Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. mars 1982 21 íþróttir Er von á beinum útsendingum úr ensku knattspyrnunni? Brazy fór á kostum ■ , ,Ég veit nú ekki af hvaða ábyrgð ég get talað um það, en erlendis frá voru greiddir fyrir þetta 1464 dollarar til ITN i Eng- landi fyrir réttindin og útsending- una.sem gerir 14.640 krónur. til að koma þvi upp i fjarskiptahnött- inn. Siðan er niðurleiðin i kring- um 25 þúsund i gegn um Skyggni. Það má siðan reikna með öðrum kostnaði hérna hjá okkur sem er- um i kringum þetta upp á 10 þús- und”, sagöi Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Rikisútvarpsins er Timinn spurði hann hvort kostn- aður af beinu útsendingu sjón- varpsins, af leik Liverpool og Tottenham, lægi fyrir. „Það liggur fyrir að auglýsing- ar voru sendar út i hálfleik fyrir 86 þúsund krónur og þá er mis- munurinn 36 þúsund kronur. En siðan þarf að taka skýrt fram að spurningin er hvað þetta færist af öðrum auglýsingatimum. Ég held að það geti I raun enginn sagt hvernig þetta dæmi kemur út i heild.” Hefur verið ákveðið eitthvað framhald af beinum útsendingum frá iþróttakappleikjum? ,,Ég held að það sé margt sem bendir til þess og að þaö verði reynt að taka bikarúrslit ensku knattspyrnunnar á Wembley 22. mai. Það liggur nú ekki endanleg ákvörðun fyrir um þetta, en mér sýnist margt benda til þess að þessi leikur verði sýndur”. Nú sýna, Danir, Sviar Norömenn og Finnar beint frá einum leik i ensku knattspyrnunni á hverjum laugardegi i gegn um jarðnet og stundum i gegn um hnöttinn. Þar sem þessi leikur sýnir hagnað megum við þá búast við þvi i framtiðinni að fá beina útsend- ingu frá Englandi á hverjum lau- gardegi? „Mér er nú bara ekki kunnugt um það, það hefur ekki verið rætt svo ég viti til ennþá.” Telur þú að likur verði á þvi? „Ég verð nú aö taka þaö fram að ég get ekki metið hver niður- staðan er af þessari beinu útsend- ingu. Vegna þess að ég held að það geti enginn sagt hvað mikið af þessum auglýsingum sem sýndar voru i hálfleik dragast frá þessum hefðbundnu auglýsinga- timum. Það hefur ekkert verið kannaö og veröur örugglega erfitt að rannsaka það. Ég held að þetta hafi gefið góða raun og var tímamótaatburður. Þetta var i fyrsta sinn sem iþróttaviðburður var sýndur hér beint”. Hefur eitthvað verið rætt um HM keppnina á Spáni i sumar? „Það hefur verið rætt um það, en ekkert er afráðið i þeim efnum enda koma siöustu leikirnir og þeirsem eru mest spennandi ekki fyrr en i júli og þá er sjónvarpiö lokaö”. röp—. • skoraði 45 stig ffyrir Fram er sigraði Keflavík 98-105 í bikarnum • Fram leikur til úrslita við KR ■ „Við réðum ekkert við Brazy hann var hreint óstöðvandi i leiknum” sagði Þorsteinn Bjarnason i Kefla- vik eftir að Fram hafði sigrað þá 98:1051 undanúrslitum Bik- arkeppni KKl I iþróttahúsinu i Keflavik i gærkvöldi. „Annars er þetta búið aö vera mjög gott hjá okkur i vet- ur, þetta er fyrsti tapleikur okkar en þaö hefði verið gam- an að komast i útslit” sagði Þorsteinn ennfremur. Þegar 5 minútur voru til leiksloka var staðan 90:89 fyr- ir Keflavik, en þá skoruðu Framarar sex stig i röð og breyttu stööunni i 90:95 sér i hag og á þessum minútum má segja að þeir hafi gert út um leikinn. Keflvikingar höiðu yfirleitt forystuna i fyrri hálfleik og i hálfleik var staöan 59:49 fyrir IBK, Framarar byrjuöu seinni hálfleikinn mjög vel og þegar 4 min voru liönar af seinni hálfleik voru þeir komnir yfir 63:65 og næstu minuturnar skiptust liðin á að leiöa leikinn með tveimur stigum. Eins og áður sagði var Brazy óstöðvandi skoraði 45 stig, Simon og Viðar komu næstir með 21 stig. Tim Higgins var stigahæst- ur