Tíminn - 04.04.1982, Side 6
6
Sunnudagur 4. apríl 1982
WlSfWII
Utgcfandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs-
son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim-
ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild-
ur Stefánsdóttir, Egill Helgason. Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas
Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson
(iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti
Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin
Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson,
Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug-
lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um
helgar. Áskriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf.
Eiturvopna-
kapphlaupið
■ í umræðunni um vigbúnaðarkapphlaupið og
baráttuna fyrir afvopnun, eða i það minnsta tak-
mörkun vigbúnaðar, hefur einkum verið fjallað
um kjarnorkuvopnin, bæði kjarnorku-
sprengjurnar sjálfar og þær skotflaugar, sem
ætlað er að koma þeim til skotmarka ef til ófriðar
kemur.
Það er auðvitað eðlilegt, að kjarnorkuvopnin
veki mestan ugg, þvi flestum er ljós hinn ægilegi
gjöreyðingarmáttur þeirra. Frumstæð kjarn-
orkuvopn hafa þegar verið notuð, með þeim
óhugnanlegu afleiðingum, sem öllum er kunnugt
um af myndum og frásögnum frá Hiroshima.
En hinir áköfu vopnasmiðir stórveldanna hafa
fundið upp ýmis önnur drápstæki, sem ekki eru
siður ógnvekjandi. Það eru eiturvopn af ýmsu
tagi, bæði efnafræðileg og liffræðileg. Þessi
hræðilegu vopn, sem meðal svonefndra
hernaðarsérfræðinga eru einkennd með skamm-
stöfuninni ,,CBW”, hafa yfirleitt ekki verið fram-
leidd nú um nokkurt árabil, en útlit er fyrir að á
þvi verði breyting á næstu árum og að eitur-
vopnakapphlaup hefjist á milli stórveldanna á
ný.
Eiturgas var fyrst notað i hernaði árið 1915, á
timum fyrri heimsstyrjaldarinnar, af báðum
striðsaðilum, og er talið að um 100 þúsund her-
menn hafi fallið af þeirra völdum, en rúm milljón
hermanna orðið fyrir einhverju áfalli vegna
eiturvopna. Visindamenn, sem ávallt virðast
reiðubúnir að nýta snilli sina til að búa til fljót-
virkari og hryllilegri drápstæki, hafa siðan full-
komnað mjög þessi eiturvopn, einkum með fram-
leiðslu ýmissa tegunda af svokölluðu taugagasi.
Það veit enginn nákvæmlega hversu mikið er
til af eiturvopnum i vörslu stórveldanna. Banda-
riskir sérfræðingar segja, að vafalaust sé mikið
af slikum vopnum til i Sovétrikjunum. Þá telja
þeir, að i Bandarikjunum séu til um 150 þúsund
tonn af eiturvopnum, en það nægi fræðilega séð til
þess að útrýma öllum ibúum jarðarinnar 4.000
sinnum! Slikar tölur eru óhugnanlegar, og engin
ástæða til að ætla annað en svipaðar birgðir séu
til i Sovétrikjunum.
Að undanförnu hafa verið settar fram fullyrð-
ingar um, að eiturvopn hafi verið notuð m.a. i
Laos, Kampútseu og Afganistan. Og bandarisk
stjórnvöld hafa lýst þeim ásetningi sinum að
hefja aftur framleiðslu á eiturvopnum árið 1984.
Stefnt mun að þvi að þau vopn verði staðsett i
Evrópu.
Þetta upphaf nýs eiturvopnakapphlaups stór-
veldanna eru ein ótiðindin af mörgum, sem borist
hafa um heimsbyggðina siðustu árin. Baráttan
fyrir takmörkun vigbúnaðar og afvopnun hefur
ekki borið áþreifanlegan árangur, þvi miður.
Þvert á móti virðist vigbúnaðarkapphlaupið
magnast stig af stigi og gera þann heim, sem við
lifum i, sifellt hættulegri.
—ESJ.
á vettvangi dagsins
við þeim
— eftir Hjálmar Vil-
hjálmsson, fiskifræðing
■ Tilefni þessara athugasemda
eru oröin æriö mörg og ógerning-
ur aö tiunda þau. Hiö síðasta skal
þó nefnt, sem er ummæli sjávar-
útvegsráöherra f Timanum þann
31. mars en þar segir hann m.a.
svo.
„Ég er ákaflega áhyggjufullur
út af þessu ástandi með loönu-
stofninn. Þaö hefur ekki verið
fariö fram yfir tillögur fiskifræö-
inganna viö loönuveiöarnar, t.d
erum viö meö 594 þúsund tonn en
þeir lögöu til 700 þúsund tonn.
Þessi 594 þúsund tonn er heildar-
veiöin úr stofninum.”
Þetta er vitanlega ekki rétt og
viröist kominn timi til aö rekja
nokkuö tillögur fiskifræöinga um
hámarksafla og viöbrögö stjórn-
valda viö þeim.
Meö tilkomu sumar- og haust-
veiöanna 1976 varö ljóst aö unnt
myndi aö auka loönuaflann veru-
lega frá þvi sem veriö haföi (450 -
575 þús. tonn). Fiskifræðingar
voru fljótlega spuröir hvaö þeir
héldu um veiöiþol stofnsins og
töldum viö þá aö það gæti legið á
bilinu 1 - 1.5 milljón tonn aö þvi
tilskildu aö nýliöun héldist há
eins og veriö haföi á næstiiönum
árum (1972 - ’76). Viö geröum
einnig grein fyrir þvi að viö vær-
um enn illa i stakk búnir til slikr-
ar ráögjafar og bentum itrekað á
aö ráölegast væri aö halda sig viö
neöri mörkin þar til áhrif hinnar
auknu sóknar kæmu i ljós. Siðan
hefur ársaflinn tvivegis fariö yfir
1100 þús. tonn og fjöldi loðnu-
seiöa, m.ö.o. nýliöun, hefur frá
1976 aðeins verið um 1/3 hluti þess
sem hann var næstu 4 - 5 árin þar
á undan.
