Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 11.05.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niöurnfs Simi (91 ) 7 - 75-51, (91 ) 7- 80-30. HEDD HF. Skemmuvegi 20 Kópavogi Mikið úrval Opið virka daga 919 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingafélag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 Skoðunarferð ABR um bor^ina á laugardaginn: „Segir meira en tölur og töflur” Borgarfulltrúar og frarabjóöendur Alþý&ubandalagsins leiðsögumenn * U«(tr4iflaa knu ðýWr 11« <1 Kf> Uftl ÁU t limWui. m u«>r ! iMfiuaðrkt fllHl þall HEIMIUSBLAÐIÐ 70 ARA Rætt vid Sigurd Jónsson prentara, sem annast hefur útgáfuna frá 1960 wma^M mm Þriðjudagur 11. mai 1982 ■ Hve mörg skyldu þau vera blöðin og timaritin, sem litið hafa dagsins ljós á siðustu árum, sem hafa sofnað lit af jafn snögglega og þau fæddust, þótt af alls konar auglýsingaflóði og ærustu hefði mátt halda að þau hlytu að koma út til dómsdags. Þvi er það nokk- uð athyglisvert þegar timarit sem varla heyrist nefnt á nafn á sjötiu ára afmæli og gerir ekkert sér- stakt veöur út af þvi. Þetta tima- rit er Heimilisblaöið, sem hóf göngu sina árið 1912. Heimilisblaðiö stofnaði Jón Helgason prentari og i fyrsta tölublaðinu segir á þá leið að markmiö þess sé aö „gefa, skemmta, gleðja, fræöa, hvetja og aðvara, meðsmásögum, smá- kvæöum og smágreinum, vel löguöum til þess að hafa góð áhrif á lesendur blaðsins, — einkum hina yngri og raunar á alla sem eftirtekt veita.” Þessu hlutverki hefur blaðið gegnt alla ti'ð, enda hefur það fram á þennan dag átt sér trygga vini og þaö voru engir aukvisar sem rituöu mest I það fyrstu árin, — þeir Bogi Th. Melsted, sagn- fræöingur, Brynjólfur frá Minna Núpi, Einar G. Sæmundssen og fleiri. 1 blaöið rituöu þeir einnig mikið og ortu Guðmundur heitinn Hjaltason og Guömundur skóla- skáld Guömundsson. 1 Heimilis- blaðinu birti Tómas Guömunds- son einnig sitt fyrsta ljóö. Þaðer Siguröur Jónsson, prent- ari, sonur Jóns Helgasonar, sem séö hefur um útgáfuna frá þvi er faðir hans lést áriö 1960, en hann læröi prent hjá föður sinum og starfaði við prentsmiðju hans frá 1925. Blaðið kom fyrst út mánaöarlega, en annan hvern mánuö frá 1936 og svo er enn. Þegar við ræddum viö Sigurð Jónsson nú í vikunni, sagði hann að ritinu heföi verið mjög vel tek- iö í upphafi og lengi átti það veru- legu gengi að fagna, liklega þó mestu um 1937, en þá voru áskrif- endur 2200 talsins. Þeim hefur fækkað siöan, enda hefur ekki verið lögð á það mikil áhersla að kynna þaöút ifrá. Er það einkum i sveitum landsins sem það á sér kaupendur, en það eru lika trygg- irkaupendur, sem láta þegar vita ef blaðið berst þeim ekki og gera gjarna vart við sig bréflega með fyrirspurnum eða ábendingum varöandi efni þess. Blaöiö flytur jafnan efni f þjdðlegum stil og mörgum sem litur yfir innihald þess nú, kann að þyk ja sem allt sé þar ekki stílað upp á nútimann. Enætliþeir leynist ekki lika viöa, dropar ■ Sigurður Jónsson meö fyrstu árgangana af Heimilisblaðinu. Þaö hefur komið út annan hvern mánuð frá 1936 og þaö gerir það enn (Timamynd G.E.) sem fengið hafa sig fullsadda af nútimanum...? Siguröur Jónsson segir að veru- legur hluti af efninu sé þýddur og hafa ýmsir menn verið útgefend- um innanhandar viö þau störf, og þá fá unnendur góöra ljóöa hér i hendur margt við sitt hæfi. Heimilisblaðið