Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 12
16 Fimmtudagur 6. mai 1982 fieimílistírnmn umsjón: B.St. og K.L. „r, — - ■ Frá rei&skólanum I Saltvik. Nú fara skólar aö hætta störf- um, og þá er fariö aö bollaleggja hvernig best er fyrir börnin aö eyöa sumrinu. Auövitaö þurfa þau aö leika sér og létta sér upp eftir námiö og prófin I vor, en sumarfri barna hér á landi er þaö langt, aö ekki er hollt fyrir þau aö vera algjörlega iöjulaus allt sumarfriiö. Þvi er hvers konar sumarstarf fyrir börn og unglinga nauösynlegt, og nú er sá timi, þegar foreldrar hyggja aö, hvort hægt muni vera aö fá eitthvert sumarstarf fyrir börn sin, eöa a.m.k. einhvers konar sumardvöl i sumarbúöum eöa á sveitaheim- ilum i lengri eöa skemmri tima. Sumarbúðir skáta að Ulf Ijótsvatni 1 sumar veröa skátar meö sumarbúöir aö Úlfljótsvatni eins og undanfarin sumur. Aö vanda byggir dagskráin á reynslu skáta og er kennsla og þjálfun I ýmsum léttum skátastörfum stór þáttur i dagskránni. Ahersla er lögö á útiveru, s.s. gönguferöir, náttúru- skoöun, iþróttir, leiki, sund og bátsferöir. Einnig er föndur og handavinna bæöi úti og inni aö ó- gleymdum kvöldvökum og varö- eldum. Námskeiöin standa yfir i eina viku og hefjast 11. júni. Þessi námskeiö eru fyrir börn á aldrin- um 7-12 ára og er dagskránni hag- að eftir aldri, þannig aö hver Sumarstarf barna og unglinga ■ Margir eiga skemmtilegar minningar frá sumardvöl i Vatnaskógi aldurshópur fær dagskrá viö sitt hæfi. Almennu námskeiðunum lýkur 18. ágúst en 20. ágúst hefst svo flokksforingjanámskeiö fyrir 12-14 ára börn. Einnig geta börn dvalið tvær vikur i senn. Feröir vegna sumarbúöanna eru frá Umferöarmiöstööinni og alltaf er lagt af staö kl. 13. Innritun i sumarbúöirnar hefst mánudaginn 3. mai á skrifstofu Bandalags islenskra skáta I vesturenda iþróttahúss Haga- skóla viö Neshaga en þar er opiö frá kl. 13-17 og slminn er 23190. Sumarstarf Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1982 Sumarstarf æskulýösráös fer fram samkvæmt áætlun þeirri sem dreift er til allra nemenda I grunnskólum i borginni um þess- ar mundir. Eftir eöli framboös má skipta starfinu I tvennt: Skipulegt nám- skeiösstarf aö deginum og starf byggt á frjálsri þátttöku á kvöld- in. Námskeið eru m.a. haldin i siglingum, reiömennsku og ýmsum íþróttum og leikjum. Inn- ritun fer fram á Frikirkjuvegi og á hinum ýmsu félagsmiðstöðum en upplýsingar eru allar i bæklingnum „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1982”. Þar er aö finna framboö félaga og borgar- stofnana á starfi og leik fyrir börn og unglinga i borginni sumarið ''éiir i . Sumar starf/ A abörn og ungíinga 11»« i 1982 ' i^í ; VfV.pl ; 1. ■ 1 þessum bæklingi „Sumar- starf fyrir börn og unglinga 1982” eru allar upplýsingar um hvar á aö innrita börnin á námskeiðin og einnig um kostnaö. 1982. Þessum bæklingi hefur veriö dreift I skólum Reykja- vikurborgar. Starfsþættir þeir, sem um getur i bæklingnum eru fyrir aldurinn 2-16 ára. Flest atriöin snerta iþróttir og útivist, en einnig eru kynntar skemmtisamkomur ungs fólks. Útgjöld þátttakenda vegna starfsþáttanna eru mjög mis- munandi. Sumarbúðir þjóðkirkj- unnar Þjóökirkjan starfrækir sumar- búðir fyrir börn viö Vestmanns- vatn og á Eiöum. Prestafélag Austurlands sér um rekstur sumarbúðanna aö Eiðum og taka sóknarprestar þar viö umsóknum fyrir dvöl þar, en best er aö sækja um dvöl viö Vestmannsvatn á skrifstofu Æskulýösstarfs Þjóö- kirkjunnar i Hafnarstræti 107 á Akureyri. Sumarstarf KFUM og K Um mörg sumur hefur KFUM og K starfrækt sumarbúðir fyrir börn, og er svo enn I ár. I