Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 19. mars 1982 útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghiid- ur Stefánsdóttir, Egíll Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagslns 1 • Til hvers gangamenn í grunnskóla? eftir Bergsvein Audunsson, skólastjóra á Ólafsfirði Refsiaðgerðirnar gegn Pólverjum ■ Um þessar mundir er bandarisk sendinefnd undir forustu aðstoðarutanrikisráðherra á ferða- lagi milli höfuðborga Vestur-Evrópu. Erindi hennar er að fá rikisstjórnir i Vestur-Evrópu til að herða refsiaðgerðir gegn Sovétrikjunum og Póllandi vegna herlaganna i siðarnefnda landinu. Sú virðist skoðun Bandarikjastjórnar, að refsi- aðgerðirnar muni leiða til þess að herlögum i Pól- landi verði aflétt fyrr en ella. Flestar fréttir frá Póllandi benda hins vegar til hins gagnstæða. Refsiaðgerðirnar auka efnahagsvandann, aukinn efnahagsvandi gerir stjórnarvöld ragari við að afnema herlögin, og jafnframt verða þau háðari rússneskri aðstoð en ella. Ellert B. Schram ritstjóri, sem nýlega var á ferðalagi i Póllandi. lvsir bessu vafalitið réttilega i grein sem birtist i blaði hans siðastliðinn þriðju- dag (16. marz). Honum farast orð á þessa leið: ,,011 framleiðsla hefur dregizt saman i Pól- landi, vegna hráefnisskorts, vélabilana og minni afkasta starfsmanna. Að einhverju leyti er um að kenna þögulum mótmælum og einnig upplausn- inni sem rikt hefur, en einkum og sér i lagi stafar efnahagsvandinn og vöruskorturinn af refsiað- gerðum Vesturlanda. Pólverjar skulda milljarða dollara vestan járntjalds og njóta ekki lengur lánstrausts. Mörg Vesturlanda hafa haldið að sér höndum og hörð afstaða Bandarikjanna segir til sin. Verksmiðjurnar fá ekki lengur hráefni til að vinna úr. Augljóst er að þessar refsiaðgerðir, tregðan við að skipta við Pólland, bitnar ekki á skúrkunum, Sovétrikjunum eða stjórnvöldum. Þær lenda verst á hinum óbreytta almúga. Þetta færir herstjórnin sér i nyt og á þvi er hamrað dyggilega, hverjir það séu sem reynist Pólverj- um verst. ,,Það er hinn vestræni heimur, kapital- istarnir sem eru að svelta Pólverja inni”, kveður við og óneitanlega sýnist nokkuð til i þvi. Það er verið að hrekja Pólverja enn lengra upp i náðar- faðm Sovétmanna. Það er augljóst á öllum um- merkjum.” Margt bendir til, að það yrði áhrifameira til að flýta fyrir afnámi herlaganna i Póllandi, ef Pól- verjum yrði veitt aðstoð af hálfu vestrænna rikja til að draga úr efnahagsvandanum. Jafnframt myndu þeir þá ekki þrýstast eins óhjákvæmilega i fang Sovétmanna. Hvað, sem menn vilja segja um Jaruzelski og félaga hans, sýndu þeir það ótvirætt fyrir setn- ingu herlaganna, að þeir vildu færa stjórnarhætt- ina i frjálsari átt. Efnahagsvandinn og vaxandi stjórnleysi neyddi þá hins vegar til að gripa til herlaganna og þó ef til vill framar öllu óttinn við það, að ella myndu Rússar skerast i leikinn. Tak- ist þeim ekki að ráða við vandann, geta afleiðing- arnar orðið þær, að hægri armur kommúnista taki völdin með aðstoð Sovétmanna. Vestrænar rikisstjórnir ættu að endurmeta stöðuna og reyna að afstýra slikri öfugþróun. Þ.