Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 16
16 9. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is UMRÆÐAN Ingvar Gíslason skrifar um fullveldi Íslendingar minntust 90 ára afmælis fullveldisins við býsna dapurlegar aðstæður. Sjálfan fullveldisdaginn gekk ríkisstjórnin með betlistaf í hendi land úr landi eins og verið hafði vikum saman frá því að forsætisráðherra tilkynnti að „þjóðargjaldþrot“ lægi við. Ástæða þessa yfirvofandi þjóðargjald- þrots var augljós, þótt ekki megi nefna það á æðri stöðum. Valdastéttin í landinu, kaupsýslumenn, ráðherrar og embættismenn, sannaði á sig óráðsíu og vangæslu í athöfnum og stjórnsýslu. Þess var ekki gætt að reka þjóðarbúskapinn af gætni og hófsemi í samræmi við getu smáríkis. Þess í stað fylltust fjáraflamenn og stjórnmálamenn sérstöku oflæti um samkeppnisgetu sína og þjóðarinnar sem kalla mætti nýþjóðrembu. Þessi nýja þjóðremba fólst og felst í því að hámenntaðir fjármálasér- fræðingar (eins og sagt er), margsigldir og lærðir utanlands helltu sér út í landvinninga erlendis að sýna í verki hversu upplagt það er að auðgast á pappírsviðskiptum ýmiss konar og gera þannig „þekkingarþjóðfélagið“ að veruleika að sínu leyti. Þá átti „hin gáfaða íslenska þjóð“ að komast á nýtt stig siðmenningar og þyrfti ekki að slíta sér út í erfiðisverkum til sjós og lands eða heimskandi færibandavinnu og skítverkum yfirleitt. Þess háttar verk yrðu vitaskuld unnin af langt aðkomnu „hreyf- anlegu vinnuafli“, þangað til þá þrælaupp- sprettu þrýtur sem reyndar er fjarska langt undan – guði sé lof! Pólitíska hliðin á nýþjóðrembunni birtist glöggt í virðingarleysi Evrópusinna á fullveldi og sjálfstæði. Í þeirra hug hefur fullveldishugtakið enga fasta merkingu. Fyrir þeim er það afstætt og „háð köldu hagsmuna- mati“, þ.e.a.s. köldu fjárhagslegu mati. Þeir líta raunar á fullveldi sem framseljanlegan rétt og falbjóða það á markaði, að vísu gegn fébótum, en hirða ekkert um valdskerðinguna. Hana má vinna upp með gróða af fjármálastarfsemi. Þrátt fyrir nýþjóðrembuna og oflætið markast tíðarandi samtímans eigi að síður af einangrunar- ótta í ætt við hornrekukennd tapþola („lúsera“). Einangrunaróttinn gagnsýrir alla forustu í landinu, hvort heldur er á sviði stjórnenda, launþegasam- taka og iðnrekenda eða forystu í menningarmálum. Listamenn, rithöfundar og fræðimenn eru ekki undanskildir. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Einangrunarótti og þjóðremba INGVAR GÍSLASON Það glaðnar til í skammdeginu þegar aðventan gengur í garð. Hugvitsamlegar ljósaskreytingar sjást hvarvetna, bæði í úthverfum og miðbænum og jólalögin hljóma hvar sem maður kemur. Jólabæk- urnar vekja áhuga og eftirvænt- ingu og yfirleitt uppselt á tónleika kóra og einsöngvara. Um leið og þetta er tími amsturs og anna, er þetta tími tilhlökkunar, gleði og vinafunda. En einkum og sér í lagi er þetta, og á að vera, gæðatími barna og fjölskyldulífs. Ekki fer hjá því að leiftur frá liðnum tíma fari öðru hvoru um hugann á aðventunni og minni mann á hver maður er og hvers vegna. Eitt af því sem ævinlega vitjar mín er gjöf sem ég fékk frá skólanum mínum þegar ég var sex eða sjö ára. Þetta var nett ílangt hefti með öllum helstu jólasálmun- um, fest saman með fínu rauðu bandi. Kápan beggja vegna var íslenski fáninn. Skilaboðin voru ekki flókin: þjóðernið og kristin trú. Og maður fékk á tilfinninguna að hvort tveggja væru forréttindi, sem ekki ætti að skoða sem sjálfsagðan hlut. Við áttum heima á Bergþóru- götu á þessum tíma og ég man eftir að vera að ganga niður Eiríksgötuna að morgni til á aðventunni, en Ísaksskóli var þá til húsa við enda götunnar. Ég var með heftið mitt í skólatöskunni og mikið að hugsa um íslenska fánann sem minnti mann á hvað það væri merkilegt að vera Íslendingur. Hafði ekki séð hann í þessu samhengi fyrr, sem forsíðu og baksíðu á sönghefti. Þetta hlyti að vera einstakt sönghefti! Eftirminnilegur kennari Kennarinn