Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 10
10 heimilistíminn mmm Föstudagur 19. mars 1982 Umsjón A.K.B. Unnur Ingeborg Arngrímsdóttir leibbeinir á einu af námskeiðum Módelsamtakanna. ■ Unnur Ingeborg Arn- grimsdóttir segir hér frá degi í lifi sinu. Unnur er gift Hermanni Ragnari Stefánssyni og þau eiga þrjú börn sem öll eru gift. Barnabörnin eru þrjú. Unnur rekur fyrirtækiö Modelsamtökin en á veg- um þeirra eru haldin f jöl- breytt námskeið fyrir ungar konur á öllum aldri, og ööru hverju eru einnig haldin herranám- skeiö. Módelsamtökin eru með hóp sýningarfólks, bæöi stúlkur og pilta sem sýna tiskufatnað oft i viku hverri. Dagurinn sem ég ætla að seeia frá er fimmtudagur. Við hjónin vöknum á svipuðum tima og venjulega.um kl. 8,og byrjum á þvi að hlusta á morgunútvarp. Ég hugsa alltaf hlýtt til Páls Heiðars, ef ég fæ lag i þættinum, sem höfðar til min, meðan ég gleypi i mig morgunmatinn, djús, kaffi og ristað brauð. Magnús og Valdi- mar mega lika eiga það að þeir fá mig alltaf með sér út á gólf, annaöhvorí fer ég i morgun- leikfimina eða fæ mér snúning, þvi að Magnús kann svo mikið af fallegum danslögum, sem hann notar i þáttinn. Ég get alls ekki setið kyrr meðan þátturinn þeirra er. Siðan fer ég i hress- andi morgunsturtu og snyrti mig eftir þörfum og ef mér finnst ég hafa tima renni ég augunum yfir fyrirsagnir i morgunblöðunum. Ég lit á klukkuna og hugsa: Ég verð að flýta mér. Ég segi þessa setningu ekki upphátt, ég veit að það fellur ekki i góðan jarðveg. Nú, ég reyni að búa um og laga til og koma heimilinu i sæmilegt horf, þvi að ég get ekki farið af stað með min verkefni, fyrr en heimilið litur sæmilega út. Þá byrjar ballið, og klukkan er rúmlega niu. Siminn hringir. Það er verið að panta sýningu fyrir kvenfélag næstkomandi sunnudagskvöld. Svo þá eru sjö sýningar bókaðar frá fimmtu- degi þar til á sunnudag. Ég drif mig af stað með manninum minum, en áður læt ég simsvarann i samband. Við þurfum að skila fatnaði i tvær verslanir. Ég er að sjálfsögðu búin að skoða fötin og athuga, hvort nokkuð óhapp hafi komið fyrir fatnaðinn, brjóta hann saman og ganga vel frá honum. A leiöinni heim aftur kaupum við i matinn og náum i fjögurra ára nöfnu mina sem ég ætla að passa fram eftir degi. Þegar heim er komið um kl. hálf ellefu hringi ég i nokkra kaupmenn og býð þeim að aug- lýsa fatnað sinn á sýningum, sem eru bókaðar framundan. Það gengur all sæmilega þvi að vor- og sumartiskan er að streyma inn. Nú er kl. langt gengin i tólf og ég man allt i einu eftir þvi að ég verö að reyna aö ljúka við að skrifa fyrirlestur sem ég var búin aðlota að halda i næstu viku Þetta á að vera fyrirlestur sem tekur alveg tvær klukkustundir að flytja. Það er aldrei friður til að setjast niður og skrifa nema þá helst á nóttunni, enda besti timinn. Nú hringir siminn. Það er auglýsingaskrifstofa að biðja mig um 5 módel i myndatöku á morgun fyrir fyrirtæki sem flyt- ur út ullarvörur. Þá er að finna hvaða módel eru ekki upptekin kl. tvö á morgun. Ég legg höfuðið I bleyti. Þessi er i skólanum, þessi er I vinnu, hinn er erlendis og svo fram eftir götunum. Að lokum tekst mér þó að finna módel fyrir mynda- tökuna. Ég hugsa alltaf,ég skal ég get, ég reyni og þá bjargast allt. Meöan ég elda matinn sem er að þessu sinni heimatilbúnar fiski- bollur þá hringdi ég til tengda- ■ Unnur Ingeborg Arngnms- dóttir. dóttur minnar vegna þess að ég ætla að fá fréttir af litlu drengj- unum, þvi þeir voru búnir að vera lasnir. en sem betur fer voru þeir að hressast. Þá er kominn matartimi og bóndinn kominn heim — sem betur