Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 12
12 9. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Klassískt „Við ætluðum okkur stóra hluti í bikarnum en það hafðist ekki og við verðum nú bara að sleikja sárin og koma sterkari til baka.“ ARON KRISTJÁNSSON ÞJÁLFARI HAUKA EFTIR TAP FYRIR FH Fréttablaðið 8. desember Rétti tónninn „Við slógum þann tón að tala fyrir bjartsýni, kjarki og að þjóðin fylkti sér saman um að takast á við erfiðleikana og það fékk góðar undir- tektir.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FOR- MAÐUR VG UM FLOKKSRÁÐSFUND Morgunblaðið 8. desember Kreppan kemur niður á fjölmörgum, ekki síst þeim lægra launuðu í þjóðfélag- inu, og birtingarmyndir kreppunnar eru ýmsar þó að enn séu áhrifin ekki að fullu komin fram. Í mörg- um tilfellum er fólk komið í hlutastarf og atvinnuleysis- bætur á móti og ýmsir eru að velta fyrir sér að fara í nám. Flestir reyna þó að taka á erfiðleikunum með jákvæðum og uppbyggileg- um hætti eins og sjá má á viðtölum við fólk í þessum sporum. Borga fyrir gróðæri liðinna ára Alexander Skaltsogiannis, kokkur frá Grikklandi, var að uppfylla draum með því að koma til Íslands til að vinna sem matreiðslumaður á veitingastað. Hann hafði unnið í tvo mánuði þegar honum var sagt upp vegna ástandsins í þjóðfélag- inu. „Allt fór á hvolf í lífi mínu,“ segir hann. Alexander hefur unnið sem kokkur í fjölmörgum Evrópulönd- um og fannst alltaf eitthvað vanta upp á en þegar hann kom til Íslands fannst honum allt smella saman. Hann segist hafa komið til Íslands til að vinna í nokkur ár en það hafi ekki gengið upp svo nú neyðist hann til að fara úr landi. - ghs Alexander Skaltsogiannis: Draumurinn fór á hvolf ALLT Á HVOLF „Allt fór á hvolf,“ segir Alexander Skaltsogiannis, kokkur frá Grikklandi. „Ég er atvinnulaus í augnablikinu en ég hef það svo sem ágætt, betra en margur. Ég er ekki með íbúðarlán svo að ég hef það svo sem ágætt. Ég leigi herbergi og er ekki í neinum stórskuldum. Ég er vel stæður þannig séð,“ segir Hörður Friðriksson, nemi í rafvirkjun. Hörður er nýlega orðinn atvinnulaus og hefur skráð sig á atvinnuleysisskrá. „Mér sýnist ekki mikla vinnu að hafa í augnablikinu. Kannski skellir maður sér bara í skóla og klárar rafvirkjann. Ég á fullt eftir af náminu og var bara á byrjunar- stigi þegar ég fór að vinna.“ - ghs Hörður Friðriksson nemi: Fer líklega bara aftur í skólann BETRA EN MARGUR „Ég hef það svo sem ágætt, betra en margur,“ segir Hörður Friðriksson nemi. Dorian Prince er ræstitæknir frá Breska Gvæjana og hefur búið á Íslandi í tólf ár. Starfshlutfall hennar hefur verið minnkað um helming. Hún vinnur núna fjóra tíma á dag og fær atvinnuleysis- bætur á móti í fjóra tíma á dag. „Ég hef þörf fyrir meiri vinnu en ég bíð róleg, ég er þolinmóð,“ segir hún. „Ég hef trú á ríkis- stjórninni.“ Efnahagsástandið hefur mikil áhrif á Dorian og mann hennar sem er sjómaður. „Allt hefur hækkað gríðarlega, afborganir af húsinu okkar. Við biðjum fyrir Íslandi. Við biðjum guð um að breyta ástandinu og leysa efnahagsvandann á Íslandi mjög fljótt.“ - ghs Dorian Prince ræstitæknir: Ég hef trú á ríkisstjórninni BIÐJUM FYRIR ÍSLANDI „Við biðjum fyrir Íslandi,“ segir Dorian Prince, ræstitæknir frá Breska Gvæjana. Elín Jakobsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta, aðallega í París og Berlín, síðustu ár. Hún flutti heim í apríl og reyndi að finna sér vinnu en „það gengur ekki neitt“, segir hún. Elín ætlar að halda áfram að leita sér að vinnu eða fara í skóla og læra þá sálfræði. „Atvinnurekendur segjast vera að minnka við alla vinnu eða ekki taka við nýju fólki. Allir í kringum mig hafa misst vinnuna um þriðjung og upp í helming,“ segir hún og telur að ef skólarnir breyti reglunum og fari að taka inn fólk séu allir „að fara að skrá sig í skóla. Allir.