minn í Ísaksskóla var Helga Magnúsdóttir. Á vissan hátt má segja að hún hafi verið Herdís Egilsdóttir minnar kynslóðar. Hún var ákveðin og fumlaus, með hlátur í röddinni, glampa í augum og hafði fallega söngrödd. Hún var frábær kennari sem glæddi í raun með nemendum sínum löngun til að vita meira í dag en í gær. Ekki af því að það væri skylda, heldur af því það væri svo ótrúlega gaman. Magnús faðir Helgu var prestur í Ólafsvík og sjálf var hún virk í kristilegu starfi. Það uppgötvaði ég þegar ég fór vikutíma í Vindáshlíð í fyrsta skipti og í ljós kom að stjórnandi staðarins var kennari minn góði úr Ísaksskóla. Í þeim skóla lærði maður mikið af ættjarðarlögum með því að syngja þau. Ævinlega öll erindin. Þar var líka rætt um innihald þeirra, landið og þjóðina. En Helga kenndi manni líka sálma. Ekki aðeins hefðbundna barnasálma, heldur þekkta sálma eins og „Á hendur fel þú honum“ og „Hærra minn guð til þín“ og marga fleiri. Á þessum árum var algengt að útvarpað væri frá jarðarförum, bæði á morgnana og klukkan tvö eftir hádegi. Þar voru gjarnan fluttir sálmarnir sem ég kunni og þótti skemmtilegt að syngja. Ég hlustaði því af sama áhuga á jarðarfarir og óskalög sjómanna og óskalög sjúklinga, sem vinsæl voru á þessum tíma, og söng með af hjartans lyst. Aðrir á heimilinu höfðu ekki sama áhuga og ég á þessu útvarpsefni. Sat ég jafnan ein í stofunni yfir því, og leiddist ekki. Víða erlendis, til dæmis í Danmörku, syngja kirkjugestir fullum hálsi með kórnum, bæði við jarðarfarir og í hefðbundinni guðsþjónustu. Ég held að það væri heilsubót, ekki síst í núverandi aðstæðum, að við tækjum upp þennan sið. Tækjum undir í söng og spöruðum okkur ekki, hvorki í kirkjum né annars staðar. Hvað er þjóðin Þjóðin er dálítið upptekin þessa dagana við það sem þjóðin vill og það sem þjóðin kærir sig ekki um. Þegar talað er um að ráðamenn séu ekki kosnir af þjóðinni heldur stjórnmálaflokkum, þá spyr maður sig: Hvað er þjóðin? Hvað eru flokksbundnir Íslendingar? Eru þeir önnur þjóð? Hver er að hafa vit fyrir hverjum? Það er útlátalaust að sitja í stúku og úthúða leikmönnum á vellinum. En erum við ekki öll með sama fánann? Og sama þjóðsönginn? Þegar Íslendingar kynnast, til dæmis á ferðalagi, tekur yfirleitt skamman tíma að finna sameigin- legan félaga eða frænda. Það getur því orðið snúið ef menn hér á landi mega ekki ráða fólk sem þeir þekkja til, eða tengjast á einhvern hátt, án þess að það sé sjálfkrafa skammarstrik. Við erum svo fámenn að hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá erum við öll á sama báti. Hvorki völd, vegtyllur eða fjármálaum- svif breyta því, að hjá okkar þjóð er enginn merkilegri en annar. Enginn. Á aðventu JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Þjóðfélagsástandið Fullnaðarsigur Sturla Böðvarsson þurfti að gera hlé á þingfundi í gær eftir að óstýrilátir mótmælendur stormuðu á palla Alþingis með óhefluðum munnsöfn- uði og brambolti. Var þingið óstarf- hæft í klukkustund vegna þessa. Fyrir vikið féllu tvö mál af dagskrá: fyrri umræða um þingsályktun- artillögu utanríkisráðherra um viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamn- inginn um aðild Albaníu og Króatíu og fyrsta umræða um lagafrumvarp um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan EES. Það var þá til einhvers barist. Málhreinsun Eftir að lögreglan kom böndum á mótmælin og nokkrum mótmælend- um í járn sendi hún frá sér frétta- tilkynningu. Þar kom meðal annars fram að enginn hefði meiðst og ekki hefði þurft að grípa til piparúða. Þetta sætir tíðindum því hingað til hefur lögreglan notað orðið varnar- úði yfir þennan ókræsilega lög. Gott að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Næsta ónefni á dagskrá: „Valdbeit- ingarhundur.