Tíminn - 06.05.1982, Qupperneq 9

Tíminn - 06.05.1982, Qupperneq 9
Fimmtudagur 6. mai 1982 9 „Kjarasamningum lauk i nóvember mánuði sl. með tiltölu- lega hóflegum kauphækkunum miðað við það, sem oft hefur gerst áður. Hins vegar hygg ég að varla fyrirfinnist sá maður i landinu, sem ekki veit að þessir kjarasamningar breyttu engu nema gengisbreytingunni sem varð i janúar. Hún varð meiri en ef engir kjarasamningar hefðu verið gerðir”. það, og ekki sist fyrir það að aldrei er á visan að róa um fram- leiðslu og sölu skreiðar. Það er á býsna mörgum sviðum sem ástæða er til að ætla að slakað hafi verið á um gæði hrá- efnis. Erfitt er að fullyrða að það séu einhverjir ákveðnir þættir sem valda. Þetta virðist vera nokkuð breytilegt frá einum stað til annars, frá einni útgerð til annarar, frá einu skipi til annars Þó eru nokkur atriði sem skera sig úr. Það er i fyrsta lagi að nokkuð almennt virðist að ekki sé gengið eins vel frá fiski i kössum og áður var orðið almennast. Það er sett of mikið magn i kassana og of litill is. Þar að auki er röðun i kassana ábótavant. Það virðist hafa færst i vöxt að fiskur sé slægður um leið og hann er blóðg- aður. Þá hefur það einnig færst i vöxt að haldið hefur verið áfram veiðum þó að allt rými til sóma- samlegs frágangs á fiski sé fullt. Margt fleira mætti telja, sem úrskeiðis fer á togveiðum og þyrftiúraðbæta. Svo eru aðrir hlutir sem ekki eru ný til komnir svo sem útivistartimi, togtimi og of langur timi frá þvi fiskur kemur um borð þangað til hann er blóðgaður. Það hefur hallað verulega undan fæti i vinnslu humars þar sem gengið hefur verið lengra til móts við kröfur sjómanna um sama fritima og fólk i landi hefur og á sama tima hefur verið hert á reglum um vinnu landverkafólks um helgar. Þetta hefur þýtt það að i vaxandi mæli er humri land- að á föstudögum er vinnsla fer ekki fram fyrr en eftir helgi. Þetta hefur i för með sér stórkost- lega verðmætarýrnun. Netaveiðarnar hafa lengi verið stundaðar á þann hátt að ekki er vansalaust. Við höfum lengi stundað þær veiðar þannig að 50—60% af fiskinum hefur farið i fyrsta gæðaflokk, um eða yfir 25% i annan gæðaflokk og um eða yfir 15% i þriðja gæðaflokk. Ýmislegt hefði átt aðgeta orðið til þess að þetta ástand batnaði, eins og t.d. stækkun skipanna sem ætti að valda þvi að hægt sé að vitja netanna oftar en áður var og eins er öll aðstaða betri i stærri skipum. En þetta hefur ekki dugað til. Nú eru netin látin liggja viljandi og reyndar hefur verið samið um það i kjarasamningum að gera fiskinn tveggja nátta oftar en áður. Mér hefur virst það býsna undarlegt að þeir eru fáir sem hrökkva við þó að þeir heyri að ekki sé nema 50—60% af netafisk- inum i fyrsta gæðaflokki. Mér hefur virst að margir geri sér ekki grein fyrir þvi hvað þetta þýðir. Aðrir virðast telja að þetta sé óhjákvæmilegt. En það er mis- skilningur. AllaD þann fisk sem veiddur er i net er hægt að veiða á ódýrari hátt í önnur veiðarfæri. Allan þann fisk sem veiddur er i net er hægt að veiða i önnur veiðarfærisem betri og verðmeiri vöru. Allan þannfisk sem veiddur er i net er hægt að veiða i önnur veiðarfæri, og framleiða úr honum verðmeiri vöru en nú er gert. Séra Magnús Blöndal Jónsson segir frá þvi i æviminningum sinum fyrir hundrað árum að það hafi verið landlægt að fella fé úr hor á nánast hverju vori. Þetta var svo sjálfsagt að menn féllu úr hor þó að þeir ættu nóg hey og ættu fyrningar að vori. Nú er það svo að fátt er ömurlegra og ómanneskjulegra en að fella úr hor. En svona getur sljóleikinn og vanahugsunin orðið rik. Jafnvel bændur sem ekki máttu vamm sitt vita á öðrum sviðum létu búfé sitt svelta i hel ár eftir ár, án þess að það rumskaði við samvisk- unni. Ég held að eitthvað þessu likt sé að gerast