Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 1
íslenskt mál: Gætið tungunnar! bls. 19 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐÍ Fimmtudagur 6. maí 1982 101. tölublaö — 66. árg. Erlent yf irlit: Satn- stada - bls. 7 $umáf Sumar- störff barna - bls. 16 Vísna- pönk! — bls. 2 Kapp vid tímann — bis. 23 Mistök hjá tæknimönnum SVR? SKIFT UM DRIF I 20 NÝJUM V0LV0-VÖGNUM! — ekki Ijóst hver ber kostnaðinn ¦ Skipta hefur orðið uiu drif á ölluni tuttugu Volvo vögnunum, sem SVR hefur verið aö taka i notkun á síoasta ári. Ekki liggur ljóst fyrir hver ber kostnaðinn af skiptunum. 1 viðtali við Timann segir Leifur Karlsson sem á sæti i stjórn SVR, aö tæknimönnum SVR sé um að kenna að vagn- arnir hafi verið pantaðir með of kraftlitla vél og drif fyrir aðstæður hér. Afl vélarinnar hafi siðan verið aukið með meiri snúningshraða, en drifið hafði ekki þolað álagið, sem þvi fylgdi. Leifur segist ekki hafa getað fengið svör i stjórn SVR, : ,*"¦, f* ^*. j við spurningum sinum um hver beri kostnaðinn af þessum mis- tökum og dregur mjög i efa að framleiðendur geri það, þar sem mistökin séu hjá SVR 1 viðtalinu við Leif kemur einnig fram að sú gerð Volvo vagna, sem hér um ræðir, hafi verið með öllu óreynd sem strætisvagnar, þegar SVR pant- aði þá, enda voru þeir þá ný framleiðsla hjá Volvo. Leifur segir ennfremur að flest það, sem nú er kvartað undan, i Ikarus-vögnunum hafi verið pantað samkvæmt skilgrein- ingu og vali sömu tæknimanna hjá SVR. Sjá nánar á bls. 5 SV V ¦ t gærkvöldi hófust I Ráðherrabústaðnum framhaldsviðræður islenskra stjórnvalda og fulltrúa Alusuisse um ágreiningsefni þessara aðila. Fremstir á myndinni eru frá vinstri „höfuðpaurarnir" dr. Paul Mffller, formaður framkvæmdastjórnar Alusuisse, Hjör- leifurGuttormsson, iðnaðarráðherra, og Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL sjá fréttir um álmáliö á bls.3 Tfmamynd-Ella Enn ekki séð hvenær þinglausnir geta orðið: MÖRG STÓRMÁL OAFGREIDD ¦ í gærkvöldi var enn ekki séð hvenær þinglausnir gætu farið fram. Má allt eins búast við að þing standi fram á föstudag þvi eftir er að afgreiða mörg mál og sum þeirra þess eðlis að liklegt má telja að þingmenn vilji fá tækifæri til að tjá sig um þau. Frumvarpið um kisilmálm- verksmiðjuna er komið til efri deildar og stefnt var að þvi að koma frumvarpinu til nefndar i gærkvöldi eða nótt. Mörg mál eru komin á síðasta snúning,, en samt geta þau orðið tafsöm I meðförum, ef þingmenn vilja svo vera láta. f sameinuðu þingi á þingsályktunartillaga um virkjunarframkvæmdir eftir að fá fullnaðarafgreiðslu, svo og hlutdeild rikisins i steinullar- verksmiðju og staðsetning hennar. I neðri deild á eftir að af- greiða endanlega um frumvarp um Hæstarétt og bágt er að sjá hvernig þvi máli reiðir af. Eins er nokkur kurr I mönnum um frumvarp um skattskyldu innlánsstofnana, en banka- skatturinn verður að öllum lík- indum talsvert hitamál. Lyfja- dreifing er ófafgreidd og frum- varp um málefni f atlaðra sömu- leiðis. Sykurverksmiðja i Hvera- gerði liggur enn i neöri deild, en iðnaðarnefnd deildarinnar hefur f jallað um málið og mælir meirihlutinn með samþykkt frumvarpsins. Tvær umræður eru eftir I deildinni og efri deild & alveg ef tir að f jalla um málið. Sjá þingfréttir á bls 3. <><>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.