Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 38
22 9. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Gamanmyndin Four Christmases hélt efsta sætinu yfir aðsóknar- mestu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Reese Witherspoon og Vince Vaughn leika aðalhlut- verkin í myndinni sem fjallar um par sem þarf að heimsækja fjórar fjölskyldur foreldra sinna á einum degi. Í öðru sæti á listanum var vampírumyndin Twilight og í því þriðja var teiknimyndin Bolt þar sem John Travolta talar fyrir aðalsöguhetjuna. Á toppnum í tvær vikur Amnesty International fagnar 60 ára afmæli Mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna með tónleikum í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsinu á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desem- ber. Á tónleikunum koma fram Ellen Kristjánsdóttir ásamt hljómsveit, KK, Jónas Ingimund- arson, Vadim Federov, Hjörleifur Valsson, Gissur Páll Gissurarson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Haukur Gröndal, ásamt hljóm- sveitinni Bardukha, Leone Tinganelli ásamt tríóinu Delizie Italiane og Stúlknakór Reykjavík- ur undir stjórn Guðrúnar Árnýjar Guðmundsdóttur við undirleik Ástríðar Haraldsdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er miðaverð 1.500. Forsala fer fram í Tónastöðinni og á skrif- stofu Amnesty International. Amnesty með tónleika > DAMON SÁ BRJÓSTIN Breska söngkonan Lily Allen seg- ist óvart hafa sýnt Damon Al- barn brjóstin á sér. Atvikið átti sér stað þegar þau reyndu án árangurs að semja lög saman. Er hún stóð upp til að fara hneppt- ust tvær tölur frá skyrtu hennar og brjóstin hopp- uðu út. „Ég er ekkert smá svöl,“ sagði Allen og sló þessu öllu upp í grín. Nú þegar Bretland virðist hafa unnið ímyndarstríðið við litla Ísland vegna Icesave-deilunnar fáum við Íslendingar góða hjálp. Sjálfur Frímann Gunnarsson, sem getið hefur sér gott orð í þáttunum Sigtið á Skjá einum, hefur sett fram hugmynd að ímyndarauglýs- ingu á bloggsíðu sinni (frimann. blog.is). „Það hefur verið æpandi þögn varðandi afstöðu Frímanns til bankafallsins og milliríkjadeil- unnar við Bretland,“ segir Gunnar Hansson, sem þekkir Frímann betur en flestir. „Hann upplifir sig sem skilnaðarbarn í þessari deilu því þótt Frímann hafi alist upp á Ísland þá menntaði hann sig í Bretlandi. Þar varð hann að þeim heimsborgara sem hann er.“ Hugmynd Frímanns um ímyndarauglýsinguna er mjög metnaðarfull. Hann sér fyrir sér að John Cleese leiki breskan leigu- sala, Sir Winterbottom, sem réttir íslenskum námsmanni seðlabúnt þar sem námsmaðurinn (leikinn af Hilmi Snæ eða Ingvari E.) liggur bláfátækur í göturæsinu. Í hug- myndinni er Randver Þorláksson í hlutverki Cleese en Frímann leik- ur námsmanninn. „Verði auglýs- ingin gerð, vonast Frímann til að hún verði fyrsta skrefið í að leysa þessa erfiðu deilu. Hann vonar að mamma og pabbi taki saman aftur.“ Af Frímanni er það annars að frétta að hann fæst aðallega við ritstörf þessa dagana. „Bloggsíð- an er hans vettvangur og þar mun hann birta ljóð og pistla á næst- unni,“ segir Gunnar. „Svo var hann búinn að klára heila auglýsinga- herferð fyrir Glitni. Herferðin var einmitt tilbúin föstudaginn áður en bankinn féll. Þar var hann með ýmsar ráðleggingar í fjármálum og var auðvitað eins og fíll í postu- línsbúð. Þetta voru drepfyndnar auglýsingar en þættu líklega hálf óviðeigandi núna. Kannski verða þær notaðar seinna.“ - drg Randver leikur John Cleese VONAR AÐ MAMMA OG PABBI TAKI SAMAN AFTUR Randver í hlutverki John Cleese og Frímann í hlutverki Hilmis Snæs. Leikarinn Björgvin Franz Gíslason hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Nóg er að gera við undirbúning Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu auk þess sem hans annað barn er á leiðinni í heiminn. „Það átti að gerast á laugardaginn. Maður er alltaf að biðja börnin um að fresta þessu aðeins því það er alltaf eitt- hvað sem þarf að gera en ég veit að konan mín bíður spennt eftir því að það poppist út. Hún er orðin mjög þreytt,“ segir Björgvin Franz, sem á fyrir sjö ára dóttur. Björgvin hefur undanfarin tvö ár getið sér gott orð sem skemmtikraftur á hinum ýmsum samkomum en allt slíkt er nú í biðstöðu. „Ég var alltaf í þessu samhliða Stundinni en ég tók fyrir það fyrir jólin út af barninu og Stundinni,“ segir hann. „Svo veit ég ekkert hvað verður. Ég ætlaði alltaf að sjá hvort ég myndi koma mér upp nýju efni eða gera eitthvað annað. Það væri gaman að vinna í sjónvarpi eða bíó, ég ætla að sjá hvert maður verður leiddur í þessu.“ Björgvin segist hafa komið fáránlega vel út úr kreppunni. „Ég er einn af þeim sem held vinnunni og er ofsaglaður yfir því. Ég er hepppinn að hafa vinnu og ekki bara einhverja vinnu, heldur skemmtilegustu vinnu í heimi.“ Í næsta þætti af Stundinni okkar kemur Sveppi í heimsókn og syngur lag. Einnig verður sýnt gamalt myndskeið með Páli Vilhjálmssyni sem Gísli Rúnar, faðir Björgvins, túlkaði svo skemmti- lega á árum áður. Jólastundin okkar er síðan í undirbúningi og þar verða á meðal gesta Páll Óskar og Eiríkur Fja- lar. - fb Annað barn á leið í heiminn BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON Björgvin Franz hefur í mörg horn að líta þessa dagana enda nýtt barn á leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA www.toyota.is Toyota - Piparkökubílasamkeppni Hitaðu ofninn og settu á þig svuntuna – Toyota á Íslandi heldur samkeppni um flottustu piparkökubílana 2008: • Keppt í tveimur flokkum: fólksbíla og jeppa • Skilafrestur til 10. desember • Allir piparkökubílarnir verða til sýnis í sýningarsölum Toyota • Dómnefnd velur bestu bílana í hvorum flokki og verðlaun verða afhent 22. desember: Miðbæjargjafabréf að verðmæti 50.000 kr. Nú taka fjölskyldur landsins höndum saman og töfra fram flottustu piparkökubíla sem sést hafa. Nánari upplýsingar finnur þú á www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 42 81 1 1/ 08 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Kanntu piparkökubíl að baka? FOUR CHRISTMASES Reese Witherspoon og Vince Vaughn þykja fara á kostum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.