Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 10
10 9. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR KOSNINGABARÁTTA Í GANA Stuðnings- maður Nana Akufo-Addo, forsetafram- bjóðanda stjórnarflokksins í Gana, mætti vel skreyttur á kosningafund í höfuðborginni Accra á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Eric K. Shinseki, bandarískur herforingi af japönskum ættum, verður ráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. Shines var yfirmaður herráðs bandaríska landhersins árin 1999- 2003 og lenti oft í útistöðum við Donald Rumsfeld, þáverandi varnarmálaráðherra, og aðra ráðmenn bandaríska, ekki síst út af efasemdum hans um Íraks- stríðið. Einna verst þótti Rumsfeld þegar Shinseki fullyrti að hundruð þúsunda bandarískra hermanna gætu þurft að vera í Írak árum saman til að hafa stjórn á hlutunum þar í kjölfar innrásar Bandaríkjahers. Shinseki verður ráðherra málefna fyrrverandi hermanna. - gb Gagnrýnandi Íraksstríðsins: Shinseki verður í ráðherraliðinu VIRKJANIR Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar hugmynda um að stækka lón Laxár í Aðaldal. Þar er minnt á að áin er friðuð og óheimilt sé að breyta rennsli hennar. Hámarksframleiðslugeta Laxárvirkjunar að vetri til, þegar aðeins tvær af þremur virkjunum eru í gangi, eru 22 MW, en nú framleiðir hún um 13 MW. Krapi og ís koma í veg fyrir að hægt sé að nýta inntakslónið til fulls. Valur Hólm Sigurjónsson stöðvarstjóri sagði í fréttum RÚV í gær að til verulegra bóta yrði að hækka stífluna um átta metra. Landeigendur hafa lýst yfir andstöðu sinni. Í yfirlýsingu Náttúruverndarsamtakanna segir að inntak virkjunarinnar hafi verið hannað fyrir virkjun sem aldrei reis, vegna Laxárdeilunnar. Opið standi því upp úr og ís eigi greiða leið inn í aðrennslisgöngin. „Þetta á að vera hægt að laga án þess að eyðileggja einhvern fallegasta dal landsins með uppistöðulóni,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Oft hafi verið bent á leiðir til að veita ísnum fram hjá opinu. „Þær leiðir hafa, eftir því sem næst verður komist, ekki verið skoðaðar í alvöru vegna þess að uppistöðulón er sú lausn sem Landsvirkjun einblínir á.“ - kóp Náttúruverndarsamtök Íslands vegna hugmynda um stærra lón: Laxá í Laxárdal er friðuð STÍFLA Í LAXÁ Hugmyndir hafa verið uppi um að hækka stíflu í Laxá um átta metra, en áin er friðuð. FJÖLMIÐLAR Sýn ehf., félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er enn eini eigandi 365 miðla, sem gefa meðal annars út Fréttablaðið og reka Stöð 2. Rúmur mánuður er síðan Jón Ásgeir keypti fjölmiðla- hluta 365 hf. Jón Ásgeir fullyrti við kaupin að þeir sem áður áttu hlut í 365 miðlum í gegnum 365 hf. fengju tækifæri til að kaupa í 365 miðl- um, í samræmi við eignarhald þeirra í 365 hf. Hluthafar í Íslenskri afþreyingu hf., sem áður hét 365 hf., eru um 650. Rauðsól ehf., félag í eigu Jóns Ásgeirs, keypti 365 miðla af 365 hf. 1. nóvember síðastliðinn. Síðar breytti félagið Rauðsól tví- vegis um nafn, varð fyrst Ný Sýn og síðar Sýn. Kaupverðið var 1,5 milljarðar króna í reiðufé, auk þess sem 4,4 milljarða króna skuldir voru yfir- teknar, samkvæmt upplýsingum frá 365 miðlum. Stærstu hluthafarnir í Íslenskri afþreyingu eru Baugur og Stoðir, en um 20 hluthafar eru langsam- lega stærstir. Eftir að 365 miðlar var keypt út úr félaginu snýst rekstur þess um afþreyingu, en félagið rekur Senu og á 63 pró- senta hlut í EFG (European Film Group), sem á meðal annars Saga Film. - bj Hluthafar í Íslenskri afþreyingu hafa frest til 15. desember hafi þeir hug á að eignast hlut í 365 miðlum: Jón Ásgeir enn eini eigandi 365 miðla UMHVERFISMÁL Guðrún G. Berg- mann, eigandi Hótels Hellna, segir að rotþró fyrir þorpið Plássið á Hellum sé ógn við neysluvatn hótelsins. Guðrún vill að bæjaryfirvöld í Stykkishólmi sjái til þess að rotþróin verði færð til eins og gert sé ráð fyrir á skipulagi af svæðinu þannig að komið sé í veg fyrir hættu á mengun á vatninu. Umhverfis- og skipulagsnefnd bæjarins segir að heilbrigðisfull- trúi sé nú með rotþróna til skoðunar. - gar Vandi á Hótel Hellnum: Rotþró ógn við vatn hótelgesta GUÐRÚN G. BERGMANN SÖLUFERLIÐ 365 hf. 365 miðlar Sena EFG 63 % ( á Saga Film ofl.) Nafni breytt í Íslensk afþreying 20. nóvember Fyrrum hlut- höfum í 365 hf. hefur verið gefinn kostur á að eignast hlut í 365 miðlum. Þeir þurfa að leggja til nýtt hlutafé fyrir 15. desember. Sýn Í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar. ( Áður Rauðsól síðar Nýsýn og loks Sýn) Selt 1. nóvember Betri Notaðir Bílar Kletthálsi 2 Reykjavík Sími: 570-5220 NÝTT ÚTIBÚ ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 43 99 1 2. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Aygo 1000 Bensín, sjálfsk. Á götuna: 01.07. Ekinn: 5.000 km Verð: 1.640.000 kr. Skr.nr. DD-746 Toyota Avensis Sol 1800 bensín, 5 gíra Á götuna: 05.07. Ekinn: 48.000 km Verð: 2.990.000 kr. Skr.nr. OH-403 Toyota Hilux 2500 dísel, 5 gíra 35" breyttur með hlutföllum, krómgrind, heitkæðning í palli, dráttarbeisli. Á götuna: 09.06. Ekinn: 25.000 km Verð: 4.190.000 kr. Skr.nr. KX-340 BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Toyota RAV4 GX 2000 bensín, sjálfsk. Á götuna: 05.06. Ekinn: 55.000 km Verð: 3.440.000 kr. Skr.nr. MZ-655 Toyota Yaris 1400 dísel, sjálfsk. Á götuna: 03.06. Ekinn: 45.000 km Verð: 1.950.000 kr. Skr.nr. ML203 SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU EINFALDLEGA BETRI EN AÐRIR Toyota Corolla H/B 1400 bensín, 5 gíra Á götuna: 09.06. Ekinn: 34.000 Verð: 2.060.000 kr. Skr.nr. PD-008 ÚRVALSBÍLLÚRVALSBÍLL ÚRVALSBÍLLÚRVALSBÍLL ÚRVALSBÍLL ÚRVALSBÍLL Kletthálsi 2Kletthálsi 2 Kletthálsi 2 Nýbýlavegi 4 Kletthálsi 2 Kletthálsi 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.