Þ. ■ Ein af þýðingarmestu og f jár- frekustu stofnunum samfélags- ins, er skólinn. Hins vegar hefur umfjöllun um þessa stofnun verið næsta litil, a.m.k. miðað við mik- ilvægi hennar. Kennarafélag ís- lands hefur góðu heilli beitt sér fyrir kynningarherferð um skóla- mál og þá einkum um grunnskól- ann en Kennarafélag fslands er sem kunnugt er, stéttarfélag grunnskólakennara. Hefur það framtak vonandi ýtt undir um- ræður og umhugsun almennings um þessi þýðingarmiklu mál og almenningur láti þau sig meiru skipta framvegis en hingaö til. Undirritaður hei'ur að visu mik- ið hugleitt þessi mál siðan hann tók að starl'a að þeim fyrir rúm- um áratug, en aldrei fundið hjá sér hvöt til þess að fjalla um þau opinberlega fyrr en nú. Það sem fyrir mér vakir er að taka þátt i umræðunni og fjalla einkum um innra starf grunnskólans og mik- ilvægi nemandans og kennarans, fremur en búnað og aðstöðu og inntak kennslunnar, þ.e. náms- efnið sjálft, þó svo íull ástæða væri til þess. Ástæðan er einkum sú að meira hefur verið fjallað um þá þætti undanfjirið. Óg þó einkum sú að mér þykir mikil- vægi sambands kennarans og nemandans meira en hinna þátt- anna tveggja, þótt mikilvægir séu. Mér finnst nefnilega að nú um stundir þyki námsefni mikil- vægast, þar næst húsnæði og kennslubúnaður, en kennarinn og nemandinn reki Iestina. Annar tilgangur minn með skrifum þessum er sá að upplýsa almenn- ing um þessa hluti og hvetja hann til virkrar þátttöku og skilnings á málefnum grunnskólans. Hlutverk grunnskóla Hvert er þá hlutverk þessarar mikilvægu stofnunar? Litum þá fyrst á hvernig löggjafinn skil- greinir það. 1 Lögum um grunn- skóla (nr. 63/1974) 2. gr. stendur: „Hlutverk grunnskólans er, i samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir lif og starf í lýð- ræðisþjóðfélagi, sem er i sifelldri þróun. Starfshættir skólans skulu þvi mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum viðsýni og efla skiln- ing þeirra á mannlegum kjörum og umhverfi, á islensku þjóðfé- lagi, sögu þess og sérkennum og skyldum einstaklingsins við sam- félagið. Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sinum i sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nem- enda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Grunnskólinn skal veita nem- endum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð, sem stuðli að stöð- ugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal þvi leggja grundvöll til samstarfs við aðra.” Allir geta, held ég.verið sam- mála um að hér eru á ferðinni eft- irsóknarverð markmið. Ég vek athygli á „Grunnskólinn skal leit- ast við að haga störfum sinum i sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuöla að al- hliða þroska, heilbrigði og mennt- un hvers og eins.” Hvernig gengur svo að ná fram þessum markmiðum, sem virðast augljós? Vissulega mjög misjafn lega. Hvers vegna vakna spurn- ingar eins og er skólinn undirbún- ingur undir kröfur menntaskóla sem ekkert á skylt við uppeldi, eða er grunnskólinn undirbúning- ur undir lifið? Og spurningar nemenda. Til hvers er ég i skóla? Er það til þess að fá þægilegt, vel launað starf, i markaðs- og iðnað- arþjóðfélaginu, eða að verða ein- faldlega heilsteyptur, heilbrigður maður, sem sé fær um að lifa i nú- timaþjóðfélagi? Um þessar grundvallarspurningar þarf að fjalla um og fá svör við, fyrst og fremst. Ef við litum á þessar spurning- ar, rekumst við á mikilvægt