Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 4
4 9. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR MÓTMÆLI Sjö voru handteknir í Alþingishúsinu eftir að um þrjátíu mótmælendum var meinaður aðgangur að þingpöllum á þing- fundi í gær. Tveir menn komust framhjá þingvörðum út á pallana og stöðvaðist starfsemi þingsins þegar þeir hófu hróp og köll á borð við „drullið ykkur út“ og „þetta hús gegnir ekki hlutverki sínu lengur“. Ryskingar urðu í anddyri þinghúss- ins þegar vísa átti hópnum á dyr. Hin handteknu, sex karlar og ein kona, voru færð á lögreglustöðina og sleppt að loknum yfirheyrslum. Einn karlmaður er grunaður um að hafa bitið tvo lögreglumenn og sparkað í þann þriðja. Hinum var gefið að sök að hafa ekki hlýtt til- mælum lögreglu. Einnig meiddist þingvörður þegar honum var skellt utan í ofn í þinghúsinu, að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra. Hann telur meiðslin ekki alvarleg. Allt tiltækt lið lögreglu var kall- að til þegar til ryskinga kom milli mótmælenda og þing- og lögreglu- varðar, en að sögn eins mótmæl- enda var hópurinn stöðvaður í miðj- um stiganum á leiðinni upp á þingpallana. Hún segir einnig að aðgerðir lögreglu hafi verið mjög harkalegar og að einhverjir mót- mælenda hafi slasast í átökunum Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segir að mat þeirra sem sinna öryggismálum á þinginu hafi verið að þarna væri á ferð hópur sem þyrfti að hindra í að komast á þingpallana. „Ég treysti þeirra mati og hef ekki fleiri meiningar um þeirra gjörðir.“ Að sögn Sturlu var öllum starfs- mönnum þingsins mjög brugðið við uppákomuna. „Þetta er mjög alvar- legt inngrip í störf þingsins, að grímuklæddur hópur skuli ryðjast með ofbeldi inn í þinghúsið. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Sturla Böðvarsson. kjartan@frettabladid.is VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 1 1 0 -3 -4 -2 -5 1 -1 3 -6 3 8 9 6 6 3 2 1 1 4 10 13 10 6 4 8 8 13 13 6 5 15° 6° 7° 3° 6° 6° 4° 4° 7° 7° 20° 5° 11° 27° 0° 3° 14° 5° Á MORGUN 15-20 m/s um kvöldið annars mun hægari. MÁNUDAGUR 10-15 m/s vestan til annars hægari. BREYTINGAR Það eru ágæt hlýindi að taka land vestan til nú síðdegis en þó einkum í kvöld og nótt. Má búast við slyddu og síðar rigningu vestan til á landinu þegar líður á síðdegið og kvöldið. Þessi hlýindi ná yfi r meginhluta landsins og á morgun verður hitinn víðast 5-10 stig með rigningu á víð og dreif einkum þegar líður á morgundaginn. Þá hvessir töluvert á landinu annað kvöld. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BANDARÍKIN, AP Fimm bandarískir öryggisverðir gáfu sig fram við dómstól í Utah í gær. Mennirnir störfuðu hjá verktakafyrirtæk- inu Blackwater og voru ákærðir fyrir skotárás í Írak haustið 2007. Ákæran var gefin út í Wash- ington, en mennirnir vonast til að málið verði nú tekið fyrir í Utah þar sem von sé á íhalds- samari kviðdómendum, sem líklegri væru til að sýna þeim linkind. Mennirnir eru sakaðir um að hafa hafið skothríð að tilefnis- lausu og banað sautján manns. - gb Fimm Blackwater-menn: Gáfu sig allir fram í Utah BANDARÍKIN, AP Fimm fangar Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu sendu dómara í réttarhöld- um þeirra orðsendingu í gær þar sem þeir sögðust vilja játa sekt sína án tafar. Mennirnir eru sakaðir um að hafa átt hlut að árásunum á Bandaríkin haustið 2001. Meðal þeirra er Khalid Sheikh Moham- med, sem hefur áður játað við umdeildar yfirheyrslur að hafa skipulagt hryðjuverkin. Þeir vilja falla frá öllum kröfum verjenda sinna við réttarhöldin sem fram fara við sérdómstóla Bandaríkjahers á Kúbu. - gb Höfuðpaurar í Guantanamo: Segjast vilja játa án tafar DÓMSMÁL Brynjólfur Árnason, fyrrverandi sveitar- stjóri í Grímseyjarhreppi, var í gær dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Brynjólfur var hreppsnefndar- maður, odd viti og sveitarstjóri í Grímseyjarhreppi á árunum 2005- 2007. Samkvæmt ákæru og játningu hans sjálfs dró hann sér og verslun sinni með fjölbreytilegum