Vindás- hliö er rúm fyrir 67 telpur i einu, i Vatnaskógi rúmlega 90 drengi og i ölveri er rúm fyrir 34 börn. Nú þegar hefur veriö fullbókað i Vindáshliö og Vatnaskóg, og er kominn biðlisti, en enn er eitthvað laust i ölveri. Kostnaður á barn er áætlaöur um 90 kr. á viku. Upplýsingar eru gefnar á skrif- stofum KFUM og K á Amtmanns- stig 2B. Með hitabeltisgróður í stof uglugganum ■ t nýjum húsum hér á landi eru viöa mjög stórir gluggar sunnan i móti, jafnvel heilir glerveggir. Meö góöri umhugsun má þar rækta margar plöntur, sem okkur finnst þó ótrúlegt að geti þrifist hér á landi, jafnvel suöræn á- vaxtatré. Þaö væri ekki úr vegi fyrir þá, sem hafa slika aöstööu aö reyna aö feta i fótspor danskrar konu, sem hefur árum saman lagt sig eftir þvi, að rækta plöntur, sem sjaldgæfar eru á norðurslóöum. Þetta hefur tekist svo vel, aö segja má aö i stofu- glugga Karenar Nordström sé hitabeltisgaröur. Þar dafna bananapiöntur, kaffitré, mandafinutré og fleira og fleira, en stoltust er hún þó af ananas-plöntunni, sem hún ræktaöi sjálf og allt i einu um há- vetur blómstraöi og myndaöi á- vöxt! Hún segir sjálf svo frá, aö ein- hvers staöar hafi hún lesið um þaö, að ef tekinn er toppurinn af ananas-ávexti og hann settur i raka mold, þá sé hægt aö koma til nýrri ananasplötnu. Þetta geröi Karen. Hún skar toppinnn af á- vextinum og setti hann i mjög raka mold i pott. Siöan var pott- urinn settur i plastpoka og lokaö vel og geymdur 1 um þaö bil tvo mánuöi á svölum staö, svo aö myndaöist rót. Þvinæst var plantan flutt inn I stofu, og dafn- aöi hún vel viö venjulegan stofu- allt i einu þaö sem enginn haföi hita. Siðan liöu 2-3 ár, en þá kom búist viö, — en plantan bar ávöxt ■ Þaö er mikil gróska i hitabeltisjurtunum I stofuglugga Karenar Nordströms i Danmörku, en mest varö hún undrandi, þegar ananas- plantan hennar bar ávöxt aö vetrarlagi, en úti varkuldiog snjór! þarna i stofuglugganum á norð- lægum slóðum. Fíkjusteinninn varð að stórum pálma Af ávaxtasteinum hefur Karen ræktaö margar plöntur og flestar hefur hún gefið vinum sinum, þegar hún haföi komið plöntunum vel til. „Aöalgamaniö er að sjá hvað hægt er aö fá til aö vaxa upp af ýmiss konar fræjum,” sagöi hún, þegar blaðamaður heimsótti hana til aö skoöa „hita- beltis-gluggann” hennar. Af litlum fikjusteini hefur þroskast þarna i stofuglugganum svo stór pálmi, aö Karen varö aö flytja hann fram I stigagang, þar sem hærra er til lofts, — en þaö varð aö dekra viö hann i fyrst- unni. Hitinn varö stööugt aö vera um 20 gráöur og mold mátulega rök. Vinir Karenar koma oft meö fræ með sér af sjaldgæfum jurt- um, þegar þeir koma frá útlönd- um, og sum fræin þroskast og veröa aö myndarlegum plöntum, en svo tekst miöur meö önnur. Mesti spenningurinn er nú aö sjá hvort kaffitréð i glugganum blómstrar i vor. Kaffitréð á aö blómstra.þegarþaöerþriggja til fjögurra ára, og sá timi er einmitt kominn nú. Kaffitré (coffea ara- bica) eru mjög falleg þegar þau blómstra. Fyrir- spurn svarað Sl. fimmtud. 29. april birtist á siöu Heimilistimans smágrein um hvernig búa megi til ábætisosta. 1 upp- skriftinni er gert ráö fyrir aö súrmjólk og sýröur rjómi sé hitaö upp i 50 stiga hita. Lesandi hringdi og spuröi hvernig ætti aö mæla þennan tilskylda hita. Viö visuöum á aö mæia til þess mætti fá t.d. i versluninni „Aman” i Ar- múla (bruggmælar) en þegar fariö var aö athuga nánar, eru mælarnir upp- seldir þar, — en væntanlegir aftur innan skamms. Einnig fást svipaöir mælar i sumum apótekum. 1 Ingólfs apóteki eru þeir til nú og kosta 63.20.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.