Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 9. desember 2008 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 9. desember 2008 ➜ Uppákomur 12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í dag verður opn- aður níundi glugginn. Í gær var Ari Trausti Guðmundsson í glugganum. Hver skyldi vera þar í dag. ➜ Sýningar Þorsteinn Davíðsson sýnir teikningar og myndir á striga á Mokka við Skólavörðu- stíg. Opið alla daga kl. 9.-18.30. Í tilefni af 10 ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar hefur verið sett upp sýning á myndum úr ferðum Vil- hjálms á norðurslóðir Kananda auk brota úr dagbókarfærslum hans og fleira. Opið virka daga frá kl. 07.30-17.15. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Borgum við Norð- urslóð, Akureyri. ➜ Bækur 12.15 Kynningar á nýjum bókum í hádeginu, 8.-11. desember í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu. Í dag fjalla Kristján B. Jónasson og Sölvi Sveinsson um bókina „Amtmaðurinn á einbúasetr- inu“ eftir Kristmund Bjarnason. ➜ Leiklist Rétta leiðin Barna- og unglingaleikhúsið Borgarbörn sýnir jólasöngleik í Iðnó við Vonarstræti. Í dag verða sýndar tvær sýn- ingar sú fyrri kl. 9 en hin seinni 10.30. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Grafíski hönnuðurinn Jeffrey Nebolini verður með hádegisfyrirlestur í Opna listaháskólanum, Skipholti 1. 12.05 Kristín Loftsdóttir mannfræð- ingur flytur fyrirlestur um framandi trú og kristnar rætur í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins við Suðurgötu. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. ➜ Tónleikar 19.00 Jólatónleikar Graduale Futuri og Söngdeildar Kórskóla Langholtskirkju verða í Langholtskirkju í kvöld. Aðgangur ókeypis. 20.00 Kvennakórinn Léttsveitin heldur jólatónleika í Bústaðakirkju við Tunguveg. Á efnisskránni verða íslensk og erlend jólalög en einnig verður flutt nýtt jólalag eftir Jón Ásgeirsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Rumon Gamba, aðalstjórnandi hennar, eru tilnefnd til Grammy verðlauna í ár. Tilnefningin er í flokknum „Best Orchestral Performance“ og eru þau veitt hljóm- sveitarstjóra og hljómsveit. Þetta er mikill heiður hljómsveitinni og gleðilegur áfangi íslenskum tónlistarmönnum nú þegar fer í hönd afmælisár sveitarinnar. Þá er þetta ekki síður áfangi fyrir Gamba á ferli hans. Grammy verðlaun- in eru virtustu verðlaun Bandaríkjanna og eru veitt í 110 flokkum og teigja sig um allt svið tónlistar sem hljóðrituð er þar í landi, til dæmis eru veitt sérstök verðlaun fyrir polka og tónlist frá Hawai, svo dæmi séu nefnd. Langflestir flokkarnir taka til þess sem kallað hefur verið nýgild tónlist, og eru þeir færri sem eru á sviði sígildrar tónlistar. Besta hljómsveit landsins eða Melabandið eins og Sinfónían er stundum kölluð í hálfkæringi og væntumþykju er í hörðum riðli þar sem tilnefningar eru: D’Indy: Hljómsveitarverk - Orchestral Works, Vol. 1 Rumon Gamba, stjórnandi (Sinfóníuhljómsveit Íslands) [Chandos] Glazunov: Symphony No. 6, La Mer, Introduction And Dance From Salome José Serebrier, stjórnandi (Royal Scottish National Orchestra) [Warner Classics & Jazz] Prokofiev: Scythian Suite, Op. 20 Alan Gilbert, stjórnandi (Chicago Symphony Orchestra) Track from: Traditions And Transformations: Sounds Of Silk Road Chicago [CSO Resound] Shostakovich: Symphony No. 4 Bernard Haitink, stjórnandi (Chicago Symphony Orchestra) [CSO Resound] Walden, Chris: Symphony No. 1, The Four Elements Chris Walden, stjórnandi (Hollywood Studio Symphony Orchestra) [Origin Classical] - pbb Sinfónían tilnefnd TÓNLIST Besta hljómsveit landsins P IP A R • S ÍA • 8 2 7 1 0 Veljum íslenskt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.