Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 24
 9. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hans Myndasögur, -diskar og græjur eru meðal þess sem á upp á pallborðið hjá njörðum og tæknigúrúum. Ýmislegt spennandi er í boði fyrir þessi jól, þar á meðal margslungin myndakerfi og myndasögur um hetj- ur og nískar endur. Gísli Einarsson hjá versluninni Nexus segir myndasögur og -blöð alltaf vera vinsælar jólagjafir. „Hún er til dæmis frábær myndasag- an um ævi Jóakims frænda úr Andr- ésar andar-blöðun- um. Þar eru á ferð sögur sem vísa til gömlu sagnanna sem komu út frá 1950 til 1960 og eru látnar mynda sam- fellda heild í þessu riti. Don Rosa held- ur utan um verkið en hann þykir af mörgum sá eini sem nær þess- um gamla stíl.“ Klaufabárðarnir eru svo annað dæmi um vinsælar sögupersón- ur sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga með DVD-útgáfu á ævin- týrum þessara uppátækjasömu kjánaprika. „Eins má nefna jað- armyndir eins og Drawn Togeth- er og Robot Chicken, sem eru teiknimyndir ætlaðar fullorðn- um. Myndirnar eru alls ekki fyrir börn.“ Gísli mælir svo með blue ray- mynddiskum fyrir þá sem vilja mikil myndgæði. „Útlit var fyrir að vandræði yrðu með þá vegna gengisvandamála en nú virðist ætla að rætast úr því. Hér verða ofurhetjumyndir í góðu úrvali fyrir jólin og einhverjar þeirra er svo hægt að fá í formi leikfanga- karla, sem má stilla upp í hillu eða á skrifborð.“ Þeir sem hafa síðan fengið nóg af ástand- inu eða gangi heimsmála al- mennt geta tekið málin í sínar hendur í hern- aðarspilinu Axis and Alleys, sem gerist í seinni heimsstyrjöld- inni og gengur út á að leggja undir sig heiminn. „Leik- menn geta verið mest fimm, þrír í liði Bandamanna og tveir sem stýra óvinaherum. Spilið er svipað og Risk, en ögn flóknara. Svo er borðspil- ið Diplomacy loks aftur fáanlegt þar sem markmiðið er að ná völdum í Evrópu en þó með ögn friðsamlegri hætti.“ Þeir sem vilja fikra sig meira yfir í nýjustu tækni gætu glaðst yfir Bose LifeStyle-stjórnstöðinni sem Gísli Þorsteinsson, starfs- maður hjá Nýherja, spáir vinsæld- um en með henni má velja tónlist fyrir fjölda herbergja í stað þess að vera með hljómtæki í hverju fyrir sig. „Stjórn- tækið er útvarp og heima- Ofurhetjur og nísk Gísli Einarsson rekur verslunina Nexus fyrir þá sem kunna vel að meta myndasögur, -diska og Handlagna húsfeður er gaman að gleðja um jólin. Það ætti ekki að þurfa að verða neinn höfuðverkur að finna góða gjöf því handlagn- ir hafa yfirleitt gaman af hvers kyns verkfærum og tólum. Bygg- ingavöruverslanir eru því við- komustaðurinn við jólagjafainn- kaup fyrir þá. Við val á verkfærum er gott að hafa í huga hversu handlaginn við- komandi er. Fyrir þá sem allt leik- ur í höndunum á er kannski óþarfi að splæsa í flókið og dýrt verk- færasett sem dygði til að byggja heilt hús. Einföld grunnáhöld eiga kannski betur við því hjá þúsund- þjalasmiðum getur einfaldasta verkfæri orðið að töfratæki. Góður klaufhamar leikur í höndunum á handlögnum við hvers konar verk og nauðsynlegt áhald á hvert heimili. Einnig er kúbein hentugt til fjölbreytilegra verka og ófáar aðstæður koma upp þar sem gott kúbein myndi koma að gagni. Einnig eru hlífð- argleraugu nauðsynleg því hinn handlagni vílar sjaldan fyrir sér að standa í stórræðum. - rat Að gleðja handlaginn Með Bose LifeStyle má velja tónlist fyrir fjölda herbergja. Kostar frá 849.000 krónum hjá Sense í Hlíðarsmára í Kópavogi. Hægra megin við stöðina er 40 tommu Sony BRAVIA sjónvarp, KDL40-Z4500, en 200 riða myndvinnsla eyðir tifi í hreyf- ingu á mynd og tryggir meiri skerpu. Kostar 569.900 kónur í Sony Center. Canon Eos 1000D er 10,1 megapixla og býr yfir svonefndum CMOS skynjara sem skilar lifandi og skörpum mynd- um í litlum birtu skilyrðum. Þá fangar hún stórar jpeg myndir á þremur römmum á sekúndu í sam- felldri mynda- töku. Kostar 84.900 krónur og fæst í netverslun Nýherja. Iron Man, Hellboy og Indiana Jones eru meðal þeirra hetja sem ratað hafa á hvíta tjaldið og fást nú á blue ray-mynddiskum. Íslensku útgáfurnar kosta á bilinu 3.500 til 3.900 krónur. Kúbein nýtist til margvíslegra verka bæði við niðurrif og uppbyggingu. Handlaginn húsfaðir verður ekki í vandræðum með að finna not fyrir gott kúbein. þegar staðið er í stórræðum eins og handlögnum er von og vísa eru hlífðargleraugu nauðsyn- leg. Þau nýtast einnig um áramótin þegar flugeldunum er skotið upp. Sumum gæti þótt gaman að fá verk- færi og tól í jólagjöf. Góður klaufhamar er nauðsynlegur á hvert heimili því alltaf þarf að reka inn nagla eða draga hann út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.