Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 30. mars 1982 Þriöjudagur 30. mars 1982 SLÁ TTUÞYRLUR WM-20 vinnubr. 1.65........kr.17.800 WM-20c vinnubr. 1.65.......kr. 30.740 Wm-24c vinnubr. 1.85.......kr. 39.170 Wm-30 vinnubr. 2.45........kr.54.410 Gott verð og greiðslukjör. Meiri afköst lengri ending jQ/tct£fa/t*^éÍa/L Á/ Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 FORD TRAKTORAR Ford 3600 47 ha með f ullkomnum búnaði til af- greiöslu strax. Verð aðeins 145 þús. Greiðsluskilmálar. ÞÓRf ÁRMÚLA11 r Askorun til greiðenda fasteignagjalda í Kópavogi Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa lokið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalda fyrir árið 1982 að gera skil innan 30 daga, frá birtingu áskorunar þessarar. Hinn 30. april n.k. verður krafist nauðungarupp- boðs samkvæmt lögum nr. 49 1951 á fast- eignum þeirra er hafa eigi gert full skil. Kópavogskaupstaður Aðalfundur Svinaræktarfélags íslands verður haldinn i Veitingahúsinu Glæsibæ laugardaginn 3. april kl.14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Stjórnin. 13 miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins j ■ Undanfarin dr hefur þjóöar- framleiöslan verið vaxandi, at- vinna næg og lffskjör góð. Fylgt hefur verið þeirri framleiðslu- stefnu sem Framsóknarflokkur- inn hefur ætið lagt áherslu á. Frystihúsin hafa verið endur- byggð, ný fiskiskip keypt og inn- lend orka nýtt i vaxandi mæli. Opinberar framkvæmdir hafa einnig verið miklar, m.a. i vega- málum, menntamálum og heilsu- gæslu. Þessi velmegun kemur einnig s.l. ári rúmlega 41 af hundraði. Þvi má segja að settu marki hafi verið náð. Þegar þess er jafn- framt gætt að verðbólgan i lok ársins 1980 stefndi i 70-80 af hundraði var hér um augljós straumhvorf að ræða. Tvimæla- laust hefði árangurinn þó orðið enn meiri ef samstaða hefði náðst um annað niðurtalningarskref á siðari hluta ársins 1981 eins og aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins s.l. ár lagði til. Þær ráðstafanir i efnahagsmál- Stjórnmála- ályktun adal- fundar mið- stjórnar Framsóknar- flokksins 1982 „Nidurtalningarskref sídari hluta ársins óhjákvæmileg5’5’ fram i góðri afkomu almennt, miklum ibúöabyggingum, vax- andi bifreiðaeign.ferðalögum og fleiru. A sama tima hafa nágranna- þjóðir okkar átt við mikla efna- hagserfiðleika að striða með vax- andi atvinnuleysi, einkum hjá ungu fólki. Hér á landi ógnar veröbólgan velferð okkar. Framsóknar- flokkurinn hefur þess vegna lagt höfuðáherslu á hjöðnun veröbólgu án atvinnuleysis. Þessi stefna hlaut nafnið niöurtalning verð- bólgu og þjóðin veitti henni brautargengi. Hún er andstæða þeirrar leiftursóknar Sjálfstæðis- flokksins sem er i samræmi við þá stefnu er fylgt hefur verið i sumum nágrannalöndum með geigvænlegum afleiðingum. Fundurinn telur að þessi stefna ! Framsóknarflokksins i efnahags- málum hafi sannað gildi sitt á fyrri hluta ársins 1981 og leggur áherslu á að flokkurinn hviki ekki frá þeirri stefnu i stjórnarsam- starfinu. Efna- hagsmál 1 lok ársins 1980 náðist sam- staða i rikisstjórninni um að ráðast gegn vaxandi verðbólgu með einu stóru niðurtalningar- skrefi i mars 1981. Þá voru 7 visi- tölustig tekin af veröbótum launa, fiskverði og búvöruverði en jafn- framt staðið fast gegn hækkun vöruverös og gengi fest