Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 19. mars 1982
6_____________
stuttar fréttir
Si'ÍS'i'
fréttir
Seinkun 3. áfanga
Hólabrekkuskóla
óviðunandi
BREIÐHOLTIII: „Seinkun sú
sem á sér staö varðandi bygg-
ingu 3. dfanga við Hóla-
brekkuskóla er með öllu
óviðunandi” segir i ályktun
aðalfundar Framfarafélags
Breiðholts III sem haldinn var
fyrir nokkru.
Bent er á að nemendum
fjölgi jafnt og þétt og þvi verði
ekki séð hvernig leysa eigi
húsnæöisþörf skólans næstu
skólaár nema með fjölgun
færanlegra kennslustofa. En
þaö sé vandséð hvar setja
skuli þær kennslustofur niður,
þar sem skólalóðin er ekki
fullfrágengin, nema þá á
fyrirhuguðu byggingarsvæöi
3. áfanga. Þá sé ekki iþrótta-
hús við skólann svo að nem-
endur hafi ekki fengið lög-
boðna leikfimikennslu frá þvi
að skólinn lók til starfa.
Fundurinn skorar á borgar-
yfirvöld að taka þessi mál til
endurskoöunar hið allra fyrst
og að gera könnun á núverandi
húsrými og húsnæðisþörf skól-
ans á komandi árum.
A aöalfundinum var kosin
ný stjórn: Formaður Helga
Magnúsdóttir Neöstabergi 11,
Valdimar Olafsson, Viðar
Agústsson, Asthildur
Sigurðardóttir, Elisabet
Brynjólfsdóttir, Hilmar J.
Hauksson, GIsli Sváfnisson,
Hólmfríður Jakobsdóttir,
Halldóra Björnsdóttir, Helgi
S. Arnason og Lena M. Rist.
—HEI
Arnesingakórinn I Reykjavik.
Um 90 Arnesingar
syngja fyrir
Reykvíkinga
ARENSSÝSLA: Árnesinga-
kórinn I Reykjavik og Samkór
Selfoss halda sameiginlega
tónleika i sal Menntaskólans
við Hamrahliö n.k. laugar-
dag, 20. mars kl. 17.00. Efnis-
skrá verður fjölbreytt og má
þar nefna þjóölög frá ýmsum
löndum, lög eftir Árnesinga
svo sem Pálmar Þ. Eyjólfs-
son, Pál tsólfsson og Sigurð
Agústsson. M.a. munu kórarn-
ir flytja saman nýlegt verk
eftir Sigurö Agústsson, Jörfa-
gleði, viö ljóö Davíös Stefáns-
sonar.
Samstarf þessara tveggja
kóra hófst með samsöng i
Reykjavlk árið 1980 og slöan á
Selfossi áriö 1981, svo segja
má að samsöngur sé oröinn
fastur liður I stárfsemi kór-
anna. Formaður Arnesinga-
kórsins er Hjördis Geirsdóttir
og Samkórs Selfoss Guðrún
Guðnadóttir. Stjórnendur eru
Guömundur Ómar Óskarsson
og Björgvin Valdimarsson.
Einsöngvari með Samkór Sel-
foss er Július Vifill Ingvars-
son. Undirleikarar eru þær
Kolbrún óskarsdóttir og Geir-
þrúöur Bogadóttir.
— HEI
„Skjaldhamrar”
a ferð um
Suður- og
Suðausturland
KIRK JUBÆJARKLAUST-
UR: Ungmennafélagið Ar-
mann á Kirkjubæjarklaustri
hefur nú hafiö leikstarfsemi
að nýju eftir nokkurra ára hlé
og ræbst þá ekki aldeilis á
garðinn þar sem hann er
lægstur. Á laugardaginn kem-
ur, 20. mars n.k., frumsýnir
félagið leikritiö „Skjald-
hamra” eftir Jónas Arnason
að Kirkjubæjarklaustri, undir
leikstjórn Jóninu Kristjáns-
dóttur.
