Tíminn - 04.04.1982, Qupperneq 19

Tíminn - 04.04.1982, Qupperneq 19
19 varö Siebner aö halda i atvinnu- leit og um iönnámiö þurfti ekki aö ræöa úr þessu. Hann skipti nú nokkrum sinnum um vinnustaöi eftir þvi hvar kaupin geröust best á eyrinni i harönandi samkeppni. Enn viröist glaöna til, þegar enn nýr bensinstöövareigandi lof- ar honum þvi, vegna þess hve lunkinn bilstjóri hann er þótt próflaus sé aö kosta fyrir hann ökuprófiö. En áöur en til þessa kemur veröur aö loka bensinstöö- inni. Þetta gerist þegar byrjar að harðna á dalnum i atvinnulifinu um 1975. Nú er hann i fyrsta sinn atvinnulaus. Vinna fyrir 13 kr. á tímann Hann spyrst fyrir hjá náma- fyrirtækjum og á bensinstöðvum og fær eitthvaö að gera af og til. En það er alltaf timabundin at- vinna, sem næst fram fyrir ýmsar bráðabirgðaaðgeröir til stuðnings atvinnulifinu. Siöast missti hann vinnuna vorið 1981, þótt þvi hafi verið marglofað i byrjun að sú vinna yröi til frambúöar. En þvi verr seig á ógæfuhliöina hjá þess- um atvinnurekanda lika og einn starfsfélaga Siebners tók rekstur- inn að sér. Það var einmitt einn þeirra sem honum haföi jafnan komið illa saman við. Ekki var hálfur mánuöur liöinn áöur en Siebner var áþreifanlega sýnt fram á hver réöi á bænum þeim. Sú staðreynd aö Walter Siebner hefur oft skipt um vinnu og verið atvinnulaus lengi eru engin meö- mæli meö honum og þetta hefnir sin ærlega, þegar hann á ný fer á stjá i atvinnuleit. Sérhvert minnsta frávik frá fyrirmyndinni er litiö tortryggnisauga. Hver sá sem unnið hefur i hópi sýningar- fólks á bar, gengiö i Útlendinga - herdeildina,starfaö hjá verðlags- yfirvöldunum eða átt viö langvar- andi veikindi aö striöa, á svo til enga möguleika á atvinnu- markaðinum. Samt má segja að gamli orðskviöurinn ,,Sá fær eitthvaö að gera sem það vill”, sé enn i gildi. Þannig geta menn fengið að dreifa auglýsingum, — fyrir þrjú mörk á timann. (ca. 13 isl. kr.) Þau Siebnerhjónin hafa hellt upp á könnuna i tilefni af komu blaðamannsins. Kaffið er lap- þunnt. „Geföu mér bara vatn úr krananum”, segir Gabriela Siebner við mann sinn. ,,Þaö verður siðasti vatnsbollinn fram til miðvikudags”. A miövikudag fá þau barnalifeyrinn. Sú upphæð hefur lækkaö um 40 mörk frá þvi i fyrra. Viðar er neyð en i Póllandi og Vietnam 1 sjónvarpinu fylgist Gabriela með stórfelldum söfnunarher- feröum til hjálpar Pólverjum og að henni læðist sá grunur hvort þetta sé ekki gert á kostnaö félagslegrar hjálpar i hennar eigin landi. Hér viö bætast her- ferðir til hjálpar flóttafólki frá Vietnam og bænaráköll liknar félaga sem borin eru út til fólks- ins i þessum kjallara i Dortmund, þar sem vatn kemur i staðinn fyrir kaffi og sú sára tilfinning að hafa verið hlunnfarinn og svikinn. Hún hefur lært framreiöslu og eftir að kreppa tók aö hefur hún gert hvað hún getur til þess að komast út á atvinnumarkaðinn. Maður hennar og tengdamóðir hefðu lika sem best getað annast börnin. Tiu sinnum hefur hún lagt inn umsókn eftir auglýsingum frá fólki sem vantaði stofustúlku. Hún kom jafnan aftur blá og mar- in eftir biðina i þrönginni þar sem lögmál sjálfsvarnarinnar gilda. Þeir sem auglýsa eftir stofu- stúlkum eru vanalega vel efnum búnir i besta lagi. Þeir eru þvi að leita að snyrtum og seiöandi gyðj- um, sem einnig geta blandað i kokteilglösin fyrir gestinai Þvi eiga fölleitar konur i dralonslopp með þvottalúnar hendur og rytju- legt hár ekki mikla möguleika. Gabriele Sibner er lika frá fyrstu minútu viðtalsins við hús- ráðendur miður sin af óstyrkleika i hinum glæsilegu húsakynnum, sem hún þekkir aðeins úr sjón- varpi. Hún nemur lika skjótt gagnrýnisblikið i augum viðmæl- andans vegna þykku gleraugn- anna hennar og snjáðu poplin- kápunnar, sem eru eins og yfir- lýsing um þær gjörglötuðu aö- stæður sem hún býr við. „Þeirn er alveg sama hvort maður kann meira eöa minna til húsverka”, segir hún. „Þeir vilja stúlkur með snyrtar og lakkaðar neglur og i loðkápum”. 