Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 30. mars 1982 15 enska knattspyrnan: Southamton og Watford tóku forustuna — Watford hefur aldrei náð svo langt áður ■ Southampton endurheimti forustuna i fyrstu deild á ný meö 4:3 sigri á Stoke, i fjörugum leik sem fram fór á heimavelli Southampton. Þaö leit ut fyrir stórsigur heimaliösins þvi eftir 30minútna ieik var staöan orðin 3:0 Southampton i hag, meö mörkum frá Malcolm Waldron, David Armstong og Mike Channon. En Stoke lagaöi stöð- una rétt fyrir leikhlé meö marki frá Alan Biley. Siöari hálfleikur var siðan algjör eign Stoke liös- ins sem lék mjög vel og um miöjan siöari hálfleik höföu þeir jafnaö metin 3:3 meö mörkum frá Sammy Mcllroy og sjálfs- marki frá Southampton. Það var svo algjörlega á móti gangi leiksins er Southampton endur- heimti forystuna rétt fyrir leiks- lok meö marki frá Whitelock sem reyndist vera sigurmark leiksins þó svo aö Stoke fengi mörg gullin tækifæri til aö jafna metin. Mark Whitelock geröi þar sitt fyrsta mark fyrir South- ampton. Swansea lá heima Swansea City hélt forustunni i 1. deild aöeins i eina viku aö þessu sinni. A meöan helstu keppinautar þeirra Southampt- on möröu sigur á Stoke, mátti Swansea þola 2:1 tap á heima- velli fyrir Ipswich. Bilslys þaö sem leikmenn Ipswich lentu i og tafði leikinn um 15 minútur virt- ist ekki hafa nein áhrif á leik Ipswich liösins, þvert á móti lék liöiö mjög vel og náöi forystunni á 20. minútu meö marki frá Alan Brazil. Heimamenn jöfnuöu úr vitaspyrnu stuttu siöar og var þar aö verki welski landsliös- maöurinn Robbie James. Siöari hálfleikur sem ab mestu leyti var eign Ipswich liösins var svo aö fjara út þegar aö Eric Gates skoraði sigurmarkiö, og þar meö fór Ipswich veröskuldaö meö bæöi stigin heim. Alltá núlli bað var allt á núlli i leik Middlesboro og Manchester City þegar liöin mættust á heimavelli Boro. Þaö kemur kannski ekki mörgum á óvart þvi aö Middlesboro er oröiö þekkt af ööru en aö leika skemmtilega sóknarknatt- spyrnu, og er nú það liö I fyrstu deildinni sem dregur aö sér einna fæsta áhorfendur. Til- þrifalitlum leik lauk þvi með jafntefli 0:0. Þaö var sama upp á teningnum er Sunderland sótti Manchester United heim. Markalaust jafntefli, og öllum aö óvörum fór Sunderland meö annaö stigiö heim. Það kann þó svo aö fara aö stig þetta dugi Sunderland skammt þvi félagiö er eftir sem áöur komiö meö annan fótinn I 2. deild. Þriöji leikurinn sem endaöi meö þeim dapurlegu úrslitum 0:0 var leikur Coventry og Wolves. Þaö viröist ekkert fá hnekkt þeirri ákvöröun Olfanna aö setja met i 1. deild, hvaö litla skorun varöar þvi liöiö hefur ekki gert nema 19 mörk það sem af er keppnistimabilsins. Þegar svo er ástatt hjá liöum getur ekkert foröaö þeim frá falli. 'k ^ hsíC*'ÍMkz* ■ Sammy McIUroy: Gerir það gott meö sinu nýja félagi, Stoke. Liverpool í þriöja sætið Liverpool er nú komið i þriöja sæti deildarinnar eftir aö hafa unnið góöan sigur á nágrönnun- um Everton 3:1 á heimavelli Everton. bað eru ekki mikil tiö- indi aö Liverpool skuli vera komiö I þriöja sæti heldur furöu- legt aö liö, sem leikur jafn skemmtilega knattspyrnu og þeir, skuli ekki vera ofar. Liver- pool er það liö sem hefur lang hagstæðustu markatöluna i 1. deild, og segir þaö meira en mörg orö. Welski landsliösmaö- urinn Ronnie Wheelan sem nú er mikið i sviösljósinu, náöi for- ustu fyrir Liverpool á 21. min- Jimmy Rimmer: Þurfti að hirða knöttinn fjórum sinnum úr netinu á móti Arsenal. útu. Aöeins 3. minútum siöar haföi Everton jafnaö metin úr aukaspyrnu eftir slæm mistök markvaröar Liverpool Bruce Grobbelaar, og var Graeme Sharp þar aö verki. Um miöjan siöari hálfleikinn náöi Liverpool svo forustunni á ný meö marki frá Graeme Souness, og 10 min- utum fyrir leikslok bætti Liver- pool svo þriöja markinu viö og var þaö af ódýrari geröinni, þvi Craig Johnston hitti varla knött- inn en inn fór hann samt. Mikið skorað á Highbury Þaö voru sjö mörk sem hinir 24. þúsund áhorfendur fengu augum litiö á Highbury heima- velli Arsenal er liðiö fékk Eng- landsmeistara á Aston Villa I heimsókn. Þetta veröur aö telj- ast