórnum í Kópavogi. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnu- sambands Íslands. Leikurinn er liður í undirbún- ingi þjóðanna fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári. - óþ Vináttulandsleikur í fótbolta: Stelpurnar mæta Hollandi Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 Sendu SMS ES L PTJ á nú 1900 og þú gæ tir unnið eintak ! Pottþétt Vinningar eru geislaplö tur, tölvuleikir, DVD myndir, Pepsi og margt fleira! kr/skeytið. 9. hvervinnur! V E F V E R S L U N E L K O . i s KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í gær þar sem Grindavík lagði Snæfell, Breiðablik vann Stjörn- una og ÍR fór með sigur af hólmi gegn FSu. Grindvíkingar fengu óskabyrj- un gegn Snæfellingum í Röstinni í Grindavík í gær og skoruðu fyrstu átta stig leiksins og voru svo alltaf skrefinu á undan gest- unum framan af leik. En í blálok fyrsta leikhluta komu Snæfell- ingar grimmir til baka og náðu í fyrsta skipti forystunni í leikn- um, 24-25. Leikurinn var í járnum í öðrum leikhluta, þangað til um það bil fimm mínútur voru eftir, að Grindvík- ingar skoruðu tólf stig í röð og breyttu stöð- unni úr 39-40 í 51-40 en staðan í hálfleik var svo 53-42 heima- mönnum í vil. Snæfellingar hleyptu spennu í leikinn með því að skora fyrstu átta stigin í þriðja leikhluta en Grindvík- ingar sigldu svo fram úr á nýjan leik og staðan var orðin 77-65 fyrir síðasta leikhlutann. Tólf stiga forskot heimamanna var hins vegar of stór biti fyrir gestina og Snæfellingar náðu aldrei að ógna Grindvíkingum almennilega í fjórða leikhluta. Lokatölur urðu 93-81 Grindavík í vil, sem vann þar með sinn þriðja leik í röð í deildinni. Arnar Freyr Jónsson var atkvæðamestur heimamanna með 22 stig en Páll Axel Vil- bergsson og Brenton Birming- ham komu næstir með 18 stig hvor. Hjá gestunum var Sigurð- ur Þorvaldsson stigahæstur með 26 stig, Jón Jónsson kom næstur með 17 stig og Hlynur Bæringsson var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu með 15 stig. 21 frá- kast og 9 stoðsendingar. Þá unnu nýliðar Breiða- bliks Stjörnuna, 87-91 og spútniklið síðasta tíma- bils, ÍR, er óðum að komast í sitt gamla form og vann fjórða leik sinn í röð í deild- inni, gegn FSu. - óþ 9. umferð Iceland Express-deildar karla lauk í gær: Grindvíkingar áfram á sigurbraut ARNAR FREYR Átti fínan leik er Grindavík sigraði Snæfell 93-81 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Reading hafði betur gegn Coventry 3-1 í Íslendingaslag í Coca-Cola Championship- deildinni í gærkvöld. Ívar Ingimarsson var í byrjun- arliði Reading og lék allan leikinn og Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry en var tekinn af velli á 59. mínútu. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður fyrir Reading á 77. mínútu. - óþ Íslendingaslagur í gær: Reading vann ÍVAR INGIMARSSON Var á sínum stað í byrjunarliði Reading í gærkvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Liverpool og West Ham gerðu markalaust jafntefli á Anfield í gær og Liverpool er því komið eitt á topp deildarinnar. Liverpool yfirspilaði West Ham á stórum köflum í leiknum og eitt stig því rýr uppskera. Liverpool réði lögum og lofum í fyrri háfleik á Anfield í gær og gerði harða hríð að marki West Ham strax frá fyrstu mínútu en náði ekki að koma boltanum í netið. Litlu munaði þó að sóknarmað- urinn Craig Bellamy næði að skora fyrsta mark leiksins fyrir gestina í West Ham á 37. mínútu en skot hans fór í innanverða stöngina í marki Liverpool. Staðan var enn markalaus í hálfleik. Liverpool hélt pressunni áfram í seinni hálfleik og sótti sem fyrr án afláts. Yossi Benayoun komst nálægt því að skora fyrir Liver- pool gegn sínum gömlu félögum í West Ham á 56. mínútu en Green varði þá glæsilega frá honum af stuttu færi. Leikmenn Liverpool, sem og aðdáendur félagsins, voru orðnir óþreyjufullir eftir að hver sóknin af annarri brotnaði á vörn West Ham og rann út í sandinn. Lund- únafélagið lagði minnsta áherslu á sóknarleikinn og varðist af krafti í von um að krækja í eitt stig. Sami Hyypia fékk enn og aftur gott skallafæri á 81. mínútu en boltinn fór rétt fram hjá mark- stöng West Ham. Á 88. mínútu fékk Liverpool enn eitt dauðafærið eftir þunga sóknarlotu þegar Dirk Kuyt fór illa að ráði sínu á fjærstöng og lét Green verja frá sér. West Ham náði að þrauka á loka- kaflanum og innbyrða jafntefli en Liverpool komst þar með á topp deildarinnar. Leikmenn Liverpool hljóta hins vegar að vera svekktir yfir að hafa tapað tveimur stigum í leik sem þeir stjórnuðu frá upp- hafi til enda. omar@frettabladid.is Liverpool komið á toppinn Liverpool fór illa að ráði sínu og náði aðeins jafntefli gegn West Ham á Anfield í gær. Liverpool var mun betri aðilinn en hvorugu liðinu tókst að skora. MARKALEYSI Liverpool komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir svekkjandi jafntefli gegn West Ham. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.