Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 30. mars 1982 midstjómarfundur Framsóknarflokksins Ráðumst gegn verðbólgu... tala um og menn hafa að visu sýnt skilning á, en litið snúið sér að. Þar á ég við þá miklu byltingu sem er á næsta leiti örtölvubylt- inguna sem getur leitt til eins af tvennu, annars vegar atvinnu- leysis og hins vegar styttri og jafnari vinnutima fyrir fjöldann, ef vel er skipulagt, aukinnar framleiðni og betrikjara á styttri vinnutima. Launþegar hafa sýnt mikinn skilning og áhuga á þessu máli. Þetta varðar það atvinnu- öryggi sem við viljum viðhalda i okkar landi. En hvað á að gera? Mér sýnist tvennt koma til greina. Ctúrvisi- töluendurskoðuninni getur komið sú staða að menn fallist á vissa frádráttarliði sem gefa meira svigrúm til lækkunar verðbólgu á seinni hluta ársins eða að við verðum að taka niðurtalningar- skref á siðari hluta ársins ef til vill hvort tveggja. Þetta þarf rikisstjórnin og stjórnarflokkarn- ir nú fljótlega að fara að fjalla um. Atvinnumálin Ég hef um nokkurt skeið sann- færst um það aö við íslendingar stondum á alvarlegum timamót- um i atvinnumálum. Bændum og þeim sem að land- búnaðarmálum starfa var fyrir nokkrum árum orðið ljóst að landbúnaðurinn stóð frammi fyrir miklum erfiðleikum. Bændur tóku málin föstum tökum og ákváðu að snúast sjálfir gegn þessum vanda og taka i eigin hendur að aðlaga landbúnaðar- framleiðsluna þessum erfiðleik- um. Bændur hafa tekið á málunum af miklum myndarskap, sérstak- lega hvað viðkemur mjólkur- framleiðslunni, sem segja má að komin sé i' viðunandi horf og samræmist markaðnum nokkurn veginn. Miklu hægar hefur gengið að aðlaga sauðfjárræktina að þeim staðreyndum sem við blasa, þrátt fyrir það aðnú hefur komið i ljós, sem menn óttuðust að t.d. okkar besti markaður fyrir lambakjöt i Noregi er alveg að lokast. Það er mjög alvarlegt mál. Fiskstofnar fullnýttir Þá vék Steingrimur að sjávar- útvegi og sagði að flestir fisk- stofnar væru nýttir að hámarki, karfinn er ofnýttur að talið er. Suðurlandssi'ldin er að komast að þvi marki sem visindamenn telja að stofninn komist i, og liklega ekki mikillar aukningar að vænta á þvi sviði. Eini fiskstofninn sem ekki er fullnýttur er kolmunninn, en þrátt fyrir itarlegar tilraunir á undanförnum árum, hefur ekki tekist að ná tökum á þeim veiðum. Loðnustofninn hefur fallið svo, að kannski er ástandið i þeim efn- um alvarlegra en við gerum okk- ur grein fyrir. Þetta gerist þrátt fyrir það, að loðnuaflinn hefur verið minni en fiskifræðingar hafa lagt til. T.d. mun hann á þessu ári verða um 549 þús. lestir, og er þá afli Norðmanna við Jan Mayen talinn með og afli á Græn- landsmiðum. Fiskifræðingar töldu að óhætt yrði að veiða um 700 þús. lestir. Þrátt fyrir þetta mælist hrygningarstofninn aðeins um þriðjungur af þvi sem áætlað var að hann yrði. Það, sem er kannski alvarlegra er að tveggja ára loðna, sem okkur var sagt i fyrra að liti mjög vel út, finnst af mjög skornum skammti og þessi loðna hefur ekki verið veidd nema að mjög litlu leyti. Þarna hefur eitthvað óvænt gerst i náttúrunni, og er óhjákvæmilegt að draga saman þessar veiðar. Ég geri varla ráð fyrir þvi að loðna veröi veiddá þessu ári, þótt ákvöröunin verði endurskoðuð i haust. Við leitum nú eftir samkomu- legi við Norðmenn og einnig við