er að öllu leyti unnið af útgefendunum, ef þýðingarnar eru frátaldar, upp- setning, auglýsingar, áskriftar- þjónusta, dreifing og prentun. Prentsmiðjan er til húsa i kjallaranum að Bergstaðastræti 27 og þar er ekkert annað efni prentaö. Prentsmiöjan hefur ver- iöþarfrá 1927 og þar býr Sigurður Jónsson sjálfur og hefur búið þar frá 1916. Hann er nú 74 ára gam- all, eða litlu eldri en blaðið hans, Heimilisblaöiö, sem nú hefur náö einna virðulegustum aldri af is- lenskum timaritum. —AM fréttir Brotist inn hjá Framsókn ■ Innbrotsþjófar stálu nokkur þúsund króhum úr söfnunar- bauk á kosningaskrif- stofu Framsóknar- flokksins við Lindar- götu 9 i Reykjavik i fyrrinótt. Aö sögn Sig- fúsar Bjarnasonar, starfsmanns á kosn- ingaskrifstofunni, virðast þjófarnir hafa staldraö talsvert við á skrifstofunni þvi þeir löguðu sér kaffi. Auk þess að stela úr söfn- unarbauknum brutu þjófarnir hurðir og unnu talsverðar skemmdir á innan- stokksmunum. Einnig fóru þeir á skrifstofur Sinfóniuhljómsveitar- innar, sem eru i sama húsi Samband bygg- ingarmanna í verkfall ■ Ástæður þessa verkfalls eru fyrst og fremst þær að samn- ingar hafa ekki tekist og við gerum þetta til að reyna að knýja á um samningslega lausn”, sagði Bene- dikt Daviðsson for- maður Sambands byggingarmanna i samtali við Timann en félagið hefur boðað verkfall þann 18. mai I einn dag. „Við gerum varla ráð fyrir að þessi fyrsta aðgerö leiði til endanlegrar niður- stöðu i samninga- málum, en hún ætti að minnsta kosti að sýna að okkur er fyllsta al- vara i því að reyna að knýja á um að ljúka þessu”. „Þaö er vafalaust umræða um ýmsarað- geröir hjá öðrum félögum nú þegar samningar eru að rennp út og ný skerð- ing að skella á I formi visitölunnar sem á aö taka gildi 1. júni”. — FRI Jábræður í raforku- verðsmálum ■ Eins og menn vita hef- ur það gengið heidur stirðlega fyrir Raf- magnsveitu Reykjavikur að fá samþykki ráðherra fyrir því aö hækka gjaid- skrána. Gárungarnir segja að nú séu það einkum tveir menn sem berjist gegn hækkun á raforkuveröi, — þeir Paul Mifller og Hjör-. íeifur Guttormsson... Hvað er það þá að gera? ■ Þessi er stolinn úr Sjó- mannablaðinu Vikingi: „Bókasafnsvörðurinn fór til litils drengs, sem var mjög hávaðasamur og sagði: „Þú verður að þegja — fólkið getur ekki lesið.” „Getur það ekki?” spurði drengurinn. „Hvað er það þá að gera hér?”” Sagði fátt ■ Þjóðviljinn hamraði á þvl dag eftir dag í sfðustu viku að fyrirhuguð væri stórkostleg nýjung i kosningaslagnum: „A laugardaginn kemur býð- ur Alþýðubandalagiö upp á skemmtilega til- breytingu..., — rútuferð um bæinn undir leiðsögn borgarfulltrúa og fram- bjóðenda G-listans”. I viðtali við Alfheiði Ingadóttur, sem slegið var upp á baksiðu Þjóð- viljans, er fariö fjálgum En sagði ekki mikiö samt orðum um hversu mikil- fengleg hugmynd þetta væri og að biltúrinn myndi segja „meira en tölur og töflur”. I rauninni sagði biltúr- inn þó alls ekki neitt þvi hann var aldrei farinn. Eftir þvi sem viö kom- umst næst er skýringin sú að leiðsögumennirnir máttu ekki vera aö þvi aö fara I biltúr þegar til kom. Krummi ... heyrði eina kvennafram- boðskonuna segja i sjdn- varpinu: „konur viöhalda lifinu”. Við sem héldum i einfeldni okkar að jafnvel einhverjir karlmenn kæmu þar lika við sögu!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.