um nokk- urn tima. Skerðing sú á kaup- mætti lægri launa sem þessu fylgdi var jafnframt bætt með skattalækkun og fleiru þannig að kaupmáttur ráðstöfunartekna varð meiri en ella hefði orðið. Með þessum aögerðum setti rikisstjórnin sér það markmið aö ná verðbólgunni á árinu 1981 niður i 40 af hundraði. Að mati Hagstofunnar varð verðbólgan á um sem rikisstjórnin boðaði i upphafi þessa árs einkennast fyrst og fremst af viðnámi gegn verðbólgu með niðurgreiðslum og lækkun tolla á nokkrum vöru- flokkum. Jafnframt ákvað rikis- stjórnin að hefja endurskoðun á visitölukerfinu i þvi skyni að draga úr vixlhækkunum. Aðal- fundur miðstjórnar leggur áherslu á að leitað verði eftir við- tæku samkomulagi um visitölu og verðákvörðunarkerfi sem veitir eðlilega tryggingu kaupmáttar og skapar svigrúm til nýsköpunar i atvinnulifinu og þjónustu við al- menning án þess að auka um leið verðbólguna. Launakjör öll verður að miða við afkomu þjóðarbúsins hverju sinni. Fundurinn fagnar þvi að sam- komulag hefur náðst innan rikis- stjórnarinnar um aukið frjálsræði i verslun þar sem samkeppni er talin næg. Það mun stuðla að hag- kvæmum innkaupum og lægra vöruverði. Hins vegar má ekki slaka á virkri verðgæslu. Fundurinn telur mikilvægt að rikisstjórnin hefur orðið einhuga um það markmiö að verðbólgan á árinu 1982 verði ekki yfir 35 af hundraði og verðbólguhraðinn i lok ársins 30 af hundraði. Fundur- inn vekur hins vegar athygli á þvi að til þess að þvi markmiði verði náð eru niðurtalningarskref siðari hluta ársins óhjákvæmileg. Fundurinn treystir þvi að til slikra aðgerða verði gripið og við þessi markmið staðið. Atvinnu- mál Islenska þjóðin stendur nú á timamótum i atvinnumálum. Ný viðhorf á sviði tækni og markaðs- mála breyta miklu. Vöxtur þjóðarframleiðslunnar á undan- förnum árum hefur fyrst og fremst stafað af stór auknum sjávarafla. Það er ekki að vænta sambærilegrar aukningar á næstu árum. Fundurinn telur höfuðnauðsyn að gerð verði áætlun um þróun at- vinnulifs á komandi árum og bendir á eftirtalin atriði: 1. Eflingu byggðar um allt land i samræmi við byggöastefnu Framsóknarflokksins sem miðist við fulla nýtingu náttúrugæða og jafnvægi i aðstöðu fyrirtækja og heimila.en til þess þarf m.a. jöfn- un á orkukostnaði og félagslegri þjónustu. 2.1 sjávarútvegi verði i vaxandi mæli lögð áhersla á aukna hag- kvæmni,vöruvöndun og betri nýt- ingu. Unnið veröi að endurnýjun fiskiskipaf lotans, án aukins sóknarþunga og að samræmingu veiða, vinnslu og markaðar. Þeim miklu erfiðleikum sem fylgja munu gifurlegum sam- drætti á loðnuveiðum, bæði fyrir loðnuflotann.sjómenn og atvinnu- lif i landi verði mætt með skipu- legri leit aö nýjum atvinnutæki- færum. 3. Framsóknarflokkurinn hafði árið 1979 forgöngu um laga- setningu sem lagði grundvöll aö þeirri framleiðslubreytingu sem nú er hafin i landbúnaði. Þannig hefur tekist að halda mjólkur- framleiðslunni i samræmi við markaðsmöguleika. Minnkandi erlendur markaður fyrir dilkakjöt bendir til þess að draga verði úr þeirri framleiðslu til aö koma i veg fyrir stóráföll sauðfjárbænda. Fundurinn leggur rika áherslu á að i stað þess samdráttar komi nýjar atvinnugreinar i sveitum. Þingmenn og ráðherrar Fram- sóknarflokksins hafi forgöngu um að af festu verði unnið að eflingu nýrra búgreina, sérstaklega loð- dýraræktar og þeim sköpuð hlið- stæð skilyrði og eru i nágranna- löndum okkar. Staðið verði að fullu við lagaákvæði frá 1979 um fjármagn til nýrra búgreina og hagræðingar i landbúnaði. 