Efnahagsbandalagið um að ekki verði veitt á Grænlandsmiðum i ár. Þetta veldur fyrst og fremst þeim samdrætti i þjóðarfram- leiðslu, sem getið hefur verið um. Það er af öðrum ástæðum sem verter að hafa áhyggjur af þessu. Loðnan er ein aðalfæða þorsk- stofnsins. Kannski er það stóri þorskárgangurinn frá 1976 sem gert hefur strik i reikninginn og étið meira af loðnunni en menn hafa gert ráð fyrir. Þetta kann þegar að hafa haft áhrif á það að þorskurinn virðist stækka hægar en áður. Kannski er of mikið af honum, sjórinn fyrir norðan of kaldur, eða fæðan of lftil. Þvi miður er svo margt i þessari li'f- keðju sem við þekkjum ekki. í sjávarútvegi stöndum við einnig á timamótum. Niðurstaða min er sú, að við aukum ekki þjóðartekjur, eins og við höfum gert á undanförnum árum með auknum sjávarafla. Vitanlega er töluverðra land- vinninga að vænta i sjávarútvegi og fiskvinnslu enn. Hægt er að ná meiri framleiðni i fiskvinnslu stuðla að meiri sparnaði i útvegi og vinnslu afla og meiri og betri gæðum en allt verður það heldur smátt i sniðum miðað við þau miklu uppgrip, sem fylgt hafa vaxandi sjávarafla. Iðnaðurinn Um iðnaðinn i landinu má segja eitthvað svipað. Iiðnaðurinn hef- ur átt i erfiðleikum. Ullar- og skinnaiðnaðurinn er gifurlega mikilvægur. En þetta eru iðn- greinar sem vi'ða erlendis hafa flutst til þjóða þar sem vinnuaflið ermjögódýrtoglangtfyrir neðan það sem menn að sjálfsögðu geta sætt sig við hér. Frá Austurlönd- um streymir til Evrópu fram- leiðsla sem keppir við iðnaðinn sem viðbyggjum að miklu leyti á. Framleiðsla á ýmiss konar fatnaði hefúr lagst að miklu leyti af i Evrópulöndum. Ullar- og skinnaiðnaður eru at- vinnugreinar sem eru okkur eiginlegar eins og margs konar iðnaður annar sem byggja á inn- lendum hráefnum og verða að þróast hér áfram og verða ætið máttarstoð okkar þjóðfélags. En það er nauðsynlegt að horfast i augu við hina dökku hlið þvi að- eins getum viö snúist gegn erfið- leikunum. Hvað veldur þessum erfiðleik- um m.a.? Erlendir styrkir i öllum þeim greinum er við erum með hér eru gifurlegir og áreiðanlega miklu meiri en ljóst er þrátt fyrir margar athuganir. T.d. upplýsir sjávarútvegsráð- herra Noregs i viðtali nýlega að sú aöstoð sem Norðmenn veita sinum fiskveiðum nemur um það bil þriðjungi af heildarverðmæti norsks sjávarafla. Þetta er eins og allar tekjur sjómanna á flotan- um. Sjávarútvegsráðherra Kanada upplýsir, að þar hafi stjórnin neyðst til þess að veita fiskvinnslunni á austurströnd- inni rekstraraðstoð sem er um 15 af hundraði af söluverðinu á Bandaríkjamarkaði. Þar keppum við við Kanadamenn. Okkur tekst að vísu að selja flökin þar ennþá á 1.85 dollara pundið en þeir á 1.35 dollara. En það munar um slika aðstoð. Um iðnaðinn er sömu sögu að segja. Viö þekkjum athuganir sem gerðar hafa verið á alls kon- ar styrkjum og aðstoð við iðnað i nágrannalöndunum, einmitt þann iðnað sem við erum með. Allir vita einnig um þá gifurlegu að- stoð sem landbúnaðinum er veitt- ur, t.d. i Efnahagsbandalagslönd- unum. Menn tala um mikla að- stoð við landbúnaðinn hér, en sú aðstoð er viða annars staðar miklu meiri. Þetta stafar af þvi að flestar þessara atvinnugreina eru eins konar hliðargreinar i þessum löndum, þar sem er einn- ig háþróaður iðnaður ýmis konar, oliuvinnsla t.d. mikil sums staðar, svo sem i Noregi, Bret- landi og Kanada, svo að eitthvað sé nefnt. Með þessu móti er kleift að draga fjármagn frá þessum greinum og veita til hliðargrein- anna, og i nafni byggðajafnvægis og annars sem við þekkjum vel. Lækka þarf kostnad Útúrerfiðleikunum verðum við að finna leiðir og f þvi efni er margt sem vert er að nefna. 