Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 13
12 Þri&judagur IX. mai 1982 Þriðjudagur 11. mai 1982 Auglýsing íbúð fræðimanns i húsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn er laus til afnota tima- bilið 1. september 1982 til 31. ágúst 1983. Listamenn eða visindamenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum i Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af ibúðinni. 1 ibúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Hún er látin i té endurgjaldslaust. Dvalartimi i ibúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðir en lengstur 12 mánuðir, en venju- lega hefur henni verið ráðstafað i 3 mán- uði i senn. Umsóknir um ibúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köbenhavn V, eigi siðar en 25. mai næst- komandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni i Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi er óskað eftir ibúðinni og fjöl- skyldustærð umsækjanda. Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis i Alþingishúsinu i Reykjavik og á sendiráðinu i Kaupmanna- höfn. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar Ritari Utanrikisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa i utanrikisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu i ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun og starf i utanrikisráðuneyt- inu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa i sendiráðum íslands er- lendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115,105 Reykjavik, fyrir 22. mai 1982. Utanrikisráðuneytið. íþróttakennarar Staða iþróttakennara við Egilsstaðaskóla er laus til umsóknar. Stöðunni fylgir fyrir- greiðsla varðandi húsnæði. Tækjakostur til iþróttakennslunnar er all góður og nýtt iþróttahús verður tekið i notkun á skóla- árinu 1983-84 skv. áætlun. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Ólafur Guðmundsson i sima 97-1146 eða 97- 1217. Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis. Bíll til sölu Hef til sölu Lancer 1400. Argerð 1974. Ekinn 77 þús. km. Mjög failegur bill og vel með farinn. Gott lakk. Upplýsingar i sima 91-14129. Húsnæði Óskum að taka á leigu stórt húsnæði t.d. skemmu eða hlöðu. Margt kemur til greina. Upplýsingar i sima 82914 e.h. fréttafrásögn ■ Þéttsetift var I öllum skólanum enda skipti mannfjöldinn þúsundum Vel sótt hátíðahöld vegna 10 ára starfsafmælis Fellaskóla MANNFJOUDINN SKIPTI ÞUSUNDUM Mannfjöldinn sem heimsótti Fellaskóla á laugar- dag skipti þúsundum en þá var haldinn hátiðlegur þar nokkurs konar endapunktur 10 ára starfsafmælis skól- ans. „Við ákváðum strax siðastliðið haust að minnast þessa 10 ára starfsafmælis með ýmsum hætti i vetur, með þvi að opna skólann meira fyrir fólkið hér i hverf- inu og fjölskyldur okkar nemenda”, sagði Arnfinnur Jónsson skólastjóri Fellaskóla i samtali við Timann. ■ „Þetta hefur tekist mjög vel og aðsókn hefur verið með ágætum. Sem dæmi um það sem hefur verið i gangi má nefna flóamarkað hér i haust, strax eftir jól buðum við fólki að sjá leikritin og skemmtiat- riöin sem æfð voru i sambandi við jólaskemmtanir og svo var opinn dagur hér á laugardag”. Hátiðahöldin á laugardag hófust á skrúðgöngu nemenda, kennara og foreldra um hverfið og að henni lokinni var afhjúpað nafn skólans sem sett hafði verið upp fyrir ofan aðalinngang skólans en það eru málmstafir sem nemendur og kennarar i málmsmiði bjuggu til. Allan daginn var kaffisala i gangi i skólanum, auk brúðuleikhúss, kvikmyndasýninga þar sem m.a. voru sýndar kvikmyndir eftir nemendur i skólanum, kökubasar og kynning á hinni nýju hljómplötu nemenda. Raunar hefur litil önnur tónlist verið spiluð i hverfinu en þessi plata sem nú er nýkomin út en efni hennar mun hafa orðið til i skiðaferðalögum skólans i vetur og fyrravetur. „Við höfðum einnig hugsað okkur að hafa ýmsa leiki og þrautir á skólalóðinni en vegna veðurs urð- um við að flytja það inn i iþrótta- húsið, hinsvegar létum við okkur hafa það að hafa reiðhjólaþrautir ■ Hluti af aðstandendum hinnar nýju hljómplötu nemenda i Fellaskóla á lóöinni þótt rigning væri”, sagði Arnfinnur. „Mannfjöldinn sem kom skipti örugglega þúsundum og vegna hins gifurlega fjölda lá við vandræðum en þaö blessaðist allt og allir voru ánægðir