Tíminn - 16.04.1982, Side 5

Tíminn - 16.04.1982, Side 5
Föstudagur 16. april 1982 5 fréttir Óvenjulcg llfsreynsla ungs Akureyrings: GEKK MED LOFTNETSBÚT í HÖFÐINU í ÞRÉTTAN VIKUR! „Má víst þakka fyrir að vera á lífi”, segir Eyjólfur Águstsson ■ „Ég má vist þakka fyrir að vera á lifi, eða a.m.k. án alvarlegra ör- kumla,” sagði Eyjólfur Ágústsson, ungur Akur- eyringur i viðtali við Timann i gær, en hann lenti i þeirri óvenjulegu lifsreynslu að fá i vél- sleðaslysi um áramótin, tæplega tiu sentimetra loftnetsbút upp i gegn- um nef sér, sem stakkst áfram upp i höfuð. Þessi aðskotahlutur i höfði Eyjólfs kom ekki i ljós fyrr en nú fyrir skömmu, þvi Eyjólfur missti meðvitund i slys- inu og nú i byrjun april- mánaðar var fram- kvæmd aðgerð á Eyjólfi þar sem loftnetsbútur- inn var f jarlægður. Tim- inn bað Eyjólf að greina nánar frá tildrögum þessa slyss. „Ég var á snjósleða hér uppi i Hliöarfjalli á nýársdag að leika mér og lenti i snjóblindu, þannig aö ég fór fram af 5 metra hárri hengju á sleðanum. Nú ég kastað- ist fram og i rauninni veit ég ekk- ert nema það að ég braut fram- glerið i sleðanum og loftnet á lit- iUi talstöð Ég missti meðvitund i smástund, en þegar ég rankaði við mér þá var ég með heljarblóð- nasir. Égkom mér hið fyrsta nið- ur á Akureyri og jafnaði mig. Svo þegar liða fer á, fer ég að verða þungur i höfðinu og fæ hita. Ég hafði þá samband við lækni, ætli það hafi ekki verið svona þremur vikum eftir að þetta gerðist og hann hélt að ég hefði brákast á nefi, þvi það var svolitið rautt, og aö igerð væri komin i nefið. Fékk ég þvi pensilin og skánaði við það, en þetta tók sig upp á nýjan leik, þegar lyfjakúrinn var búinn. Ég fékk aftur lyf hjá lækninum, en versnaöi aftur, þegar þau voru búin. Þá fór ég aðtaka eftir þvi að út úr annarri nösinni á mér komu örsmáir virar tveir eða þrir og fór ég þvi aftur til læknisins. Hann sendi mig þá strax i myndatöku, og þá kom i ljós i myndatökunni að einhverjir aðskotavirar voru lengst inni i haus á mér. Reyndist þetta þá vera efsti hlutinn af tal- stöðvarloftnetinu, sem hafði þá stungist beint inn i vinstri nösina við slysið og svo beint inn i höfuð: Ég var svo skorinn 1. april sl. og þá var tekinn út 9.5 sentimetra iangur fiberglassbútur, með vira- draslinu inn i, og nú er ég bráð- hress og stálsleginn. Ég var hjá lækninum i gær, en þá var tekinn úr mér saumurinn og læknirinn sagði mér að það hefði ekki munað nema svona einum senti- metra að loftnetsbúturinn heföi rekist i heiladingulinn, og ef þannig hefði farið, þá væri ég örugglega ekki aö segja þér þessa sögu núna.” Eyjólfur sagði jafnframt að hann kenndi sér nú einskis meins og væri að byrja að æfa knatt- spyrnu á fullu á nýjan leik. Timinn hafði i gær samband við Eirik Sveinsson, lækni á Akureyri sem hefur annast Eyjólf i þessum sérstæðu veikindum hans og spurði hann álits á þvi sem gerst hefði. „Drengurinn má að öllum likindum þakka lif sitt þvi að loft- netsstöngin brotnaði þar sem hún brotnaði, þvi ef hún heföi gengið lengra upp i höfuðið, þá hefði hún farið i heiladingulinn. Það mun- aði ekki nema um sentimeter að svo færi.” Aðspurður um það hvort það teldist læknisfræðilega merkilegt að Eyjólfur hefði gengið með þennan aðskotahlut i höfði sér i þrjá mánuði án þess að það hefði varanlegar afleiðingar sagði Ei- rikur: „Það er þaö nú ekki i sjálfu sér, en auðvitað er það mjög sjaldgæft að svona lágað gerist, án þess að það sjáist á yfirborðinu. Loftnets- búturinn hefur einhvern veginn smeygst i gegnum nefholið á hon- um, en þaö sást aldrei á yfirborð- inu, eða við skoðun, fyrr en virarnir fóru að ganga út úr nös- inr.i á honum. Það eina sem sást við myndatökuna voru þessir vir- ar, þvi fiberglerið kemur ekki fram á röntgenmynd. Ég varð satt að segja talsvert hissa, þegar við fjarlægðum bútinn með að- gerð, að sjá stærðina á loftnetinu, þvi þessi bútur var 9.5 sentimetra langur, breiðari endinn, sá endi sem ég togaði út var nærri hálfur sentimetri i þvermál, en sá end- Eyj'&lfur er kunnur knatt- spyrnumaður og sem betur fer kemur þessi óvenjulega lffs- reynsla ekki i veg fyrir að hann geti stundað iþrótt sina. Innbrotsþjófur