grundvallaratriði. Á grunnskól- inn að vera einhliða þekkingari- troðsla eða á hann að leggja á- herslu á uppeldi og einstaklings- menntun? Löggjafinn er ekki i vafa, sbr. tilvitnunina i grunn- skólalögin hér að framan. En hvernig er framkvæmdin? Ég las á dögunum viðtal við Hafþór Að ýmsu þarf að hyggja ef landið á að byggja eftir Valgarð L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli • Það hefur löngum þurft ráð- deild og hyggindi til að búa vel i okkar ástkæra föðurlandi. Oft hefur þess verið getið hve gamla fólkinu.forverum okkar, búnaðist misvel. 'Ekki var efnahagur sú gilda mælistika sem þar réði, miklu frekar útsjónasemi, hyggindi nýtni, ráðdeild og hæfi- leg sparsemi. Þó nú séu tímarnir aörir og úr meiru að moða, alls- nægtir á hversmanns borði er hitt staðreynd að atvinnugreinar okk- ar margar eiga við ramman reip að draga. Skyldi engan undra þó ungar atvinnugreinar, af vanefn- um uppbyggðar geti átt erfiðan róður við að glima. Ég tel það sameiginlega skyldu allra góðra íslendinga að hyggja þar vel að ogrétta þeim hjálparhönd, af ráð og dáð sem ungu barni, sem er að fóta sig á lifsbrautinni. Það er hægara að styðja en reisa. Lengi hefur framtak góðra manna skil- að þjóöinni auð og arði, þvi orðið sem nýtt óskabarn hvers tima. Við erum fáir og smáir er oft sagt, við eigum takmarkað fjár- magn tilað byggja fyrir og stofn- setja fyrirtæki sem eiga þó fullan rétt á sér. Viö erum i harðri sam- keppni við stórar þjóðir, sem byggja á gömlum merg, eiga greiöan aögang að oft ódýru f jár- magni miðað við okkur hér á is landi. Sá haföbundni hugsunar- háttur er enn i góöu gildi að sá stóri, sterki ráöi og riki yfir þeim sem minni eru og þyngri róður heyja. Þess vegna megum við svei mér spjara okkur ef við eig- um ekki aö verða undir i harðri samkeppni. Þaö ber þvi að standa vel á verðinum. Til þess höfum við valið okkur lið þeirra færustu manna, sem voru áhugasamir i boði. Buðu aðstoð sina, vit og manndóm. Hvernig hefur þessu svo öllu vegnað.það er spurning dagsins? Er allteins og það á að vera, er allt i himna lagi? Hvað segja t.d. ungir iðnaðar- menn. Tökum fyrir ullariðnaðinn að þessu sinni. Bóndinn selur t.d. Alafoss h.f ull sina oft á lágum pris. Eitt sinn var talað um að sú eina króna sem bóndanum var greidd yrði aö eittþúsund krónum iunninniflfkog þótti sumum hátt stökk. Líklega hafa þessi hlutföll breyst eitthvað til réttlætis siðan þetta var. Svo þvær Alafoss ull- ina, vinnur úr henni lopa og band, til eigin nota og til að selja öðrum t.d. úr landi. útlendingum er selt þetta litt unna úrvals hráefni svo þeir geti keppt við okkur á heims- markaðnum. Á sama tíma gerist það að islenskar stofnanir sem vinna einnig úr bandi keyptu i Alafoss, eru verkefnalausar. Það má segja að Álafoss sé þeirra húsbóndi, milliliður, þvi þeir selja framleiðslu smærri fyrirtækj- anna að miklum hluta, þegar búið er að gera tískuvarning úr band- inu sem keypt var i Alafoss og saumað eftir Álafosshönnun. Það sýnist sanngjarnt að Alafoss stæði vörð um nægjanlegt verk- efni fyrir þessar stofur, sem eiga þessi viðskipti þar. Nægjanlegt verkefni við að prjóna, ýfa og sauma úr bandinu, sem af þeim var keypt. Svo virðist ekki vera,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.