4. Til eflingar iðnaði og iðnþró- un er frumskilyrði að atvinnulif- inu séu búin hagstæð vaxtarskil- yrði.svo að virkja megi sivaxandi þekkingu til aukinnar f jölbreytni i framleiðslu og þjónustu. Islensk iðnþróun verður að eiga upptök sin hjá fólkinu og fyrir- tækjum þess með virkum stuðn- ingi hins opinbera, en varast ber ofstjórn af hálfu rikisins. Miðstjórnin vekur sérstaka at- hygli á náttúrlegum auðæfum þjóðarinnar i jarðefnum og orku sem öflugt átak þarf til að nýta. 5. Forsenda þeirrar orku- nýtingar sem Framsóknar- flokkurinn hefur boðað á næsta áratug er að byggðar verði þrjár meiri háttar virkjanir, auk þess sem þegar verði hafnar skipuleg- ar rannsóknir á háhitasvæðum landsins. Miðstjórnin telur eðlilegt að virkjun Blöndu verði næsta stór- virkjun.en siðan komi Fljótsdals- og Sultartangavirkjanir eins og ráðgert hefur verið. Miðstjórnin itrekar fyrri yfir- lýsingar flokksins um meirihluta- eign og virk yfirráð landsmanna sjálfra i orkufrekum iðnaöi. en jafnframt að fundnar verði leiöir til þátttöku sem flestra lands- manna i uppbyggingu hans. 6. Harðnandi samkeppni og vaxandi styrkjum til atvinnuvega erlendis verði mætt með afnámi sérgjalda sem atvinnuvegirnir verða nú að greiða og öðrum markvissum aðgerðum til að bæta starfsgrundvöll þeirra. 7. Ráðstafanir verði gerðar til þess að tækniframfarir svo sem tölvubyltingin verði til þess að auka almenna farsæld en leiði ekki til ójafnaðar eða atvinnu- leysis. 8. Mikið átak hefur verið gert i samgöngumálum og er nauðsyn- legt að fylgja i hvivetna þeim áætlunum sem gerðar hafa verið. Er i þvi sambandi lagt til að tekjur hins opinbera af bensinsölu renni óskiptar til uppbyggingar vega og lagningar bundins slit- lags. Utanríkis- mál Aöalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins telur nauðsyn- legt að Islendingar stuöli að þvi á alþjóöavettvangi að dregið verði úr hættunni á þvi að kjarnorku- styrjöld brjótist út i heiminurfi. Nauösynlegt er að Fram- sóknarflokkurinn hafi frumkvæði i þessum efnum. Aðalfundurinn fagnar þingsályktunartillögu þingmanna flokksins um al- þjóðlega ráðstefnu um afvopnun á Norður-Atlantshafi. Fundurinn lýsir stuðningi við frjálsar og óháðar friðar- hreyfingar sem vinna að gagn- kvæmri afvopnun. Enn sem fyrr er það stefna Framsóknarflokksins að taka þátt i varnarsamtökum vest- rænna þjóöa en jafnframt að hinn erlendi her fari héðan jafnskjótt og aöstæður leyfa. Við rikjandi aðstæður telur fundurinn rétt að fylgt sé óbreyttri stefnu i öryggismálum. Atelja ber allar tilraunir varnar- liðsins til afskipta af innlendum málefnum. Þvi leggur fundurinn áherslu á að umsvif varnarliðsins verði i engu aukin. Skilið verði á milli herliðs og þjóðar eftir þvi sem frekast er unnt. Fagnar fundur- inn þvi starfi sem utanrikis- ráðherra hefur unnið á þessu sviði. Aðalfundurinn telur nauðsyn- legt að gerð verði grein fyrir þvi með hverjum hætti ætlunin er að verja Island ef til átaka kæmi. Slika vitneskju telur aðalfundur- inn nauðsynlega fyrir starfsemi Almannavarna rikisins. Menning- armál Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins leggur áherslu á