Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 28
 9. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hans Margir eru á þeirri línu að láta dekra við sig og kjósa munaðarlíf fram yfir annað. Ef við viljum tapa okkur í klisjunum þá má hér finna nokkrar hugmyndir að munaðarlegum jólum. Að vísu skín ákveðin staðalímynd hér í gegn en þó finna eflaust allir eitt- hvað við sitt hæfi í því sem hér fer á eftir. Hver vill svo sem ekki eiga eitthvað af því sem JR í Dallas átti? - hs 1. Koníak er drykkur sem margir eyða dágóðum tíma í að læra að uppgötva og halda síðan tryggð við alla ævi. Koníak fæst í ýmsum verðflokkum og getur verið það verðmætt að menn leggja spariféð í koníaksflösku líkt og listaverk. 4. Hlýir inniskór eru sérdeilis notalegir í jólafríinu og ilja loðnum tám. 5. Kaffisopinn er góður og nauðsyn- legt fyrir hvert kaffi- drekk- andi karlmenni að eiga einn góðan kaffibolla. Helst veglegan og blómalausan. Lúxusjól í kotinu 2. Góðir vindlar falla mörgum í geð þótt þeir geti seint talist heilsusamlegir. Skondið er hve margir njóta þess að fá sér vindil á tyllidögum þrátt fyrir að vera að öllu jöfnu ekki reykingamenn. Hugsanlega er það áunnin smekkur, líkt og með koníakið. 3. Hver vill ekki eiga góðan og mjúkan slopp fyrir næðis- stundir heima við? Algjör nauðsyn fyrir nautnasegginn og ef fylgja skal staðal- ímyndinni fer hann vel við veglegan leður- stól, með koníaksglas og vindil í hendi fyrir framan snarkandi arineld. „Ég væri alveg til í að fá nýju bókina eftir rithöfundinn Stein- ar Braga, Konur, í jólagjöf. Ég heyrði kafla úr henni um dag- inn og fannst það alveg stórkost- legt. Þetta er svona bók sem væri örugglega gaman að lesa á að- faranótt jóladags,“ segir Kjart- an Sturluson, markmaður í Val og einn eigenda vefverslunarinnar www.birkiland.is. „Bækurnar hans Steinars Braga eru almennt mjög skemmtilegar. Eins og til dæmis Áhyggjudúkkur. Í hittiðfyrra gaf hann svo út bók sem er mjög í anda spæjarasagn- anna um Sherlock Holmes. Það var áhugavert hliðarspor af hans hálfu.“ Fyrir utan að vera mikill aðdá- andi Steinars Braga segist Kjart- an almennt lesa mikið. „Já, ég fíla bækur eftir höf- unda eins og Vig- dísi Gríms, Einar Má og Guðmund Andra,“ telur hann upp og segist vona að reyfarabólan fari bráðum að springa. „Þetta verða ekki allt- af söluhæstu bækurnar frek- ar en að þættir eins og Law and Order verði allt- af vin-sælastir í sjón- varpinu.“ Kjartan er líka mikill hesta- maður og væri alveg til að fá nýjan hjálm í jólagjöf. „Já, ég á sjö hesta með öðrum,“ segir hann. Spurður hvort ekki sé dýrt að halda úti hestastóði segist hann í gríni alltaf geta borðað einhverja þeirra kreppi að. „Svo væri ég alveg til í að bíll- inn minn, sem er 25 ára Bens, haldi áfram að ganga, en hann er búinn að bila oft að undanförnu. Ég fæ úrskurðinn frá bifvéla- virkja núna í vikunni.“ - rve Bækur og endurbættur Bens Kjartan vill sökkva sér niður í góðar bókmenntir um jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kjartan langar í nýju bók- ina eftir Steinar Braga og svo hefði hann ekkert á móti nýjum hjálmi í hestamennskuna. GOBELINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.