nú. Það er einhver sljó- leiki sem veldur þvi að menn eru hættir að taka eftir þvi hvernig þriðja flokks fiskur litur út og halda jafnvel að hann geti talist mannamatur. En þá er ég illa svikinn ef að hundrað árum liðn- um verður ekki litið á netaveið- arnar á niunda áratug tuttugust'u ' aldarinnar svipuðum augum og horfelli þeirrar nitjándu. Menn verða að fara að rifa sig upp úr þessum doða og fara að stunda þessar veiðar á mannsæmandi hátt. Ég sagði áðan að hráefnis- gæðum hefði hrakað á siðustu þrem til fjórum árum. A þessum árum hefur margt verið rætt um þessa þróun og ýms hörð orð látin falla. Annað hefur ekki verið gert til þess að snúa þessu við. A sama tima og keppinautar okkar eru að gera stórátak til þess að bæta sin hráefnis- og vörugæði höfum við að mestu látið duga að tala. Við erum að segja það sama öll árin 1979, 1980,1981 og 1982 og enn má búast við að við höldum áfram að segja það sama um árabil ef við tökum ekki af skarið sjálfir og freistum þess að hefja nýja sókn. En ástæðan fyrir þvi að við höf- um beðið og talað er að minni hyggju sú að við höfum alltaf verið að biða eftir þvi að stjórn- völd leystu þessi vandamál, eða að minnsta kosti aðstoðuðu við að leysa þau. En ég vil ætla að það verði nokkur bið á þvi að full- nægjandi aðstoðar verði að vænta þaðan. Það eina sem ég minnist aðhafi komið frá Alþingi er sam- þykkt laga um takmörkun vinnu- tima i landi, án þess að lögskipa sams konar takmarkanir á sjó. Eða með öðrum orðum að gera ástandið ennþá verra, auka mis- ræmið milli veiða og vinnslu i stað þess að nauðsynlegt er að auka samræmið milli veiða og vinnslu. 1 sama knérunn hefur verið höggvið i gerð kjarasamn- inga. Samið hefur verið um að láta net liggja i sjó yfir fleiri helgar en áður var og skemma þannig hráefni. Og ég held að ég geti ekki tekið vægar til orða en það að ef við ætlum að halda svona áfram þá erum við að dæma okkur úr leik sem mat- vælaframleiðsluþjóð. Stjórn SAFF hefur að vonum haft þungar áhyggjur af þróun þessara mála að undanförnu. En nú hefur hún tekið þá ákvörðun að leggja það til við aðalfund að við tökum þessi mál sjálfir i eigin hendur. Að við setjum sjálfir nauðsynlegar og sanngjarnar reglur um gæði, meðferð og frá- gang hráefnis og stöndum saman um að hrinda þeim reglum i framkvæmd. 1 samræmi við þetta verði sett á fót nefnd manna til þess að semja ofangreindar reglur. Þessi nefnd verði kosin hér á þessum fundi og ætlast verði til að hún geti skilað til- lögum sinum fyrir haustfundinn. Nú þarf ekki að taka það fram fyrir þá sem staddir eru hér inni að þriðja flokks fiskur er ekki not- aður i frystingu, heldur i aðra framleiðslu þar sem varan er greinilega flokkuð sem lakari tegundir. Hins vegar kunna þau orð sem hér eru sögð að fara fyrir auguogeyru fleiri, þannig að rétt er að það komi fram. En þó verður það að koma skýrt fram að þegar eitthvað af fiskinum hefur legið dauður i netum, þegar eitthvað af fiskinum er orðinn of gamall um borð i togara eða i vinnslustöð þá er alltaf sú hætta fyrir hendi að eitthvað af honum fari til annarar vinnslu en ætlast er til. Og þegar menn venjast þvi að vinna við fisk af lélegum gæðum þá er hætta á að mörkin óskýrist milli þess að er nothæft i góða vöru og hins sem er aðeins til framleiðslu úrgangsvöru. Og þá er voðinn vis”. Gæðaeftirlitskerfi „Gæðaeftirlit frystihúsanna hefur fram að þessu verið þri- þætt. 1 fyrsta lagi hið opinbera eftirlit, i öðru lagi eftirlit sölu- samtakanna og i þriðja lagi eftir- litið i frystihúsunum sjálfum. Ég ætla hér að fara nokkrum orðum um eftirlit frystihúsanna sjálfra, en láta hina tvo þættina liggja nokkurn veginn á milli hluta. Gæðaeftirlit okkar hefur verið betra en fjölmargra annara þjóða og hefur meðal annars stundum verið