Tíminn - 04.04.1982, Qupperneq 18
Sunnudagur 4. apríl 1982
■ Þetta viðtal stendur i eina og hálfa klukkustund
Walter Siebner verður að standa allan tímann. Á
einum eldhússtólanna situr kona hans, Gabríela.á
öðrum 71 árs gömul móðir hans og á hinum þriðja
sit ég. Á svefnbekknum sem stendur í eldhúsinu
ligguryngsta barniðog er að fá sér miðdegislúrinn.
Þá er ekki um fleiri sæti að ræða hjá Siebner fjöl-
skyldunni. Walter Siebner verður því að standa og
halla sér upp að þvottavélinni sem er f ull af barna-
þvotti.
Við fætur okkar klúka þær Melanie, sem er fimm
ára og Stefanie sem er þriggja ára. Ég hef vart fyrr
séð jafn hljóðlát börn. Þau eru að leika sér að skýlu-
klút ömmu sinnar, lítilli plastfötu og tveimur
pappakössum. Fleiri leikfanga er ekki völ.
■ Venjulegur morgun á ráðn-
ingarskrifstofu i Dusseldorf.
bjóða leið henni vel hér, meðan
hún hafði hana út af fyrir sig.
Þá var Walter sagt upp hús-
næðinu, þar sem hann gat enga
leigu greitt. Ekki var hægt að
leysa málið með þvi að koma
börnunum fyrir kattarnef, eöa
hvað? Einhverntima hlýtur
ástandið lika að skána. Einhvern-
tima hlýtur Walter að fá vinnu að
nýju þvi hann hefur álit á sér sem
gegn starfsmaður. Hann hefur
aldrei lifað á lánum. Aldrei verið
veikur fyrir flöskunni. Aldrei
hefur hann hlotiö dóm fyrir eitt né
neitt. Hann er sterkbyggður og
heilsugóður i besta lagi og ekki er
það leti sem þjakar hann. Þar
sem ekkert fæst að gera utan
dyra, vinnur hann sem mest
heima við. Hann eldar matinn og
er útsjónarsamur við innkaupin á
markaðinum. Hann klippir alla
fjölskyldumeðlimina þegar þess
gerist þörf.
„Underdogs"
Hrakfallasaga Siebner i at-
vinnumálum er ekkert einsdæmi i
sögu Þjóðverja nú um stundir,
þótt sjaldan sé frá sliku sagt, þvi
þeir sem betur eru settir fá
ómögulega annað skilið en að hin-
ir ógjaldgengu og ómenntuðu.hin-
ir eilifu „underdogs” i tilverunni,
megi engum öðrum en sjálfum
sér um kenna. Siebner er eins
farið og fimmta hverjum full-
orönum Þjóðverja að hann hefur
ekki gagnfræöapróf. Hann var i
fimm ár vinnumaður i sveit. Einn
góðan veðurdag tilkynnti bóndinn
honum að honum væri sagt upp
frá og með fyrsta næstkomandi
þvi hann hafði ákveöið að kaupa
fremur dráttarvél en halda
vinnumann.
Siebner hélt nú heim til Dort-
mund og með aðstoð bróður sins
fékk hann starf sem bensinaf-
greiðslumaður. Hann vann i
fimm ár sem starfsmaður á BP
stöö. Þegar hann var yngri
langaði hann til að verða bifreiða-
smiður. Hann komst nú i kynni
viö eiganda bensinstöðvar sem
einnig var með verkstæði og hann
lofaði honum þvi að hann skyldi
komast i þetta nám hjá sér. Þetta
gekk vel i eitt og hálft ár en þá fór
athafnamaðurinn á hausinn. Enn
■ Sex manns, — þrir ættlibir búa I einu eldhúsi og litln herbergi á 38 fermetrum.
„SA SEM
VILL VIN
...FÆR
VINNU”
■ A þessu skilti fyrir framan
stáliðjuver eitt I Dusseldorf var
augiýst eftir verkamönnum.
Langt er siðan störf voru auglýst
laus i auöu reitunum.
yfir það þótt próflaus maður tæki
i bil i þá daga. En nú er annað
uppi á teningnum og hvar ætti
Siebner að útvega sér þá fjárhæð
sem greiða þarf fyrir öku-
kennslu?
