Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. mai 1982 9 Mörgum hefur ofboðið hversu mikið hefur verið gjört af þvi að keyra jarð- efnum i höfnina, og reyndar merkilegt að ekki skuli þegar búið að fylla hana alveg af grjóti og sandi. Algjör stefnubreyting varð á kjörtima- bilinu, þvi þá var ráðist i mikla landvinn- inga i vestur og norðvestur af Granda. Og brátt rætist sá draumur að Vesturhöfnin verði fiskihöfn. nú úti- og gámavöllur HÁF- SKIPA HF. Mun félagið siðan fá farmvöll þar sem áður stóð „As- besthúsið” (togaraafgreiðslan og gömlu Kveldúlfshilsin og birgða- stöð Llú, en við siðasttalda aðil- ann er ósamiðenn. EIMSKIPAFÉLAGIÐ flytur siðan alla hafnarstarfsemi sina i Sundahöfn. Svonefnt Kleppsskaft var tekið i notkun, en þar er meiradýpi en við aðrar bryggjur i Reykjavik. Þar var sett fyrsta flotbrúin fyrir ekjuskip, þar eru ekjuskip EIMSKIPAFÉLAGSINS nú afgreidd og hefur aðstaðan sannað ágæti sitt. Viðlega H. fyrir SAMBANDIÐ við Holtagarða hefur verið samþykkt. Þá hefur SKIPAÚTGERÐ RIKISINS að mestu lokið við að reisa framtiðar vöruhús, og at- hafnarsvæðiðhefur verið malbik- að. Landfylling i Vesturhöfn Að þessum skipulagsaðgerðum loknum, lá næst fyrir að koma lagi á Vesturhöfnina. Stórátak var gjört i’ landfyllingu, vestan og norðan verbúðanna víð Granda- garð. Þar hafa nú fjölmörg fyrir- tæki i fiskiðnaði og skipaþjónustu fengið lóðir undir starfsemi si'na, en auk þess hefur þjónustumið- stöð fyrir skipaverktaka verið reistáÆgisgarði. Slippfélagið hefur fengið stór- bætta aðstööu og lokið er við að grunnhanna fullkomna skipa- verkstöð i Sundahöfn, þar sem Landssmiðjan og fleiri fyrirtæki hafa fengið og munu fá lóðir, en þar á að risa framtiðar skipa- verkstöð. Fyrsta húsið er þegar risið vestan verbúðanna við Ægis- garð, en það er frystigeymsla BÚR. Land hefur verið fyllt fyrir nýja oli'ugeyma og fyrstu geym- arnir hafa verið smiðaðir. Gjörð- ur hefur verið garður norður úr örfirisey. Þar verða strandflutn- ingaskipin (olfskip) afgreidd i framtiðinni. Er nú aðeins eftir að ganga frá viðlegu þar, og þar með koma oliuskip ekki oftar með farma inn i gömlu höfnina, eða lesta þáþar. Nýja fiski- og oliuhöfnin Þeim sem vinna að hafnarmál- um og reyndar fleirum, hefur of- boðið hversu mikið hefur verið gjört af. því að keyra jarðefnum i höfnina, og reyndar merkilegt að ekki skuli þegar búið aö fylla hana alveg af grjóti og sandi. Algjör stefnubreyting varð á kjörtímabilinu, þvi þá var ráðist i mikla landvinninga i vestur og norðvestur af Granda. Og brátt rætistsá draumur að Vesturhöfn- in verði fiskihöfn. Bæjarútgerðin fær þar 1. flokks aðstöðu og rými er fyrir margar aðrar stórar starfsstöðvar i físki, ef menn vilja efna til fiskvinnu. Má nú heita að öllum fiski sé landað i Vestur- höfninni og þegar viðlega fyrir oliuskip (strandflutningaskip) verður tilbúin, eða á næsta ári, og lokið er landfyllingu fyrir fleiri oliugeyma, þá hafi hlutimir feng- iðá sig nokkuð endanlega mynd, nema hvað auknir möguleikar eru enn fyrir hendi til landfylling- ar vestan hafiiarinnar. Margt fleira mætti nefna, sem gjört hefur verið til að efla útgerð i Reykjavik. Gjörðar hafa verið flotbryggjur fyrir trillubáta er stunda fiskveiðar frá Reykjavik og hafnarmannvirki hafa verið endumýjuð víða, t.d. i Gufunesi og ráðgert er að endumýja Aust- urbakkann. Bundið slitlag hefur verið sett á þúsundir fermetra á þessuári, á athafnasvæði hafnar- innar. Þess er þó að minnast, að Reykjavikurhöfn þarf ein hafna ■ Við þennan garð verður nýja oliubryggjan