1 fyrsta lagi vil ég nefna það að þótt okkur framsóknarmönnum sé meinilla við allar breytingar á gengi þá verðum við að horfast i augu við þá staðreynd að út- flutningsgreinarnar þola ekki að gengið sé rangt skráð og það jafn- veli lengritima. Ég hygg að núna sé nokkurt jafnvægi i' gengi og kostnaði en svigrúm atvinnuveg- anna til að taka á sig rangt gengi er ákaflega litið eins og það er i dag. Við þurfum lika að lækka kostnað og var lækkun launa- skatts og stimpilgjalda skref i þá átt. Þessu þarf að halda áfram. Við getum ekki lagt alls konar gjöld á þessar atvinnugreinar á sama tima og aðrar þjóðir veita þeim slika styrki og raun ber vitni. Fjármagnskostnaður er gifur- lega hár og hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Við viljum hafa hér sem næst raunvexti. En það er margt i þessari verðbólgu ■ Ritstjóri Dags fylgdist aðsjálfsögðu með umræðum á miðstjórnarfundi hér ásamt Ingvari Gislasyni, ráöhcrra, Jóni Jóhannssyni frá Þórshöfn og Jóhanni Karli Sigurðssyni frá Akureyri. sem veldur gifurlega miklum fjármagnskostnaði. Það er áber- andi að atvinnufyrirtækin eru töluvert á eftir með aukningu á rekstrarfé. Það er að vissu leyti eðlilegt. Það er viss tregða i kerf- inu að veita aukin rekstrarlán og það er ljóst að rekstrarfé fyrir- tækjanna verður ekki að fullu verðtryggt. Það brennur upp. Samkomulag er að nást við Seðlabankann um endurskoðun á dráttar vöxtum til lækkunar og sjálfsagt er aðlækka vexti á lán- um til atvinnuveganna, helst að- eins á undan hjöðnun verðbólgu. Þá verðum við að leggja áherslu á aukna framleiðni og fella niður innflutningsgjöld á öll- um hlutum sem geta orðið til að ná þvi marki og gera atvinnuveg- unum kleift aðnotfæra sér t.d. ör- eindatækni og fella niður tolla af slikum varningi sem reyndar hefur verið gert að nokkru leyti. Við verðum einnig að kapp- kosta gæði allrar okkar fram- leiðslu. Ég ber ætið nokkurn ugg i brjósti þegar fréttist um fisk á Bandarikjamarkaði með beinum og ormum. Það þarf ekki mikið til þess að valda stórtjóni. Fram- leiðslueftirlit hefur verið bætt, en það er erfið framkvæmd. Það kemur víða við ef t.d. þarf að verðfelia fisk, svo að eitthvað sé nefnt. En þarna má ekki slaka á. Það mega ekki verða slys, og það má aldrei heyrast eins og stund- um varð fyrr á árum, þetta er fullgott i negrann. Það er ekkert fullgott. 011 okkar framleiðsla þarf að vera fyrsta flokks. Þama er satt að segja míkið verk að vinna að fá viðurkennd þau gæði sem við getum best boðið upp á. Fjölbreyttara atvinnulíf En hvað um framtiðina? Ég hygg að menn geti verið sammála þvi, að renna þurfi fleiri stoðum undir okkar efnahagslff. Höfum við framsóknarmenn mjög oft vakið athygli á þvi. Okkur ber að nýta þær miklu auðlindir sem við eigum i fallvötnum og jarðvarma þessa lands. Þar erum við tiltölu- lega skammt komnir. BUið er að virkja um það bil 12 af hundraði af virkjanlegu fallvatni og svipað af jarövarma. Við styðjum ein- dregið þær áætlanir, sem rikis- stjórnin hefurunnið um