hætti um 16,9 milljónir króna úr sjóðum hreppsins. Héraðsdómur sagði brot Brynjólfs vera í heild sinni stórfelld og auk þess framin í opinberu trúnaðar- starfi fyrir fámennt sveitarfélag. „Hefur sveitarfélagið orðið fyrir verulegu tjóni vegna brota ákærða,“ sagði héraðsdómur sem kvað ekki efni til að binda nokkurn hluta fangelsisrefsingarinnar skilorði eins og Brynjólfur fór fram á. Hann vildi einnig að bótakröfu Grímseyjarhrepps yrði vísað frá dómi en það var metið öldungis órökstutt og var hann dæmdur til að greiða hreppnum samtals 13,7 milljónir í bætur og kostnað. - gar Sveitarstjórinn sem sveikst um í starfi og stal 17 milljónum af Grímseyjarhreppi: Dæmdur í 18 mánaða fangelsi Í GRÍMSEY Fjárdráttur sveitarstjórans olli fámennu sveitarfélagi miklu tjóni sagði Héraðsdómur Norðurlands eystra. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN ÞÓR BRYNJÓLFUR ÁRNASON VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið segir að Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Nýja Glitnis, beri ekki ábyrgð á vanefndum á samningi sem hún gerði sem þáverandi starfsmaður Gamla Glitnis um kaup á hlutabréfum í bankanum. Þetta kemur fram í bréfi sem Birna sendi starfsmönnum Nýja Glitnis og birt var á visir.is í gær. Að því er virðist fyrir handvömm í bankanum gengu viðskiptin ekki í gegn og Birna slapp við að tapa stórfé þegar hlutabréfin urðu verðlaus. Skilanefnd Glitnis sá ekki grundvöll fyrir aðgerðum gegn Birnu. „Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart - sjálf var ég í góðri trú,“ segir í áðurnefndu bréfi bankastjórans. - gar Bankastjóri Nýja Glitnis: Ekki ábyrg fyrir hlutabréfarugli BIRNA EINARSDÓTTIR Sjö handteknir eftir átök Sjö voru handteknir eftir ryskingar við lögreglu og þingverði í Alþingishúsinu í gær. Hópi fólks var meinað- ur aðgangur að þingpöllum. Maður er grunaður um að hafa bitið og sparkað í lögreglumenn. Eftir uppákomuna í þinginu á fjórða tímanum í gær héldu milli tíu og tuttugu manns úr hópi mótmælenda að Lögreglustöðinni á Hverfisgötu til að mótmæla þeim handtökum sem gerðar voru í þinghúsinu. Á lögreglustöðinni var slegið upp fundi þar sem Stefán Eiríksson lögreglustjóri og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn fóru yfir málin með mótmælendum og svöruðu spurningum. Fjölmiðlafólki var meinaður aðgangur að fundinum að beiðni mótmælenda, samkvæmt Stefáni Eiríkssyni. Mótmælendur sem blaðamaður ræddi við eftir fundinn á lögreglu- stöðinni, sem ekki vildu koma fram undir nafni, sögðu lögreglumenn hafa beitt óhóflegu valdi þegar kom til ryskinganna í þinghúsinu. Sögðu þeir að meðal annars hefði verið sparkað í liggjandi fólk og að móðir á fertugsaldri hefði verið dregin á hárinu niður stigann í þinginu. Auk þess hefðu mótmælendur verið kall- aðir nöfnum eins og pakk og lýður jafnvel áður en til nokkurra ryskinga hafi komið. Stefán Eiríksson segir að á fund- inum hafi komið fram einhverjar kvartanir um að lögreglumenn hefðu gengið of hart fram í aðgerðum sínum. „Við bentum fólkinu á að ef einhverjar grunsemdir væru uppi um harkalegar aðgerðir af hálfu lögregl- unnar ætti að kæra til ríkissaksókn- ara. En eftir því sem ég hef heyrt eru engar vísbendingar um að lögreglu- menn hafi gengið of harkalega fram þarna,“ segir Stefán Eiríksson. SEGJA LÖGREGLU HAFA GENGIÐ OF HART FRAM LÁRÉTTUM VARPAÐ Á DYR Sjö voru handteknir þegar til ryskinga kom milli mótmælenda og þingvarða og lögreglu við þingfund á fjórða tímanum í gær. Þurfti að seinka fundi um rúmlega klukkustund vegna þessa. Mótmælendur lýstu vantrausti á ríkisstjórn- ina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mótmælendur við lögreglustöðina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GENGIÐ 08.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 196,3379 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,64 115,18 170,69 171,51 147,48 148,3 19,794 19,91 16,161 16,257 14,06 14,142 1,229 1,2362 170,88 171,9 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.