“ Elín er 22 ára og býr hjá afa sínum. „Ég bý hjá afa mínum núna og það er erfitt fyrir hann að ná endum saman. Þetta er hræðilegt.“ - ghs Elín Jakobsdóttir: Erfitt að ná endum saman ALLIR Í SKÓLA Allir eru „að fara að skrá sig í skóla“, segir Elín Jakobsdóttir fyrirsæta og veltir fyrir sér að fara sjálf í skóla. FARA FRÁ „Ríkisstjórnin þarf að fara frá,“ segir Sigurður Baldurs- son þakgerðarmaður. Sigurður Baldursson þakgerðar- maður hefur verið sjálfstætt starfandi síðustu fimm árin. Sigurður hefur áður kynnst atvinnuleysi en þetta er í þriðja sinn sem hann missir vinnuna. Áður var hann líffræðingur og þar áður verkamaður. „Þetta gerist á fimm til átta ára fresti en það er bara fínt að geta skipt um,“ segir hann. Sigurður er ánægður með nýju lögin sem heimila sjálfstætt starfandi fólki að minnka við sig starfshlutfall. „Lögin gefa sjálfstætt starfandi einyrkjum að minnka við sig starfshlutfall í fimmtíu prósent þannig að ég get haldið þetta út í sex mánuði í stað þess að loka fyrirtækinu alveg. Lögin eru til bóta en ríkisstjórnin þarf að fara frá eins og skot.“ - ghs Sigurður Baldursson: Lögin til bóta fyrir einyrkja FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA „Ég er nú nýkomin úr góðu yfirlæti austur á Egilsstöðum um helgina,“ segir Ásta Þorleifs- dóttir jarðfræðingur og fyrrum varaformaður Orkuveitu Reykjavíkur. „Ég var þar að heimsækja eiginmanninn minn en nú er ég að glíma við jóla- seríurnar mínar og þær leiddu hugann að Orkuveitu Reykjavíkur og breyttri stefnu þar á bæ,“ segir hún. Ásta hætti sem varaformaður Orkuveit- unnar þegar síðasti meirihluti í Reykja- vík tók við völdum, en Ástu eru umhverfismálin mjög hugleikin. „Já, ég hef eytt drjúgum tíma í dag að velta Orkuveitunni fyrir mér, maður áttar sig ekki á því hvað maður hefur mikil áhrif í svona stjórn fyrr en maður er kominn út úr henni. Ég hef verið að hugsa sérstaklega um Bitruvirkjun, sem er síðasta framkvæmdin sem maður hefði haldið að fara ætti í áður en búið er að leysa útblástursmálin. Ég hélt að það hefði verið komið samkomu- lag um að taka Hverahlíðarvirkjun á undan Bitruvirkjun. Svo fer raforkan öll í einn iðnað og raforkuverðið miðast því við álverð, sem hefur nú lækkað um helming. Það þarf því að gera mun ríkari kröfu um að svona fyrirtæki dreifi áhættunni,“ segir Ásta. Annars hlakkar hún til jólanna og fagnar því að rósirnar hennar séu komnar undir hvíta og mjúka ábreiðu snjósins. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁSTA ÞORLEIFSDÓTTIR JARÐFRÆÐINGUR: Glímir við jólaseríur og fagnar snjónum HEAD BRETTAPAKKAR FRÁ 39.988kr. LAUFABRAUÐ ✱ Ekki er vitað hvenær fyrst var farið að steikja laufabrauð hér á landi en í orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík, frá fyrri hluta 18. aldar, er það kallað „sælgæti Íslend- inga“. Laufabrauð eru þunnar og stökkar hveitikökur sem mörgum finnst ómissandi á jólum. Mikið hveiti er í kökunum, en stundum er blandað í þær rúgméli eða heilhveiti. Kökurnar eru sérlega þunnar og er talið að það stafi af hveitiskorti fyrr á öldum. Í Laufabrauðið er skorið ýmis konar mynstur áður en það er steikt, aðallega hið fléttaða laufa- mynstur sem brauðið er kennt við. ÍÞRÓTTIR „Eftir að landsliðið tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu í Finnlandi næsta sumar virðist sem kvennaknatt- spyrnan sé í mikilli sókn úti um allt land, nema hér hjá okkur. Þessu viljum við breyta og ákváðum því að prófa þessa leið,“ segir Birna Jónasdóttir, knattspyrnuþjálfari hjá Boltafé- lagi Ísafjarðar, BÍ88. Félagið ætlar að bjóða öllum stúlkum í 1. til 6. bekk á knattspyrnuæfingar einu sinni í viku, þeim að kostnaðarlausu. Fyrsti tíminn var á föstudag- inn var. „Það mættu margar stelpur og þær ætla að koma aftur næst. Vonandi taka þær vinkonurnar með,“ segir Birna. - kg Knattspyrna á Ísafirði: Stúlkum boðið á boltaæfingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.