Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 5
5 Þri&judagur 30. mars 1982 fréttirl Lá vid stórslysum á skrifstofu flugmálastjóra þegar skrifstofustólar „sprungu”: „HÓLKURINN SKAUST UPP 0G GERÐISTORT GATILOFTHI Vinnueftirlitid bannar notkun stólanna ?? ■ Vinnueftirlit rikisins hefur bannað notkun á sérstökum v- þýskum undirstöðum undir skrif- stofustóla, sem Gisli J. Johnsen flytur inn frá Noregi, og hafa ver- ið notaðir i flugturninum i Reykjavik. Ástæða bannsins er sú að tvisvar sinnum á skömmum tima hafa gashylki sem komið er fyririundirstöðunum sprungið og mátti að sögn Þórðar Adolfsson- ar, flugumferðarstjóra þakka fyrir að ekki urðu stórslys af. ,,Við það að ég hallaði mér aft- urábak i stólnum fór undirstaðan i sundur og ég féll á bakið, ,,syl- inderinn” sprakk og rétt straukst við fótinn á mér skaust siðan upp og gerði stærðar gat i loftið,” sagði Þórður Adolfsson, flugum- ferðarstjóri, þegar Timinn spurði hann hvað hefði átt sér stað. „Það var feiknakraftur i sprengingunni. Það vildi bara svo vel til að ég fékk þetta ekki beint i fótinn annars hefði getað farið ansi illa,” sagði Þórður. „Eftir að ' þetta skeði þá fór ég með manni frá vinnueftirlitinu yfir alla stól- ana og þá kom i ljós að þeir voru allir meira og minna sprungnir. Það er svona stýriarmur sem fer inni „sylinderinn” og útfrá hon- um koma sprungurnar.” — Það má þakka fyrir að ekki fór ver? „Sprengingin var svo kraftmik- il að ég er alveg sannfærður um að ef grindin sem stóllinn er á hefði dottið á hliðina þegar hún átti sér stað þá hefðu afleiðing- arnar getað orðið afdrifarikar,” sagði Þórður. — Sjó. ■ Hér situr Pétur L. Mogensen, starfsmaður flugumferöarstjórn- ar með undirstö&u sem vinnueft- irlitiO hefur bannað. ■ Hér er hóikurinn sem skaust upp i loftiö I spreng- ingunni. Gatið i ioftinu sem hólkurinn skildi eftir sig. ALUI HERBERd SPEKINGSINS Gódar gjafír gefa skal * GRAFELDUR Þingholtsstræti 2, Reykjavík Símar: 26540 og 26626 Akranes: Verslunin Amor. Akureyri: Verslunin Kompan. Blönduós: Verslunin Kistan. ÍsaljörBur: Húsgagnaverslun Ísaíjaröar. Keflavík: Verslunin Swing.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.