Félagið hefur skipulagt 7
leiksýningar á Suður- og Suö-
austurlandi, sem hér segir:
önnur sýning verður aö
Kirkjubæjarklaustri 21. mars,
þriðja sýning að Leikskálum i
Vik I Mýrdal fimmtudaginn
25. mars, fjóröa sýning i Fé-
lagsheimilinu Flúðum i
Hrunamannahreppi föstudag-
inn 26. mars, fimmta sýning I
Gunnarshólma i Landeyjum
laugardaginn 27. mars, sjötta
sýning I Sindrabæ a Höfn i
Hornafirði laugardaginn 3.
april og sjöunda sýning aftur
heima á Klaustri. — HEI
Skjaldhömruin dregur fram
minningar um skörunginn,
kolafötuna og öskudallinn i
huga þeirra sem nokkra ára-
tugi eiga að baki.
Gott ár hjá Búnaðarbankanum f fyrra:
HAGNAOUMNN TÆP-
AR 46 MILUONIR
■ Otibú Búnaðarbankans á Hólmavik flutti I eigiö húsnæði i fyrra. Bankinn er til húsa á neðri hæðinni,
en skrifstofur sýslumanns og hreppsins á þeirri efri.
■ Heildarinnlán Búnaðarbank-
ans jukust um 72,4% á siðasta ári
og námu 1.347 millj. kr. um sið-
ustu áramót. „Þetta er mesta
hlutfallslega hækkunin á einu ári i
sögu bankans”, segir I frétt um
ársreikninga hans. Til saman-
burðar er þess getið að meðal inn-
lánsaukning I viðskiptabönkunum
var um 70% á árinu. Bent er á aö
vextir og verðbætur verði nú si-
fellt stærri þáttur i innlánaaukn-
ingu milli ára. Að þessum liðum
frádregnum hafi innlánsaukning-
in numið 33,9% sem sé svipuö
aukning og undanfarin 5 ár,
Aukning spariinnlána varö nú
78% en veltiinnlána 52.5%.
Aukning heildarútlána varð
76% á árinu og námu heildarútlán
1.058 millj. kr. Um 77.7% útlán-
anna eru til atvinnuveganna,
13,5% til einstaklinga og 8,8% til
opinberra aöila. Stærstu útlána-
flokkar eru: Landbúnaöur 32,9%
verslun 13,2%, Ibúðabyggingar
11,3% iðnaður 11,2%, og sjávarut-
vegur 6,2%.
BUnaöarbankinn er enn sagöur
hafa styrkt stöðu sina og hafa nú
um 23% af innlánum viöskipta-
bankanna sjö. Lausafjárstaðan
hafi veriö góð framan af ári og
um áramót, en til muna verri á
siöari hluta ársins vegna aukinn-
ar innlánsbindingar Seölabank-
ans. A timabili hafi heildarinn-
lánabindingin verið 33% af heild-
arinnlánum, og hljóti það að
verða æ meira umhugsunarefni
hve langt verði gengið i þessum
efrium.
„Svo virðist sem árið 1981 hafi
orðið hinum ýmsu atvinnugrein-
um æði misgjöfult. Bændur og
samtök þeirra svo og verslun sýn-
ast í stórum dráttum hafa náð
góðum árangri. Hins vegar hefur
syrt verulega I álinn hjá ýmsum
greinum iðnaðar og sjávarút-
vegs,” segir I frétt bankans.
Fram kemur að hagnaður
bankans varö 45,7 millj. króna á
árinu. Eigið fé nam 129,9 millj.
kr.Iárslok og jókst um 80,3% en
heildarinneignir námu 1.635 millj.
kr. og jukust um 70.1%. Þess er
getið að vanskil vixla og verð-
bréfa hafi numið 7,7 millj. kr. um
áramót eða um 2% af þessum út-
lánaflokkum. Eldri vanskil séu
liBl.
Starfsmenn Búnaðarbankans
voru 322 um áramót og hafði
fjölgað um 27, eða rúm 9% á ár-
inu.
Stofnlánadeild landbúnaöarins
lanaöi920 láná árinu 1981 að f jár-
hæö 71,7 millj. kr., þar af 12,3
millj. kr. úr Lifeyrissjóði bænda.