nokkuð nýnæmi þvi Arsenal hefur aöeins skoraö 29 mörk i vetur eöa helmingi færri mörk en efsta liöið Southampton. Leikurinn var aöeins tveggja minútna gamall þegar aö Alan Sunderland skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir Arsenal. Gary Shaw jafnaöi metin fljótlega fyrir meistarana en Graham Rix kom Arsenal yfir á ný þegar 20 minútur voru liönar af leikn- um.Morley jafnaöi fyrir Villa rétt fyrir lok hálfleiksins og þannig var staðan i hálfleik. Rix var svo aftur á feröinni I upphafi siöari hálfleiks meö mjög glæsi- legt mark og Meade kom siöan heimaliðinu i 4:2, en Pat Heard minnkaöi muninn 14:3 rétt fyrir leikslok, en þetta var hans fyrsti leikur meö Villa éftir þrálát meiðsli. Tap hjá Tottenham Það kom aö þvi aö Tottenham tapaöi leik en meiðsli leik- manna hrjá nú liðib mjög. Marc Falco varö að yfirgefa völlinn meiddur en auk hans lék Totten- ham án Hoddle, Hazzard og Gary Crooks sem allir eru meiddir. Þaö má segja að gamla kempan Ray Clemence hafi haldiöTottenham á floti þvi allan leikinn varöi hann eins og bestgerist. West Bromwich réöi lögum og lofum á vellinum og um miðjan slöari hálfleikinn skoraöi enski landsliösmaður- inn Cyrille eina mark leiksins fyrir þá. Leeds náöi forustu á móti Notts County meö marki frá Frank Worthington en þaö dugöi stutt þvi áöur en yfir lauk haföi heimaliðiö svaraö með tveimur mörkum frá Richard Harkouk og David Hunt. Nottingham Forest kom nokkuö á óvart þegar þeir héldu heim meö 3 stig úr viðureign sinni við West Ham i Lundún- um, Ian Wallace skoraöi eina mark leiksins. 2. deild Watford tók forustuna i 2. deild og er þaö I fyrsta skipti I sögu félagsins, sem þaö hefur náö svo hátt. Watford vann góö- an sigur á Bolton 3:0 á meöan helstu keppinautar þeirra Luton uröu aö láta sér nægja marka- laust jafntefli viö Derby. HG. Staðan Stadan eftir leikina í 1. og 2. deild á Englandi á laugardag 1. deild Southton.. .33 17 7 9 59:48 58 Swansea.. .31 17 5 9 45:36 56 Liverpool. .29 16 6 7 55:25 54 Man.Utd. .30 15 9 6 43:22 54 Ipswich .. .29 17 3 9 53:40 54 Arsenal (. .31 15 8 8 29:24 53 Tottenh i 27 15 5 7 45:26 50 Man.City. .32 13 11 8 44:33 40 Nott. For. .31 12 11 8 33;34 47 Brighton . .31 11 12 8 34:31 45 W Ham . .30 10 12 8 49:40 42 Everton .. .31 10 11 10 38:38 41 Notts.Co.. .31 11 7 13 48:48 40 A. Villa ... .31 9 10 12 39:44 37 W.B.A. ... .28 8 11 8 34:33 35 S'toke .... .32 9 6 17 35:50 33 Birm.h .30 7 11 12 40:44 32 Coventry . .32 8 8 16 38:52 32 Leeds .... .20 7 7 15 23:43 28 Wolves ... .32 7 7 18 19:49 28 Sunderl... .30 5 8 17 20:42 23 Midd.boro .30 3 11 16 21:42 20 2. deild Watford .. .32 18 8 6 58:33 62 Luton .... .30 17 9 4 59:32 60 Sh.Wed... .33 16 8 9 45:37 56 Rotherh. . .33 17 4 12 49:36 55 Blackb.... .33 15 9 9 40:28 54 Newctl.... .31 15 6 10 30:29 51 Leicester. .30 14 8 8 43:32 50 Barnsley . .32 14 7 11 46:34 49 Q.P.R. ... .31 14 5 12 40:31 47 Oldham .. .33 12 11 10 40:39 47 Norwich.. .32 14 5 13 42:43 47 Ccarlton.. .33 12 10 11 45:48 46 Chelséa .. .31 12 6 13 42:45 42 Cambr.... .31 10 6 15 35:40 36 Derby .... .32 9 8, 15 41:47 35 Shbury ... .30 8 10 12 27:40 34 C. Palace. .29 9 6 14 23:31 33 Bolton .... .33 9 5 19 27:46 32 Wrexh—.. .30 8 7 15 27:39 31 Orient.... .29 8 6 15 25:40 30 Cardiff ... .31 8 5 18 31:47 29 Grimsby . .29 5 11 13 30:47 26 Úrslit 1. deild Arsenal-Aston Villa 4-3 ‘Birmingham-Brighton 1—0 Coventry-Wolves 0—0 EVerton-Liverpool 1-3 Man. Utd-Sunflerland 0-0 Middlesbro-Man. City 0-0 Notts Co-Leeds 2-1 Southampton-Stoke 4—3 Swansea-Ipswich 1—2 WBA-Tottenham 1—0 West Ham-Nottm. Forest 0-1 2. deild Blackburn-C. Palace 1-0 Derby-Luton 0-0 .Grimsby-Wrexham 1 —I Lcicester-Charllon 3—1 Newcastle-Chelsea s 1-0 Norwich-Cardiff 2—1 Oldham-Barnsley 1—1 iRotherham-QPR 1—0 Sheff. Wed-Orient 2 0 Shrewsbury-Cambridge 1-0 Watford-Bolton 3-0 3. deild Bristol City-Brentford 0—1 Chester-Preston O-l Fulham-Carlisle 4—1 Gillingham-Bristol Rov 2-0 Huddersfield-Doncaster 1—2 jLincoln-Southend 1—1 Newport-Walsall 2-2 Oxford-Chesterfield 1 — 1 Portsmouth-Plymouth 1-0 Reading-Exeter f 4-0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.