fer — stundum fer hann á Lionsfund i hádeginu á fimmtu- dögum. Mér finnst alltaf hálf- leiðinlegt ef hann kemur ekki heim aö borða i hádeginu. En nú erum við þrjú sem hámum i okkur þessar finu fiskibollur, steiktar upp úr is- lensku smjöri meö miklum lauk og kartöflum, sem við ræktuðum sjálf i okkar garði. Þegar við erum búin að borða þá fer bóndinn inn og leggur sig, en á meðan geng ég frá i eldhús- inu og læt siðan þvott i eina vél. Um kl. hálf tvö drifum við okkur af stað og reynum aö muna eftir öllu, sem við eigum að hafa með okkur. Við tökum með okkur ballettdótið þvi að litla nafna min á aö fara i ballett kl. hálf fjögur og ég var búin að lofa að koma henni til og frá. Við fáum bilinn lánaðan hjá afa og á leiðinni niður á Skólavörðustig þurfum við að taka bensin á bil- inn, fara i banka og kaupa um- slög og blokkarblöð. Það er mjög gott veður svo að skapið er upp á það besta en erfitt er að fá bilastæöi. Kl. tvö opnun við svo skrif- stofuna („stúdióið”). Þarer nóg að gera, fyrst vökva ég öll blóm- in, þurrka af og losa öskubakka tek allar tómar gosflöskur saman i kassa. Það var þarna kennsla kvöldið áður og ýmis- legt sem þarf að lagfæra áður en starfið hefst. Annasamur dagur, siminn hringir látlaust. Við erum beðin að koma út á land með nám- skeið i lok mánaðarins. Kennari fyrir austan fjall hringir og biður mig aö taka 5 ungar stúlk- ur i starfskynningu. Ég er mjög ánægð að fá tækifæri til að kynnast þeim og aö kynna starf- semi mina. Siðan var spurt um hvenær næsta námskeiö byrji og þrjár stúlkur láta innrita sig á þaö. Ég læt plötu á fóninn og nafna min gleymir sér inni i sal i sin- um hugarheimi þar sem hún tjáir sig i dansi fyrir framan stóra spegla,hún segist vera að æfa sig fyrir balletttimann. Ég tek simann og hringi i model sem eiga að sýna ullar- fatnað. Nú, klukkan gengur og gengur, timinn flýgur áfram. Ég fæ mér kaffisopa á hlaupum og gef þeirri litlu mjólk að drekka. Siöan höldum við af stað þvi að ég var búin að lofa að aka henni i ballett niður á Skúlagötu svo að ég verð að loka skrifstofunni hjá mér i 10 min. En þessar 10 min. verða að 30 min. Bæði vegna þess að um- ferðin er mikil og erfitt að koma bilnum aftur á bilastæði.svo að það endar á þvi aö ég legg viö stööumæli og reikna þá með að fá sekt. Þegar ég kem upp biða tvær ungar stúlkur sem höfðu verið á námskeiði hjá okkur. Þær eru að spyrjast fyrir um, hvort ég gæti tekið þær inn i Modelsam- tökin sem sýningarstúlkur. Slfkt getur vel komiö til greina. Þær eru báðar yfir 170 cm á hæð, grannholda og með léttan svip á andliti. Ég segi-þeim aö ég veröi aö prófa þær i göngu og snúningum og jafnvel gefa þeim nokkra upprifjunartima. Þær eru ánægðar meö það svo ég læt þær hafa umsóknareyöublöð sem þær eiga aö fylla út með ýmsum upplýsingum um þær sjálfar, t.d. mál og hæð þeirra. Nú er klukkan aö veröa hálf fimm og stúlkurnar sem eiga að mæta i tima i andlitssnyrtingu eru aö byrja að koma. Snyrti- sérfræðingurinn er væntanlegur á hverri stundu. Ég byrja aö undirbúa og taka til ýmislegt, sem þarf að nota i sambandi við kennsluna. Þegar timinn er byrjaður, yfirgef ég staðinn og fer i þrjár verslanir á heimleið og tek fatnað fyrir kvöldið, þvi að það eru tvær tiskusýningar. önnur er á Skálafelli, þar sem fólk á öllum aldri mætir, bæði dömur og herrar. Yfirleitt er alltaf fjöl- mennt þar og við sýnum bæði dömu- og herrafatnað. Sýning- arnar á Skálafelli hafa verið mjög vel sóttar frá þvi að við byrjuðum að sýna þar tisku- fatnað fyrir tæpum fjórum ár- um. Ég kem þvi i heimleiðinni við á Hótel Esju og hengi upp allan