Tíminn - 04.04.1982, Page 21

Tíminn - 04.04.1982, Page 21
Sunnudagur 4. aprll 1982 21 á bókamarkadi o\ I iiu. s •'Kixkii j: i:ur womkns i ,im r vno\ Ansa txiou- itul l<<arrív QwnpM! Heinz Höhne: The Order of the Dcath’s Head. Pan 1981. ■ „Einkennisbúningurinn þeirra var svartur og þeir voru ógn heillar þjóðar. Merki þeirra var ásjóna dauðans og þeir sóru foringja sinum eilifa hollustu. Tákn þeirra var tvö- falt S með rúnaletri og þeir myrtu menn i milljónatali.” Þær eru ófáar og að sönnu misgóðar bækurnar sem hafa verið ritaðar i ýmsu skyni um sérsveitir Hitlers — SS eða Schutstaffel — og for- ingja þeirra, hænsna- bóndann Himmler og hinn kaldlynda Heydrich. Fyrir- bærið á sér heldur ekki neina hliðstæðu. Skuggi þessara ill- ræmdu úrvalssveita grúfði yfir öllu mannlifi i þriðja rik- inu, þær voru i senn einkaher, lögregla, leyniþjónusta, sér- legur lifvörður Hitlers, sáu um rekstur einangrunar- og út- rýmingarbúða og þegar endir- inn nálgaðist voru það þær sem leystu svo vandvirknis- lega af hendi það hlutverk að eyða gyöingum. Og þvi skal ekki gleyma að sveitirnar samanstóðu ekki einvörðungu af brjáluðum foringjum, held- ur einnig af þúsundum og milljóm ungra manna, rjóma hins þýska kynstofns, sem þarna hlaut ærið kúnstugt uppeldi. Höfundur bókarinnar sem hér er i enskri þýðingu er þýskur blaðamaður, hann tek- ur þetta vandmeðfarna við- fangsefni föstum tökum og gætir þess að fella ekki dóma umfram það sem óhjákvæmi- legt er. Útkoman er vönduð og itarleg bók „blaðamennsku- sagnfræði” á háu plani. Til mikils skilningsauka eru ýmis kort, töflur og listar sem fylgja bókinni. Edmond Rostand: Cyrano de Bergerac. Bantam 1981. Frakkinn Edmond Rostand stundaði ritstörf i meira en þrjátiu ár, sló einu sinni i gegn svo um munaði, en mátti þó oftast þola að verk hans mættu nokkru fálæti. Hann var i raun aldrei i takt við samtið sina. Það er leikritiö um hetjuna skritnu, andhetjuna Cyrano de Bergerac, sem hefur haldið nafni Rostands á lofti og mun óefað gera þaö um ókomna framtið. Leikritið er skrifað i anda gamalla hetjubók- mennta, gerist á tima Loðviks XIII i Frakklandi, þar er Cyrano hirðgæðingur skylmingameistari, bardaga- maður góður, skáld og elsk- hugi — en fyrir utan þessa miklu mannkosti með afbrigð- um ljótur, nefið á honum er úr lagi gengiö og alltof stórt. Út- koman er einhver elskuleg- asta hetja i heimsbók- menntunum. Hér er Cyrano de Bergerac sem er saminn i bundnu máli i ágætri þýðingu bandariska skáldsins Birans Hookers. Þegar leikritið var fyrst sýnt árið 1898 þótti það vera mikil tilbreyting frá þeim bræörunum realisma og naturalisma sem þá voru alls- ráðandi innan leikhússins. mætti ekki segja að Cyrano sé skrifaður i rómantiskum stil með háðslegu ivafi. Anna Coote & Beatrix Camp sell: Sweet Fr.eedom. Picador 1982. Hvert stefnir kvennahreyf- ingin? Og hvað hefur áunnist á þessum rúma áratug sem herská kvenfrelsisbarátta hefur sett sitt mark á heim- inn? Vissulega erhægt að taka undir þá skoðun höfunda þessa rits að hin alþjóölega kvenna- hreyfing muni þegar fram liða stundir verða talin ein af áhrifamestu stjórn- og félags- málahreyfingum þessarar aldar. Satt er það, það er eng- inn hægðarleikur að átta sig á breytingunum á aðstöðu kynj- anna siðustu áratugina, efna- hagslegum, þjóðfélagslegum og þó ekki sist hugarfarsleg- um, en vist er að allmargir mundu lita á konu 6ta og7da áratugsins sem einhvers konar steinaldarveru. Hlut- irnir hafa að sönnu gerbreyst, þótt enn séu vissulega mörg ljón i veginum. Þessi breska bók leitast við að meta það sem hefur áunnist i kvenna- baráttunni i sjálfstæðum köfl- um um atvinnulif, menningar- lif, kynlif og fjölmargt fleira. Um leið er reynt að draga lærdóma af fortiöinni til að móta stefnu framtiðarinnar, enda ekki vanþörf á að velta þessum málum fyrir sér, svo margklofin sem kvennahreyf- ingin nú er um markmið og leiðir. Höfundarnir eru bresk- ar blaðakonur, báðar fæddar 1947 og þvi af þeirri kynslóð kvenna sem fyrst gerði alvar-1 legan uppsteyt. Oscar Lewis: Pedro Martlnez Penguin 1980. I