með daginn”. Allir munu hafa hjálpast aö við að gera daginn sem eftirminni- legastan, nemendur kennarar og hópur af foreldrum þvi foreldra- félagiðvar með i undirbúningnum. Myndir Róbert Texti Friðrik ■ Kaffisala varigangi allandaginn ■ Gestir á kvikmyndasýningu en þar voru m.a. sýndar myndir eftir nemendur skólans. skólaló&inni varð a& ■ Dagurinn hófstá skrú&göngu um hverfið ■ tJtileiki og þrautir sem hafa átti húsið vegna veðurs. á 13 bæjarmál í Kópavogi iaáimfti ■ A þessari mynd af suðurhlfð Kópavogs sést m.a. I hesthúsa- hverfiö. Hesthúsa- hverfi Gusts ■ Fyrir um það bil 14 árum varhestamannafélaginu Gusti i Kópavogi úthlutað lóð fyrir hesthúsahverfi i suðurhlið Kópavogsdals og fengu þeir leigusamning til 15 ára. Þessi skammi leigutimi bendir til þess að húsunum hafi ekki verið ætlaö að vera þarna til frambúðar enda var landið óskipulagt á þessum tima. Skömmu siðar var ákveðin af skipulagsyfirvöldum lega Ofanbyggðarvegar þvert á hesthúsahverfið þannig, að ekki aöeins að rifa þyrfti lung- ann af húsunum heldur einnig að þau sem eftir yrðu væru þá svo illa sett að þau væru nán- ast ónothæf ef svo færi fram. Það kom hinsvegar i ljós þegar húsin voru byggð að þeim var ætlað lengra líf: Krafist var af byggingarfull- trúa bæjarins mjög vandaðra húsa en hann var jafnframt hönnuður þeirra. Grunnar þeirra voru byggðir sem um ibúð'arhús væri að ræða. Nú eru skipulagsmál i þessu tilviki æði margslungin. Veg- urinn liggur á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar og yfir þeim eru skipulag rikisins og siðan er Vegagerð rikisins aðili að málinu þar sem hún á aðbyggja veginn. Bæjarstjórn Kópavogs hefur á undanförnum árum itrekað reynt aö fá þessu breytt.Það var loks fyrir fáum vikum að Vegagerðin kynnti nýjar tillögur um legu vegarins þar sem hann annarsvegar er færður niður fyrir húsin og hinsvegar sneiðir yfir syöstu húsaröðina. Bæjarráö mælti með þeirri tillögunni sem sýn- ir veginn færðan norður fyrir húsin og óskaði jafnframt um- sagnar skipulagsnefndar. Tæknimenn hafa siðan unniö aö útreikningum á hversu þessir valkostir nýti landið og hve mikið þeir kosta bæjarfé- lagið. 1 minum huga er það ekkert tiltökumál þótt bærinn þurfi að færa nokkur hús.ég endurtek aö færa. Hesthúsa- hverfi Gusts hefur fyrir löngu hlotiö þann sess i hugum manna að þau eru sett þarna niður til framtiðar. Þannig var staðið aö byggingu þeirra og þannig verðum við að vinna. Þannig hljóða ótviræð- ar yfirlýsingar allra bæjar- fulltrúa. Hinar nýju tillögur Vegagerðarinnar sýna svo ekki veröur um villst að lega vegarins er sist lakari en áður var áætlaö. Að þeim sam- þykktum mun ekki standa á þvi að Gustur fái lóðarleigu- samning sinn framlengdan ásamt nauðsynlegu viðbótar- landi. Það hefur vakið verulega athygli hversu ábyrgðarlaust minnihluti sjálfstæðismanna hefur með tillöguflutningi og yfirboðum reynt að nýta sér þá afleitu stöðu bæjarstjórn- ar til að egna Gusts menn gegn bæjarfulltrúum. Þeir hafa flutt tillögu i bæjarstjórn á s.l. ári um að framlengja leigusamning Gusts án allra skilyrða um 10 ár sem bæjar- stjórn felldi. 1 þessari stöðu er bæjarstjórn Kópavogs engan veginn einráð um legu vegar- ins eins og að framan greinir. Þegar þessi tillaga sjálf- stæ&ismanna var flutt var ekki vitað um afstöðu skipu- lagsyfirvalda og Vegagerðar- innar sem hagsmuna hafa að gæta og bæjarstjórn gat hugsanlega sta&ið frammi fyrir þeim afarkostum aö láta hesthúsin vikja. Með tillögu sinni voru sjálfstæ&ismenn hugsanlega að búa til skaöa- bótaskyldu bæjarfélagsins meö þvi að lengja samnings- timann. Það er eðlilegt aö bæjar- fulltrúar liti á mál einstak- linga og félaga með fullri sanngirni enda á bæjarfélagið ekki á nokkurn hátt að niðast á neinum sinna þegna. Þessi tillöguflutningur þeirra er fáheyrt ábyrgðarleysi og sýndarmennska. Þeir voru að taka upp hanskann fyrir þá óbilgjörnustu i Gusti gegn bæjarfélaginu. Og enn hnykkja þeir á meö • skrifum i blaö sitt Voga sem út kom fyrir skömmu með villandi upplýsingar og dylgjur um að húsin veröi að vikja fyrir veg- inum. Sjálfsagt er hægt að vinna einhver atkvæði á svona vinnubrögðum en stórmann- leg eru þau ekki. Skúli Sigurgrímsson, bæjarfulltrúi, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.