hjá Keflavik meö 35 stig, Jón Gislason skoraöi 24 og Ax- el 14 stig. röp-. „Finnst þetta stórkostlegt”’ — segir Ellert B. Schram útvarps- ráðsmaður um hagnaðirm aff beinu útsendingu sjónvarpsins ir og leikir Ur úrslitakeppni HM á Spáni, ég sagðist bara styðja þetta allt saman.” En er ekki sjónvarpið lokað þegar úrslitaleikirnir á HM verða? „JU þetta er náttúrlega til at- hugunar þegar þar að kemur, en þar sem leikurinn er næsti biti i háls þá styð ég þaö eindregið”. Hyggst þú sem útvarpsráðs- maður beita þér fyrir þvi að við fáum hér á hverjum laugardegi leiki úr ensku knattspyrnunni? „Mér finnst þaö bara koma vel til greina, það verði skoðað þegar upp er staðið núna hvernig dæmið liti Ut. Það mun aö minnsta kosti ekki standa á minum stuðningi”. röp—. Auglýsingastjóri sjónvarpsins: „Fengum að vita sam- dægurs að auglýsingar ættu að vera íhálfleik” ■ „Við höfðum ákaflega litinn tima til þess að undirbUa þennan auglýsingatima. Viö fengum að vita samdægurs að það yrði timi fyrir auglýsingar i hálfleik”, sagði Auöur óskarsdóttir auglýs- ingastjóri sjónvarpsins þegar Timinnspuröi hana hvort margir auglýsendur hefðu þurft aö hverfa frá þegar auglýsingar voru sýndar i hálfleik á beinu út- sendingunni frá leik Liverpool og Tottenham á laugardaginn. „Viö fórum strax aö hringja á auglýsingastofurnar og þær sem svöruöu á laugardaginn létum við vitaaf þessum átta minútum sem okkur var ráöstafað. Við náöum ekki til allra þar sem timinn var naumur svo þar af leiöandi þurftu ekki margir frá aö hverfa. Venjulega eru auglýsingarnar unnar helgina áður og ef við hefð- um vitað þetta með eðlilegum fyrirvara hefðu örugglega færri komist að en vildu. Annars er ég dálitið undrandi á þvi að þá daga sem iþróttir erntil dæmis á mánudögum, i þá eru auglýsingar með minna móti en knattspyrnan dregur ef til vill meira að”. röp—. ■ „Mér finnst þetta stórkostlegt, ég flutti nU sjálfur tillöguna fyrir útvarpsráði að þesssi leikur yrði sýndur svo það gefur alveg auga- leiðhvað mér finnst um það. Mér finnst það mjög mikilvægt að nota þessa tækni sem þarna er fyrir hendi. Og þegar i ljós kemur að það er hægt að gera það með þvi að græða á þvi þarf ekkert að ræða þaö frekar út frásjónarhóli (Itvarpsins. NU Ut frá sjónarhóli KSI þá er þetta gifurlega mikil auglýsing fyrir knattspyrnuna og sannar það hve þetta er vinsælt og gott efni,” sagöi Ellert B. Schram formaður KSí og út- varpsráðsmaður i samtali viö Timann. Það kom fram hjá Heröi Vil- hjálmssyni fjármálastjóra Rikis- útvarpsins að til stæði að fá úr- slitaleikinn i ensku bikarkeppn- inni 22. mai, en endanleg ákvörð- un lægi ekki fyrir. Hyggst þú beita þér fyrir þvi i útvarpsráði að fá þennan leik? „Ég mun eindregiö styðja það, Bjami Felixson lagði á sinum tima til aö þessir leikir yrðu sýnd- • Ellert B. Schram WEMBLEY-LDKURINN GAF SJON- VARPINU 36.000 í HAGNAÐ! — ,,Held að þetta hafi gefid góða raun” — segir Hördur Vilhjálmsson, f jármálastjóri Ríkisútvarpsins Fatlaðir kynna starfsemi sína ■ tþróttaféla g fatlaðra gengst fyrir á sunnudaginn kynningu á starfssemi sinni i iþróttahúsi Melaskóla. Það var i lok mai árið 1974 sem um 40 áhugamenn mættu til stofnfundar Iþróttafélags fatlaðra i Reykjavik, fyrsta félag sinnar tegundar. Siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og i dag eru 12 slík félög viðsvegar um landið og félagar i iþróttafélagi Reykja- vikur eru nú um 340. Á sunnu- daginn mun féiagið gangast fyrir kynningu á sinni starfs- semi og eru allir velunnarar og aörir áhugamenn hvattir til að lita við i Melaskólanum kl. 14.30 á sunnudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.