“ Í Guðríðarsókn Karl Sigurbjörnsson biskup vígði nýja kirkju á sunnudag, Guðríð- arkirkju í Grafarholti. Sóknarprestur í Grafarholtssókn er Sigríður Guðmarsdóttir, sem sótti á sínum tíma um stöðu sendiráðs- prests í London. Starfið hlaut hins vegar annar umsækjandi, tengdason- ur Karls biskups. Sigríður kærði ráðn- inguna og dæmdu bæði héraðsdóm- ur og Hæstiréttur að biskup hefði brotið gegn stjórnsýslulögum við ráðninguna og að Þjóð- kirkjan væri skaðabótaskyld gagnvart Sigríði. Mögulega var andrúmsloftið dálítið þvingað í Grafarholti á sunnudag. bergsteinn@frettabladid.is SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Ný r Or ku lyk ill NÝ JU NG 5 kr. afsláttur þegar þú notar Orkulykilinn í fyrsta sinn! Alltaf 2 kr. afsláttur af dæluverði Bensínorkunnar sem kannanir sýna að er lægra en hjá öðrum! www.orkan.is U mræðan um Evrópusambandsaðildina getur enn þró- ast í tvær áttir. Hún getur dýpkað í breitt málefnalegt mat á heildarhagsmunum. Hitt getur líka gerst að hún einfaldist í farvegi yfirborðskenndra slagorða. Svarn- ir andstæðingar Evrópusambandsins fullyrða nú að spurningin sé bara ein: Á að gefa útlendingum fiskimiðin eða ekki? Veruleikinn er hins vegar flóknari. Hagsmunir sjávarútvegsins hljóta þó eðli máls samkvæmt að vera stærsta og slungnasta álitaefnið. Bankahrunið hefur gert Evrópusambandsaðild brýnni en áður. Endanlegt hrun krónunnar ræður þar mestu um. Á hinn bóginn er ljóst að aðildarsamningar verða að sumu leyti snúnari eftir hrunið en fyrir. Ástæðan er sú að vægi sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum vex á ný. Sú staðreynd kallar á mikla árvekni um þá hagsmuni. Hér er á margt að líta. Sjávarútvegurinn er algjörlega háður stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu. Frjáls aðgangur að Evrópu- markaðnum skiptir þar mestu máli. Sjávarútvegurinn varð fyrst- ur atvinnugreina til að losa um fjötra krónunnar. Launakostnaður útgerðarinnar hefur lengst af verið óbeint tengdur erlendum við- skiptamyntum. Löngu áður en aðrar atvinnugreinar nutu frelsis í gjaldeyrismálum fékk sjávarútvegurinn að taka afurðalán í erlendri mynt. Fullyrða má að fjármálastöðugleiki ráði úrslitum um vöxt og viðgang sjávarútvegs á Íslandi. Nú er fullreynt að þær aðstæður verða ekki til með krónu. Hún er einfaldlega ekki samkeppnisfær. Sannfærandi rök hafa enn ekki verið færð fyrir því að tryggja megi varanlegan stöðugleika með einhliða upptöku annarrar myntar. Í þessu ljósi styrkir Evrópusambandsaðild verulega stöðu sjávarútvegsins. Þá kemur að hinni spurningunni: Felur aðild sjálfkrafa í sér afsal fiskveiðiauðlindarinnar? Við mat á því þarf bæði að vega og meta form og efni gildandi skipunar á þessu sviði. Reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika tryggir að aðildarþjóðirnar halda öllum veiðiheimildum sem þær hafa haft. Með því að hér hafa engar aðrar þjóðir veitt um langan tíma á engin önnur þjóð tilkall til veiðiheimilda. Hitt er svo rétt að fræðilega má breyta slíkri skipan mála. Engin dæmi eru hins vegar um að gengið hafi verið gegn svo ríkum hagsmunum einnar aðildarþjóðar. Hér þarf vitaskuld aðgæslu við. Ekki verður þó séð að veruleg hætta sé á ferðum. Íslenskar rannsóknir verða áfram grundvöllur veiðiráðgjafar. Eftirlit verð- ur óbreytt. Alþingi ákveður eftir sem áður hvers kyns fiskveiði- stjórnun gildir. Samningar um veiðar úr deilistofnum utan lögsögu flytjast til Evrópusambandsins. Það er breyting. Stærstu hagsmunirnir á þessu sviði eru þegar samningsbundnir. Með aðild þarf Ísland hins vegar að gæta þessara hagsmuna sinna innan sambandsins. Engin sterk rök benda til að staða Íslands verði við það verri en verið hefur. Þessi atriði eru ekki einföld. Þau þarf að brjóta til mergjar. Best væri að sjávarútvegurinn sjálfur tæki þátt í að koma fram með gildar hugmyndir til varnar eigin hagsmunum. Því er ekki að heilsa nú. Kjósi sjávarútvegurinn að standa utan við djúpt og breitt hagsmunamat verður svo að vera. En það bætir ekki umræðuna og styrkir ekki stöðu hans. Einföld slagorð eða djúpt mat: Sjávarútvegurinn ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.