fyrir strandflutningaskipin. i krikanum hafa menn hugsaðsér aðgjöra aðstöðu tilþess að sjósetja smábáta á vögnum (triilur og skemmtibáta) deift að losa stórt skip á nokkrum klukkustundum hér á landi að fjármagna allar sinarframkvæmdir sjálf. Allar aðrar hafnarbætur i landinu eru næstum að fullu greiddar með fjármunum rikis- ins. Bjartsýni hefur rikt i hafnar- stjóm, og minnast menn þess, þegar höfnin, fjárvana, hófst handa i Sundahöfn. Greiðslustaða hafnarsjóðs hef- ur verið nýtt til hins ýtrasta og samstaða hefur verið um nær all- ar framkvæmdir meöal hafnar- stjórnarmanna. En þrátt fyrir að Reykjavikur- höfn sé látin f jármagna sig að öllu leyti sjálf og njóti ekki rlkisfram- laga, þá hefur hún eigi að siður verið með bréfum, látin taka á sig ýmsar skyldur, svo sem að sjá rikissjóði fyrir ókeypis hafnarað- stöðu fyrir öll hafrannsóknaskip- in,öll varöskipin, og fær höfnin ekki enn eyri fyrir að sjá þessum skipum fyrir bryggjum. Þessu þarf að breyta. Rikið á sjálft að smiða bryggjur fyrir þessi skip, eða greiöa sannvirði fyrir hafnar- bakka og aðstöðu fyrir skip sín i Reyk j a vikur höfn. borgarmál 22. maí ■ Borgarstjórnarkosn- ingarnar 22. mai næstkomandi verða örlagarikar kosningar. Þá ræðst annars vegar styrk- leiki Framsóknarflokksins i höfuðborginni, hins vegar stærð Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er núna minnsta stjórnmálaaflið i borgarstjórn, miðað við tölu borgarfulltrúa. Hins vegar hafa áhrif hans verið töluverð á þessu kjörtimabili vegna þátttöku i meirihlutasam- starfi og forystu i veiga- miklum málaflokkum. Minn- umst þess að Framsóknar- flokkurinn er núna næststærsti flokkurinn á landsvisu. Höfuðborg er stolt hvers lands og hverrar þjóðar,mið- stöð menningar og viðskipta. Þess vegna skiptir ákaflega miklu máli hver fer með stjórn hennar. Framsóknar- flokkurinn hefur með verkum sinum gegnum tiðina sett meiri svip á Reykjavik en margan grunar með byggingu húsa i þágu menningar, iþrótta- og stjórnsýslu. Má nefna Þjóðleikhúsið, sundhöll- ina og Arnarhvol. Sú bygging sem umdeildust hefur verið i borginni er einnig verk Fram- sóknarflokksins, sjálf Hall- grimskirkja. Samkvæmt skoðanakönnun ihaldspressunnar mun Sjálf- stæðisflokkurinn endurheimta veldi sitt i þessum kosningum. Það eru ekki bara frambjóð- endur ihaldsins sem vona og þrá með öndina i hálsinum að fá völdin, heldur ekki siður embættismenn borgarinnar, sem þjónað hafa valdakerfi Sjálfstæðisflokksinsj þetta kerfi var satt að segja orðið mikið að vöxtum eftir 50 ára einræði. Sjálfstæðismenn ganga málefnasnauðir til þessara kosninga. Þeir stagast á einu kosningamáli, byggð við Rauðavatn. Þetta mál er i rauninni ekki flokks*pólitiskt mál heldur tæknilegt, eins og glögglega kemur fram i upplýsingariti um skipulags- mál sem dreift var til allra borgarbúa. Sjálfstæðismenn hafa kallað þessar upplýs- ingar áróður, og ná ekki upp i nefið á sér af vonsku, að verið sé að dreifa hlutlægum upp- lýsingum til borgarbúa. 1 stað þess vilja þeir litaðan frétta- flutning i Mbl. og DV þar sem þeir geta valið áróöur i friöi. Hægripressan er voldugri nú en nokkru sinni fyrr. Þvi verður æ brýnna að borgar- búar hafi greiðan aðgang að - upplýsingum um borgarmál. Skipulagsbæklingurinn var skref i þá átt.. Að lokum þetta: Skammt er til kosninga. i þeim er ekki eingöngu kosið um einstakl- inga og dægurmál heldur grundvöll framsóknarstefn- unnar, sem setur manngildið ofar auðgildinu. Gerður Steinþórsdóttir skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.