horft til okkar sem fyrir- myndar. Nú er hins vegar viða hafin mikil sókn til betra gæða- eftirlits og verðum við að fylgjast vel með þeirri þróun. Við megum ekki undir nokkrum kringum- stæðum láta aðra fara fram úr okkur á þessu sviði, og ef ein- hverjir eru nú þegar komnir framúr okkur þá verðum við að vinna það upp þegar i stað. Um þessi mál hefur að sjálf- sögðu mikið verið rætt og kannski eru ekki allir sammála um hvað skuli gera og hvert skuli stefna. Þó finnst mér að flestir séu þeirrar skoðunar að leggja beri mesta áherslu á innra eftirlit frystihúsanna sjálfra. Gæðaeftir- lit Sjávarafurðadeildar er orðið mjög öflugt og virkt. Hins vegar er það i meginatriðum úttekt á þvi sem þegar hefur verið gert i húsunum og verður þess vegna aldrei eins virkt og gæðaeftirlit húsanna sjálfra, þar sem hægt er að skoða framleiðsluvörurnar á vinnslustiginu og hægt er að bæta úr göllum um leið og þeir koma i ljós, ef eftirlitið er nægilega virkt. Það er ljóst að þekking er fyrir hendi til þess að gera eftirlitskerfi frystihúsanna virkari en nú er. Það liggur fyrir að til er tækni, 1 sem gerir kleift að fylgjast betur með gæðunum en nú er gert, fá fyrr fram upplýsingar um hvað úrskeiðis fer. Þessa tækni þarf að aðlaga aðstæðum i frystihúsum og búa jafnframt til stjórntæki, sem tryggi það að gæðunum verði jafnan stýrt fljótt og örugglega inn á rétta braut þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hér á eftir verður borin upp til- laga um að Sjávarafurðadeild verði heimilað að ráða sérfræð- inga til þess að byggja upp gæða- eftirlitskerfi fyrir frystihúsin og að reynslukeyra það i einu eða fleiri frystihúsum nú i sumar. Það kann að vera að til þess að slikt eftirlitskerfi komi að fullum notum verði það fólk sem við það starfar, eða að minnsta kosti þeir sem stjórna þvi, að hafa ein- hverja aðra menntun heldur en nú er að finna i frystihúsunum. Tillagan gerir einnig ráð fyrir þvi að sömu sérfræðingum verði falið að gera tillögur um hvernig menntun gæðaeftirlitsmanna, eða stjórnenda gæðaeftirlits, verði háttað. Það fer að sjálfsögðu ekki hjá þvi að hugleitt hafi verið um menntun gæðaeftirlitsmanna. Ég held að það blandist fáum hugur um að einhvern timann komi að þvi að matvælafræðingar starfi i gæðaeftirliti frystihúsanna. Ekki er örgrannt um að slikt hafi komið til greina i nokkrum tilfell- um nú þegar. Hins vegar er ástæða til að ætla að æði langt verði þangað til að það verður orðið almennt. Þess vegna hefur verið um það rætt hvort ekki sé nauðsynlegt að koma upp sér- stakri námsbraut fyrir gæðaeftir- lit i Fiskvinnsluskólanum. Jafn- vel geti það orðið nauðsynlegt að Fiskvinnsluskólinn komi á fót skemmri námskeiðum i byrjun, til þess aö leysa brýnasta vand- ann”. Fiskiskipastóllinn „Það er nú orðinn meira en áratugur siðan skuttogaraöldin hófst, einhver gleðilegustu þátta- skil sem orðið hafa i islenskum sjávarútvegi frá fyrstu tið. Gleði- legustfyrir það að skuttogararnir eru öruggari skip en þau skip sem þau leystu af hólmi, aðbúnaður betri, tekjur sjómanna eru jafn- ari og betri en á öðrum veiðum, aflinn kemur jafnar að landi, þannig að atvinnutækin i landi nýtast betur, fólkið sem vinnur i fiskvinnslustöðvunum hefur jafn- ari vinnu og meiri laun en áður. Þjóðfélaginu i heild hefur þetta svo lyft á hærra stig þar sem kjör allra þegna þjóðfélagsins hafa batnaðvegna bættrar nýtingar og hærra vinnslustigs, sem er bein afleiðing af þeirri þjálfun sem fólk fær i stöðugri vinnslu. A siðasta ári náðist sá merki áfangi i þessari þróun að segja má að fyrsta áfanga lyki. Það voru gerðar ráðstafanir til þess að skuttogarar kæmu á þá staði þar sem nauðsynlegt var að svo stöddu að styrkja hráefnisöflun- ina til þess að framangreind markmið næðust. Þó þarf