Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 24. niars 1982 í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L " t? y Hringir nú siminn einu sinnienn. Það er best ao ég svari. kí 11 ii. *. ÞAÐ VERÐUR EINHVER AÐ SVARA í SÍMANN ^sj Fella er ekkert á því aö láta Jane komast að slmtólinu. ¦ Ef þú hringir i sinia- númer á Canvey Isiand og hundur ansar, haitu þá stillingu þinni. Þetta er bara Fella sem hefur svarað i simann rétt einu sinni. Fella er meö nefiö ofan i iillu, sem Jane Thomas tekur sér fyrir hendur. En hún býr á Essex Island. Þegar Jane vinnur húsverkin, fylgir Fella henni eftir og sleikir öll húsgögnin, eftir að þa6 erbúiðað þurrka af þeim. Auðvitað er þessi skemmtiiegi hundur stolt heimilisins. — En þaö getur verið býsna þreytandi að búa með honum stundum, segir Jane. Sérstaklega þegar Fella er á undan Jane aö svara I símann! á J**«r Diana Ross setur samnings- met ¦ Bandariska söngkon- an Diana Ross hefur nú nýverið yfirgefið sitt gamla hljómplötufyrir- tæki Motown. t staðinn skrifaði hún undir hjá hljómplötufyrirtækinu RCA, fyrir hæstu upphæð sem nokkurt hljómþlötu- fyrirtæki hefur borgað poppstjörnu. Diana Ross er alveg á- kveðin hvað hún ætlar að gera við peningana og framtiðina. Hún ætlar að stofna söngskóla I New York, svoað hún geti leið- beint ungum listamönn- um með reynslu sinni. t>að hefur hún gert áður þvi það var hún sem kom hljómsveitinni Jackson Five á framfæri og sú hljómsveit er að gera það gott núna. Sokkar geta komið ýmsu til leidar ¦ Klaus Sieber, verka- maður I stáliðjuveri I Essen i V-Þýskalandi, missti ioks þolinmæðina og þótti sem nú væri nóg komið af siarfalegri frammistöðu konu sinn- ar. Hún hafði enn einu sinni látið undir höfuð leggjast að stoppa I sokk- ana hans! Til að vekja at- hygli á þvi, hversu niikl- um órétti hann væri beitt- ur á eigin heimili, greip hann til þess ráðs að fara á sokkaleistunum götug- um að sjálfsögðu I vinn- una. Þessi djarflega aðgerð Klaushafði þær ófyrirsjá- anlegu afleiðingar i för með sér að vinnufélagar hans, 70 að tölu, fylltust samkennd með honum fóru úr siiiuiii skóm og hófu samúðarverkfall! Anægjulegri afleiðingar hörbu sokkaviðgerðir i för meö sér I San Francisco. Þar varð vellauðugur við- , skiptajöfur svo uppnum- inn af hrifningu yfir þeirri meðferð, sem sokkarnir hans fengu i höndum kin- verskrar stúlku sem vann á þvottahúsinu, sem hann skipti við, að hann gekk að eiga hana. Vonandi hefur ekki slaknað á ár- vekni hennar varðandi sokkana hans, eftir að I hjónabandið var komið! sfr'mv* ?#&¦ i'.V 'i^*;1^ jc5W Hermanna- grín Ein einangraðasta eyja Bretlands, St Kilda er örugglega með eitt best útbúna fjall i heimi. A þvl eru: strætisvagna- stoppistöð, gangbraut og póstkassi. Allt þetta er grin á veg- um þeirrahermanna sem á eyjunni eru, en á henni eru 30 hermenn að stað- aldri og einn skógarvörð- ur og eru þetta einu íbúar eyjunnar. — Sumum nýliðum bregður virkilega við að sjá þetta, segir Chris Robinson kafteinn. Hann man eftir einu atviki þeg- ar tveir nýliðar biðu viö strætisvagnaskýlið I tvo klukkutima eftir strætó. En póstkassinn á eynni er notaður. Um jólaleytið þegar hermennirnir senda kort sin á milli, þá setja þeir þau I póstkass- »-" "-¦**.* ->% *¦*&* S"*!i^T'*? -^Éfe* ,-*¦:* . -v^, ^f' •.,•¦ -^éííM^C mmt ¦ Chris Robinson kafteinn sendir jólapóstinn sinn snemma. ann, sem siðan er opnað- ur á aðfangadagskvöld og kortunum dreift á niilli mannanna. tslendingar kannast best við eyjuna St. Kilda sem hertogadæmi landa okkar, Dunganons. Hafið þið gert eitt- hvað af ykkur nýlega? (Hafiðþið gert eitthvað af ykkur nýlega? Kannski fáið þið fyrirgefningu ef þið klæðist skyrtu úr hári) Ein elsta iðngrein f Bretlandi er gerð nær- skyrtna úr hári og eru það aðallega nunnur i klaustrum sem þá iðn stunda. Skyrturnar eru ætlaðar iðrandi syndurum og þó að undarlegt megi teljast annar framleiðslan langt i frá eftirspurn! Sumar nunnur, munkar og leikmenn klæðast þessum skyrtum, sem valda miklum óþæg- imltiin, sé þeim klæðst langa hrið i senn. En ekki þekkjast þó ökklaslðar nærflikur úr þessu efni lengur, eins og tfðkaðist á miðöldum. t stað þess er iátið nægja að notast við nokkurs konar belti sem ofin eru úr hrosshári og — i sumum tilfellum — mannshári. Upphaf þessara flika má rekja til dýrlinga frumkristninnar, sem klæddust þeim til að refsa sjálfum sér fyrir drýgðar og ímyndaðar syndir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.