viðfrægum bókaflokki sinum um Sánchez-fjölskyld- una gerði þessi sami Oscar Lewis, mannfræðingur og rit- höfundur, lifi i fátækrahverfi i Mexikóborg mikil og góð skil. Hér er hann á öðrum slóðum I sama tilgangi, i mexikönsku sveitaþorpi. Söguhetjan Pedro Martinez var fæddur 1889, fá- tækur bóndi i frumstæðum heimi, þarsem hungur, skuld- ir, sjúkdómar og ofbeldi voru aldrei langt undan. Ungur reið hann i sveitum uppreisnar- mannsins Zapatas, gerðist siðan aðventisti, sendi börn sin i skóla og var á margan hátt framfaramaður i heima- byggð sinni. Samt er hann skilgetið afkvæmi umnverfis- ins sem gat hann, haröur maður og þvermóðskufullur, fastur i viöjum gamalla hefða og fordóma og stjórnar fjölskyldu sinni eins og harð- stjóri. Sagan er sönn, viö heyrum hana af vörum Pedros sjálfs, með viðbótum frá kon- unni Esperönzu og syninum Felipe. Lewis hefur siðan það hlutverk að færa söguna i læsilegan búning. Lewis, prófessor i mannfræðum við bandariskan háskóla, helgaöi lif sitt vettvangsrannsóknum af þessu tæi og hlaut heims- frægð fyrir. Þetta er mann- fræði sem skiptir máli, en ekki siður góðar og skemmtilegar bókmenntir. gudsþjónustur Háteigskirkja Laugardagur: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. — Sunnudagur: Fermingarguösþjónusturkl. 10.30 og kl. 14.00. Prestarnir. Kársnesprestakall Barnasamkoma i Kársnesskóla kl. 11. Fermingarguðsþjónusta I Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Arni Pálsson. Langholtskirkja. Fermingarguösþjónustur kl. 10.30 og kl. 12.30. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 10.30. Ferming og altarisganga. Messa kl. 14.00 i umsjá Asprestakalls. Ferming og altarisganga. — Mánudagur 5. april, kvenfélagsfundur kl. 20, afmælisfundur. — Þriðjudagur 6. april, bænaguösþjónusta á föstu kl. 18.00. Sóknarprestar. Neskirkja Laugardagur 3. aprfl: Samveru- stund aldraðra kl. 15. Blómaferð i Mosfellssveit. 1 leiðinni verður dælustöö hitaveitunnar skoöuð. — Sunnudagur 4. april: Barnasamkoma kl. 10.30. Fermingarguðsþjónustur kl. 11.00 og kl. 14.00. — Þriðjudagur 6. april: Altarisganga kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljasókn Barnaguðsþjónusta að Seljabraut 54, kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta i ölduselsskóla kí. 10.30. Fermingarguösþjónusta i Frikirkjunni kl. 10.30. Föstu- messa i ölduselsskóla kl. 20.30. Safnaöarfólk les Ur Pislarsögu og Passiusálmum. Sungnir verða pislarsálmar. Kirkjukór Selja- sóknar syngur undir stjórn Ólafs W. Finnssonar og kór öldusels- skóla undir stjórn Margrétar Dannheim. Seltjarn arnessókn Barnasamkoma kl. 11 i félags- heimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson. Frikirkjan i Reykjavik Messa kl. 2, ferming og alt- arisganga, Safnaðarprestur. Eyrarbakkakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2, altarisganga. Sóknarprestur. Prestar i Reykjavikurprófasts- dæmi halda fund I Norræna húsinu n.k. mánudag. VIDEO- fCARKMMJJI/NJf Hahrabörúio Höfum VHS myndboiui og original spólur i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14— 18 og sunnudaga frá kl. 14—18. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. Tekiö skal fram aö hér er um kynningar aö ræða en öngva ritdóma. Auglýsið M / Timanum Höfum nú á lager okkar landsþekktu einfasa rafmótora, meó tilheyrandi rofabúnaói. StærÓir: 10-18 hö. Rakaþéttir. Bændum er ráólagt aó senda inn pantanir sem fyrst. HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMh 85656 OG 85518 VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGIN) Sími38900 Utboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i eftirtalið efni fyrir Suðurlinu. RARIK-82016 Raflinuvir RARIK-82017 Einangrar RARIK-82019 Stagvir. Tilboðum skal skila til skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118 fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 19. mai 1982 og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik frá og með mánudeginum 5. april 1982 og kostar kr. 50,- hvert eintak. Reykjavik 1. april 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.