44 krónur á tímann, — það er happdrættisvinningur Þvi er svo komið að henni hefur fallist hugur og hún áræðir ekki lengur að gefa sig fram klukkan átta á morgnana á ráðningar- skrifstofu fyrir konur sem þjóna i heimahúsum. Meðal atvinnulausra hef ég (blaðamaður STERN) hitt fólk sem hefur sýnt mér 80 umsóknir um störf og áttatiu synjanir i ein- um bunka til sönnunar þvi hve þaö hefur lagt sig fram i atvinnu- leitinni. Þarna var oftar en~einu sinni um að ræöa fólk sem hafði meira en meðal sjálfsálit, átti maka i góðri stöðu, hafði ritvél og skrifaði þýsku ágallalaust, — sem ekki er almennt i V-Þýskalandi nú á dögum. Menn hljóta að búa yfir töluverðu jafnaðargeði til þess að þola að heyra það áttatiu sinnum að þeir séu orðnir of gamlir, of litt menntaðir eða of reynslulitlir. Ráöningarskrifstofan hefur stöðugt hamrað á þvi aö einka- framtak manna fái lyft björgum. Walter Sibner hefur gert hvað hann getur. Hann hefur lika mikl- ar mætur á starfsmönnum ráöningarskrifstofunnar i Dort- mund — en svo háðulegt sem það er stendur sú stofnun viö „For- wartsstrasse”. (eiginl. „Fram- farastræti”.) En honum er Iika kunnugt um aö hann er aðeins einn af 700 atvinnulausum sem sá starfsmaður, sem hefur mál hans á sinni könnu, þarf að hugsa um. Ráðunauturinn hans á hins vegar að vera 2400 atvinnuleysingjum til halds og trausts. Klámmyndamangarar Af hinum naumu fjármunum sinum hefur hann varið 200 mörk- um i smáauglýsingar: „Ungur og hraustur maður óskar eftir hvaða vinnu sem er”, og „Ung hjón með þrjú börn, óska eftir starfi þar sem hægt er að búa á staðnum, hvar svo sem er”. Þau Sibner hjónin höfðu nefnilega látið sig dreyma um að taka aö sér þjón- ustustað á afskekktum stað, þar sem annað gæti unniö, meöan hitt gætti barnanna. Þau fengu lika nokkur svör við auglýsingunum. Þau voru frá framleiðendum klámmynda, „frá fordómalausum bareigendum”, eins og það hét og framleiðendum spilastokka meö klámmyndum. Þar fauk draumurinn um „kaffi- húsið i sveitinni” og „tjaldstæðis- vörsluna”. Meðan við sitjum og ræöum saman i ibúöarholunni kemur nokkuð óvænt fyrir, nokkuð sem ekki heíur hent i marga mánuði: Ráðningarskrifstofan hringir og segir Walter aö gefa sig fram i málmiönfyrirtæki i grenndinni. Þar vantar mann i virsmiðar fyrir 10.85 mörk á klukkutimann. Þetta kaup kann að hækka upp i 14-15 mörk meö aukinni reynslu. Þetta hljómar eins og happ- drættisvinningur. En hann gerir sér enga von. „Ef þetta fer eins og ég býst við þá munu þeir segja: „Þvi miöur, viö höfum þegar ráðið mann i þetta. Þá stend ég uppi jafn ráðalaus”. (Og þannig fór það raunar)... Walter Sibner er staðsettur i svikamyllu. Heyri hann af lausri ibúð þá fær hann hana ekki, þar sem hann verður að segja frá þvi á umsóknareyðublööum leigu- miðlarans að hann sé atvinnulaus og eigi þrjú börn. Þar mun og koma fram að hann á ekkert sparifé til fyrirframgreiöslu né fé til þess að leggja inn til trygging- ar á ibúðinni. Fengi hann kost á atvinnu á stað sem ekki er aðgengilegur með strætisvögnum eða lestum, þá getur hann ekki þegið hana bil og bilprófslaus. Þau Sibner hjónin eiga engin húsgögn lengur þvi þau urðu þau að losa sig við, þeg- ar þau fluttu inn til ömmunnar. „Samt mundum við ganga á heimsenda til þess að útvega okk- ur vinnu einhvers staðar”, segir Gabriela. En til þessa hefur eng- inn þeirra látið til sin heyra sem fullyrða að atvinnuleysingjarnir séu letingjar, sem þrifast eins og maðkar i slógi á fjármunum skattborgaranna. (Þýtt úr STERN) —AM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.