Útlánaaukning deildarinnar varö
58,3% á árinu. — HEI
Breyta þarf mörkum
lögsagnarumdæma
■ Lögsagnarumdæmin á tslandi
eru vfða orðin úrelt vegna
byggðaþróunar og breyttra þjóð-
félagshátta. Búseta hefur riðlast
mjög síðustu áratugi en lög-
sagnarumdæmin eru að mestu
hin sömu og i bændasamfélaginu.
Nú þykir Böðvari Bragasyni timi
til kominn að ráða bót á þessu og
endurskoða mörk núgildandi lög-
sagnarumdæma.
Böðvar Bragason sýslumaöur i
Rangárvallasýslu situr nú á
þingi, en hann er fyrsti vara-
maður Framsóknarflokksins I
Suöurlandskjördæmi. Hann hefur
lagt fram þingsályktunartillögu
um endurskoöun á mörkum lög-
sagnarumdæmanna. Er ályktun-
in svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela dóms-
málaráöherra að skipa nefnd til
að endurskoða núgildandi mörk
lögsagnarumdæma. Nefndina
skipi fjórir menn tilnefndir af
þingflokkunum, einn tilnefndur af
Sýslumannafélagi tslands og einn
skipaður af dómsmálaráðherra
án tilnefningar og sé hann jafn-
framt formaður nefndarinnar.
Nefndin skili tillögum sinum fyrir
árslok 1983.
1 greinargerð segir:
Mörk lögsagnarumdæma á ts-
landi eru á margan hátt úrelt og
ófullnægjandi. Viða um land taka
þau dckert tillit til byggða- og
þjónustukjarna sem myndast
hafa og eru þess dæmi að menn
þurfi að fara í gegnum eitt eða
fleiri lögsagnarumdæmi til aö
komast til yfirvalds sins. Má þar
nefna sem dæmi að ibúar Mos-
■ Böðvar Bragason, sýslu
maður.
fellshrepps þurfa að aka um
Reykjavik og Kópavog til að
komast til sýslumanns Kjósar-
sýslu sem situr i Hafnarfirði og
ibúar Noröur-Múlasýslu þurfa aö
aka um Egilsstaði til að komast
til sýslumanns Norður-Múlasýslu
sem situr á Seyðisfiröi.
Þá er viða mjög langt að fara t il
viðkomandi sýslumanns þó ekki
þurfi að fara um önnur lög-
sagnarumdæmi til þess, en oft er
þó mun styttra til yfirvalds i
næsta lögsagnarumdæmi. Má
nefna sem dæmi að ibúar norðan-
vertvið Hvalfjörð þurfaaðaka til
Borgarness til að hitta sinn sýslu-
mann en mun styttra er til Akra-
ness, þar sem bæjarfógetisitur og
ibúar austanvert við Eyjafjörð
þurfa aö fara til Húsavikur, þar
sem sýslumaður Þingeyjarsýslu
situr en mun styttra er aö fara til
Akureyrar þar sem sýslumaður
Eyjafjaröarsýslu situr.
Þá er ótalið það óhagræði fyrir
lögregluna sem viðast situr á
sama stað og sýslumenn að þurfa
aö sinna löggæslu þar sem svo
langt er að fara sem að framan
greinir en mun styttra fyrir lög-
regluna i næsta lögsagnarum-
dæmi að sinna málunum.
Mörk lögsagnarumdæma i
óbyggöum eru viða óljós einkum
á miðhálendi landsins, þar sem
þau eru mjög á reiki og viða með
öllu ókunn. Sýslumörk á upp-
dráttum landsins eru og sett eftir
misjafnlega öruggum heimildum
og sums staðar af handahófi.
Um nokkurt skeið hafa verið
uppi raddir sem krefjast úrbóta á
þessum sviðum, einkum á
Austurlandi en mörk lögsagnar-
umdæma skipta miklu máli fyrir
ibúa hinna ýmsu héraða hvað
varðar þjónustu af hálfu rikis-
valdsins.
Af þessum sökum er nauðsyn-
legt að nú þegar veröi hafist
handa við að koma fastri og
bættri skipan á mörk lögsagnar-
umdæma um land allt i samráöi
viö hagsmunaaðila og stjórnvöld
sem málið skiptir og undirbúa
lagasetningu um mörkin eftir þvi
sem nauðsyn ber til en heildar-
löggjöf um þessi efni er ekki fyrir
hendi.
oó