að gera nokkurn fyrirvara um þróunina við suðurströndina og mun ég koma að þvi seinna. Það er nauðsynlegt að leiðrétta þann misskilning að togaravæð- ingin sé eða hafi verið óheppileg. Það sem gerðist á annan hátt en æskilegast hefði verið var það að jafnhliða þvi sem við snerum okkur að skuttogurunum stóð bátaflotinn i stað eða fór jafnvel stækkandi, i stað þess að hann þurfti að minnka til þess. að eðli- legt jafnvægi héldist. Lengi vel kom þetta litið að sök, þar sem afli fór vaxandi með útfærslu efnahagslögsögunnar. En nú þegar loðnuveiðarnar eru úr sög- unni að miklu leyti, eða kannski öllu leyti, um það er erfitt að segja að svo stöddu, er orðið um mjög alvarlegt vandamál að glima. Ameðan loðnuflotinn gat sinnt sinu eiginlega verkefni, að veiða loðnu, var ofvöxtur flotans ekki afgerandi, eins og ég sagði áðan. Þó er rétt að taka það skýrt fram að flotinn var orðinn of stór áður. Nokkur undanfarin ár hefur þurft að leggja nokkrar hömlur á veiðar bæði báta og togara. En það var ekki óeðlilegt að misræmi yrði miðað við þá gjörbyltingu sem var verið að gera. Jafn sjálf- sagt var hitt að draga smátt og smátt úr misræminu. En þegar loðnuflotinn bætist við þorsk- veiðiflotann þá er þar um ca. 21.000 lesta stækkun að ræða, eða sem næst 25% stækkun á þorsk- veiðiflotanum. Það hljóta allir menn að sjá að við svo búið má ekki standa. Það verður að spyrna við fótum. Enginn taki orð min svo að það eigi,eða megi, stöðva allar skipa- smiðar eða skipakaup um langt árabil. Það væri m jög slæmt bæði fyrir þróun fiskveiðanna og einnig fyrir þróun skipasmið- anna. Ekki þarf þó að óttast um hag skipasmiðastöðvanna flestra þó að nýsmiði minnki mjög veru- lega. Það eru og hafa verið mikil verkefni i endursmiði fiskiskipa, sem skipasmiðastöðvarnar hafa litið viljað sinna að undanförnu. Þessi verkefni ættu alfarið að færast til islensku skipasmiða- stöðvanna. En til þess að svo megi verða þurfa þær að visu að endurskipuleggja starfsemi sina i mörgum atriðum. Talið er að eðlilegt úrfall eldri skipa verði ekki langt frá 2.000 lestum árlega. Til þess að flotinn verði kominn niður undir eðlilega stærð i lok þessa áratugs (og er þá gert ráð fyrir að loðnuflotinn nýtist að verulegu leyti við loðnu- veiðar og aðrar sambærilegar veiðar) mega þvi engar viðbætur verða við flotann. En viö venju- legar kringumstæður getum við ekki sett okkur svo strangar reglur. Það gæti hefnt sin á öðr- um sviðum. Hins vegar veröur alveg skilyrðislaust að tryggja það að á næstu árum veröi viðbót nýrra skipa ekki umfram 500— 1.000 lestir á ári. Þvi markmiði ætturr við að geta náð á sóma- samlegan hátt. Og ef það kemur i ljós siðar á þessu ári að loðnu- veiðar dragast saman til fram- búðar verður að stöðva allar skipasmiðar og skipakaup. öll önnur sjónarmið verða að vikja. Rætt hefur verið um að auka úrfall skipa verulega frá þvi sem ætla má að það verði á eðlilegan hátt. Það yrði gert með þvi að auka greiðslur úr úreldingar- sjóði. Mér virðist að hugleiðingar i þessa átt séu af þeim toga spunnar að það eigi að auka úr- eldinguna til þess áð hægt sé að byggja fleiri ný skip i staðinn eða kaupa þau. Þarna virðist mér að sé á ferðinni hugmyndir um að smiða skip bara til þess að smiða skip og sýnist að það séu vondar hugmyndir. Úreldingarsjóður fiskiskipa var stofnaður i þann mund að ljóst var að fiskiskipastóllinn var að vera of stór. Hann var stofnaður til þess að flýta fyrir úreldingu skipa án þess að ný skip kæmi i staðinn. Nú virðist svo sem þau góðu áform að hafa hemil á stærð flotans með Úreldingarsjóði hafi snúist illilega i hendi. Úrelding skipa og Úreldingarsjóður hefur frekar verið til þess að örva stækkun flotans. Þetta er illa farið”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.