réðist á sofandi mann ■ Innbrotsþjófur barði húsráö- anda i andlitiö með kaffibrúsa þar sem hann svaf i ibúð sinni við Skúlagötu aðfaranótt miðviku- dagsins. Húsráðandinn skarst nokkuð i andliti og svo brákaðist á honum nefið við höggiö. Húsráðanda tókst þrátt fyrir allt að stöðva innbrotsþjófinn og hringja i lögregluna sem handtók hann á staðnum. — Sjó. ■ Hérséstsvo loftnetsbúturinn í öilu sinu veldi, og til þess að lesendur getinú gert sér fulla grein fyrir lengdhans og þykkt hefur ljósmyndarinn sett eldspýtustokk viðhliðina á honum, til þess aðsamanburð- ur fáist- Mynd—G.K. inn sem gekk upp i höfuðið mun mjórri.” Eirikur var að þvi spurður hvort hann myndi greina eitthvað frá þessu máli á vettvangi lækna: „Ég veit það nú ekki. Það er ekki búið að taka neina afstöðu til þess — þetta er svo nýskeð. En það er nú venjan hjá læknum að greina frá atburðum sem koma upp á i starfi þeirra og teljast ekki til daglegs brauðs.” — AB Kristján Benediktsson um ummæli Guðrúnar: „Hlægileg vitleysa” ■ Blaðinu barst i gær eftirfarandi yfirlýsing frá Kristjáni Benedikts- syni undir fyrirsögninni „Hlægileg vitleysa”. Er þar visað til ummæla, sem Guðrún Helgadóttir lét falla hér i blaðinu i gær. „Ég sé i blöðum að Guðrún Helgadóttir sé varamaður minn á ráðstefnu á vegum höfuðborga Norðurlanda, sem haldin verður i Osló i næstu viku og raunar segir hún það sjálf i viðtali við Timann. Guðrún Helgadóttir fer ekki sem varamaður eins eða neins heldur sem borgarfulltrúinn Guðrún Helgadóttir. Sú hefðhefur skapast að á þess- ar ráðstefnur höfuðborganna fari einvörðungu borgarfulltrúar og venjulega einn til tveir embættis- menn að auki. Að þessu sinni var ákveðið að 5 borgarfulltrúar færu, tveir frá minnihluta og þrir frá meirihluta auk tveggja emb- ættismanna. Ég átti vissulega kost á að vera einn hinna þriggja sem færu frá meirihlutanum. Hins vegar taldi ég mér ekki fært vegna mikilla anna að vera þessa daga fjarverandi. Þetta tilkynnti ég i borgarráði. Þar með var minum þætti þessa máls lokið. Ég taldi enga ástæðu til að hafa afskipti af þvi hver hinna fimm borgarfulltrúa meirihlutans færi á þessa ráðstefnu ásamt þeim Sjöfn og Sigurjóni. Það mun koma i hlut Guðrúnar Helgadóttur á umræddri ráð- stefnu að hafa framsögu um eiturlyfjavandamálið og úrræði til að hamla gegn notkun þeirra efna. Um önnur dagskrármál munu aðrir úr sendinefndinni flytja erindi. Ég er þess fullviss að allt þetta fólk mun leysa verkefni sin vel af hendi. Kristján Benediktsson”. Mistök við útgáfu kosninabæklings Alþýðubandalagsins rædd í borgarstjórn: „Sóðaskapur við hönnun á bæklingnum” — sagði Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi ■ Mistök textahöfundar og hönnuðar fyrsta kosningabækl- ings Alþýðubandalagsins fyrir borgarstjórnarkosningarnar i vor komu til umræðu á fundi borgar- stjórnar i gærkveldi. Talaði Adda Bára Sigfúsdóttir, einn borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins um „sóðaskap við hönnun bæklings- ins” um leið og mistökin voru leiðrétt. Mistökin fólust i þvi að meðal þeirra atriða sem talin eru hafa áunnist á þessu kjörtimabili i bæklingnum er ákvörðun um að taka upp skólamáltiðir til nemenda i grunnskólum borgar- innar næsta skólaár, sem ekki er raunin. Hins vegar stendur til að gera tilraun i tveimur skólum i þessa veru næsta haust. Davið Oddsson, oddviti sjálf- stæðismanna i borgarstjórn, og reyndar allir borgarfulltrúaar i- haldsins gerðu sér mikinn mat úr þessu á fundinum. Sögðu þeir aö flest öll þau atriði sem Alþýðu- bandalagið eignaði sér i bæklingnum væru stolnar fjaðrir, að þvi er ætla mætti frá sjálf- stæðismönnum, nema fyrrgreind mistök, þau væru greinilega ó- sýnileg fjöður. Það var i janúar á þessu ári sem Fræðsluráð samþykkti að skipa sérstaka nefnd til að kanna möguleika og áhuga á skólamál- tiðum til nemenda i grunnskólum borgarinnar jafnhliða umræðu um samfelldan skóladag. Var samþykkt að stefna að tilrauna- starfsemi i tveimur skólum i þessu sambandi næsta haust. A- kvörðun um þetta er tekin i ljósi niðurstöðu könnunar á fæðuvali skólanema sem reyndist afleitt. —Kás.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.