Haustið 1978 var farið að mæla
stærö hrygningarstofnsins með
svokallaðri bergmálsaöferð, en á
þeim hluta stofnsins byggjast
veiðarnar. Ekki voru gerðar til-
lögur um hámarksafla úr hrygn-
ingarstofni ársins 1979 en að
mestu farið aö tillögum sem fram
komu um fyrirkomulag veiða á
vetrarvertiöinni það ár.
Að loknum sameiginlegum
bergmálsmælingum Islendinga
og Norðmanna i september -
október 1979 (hrygningarstofn
1980) var lagt til aö hámarksafli á
veiðitlmabilinu sumar 1979 - vet-
ur 1980 yrði 650 þús. tonn. Frekari
bergmálsmælingar sem gerðar
voru þá um haustiö þóttu hins
vegar benda til þess að ástandiö
væri talsvert betra. 1 janúar 1980
var svo mælt á nýjan leik og að
þvi loknu iagt til aö leyft yrði að
veiöa 850 þús. tonn og 400 þús.
tonn skilin eftir til þess að
hrygna. Hefur þessi viömiöun um
endanlega stærö hrygningar-
stofnsins veriö höfö aö leiöarijósi
viö tillögugerö um hámarksafia
siöan.Á ofangreindri vertiö varö
afli samtals 962 þús. tonn og um
300 þús. tonn þvi skilin eftir til
þess aö hrygna.
Vorið 1980 voru til bráðabirgða
geröar tillögur um 650 þús. tonna
hámarksafla sem endurskoöa
skyldi eftir bergmálsmælingar á
stofnstærð þá um haustiö eöa
veturinn 1981. Samið var við
Norömenn — til bráöabirgöa —
um 750 þús. tonna heildarveiði. 1
október sama ár, aö loknum sam-
eiginlegum mælingum Islendinga
og Norðmanna á stærð stofnsins,
var lagt til aö bráðabirgöakvótinn
yrði skorinn niður um 40%.
Akv. var 30% niðurskuröur en
siöar leyföar veiðar á um 60 þús.
tonnum til viðbótar á vetrarver-
tiðinniáriöeftir. Niöurskurðurinn
nam þvi um 20% þegar upp var
staöiö eöa helmingi þess sem
fiskifræöingar höföu lagt til. Far-
iö var 230 þús. tonnum fram úr
endanlegum tillögum og ekki
fengu aö hrygna nema 160 þús.
tonn voriö 1981 samkvæmt berg-
málsmælingum. Þetta eru aöeins
2/5 hlutar þes sem lagt haföi veriö
til.
Aö þvier varðar seinasta veiði-
tlmabil voru lagðar fram bráöa-
birgöatillögur um 700 þús. tonna
hámarksafla voriö 1981 meö
venjulegum fyrirvara um endur-
skoöun aö loknum bergmálsmæl-
ingum s.l. haust eöa I vetur.
Stjórnvöld féllust á þessa tillögu,
en ekki ábendingu um aö óráðlegt
myndi aö úthluta öllum bráöa-
birgöakvótanum strax. Norsk-Is-
lenskar bergmálsmælingar, sem
geröar voru I október s.l., mistók-
ust aö hluta en sýndu svo litiö af
loönu aö yfirgnæfandi likur virt-
ust til þess að ástandið væri al-
varlegt. Lagt var til að veiðum
yröi hætt þar til tekist hefði að
mæla stærð stofnsins á ný við
betri skilyrði. Fjallaði Alþjóöa-
hafrannsóknaráöiö um þessa til-
lögu I nóvemberbyrjun og komst
aö sömu niðurstööu. Þessum til-
lögum var ekki sinnt og veiðum
var haldiö áfram án takmarkana
þartil endanlegarniðurstööur um
stærö stofnsins lágu loks fyrir i
byrjun desember. Lögð var til
stöövun veiða hiö fyrsta, en
ákveðiö var aö þau skip sem enn
hefðu ekki fyllt helming kvóta
sins mættu veiða að þvi marki og
aörir skyldu hætta. Niðurstaðan
varö þvi sú, aö aöeins voru skilin
eftir um 140 þús. tonn til aö
hrygna nú i vor, en þaö er ekki
nema rúmur 1/3 hluti þess sem aö
undanförnu hefur veriö miöaö
viö.
Hér hefur aðeins veriö stiklaö á
stóru, en fráleitt er hægt að segja
aö ekki hafi veriö fariö fram yfir
tillögur fiskifræöinga og sist á
siöastliðinni vertið. Kemur þar
margt til og stjórnvöld oft i erfiöri
aöstööu. Aöalatriöið er þó vitan-
lega hinn mikli samdráttur —
nánast hrun — loðnustofnsins
sjálfs, þrýstingur sem þetta hefur
skapaö og tregöa manna til þess
aö viðurkenna það sem margir
hljóta þó aö hafa séö meö eigin
augum. Vonandi berum viö gæfu
til aö snúa þessari óheillaþróun
viö svo loönustofninn nái aftur
fyrri stærð.
Hjálmar Vilhjálmsson
og viðbrögð
stjórnvalda
Aflinii úr íslenska loðnustofninum:
Um tillögur
fiskifræðinga