fatnaðinn svo hann sé tilbúinn til sýninga. En nú verð ég að flýta mér og bjarga þvi að sækja barnið i ballett. Nafna min biður eftir mér ánægð eftir balletttimann og þegar heim er komið er Her- mann kominn heim og búinn að hita upp bollurnar svo allt er til- búið til þess að borða enda nýt ég þess. Ég legg mig svo i 10 min. Ein stúlkan sem sýna á i Skálafelli, boðar forföll svo ég verð að kalla út aðra stúlku og það gengur að óskum. Við nöfnurnar förum báðar i bað og ég snyrti mig, bursta hárið og verð eins og ný manneskja. Lítil barnfóstra kemur til að passa nöfnu mina og ég tek til spólu til þess að nota við sýning- una*ekki má gleyma neinu. Rétt áöur en við förum út hringir stórt fyrirtæki og sem ég um sex sýningar á þremur dögum nú i marsmánuði. Ein sýningar- stúlkan hringir og sagðist vera aö fara utan og biður um fri til þess. Kl. hálf niu förum við bæði hjónin af stað, þvi að Hermann Ragnar hefur veriö kynnir á tiskusýningunum á Skálafelli frá byrjun. I sýningunni núna eru 6 módel, 5 dömur og einn herra. Það er alveg troðfullt af fólki eins og ég bjóst við og sýningin á aö hefjast kl. hálftiu. Hún gengur vel. Fötin eru falleg og ekkert óhapp kemur fyrir. Ég pakka þeim niður i töskur og siðan höldum viö af staö inn i Klúbb, þar sem næsta sýning á að vera. Eftir mikla fyrirhöfn að koma bilnum fyrir, förum við með sýningarfólkið sem eru 10 i þetta sinn, upp á loft og förum yfir innkomurnar og endinn. Ég læt þau svo fá fötin. Fötin eru mátuð með smá þrasi að visu. Það vantar skó við eina innkomuna, einar buxurnar eru heldur þröngar og ýmislegt gengur á. Ég bið manninn minn að tala við diskotekarann og velja 3-4 lög til þess að nota i sýninguna, ákveða ljósin og segja honum, hvað á að kynna og frá hvaða verslun fötin eru. Ég er sjálf bak við og hjálpa fólkinu að skipta um föt og að- stoða þau á ýmsa vegu. Þegar sýningunni lýkur erum við ekki ánægð/eitt lagið sem var sett á fóninn var alltof hratt svo að sú innkoma mistókst og svo uppgötvaði ég að ein stúlkan hafði gleymt að taka út úr sér tyggigúmmi sem er náttúrlega alveg bannað að nota á meðan á sýningu stendur. Ekki batnar það þegar ég sé að rennilás i einum buxunum hefur bilað og einn bolurinn er með varalits- blett. Stundum hugsar maður til hvers að vera að þessu. Það er aldrei hægt að gera nógu vel og ég hrópa ekki húrra að þessu sinni. Nú er klukkan orðin fimmtán minútur yfir tólf á miðnætti og deginum lokið. Fötin eru öll sett i kassa og dyraverðirnir eru svo elskulegir að hjálpa okkur og nú er komið rok og rigning svo það er eins gott að ekkert gleymist eða týnist á leiðinni út. Sýningarfólkið verður aö fara heim strax eftir sýningu þvi að flest er það i námi og þarf að vakna snemma næsta dag. Ein stúlkan er i vandræðum með að fá farheim svo viðkeyrum hana upp i Arbæ. Þegar við loksins komum heim fer litla barnfóstran heim til sin. Við tökum kassann og töskuna inn og hengjum upp öll fötin. Við fáum okkur kaffi og ræð- um málin um liðinn dag og skipuleggjum næsta dag og ég skrifa niður langan föstudags- lista. Þegar viö erum háttuö hugsa ég: Mikið á ég gott að eiga svo góðan mann, góð börn og barna- börn og ekki sist nóg að gera og starfa, og ef ég segi eins og er, þá leiöist mér aldrei, ég hef allt- af nóg af verkefnum og þetta er alít svo létt, ef skilningur er góður hjá þeim, sem manni þykir vænt um. Ég á erfitt með að sofna þvi ef vel á að vera, þá þarf ég að fara fram og reyna að ljúka við fyrirlesturinn sem biður min. Dagur í lífi Unnar Ingeborgar Arngrímsdóttur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.