að mótuð sé heildarstefna i menningarmálum þar sem verk- efnum og viðfangsefnum veröi raðað i forgangsröð. Við mótun slikrar stefnu verði haft i huga hvernig skipta skuli verkefnum milli rikis, sveitarfélaga, félaga- samtaka og einstaklinga á sviði menningarmála. Störf að menningarmálum eru mikilvægur þáttur i atvinnulifi landsmanna, jafnframt þvi sem þau auðga og bæta þjóðlif allt. Styðja ber starfsemi áhugafólks á þessu sviði. Aöalfundurinn telur aö við endurskoðun útvarpslaganna sé óhjákvæmilegt úr þvi sem komiö er, að einkaréttur Rikisútvarpsins verði takmarkaður að einhverju leyti. Valda þvi einkum ný við- horfog ný tækni til fjölmiðlunar á sviði útvarps og sjónvarps. Fundurinn telur brýnt að Rikisút- varpið verði eflt og þvi gert fært að sinna betur en nú er marg- þættu upplýsinga og afþreyingar- starfi. Aðalfundurinn telur mikilvægt að fyrir næsta flokksþing verði lögð drög að ályktun um heildar- stefnu i menningarmálum. Stjórnar- skrármál Fundurinn itrekar fyrri sam- þykktir miðstjörnar flokksins varðandi endurskoðun stjórnar- skrárinnar og leggur áherslu á að stjórnarskrárnefnd ljúki störfum á næsta sumri. Adalfundur midstjórnar Framsóknarflokksins: Líflegar umræður og ítarlegar ályktanir Stjórn flokksins öll endurkjörin ■ Vel var mætt og umræöur voru lfflegar á aðalfundi miöstjórnar Framsóknar- flokksins, sem haldinn var i Reykjavik, um helgina. Hófst fundurinn á föstudag og lauk á sunnudag. Fjölmargir fulltrúanna sem sátu fundinn tóku nú i fyrsta sinn þátt i störfum miöstjórnarinnar. Var þar mikið af ungu fólki og hlutur kvenna er greinilega vaxandi. Hinir nýju fulltrúar létu allmikið til sin taka á fundinum. Stjórn flokksins var öll endurkjörin. Formaöur er Steingrimur Hermannsson, Tómas Arnason ritari, Guðmundur G. Þórarinsson gjaldkeri og Halldór As- grimsson varaformaður. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir var endurkjörin vara- ritari og Haukur Ingibergsson varagjald- keri. t framkvæmdastjórn eru 5 menn sjálf- kjörnir. Þeir eru formaöur flokksins, ritari, gjaldkeri, varaformaður og for- maður SUF. Auk þess kýs aöalfundur 9 menn til viðbótar. Þeireru: Helgi Bergs, Eysteinn Jónsson, ólafur Jóhannesson, Jónas Jónsson, Erlendur Einarsson, Há- kon llákonarson, Þðrarinn Þórarinsson, Hákon Sigurgrimsson og Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir. Þrir varamenn voru kjörnir Gerður Steinþórsdóttir, Guömundur Bjarnason og Jón Ilelgason. t blaðstjórn Timans voru kjörnir 9 menn. Kosningu hlutu: Steingrimur Her- mannsson, Halldór Asgrimsson, Hákon Sigurgrimsson, Geir Magnússon, Sigrún Sturludóttir, Heiður Helgadóttir, Vil- hjálmur Jónsson, Haukur Ingibergsson, Þorsteinn ólafsson. Varamenn voru kjörnir Jónas Guðmundsson og Eirikur Tómasson. Auk stjórnmálaályktunar var samþykkt á fundinum mjög itarieg álykt- un um málefni aldraöra og ennfremur um æskulýðs- og iþróttamál. Föst venja er á aöalfundum miðstjórn- ar Framsóknarfiokksins að álykta um fjárhagsmál flokksins og útgáfu á hans vegum, svo og skipulagsmál flokksins. Mikill timi fór i nefndarstörf og umræð- ur um hina ýmsu málaflokka en sérstak- iega lá fyrir fundinum aö fjalla um mál- efni aldraðra og æskulýösmál og verða á- lyktanir um þau málefni birt I Timanum siðar. -OÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.