virkjanir á næstu árum og höfum sagt, að jafnvel beri að stiga þar nokkuð stærra skref en iðnaðarráðherra hefur lagt til. Við teljum að það beri að kapp- kosta að innleiða ýmiss konar iðnað. ekki aðeins orkufrekan eða stóriðnað heldur ýmsan annan iðnað sem þróast kringum það at- vinnulif sem er i’ landinu sem vissulega þarf einnig á orku að halda. Við framsóknarmenn fylgjum þvi, að orkufrekur iðnaður sé inn- leiddur en leggjum áherslu á að slikur iðnaður verður að vera undir virkri i'slenskri stjórn. Við viljum gæta þess, að slikur iðnaður sé við hæfi byggðarlag- anna, ekki of stór, og við krefj- umst þess, að fullrar hreinsunar- tækni sé gætt. En það er mikil- vægt að vel og rösklega sé á þess- um málum haldið bæði virkjun fallvatnanna og þróun alls konar iðnaðarsem hentar i þessu landi. Um leið vil ég undirstrika það að það er ekki allt gull sem glóir, kemur það t.d. i ljós i sambandi við þá erfiðleika sem stóriðja á viða ium þessar mundir, m.a. hér á landi. En það er skoðun min, að þjóðarbUið verði traustara þvi fleiri fótum sem það stendur á. Virkjanir Ég mun ekki ræða hér almennt um virkjunarmálin, en minnast á virkjun Blöndu sem er mjög i sviðsljósinu. Okkur hefur verið sýnt að Blanda er hagkvæmasti virkjunarkosturinn sem við eig- um á þessari stundu og rikis- stjórn og þingflokkur samþykktu að leita að samkomulagi um virkjun Blöndu eftir ákveðinni leið. Ég vil lýsa þeirri skoðun minni, sem mér finnst allflestir vera á að sú virkjun sem næst kemur þurfi að vera með allmik- illi miðlun og er orðið tiltölulega óumdeilt að svo þurfi að vera. Ég harma að ekki hefur tekist að ná viðtækara samkomulagi við heimamenn um virkjun Blöndu eftir þeirri leið sem ákveðið var að virkja en raun ber vitni. Það hefur ekki náðst samkomulag nema við 5 hreppa — einn hefur snúist gegn. Það er ákaflega mikilvægtað leitað sé allra leiða til þess að ná sem viðtækustu samkomulagi. Þótt við ákveðum að virkja Blöndu strax.ber að halda áfram að leita leiða til að ná sliku sam- komulagi, og m.a. athuga það hvort einhverjar breytingar á til- högun virkjunarinnar geta stuðlað að þvi að enn viðtækara samkomulag náist. Þvi miður finnst mér að það hafi veriðunniðmeira af kappi en forsjá aðminnsta kosti af sumum einstaklingum i þessu máli sem jafnvel leyfa sér að lofa spenni- stöðvum og fleiru til aðfá sitt mál fram. Slikt er ekki leið i svo við- kvæmu máli sem þessu og ber að andmæla þannig starfsháttum. Reyndarsagði ég s.l. haust, eft- ir að ljóst var að samstaða yrði erfið, að vel kæmi til greina að virkja Blondu i annari röð og þá með minni miðlun.en þá Fljóts- dalsvirkjun á undan og eftir á að hyggja hefur mér verið hugsað til þess að kannski hefði það orðið einna skynsamlegast i stöðunni. En við verðum að kappkosta að virkjun Blöndu geti hafist og um hana náist sem breiðust sam- staða. Byggda- stefnan Byggðastefnan er ekki siður mikilvæg nú en hún var er við framsóknarmenn hófum hana til vegs 1971. Ég óttast einmitt, að af þeirri stöðu sem sjávarútvegur og landbúnaður eru i, svo og iðnaður, að við þurfum öfluga ■ Sveinn Grétar Jónsson, Einar Harðarson, Gisli Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Timans, Björn Lindal, Valdimar Kr. Jónsson og Ellsabet Hauksdóttir. Timamyndir G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.