Fátækt verður
að örbirgð
Walter Siebner fær 740 mörk á
mánuði i atvinnuleysisstyrk og
370 mörk i barnalifeyri. Þessi
upphæð er 46 mörkum of há, þvi
væri hún sem þessu nemur lægri,
fengi hann greitt úr sjóðum
félagsmálastofnunar.
Þó er það svo að ekki veröur
sagt að aöeins atvinnuleysið hafi
gert fjölskyldu Siebners að fá-
tæku fólki. Þegar best lét þénaði
hann 2400 mörk á mánuði. Sú upp-
hæð dugði til þess að fjölskyldan
komst af, en bláfátæk var hún
samt. Aldrei var farið i sumar-
leyfi og þau hjónin hafa ekki leyft
sér að fara I bió frá þvi þau giftu
sig. En nú hefur fátæktin hins
vegar breyst yfir i örbirgð. Sá er
munurinn. Nú jaðrar viö aö þau
séu aö verða að „hreppsómög-
um”. Þegar starfsmenn félags-
málaskrifstofunnar eða húseig-
andann ber að garöi mætir honum
óyndisleg sjón þar sem sex
manns verða að kúldrast hver
innan um annan i örþröngri ibúð.
Öteljandi eru lykkjuföllin á
sokkabuxum smábarnanna þvi
móðirin á ekki annars úrkosta en
klippa neðan af þeim þegar börn-
in vaxa upp úr þeim.
Amma situr i eldhúsinu með
grátt gamalmennishöfuð sitt kýtt
á milli herðanna, álút og utan viö
sig. Það er ekki nema þegar eitt-
hvert barnanna ætlar upp i svefn-
sóffann á skónum að hún virðist
vakna við og reynir að verja
svefnstæðið sitt,seinfær og stirð
ikiæad inmslóppi. Það er • eins og
i þessu sé fólgið hennar einasta
viðnám gegn þeirri áreitni sem
óhjákvæmilega fylgir nærveru
fjölskyldu sonar hennar sem flutti
inn á hana fyrir 12 mánuðum.
Þessi litla og ódýra ibúð, sjón-
varpið þarna og siminn er nefni-
lega i eigu Ilse Siebner sem er
ekkja vagnasmiðs. Þótt þessi
kjallaraibúð i biksvörtum leigu-
hjalli i norðurhluta Dortmund
hefði ekki nein þægindi upp á að
I eldhúsinu eru dyr sem liggja
inn i svefnherbergið. Hálft gólf-
rýmið þar inni tekur gamaldags
hjónarúm. Þar sefur móðirin um
nætur ásamt Stefáni sem er
tveggja ára og faðirinn, ásamt
Stefaniu litlu. Melanie sem er
elst barnanna sefur á bráða-
birgðafleti viö fótagaflinn. Á bak
við glerrúður i gömlum skáp er
baöherbergisáhöldum fjölskyld-
unnar komið fyrir. Ekkert pláss
er fyrir salernistengi i eldhúsinu.
Þann munað að hafa sérstakt
baðherbergi getur þetta fólk við
Gneisenaustrasse i Dortmund
ekki leyft sér. Þetta er sex manna
fjölskylda og innan hennar mæt-
ast þrir ættliðir. Ibúðin er 38 fer-
metrar.
Melanie réttir fram hendurnar
eftir silfurbréfinu i siga-
rettupakkanum minum, en hún
áræðir ekki að segja neitt. Þögnin
er dyggð, þegar þröngt er búið.
Walter Siebner er bensinaf-
greiðslumaður og hann er 37 ára.
Hann er atvinnulaus og það ekki i
fyrsta sinn. t lok siðasta áratugs
hófst mikil samkeppni á bensin-
sölumarkaðinum og fjölda stöðva
var lokað. Horfurnar nú eru
iskyggilegar. Það á einkum við
um menn á borð við Walter Sibn-
er, sem er ekki með bilpróf og
getur þvi ekki einu sinni ekið bil
inn i þjónustuskýlin. Þegar
byrlegast blés var þetta engin
fyrirstaða, aðalatriðið var að
maðurinn væri iðinn og sam-
viskusamur. Auðvelt var að lita
Skuggalegt ástand er nú víða í
Evrópu vegna atvinnuleysisins.
Hér er rætt við fjölskyldu í
Dortmund í V-Þýskalandi